Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Atli Vigfússon Laxamýri „Það er mjög gaman að vera í laufa- brauði og stundum fer ég á bæi til þess að taka þátt í því að skera brauðið. Ég man eftir mér pínulítilli að skera og því hefur áhuginn verið lengi.“ Þetta segir Olga Marta Ein- arsdóttir, bóndi á Einarsstöðum í Þingeyjarsveit, en hún hefur eins og margir aðrir verið önnum kafin við jólaundirbúninginn. Hjá henni eru laufabrauðsdagarnir fleiri en hjá flestum öðrum. „Ég nota aldrei hjól við útskurð- inn heldur hef ég mjög gaman af að móta eitthvað og skapa með vasa- hnífnum,“ segir Olga Marta, en hún mótar meðal annars kirkjur, krossa, lauf og stjörnur í kökurnar. Nýlega gerði hún laufabrauð með stórfjölskyldunni, um það bil 300 kökur. Hún fór svo á tvo aðra sveitabæi til þess að taka þátt í skurðinum og var aufúsugestur því ekki gera allir eins kökur. Þetta auðgar listina og brauðið verður margvíslegt í útliti. Persónulegur stíll Laufabrauð er séríslenskt brauð sem var lengi vel bundið við Norður- land en siðurinn hefur dreifst um landið. Það er mjög þekkt á Norð- urlöndum að gera eitthvert fallegt hátíðarbrauð. Fyrr á öldum var stundum mikill skortur á mjöli og hveiti á Íslandi og því gerðu margir kökurnar þunnar til þess að spara og gera þær fleiri svo allir fengju sinn skammt. Ástæðan var einnig sú að kökurnar geymdust betur en þykk brauð og töluðu sumir um að þær þyrftu að vera næfurþunnar þannig að hægt væri að lesa í gegnum þær. Laufabrauðsskurðurinn er oft mjög persónulegur og afbrigðin margvísleg. Margir nota hjól nú til dags við skurðinn, en þeir eru líka margir sem vilja halda í þá hefð að nota vasahnífinn, enda gefur hann mun meiri möguleika í þeirri list- sköpun sem fram fer. Fyrr á árum var það mikið verk að fletja út, en það hefur færst í aukana að fólk kaupi kökurnar og fái þær útflattar. Sumir fullorðnir segja þær kökur sem fást í búðunum ekki eins og gamla laufabrauðið á bæj- unum, en yngra fólkið lætur sér vel lynda. Hver laufkaka listaverk Laufabrauðsgerð er mjög mikil í Þingeyjarsýslum í dag og byrja margir seinast í nóvember til þess að vera búnir í tæka tíð fyrir jól. Sér- staklega á það við um þær fjöl- skyldur sem gera mjög mikið magn og víða eru haldin ættarmót í laufa- brauðsgerð á aðventunni. Olgu Mörtu finnst þetta skemmti- legur tími og hún vill hafa kökurnar góðar á bragðið. Hún er lengi að skera hverja köku eins og í gamla daga þegar fólk skar út sveitabæi, en vandvirkni krefst mikils tíma. Hún myndi gjarnan vilja hafa kök- urnar stærri að flatarmáli og þá myndi hún vilja skera út í þær heil jólaþorp í allri sinni dýrð með kirkju og mörgum stjörnum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Olga Marta „Nota aldrei hjól við útskurðinn, heldur hef ég mjög gaman af að móta eitthvað og skapa með vasahnífnum.“ Laufabrauðið er listsköpun  Olga Marta Einarsdóttir, bóndi á Einarsstöðum í Þingeyjarsveit, hefur verið önnum kafin við jóla- undirbúninginn á aðventunni Listaverk Ein kakan tekur á sig mynd í höndunum á Olgu Mörtu. Laufabrauð Kökurnar hennar Olgu Mörtu eru listaverk. Laufabrauð » Laufabrauð er næfurþunn og stökk hveitikaka sem er mikilvægur hluti íslenskra jóla og þorrans. » Ekki er vitað hvenær farið var að gera laufabrauð. Minnst er á það í orðabók Jóns Ólafs- sonar frá Grunnavík frá fyrri hluta 18. aldar. Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is Við prentum alla regnbogans liti. Við bjóðum upp á alla almenna prentun, ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband og umsjón með prentgripum. Pixel er alhliða prentþjónusta með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd. Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum pix (pictures) og el (element) Nafnspjöld, bréfsefni og umslög! Átta ungir vísindamenn á Landspít- ala fengu styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna við athöfn í Hringsal 19. desember sl. Hver styrkur nam einni milljón króna. Vísindamennirnir ungu kynntu rannsóknir sínar með stuttum erind- um. Vísindamennirnir eru Anna Bryn- dís Einarsdóttir deildarlæknir fyrir rannsóknina: Óútskýrður skyndi- dauði hjá flogaveikum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir, deildarlæknir og dokt- orsnemi, fyrir rannsóknina: Notkun methýlfenidats í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda, dr. Paolo Gar- giulo verkfræðingur fyrir rannsókn- ina: Áhættugreining á lærbeinsbroti við og eftir heildarmjaðmarliða- skipti, Sigríður Birna Elíasdóttir deildarlæknir fyrir rannsóknina: Undirliggjandi ástæður háþrýstings og merki um marklíffæraskemmdir hjá 9 ára gömlum íslenskum börn- um, Sigurður James Þorleifsson deildarlæknir fyrir rannsóknina: Lungnatrefjun á Íslandi, dr. Una Bjarnadóttir lífefnafræðingur fyrir rannsóknina: Hlutverk ósérhæfða ónæmiskerfisins og Bláa lóns efna á sérhæfingu T-frumna, dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur fyrir rannsóknina: Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi á dán- artíðni, sjúkdómstíðni og sjálfsskaða og Össur Ingi Emilsson, deildar- læknir og doktorsnemi, fyrir rann- sóknina: Tengsl vélindabakflæðis að nóttu við öndunarfærasjúkdóma og kæfisvefn. Ljósmynd/Anna Ellen Douglas Styrkir Aftari röð: Sigurður J. Þorleifsson, Össur Ingi Emilsson, Una Bjarnadóttir, Paolo Gargiulo. Fremri röð: Guðrún Dóra Bjarnadóttir, Sig- ríður B. Elíasdóttir, Anna Bryndís Einarsdóttir, Þórdís K. Þorsteinsdóttir. Ungir vísindamenn styrktir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.