Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukefni hrein náttúruafurð. Floradix blandan stuðlar að : • Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds. • Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. • Orkugefandi efnaskiptum • Betra ónæmiskerfi • Eðlilegri frumuskiptingu • Auknu blóðstreymi • Aukinni orku • Auknum lífskrafti Floradix formúlurnar er hægt að kaupa í apótekum, matvöru- verslunum og heilsubúðum. Þreytt og slöpp ? Nýjungar á mark- aðnum eins og agave- síróp, hafa náð mikl- um vinsældum meðal almennings og trúa margir að um holla og góða vöru sé að ræða. Agave-síróp er samt ekkert annað en syk- ur. Það er ekki hægt að segja að einhver ein tegund sykurs sé hollari eða óhollari en önnur. Best er að neyta hans í hófi. Það að skipta út sykri fyrir agave-síróp, hrásykur eða annarskonar sykur skiptir ekki máli. Það er einnig mikilvægt að spá í kostnað. Hvað leyfir buddan? „Hollustuvörur“ eru yfirleitt dýrari en þær vörur sem taldar eru óhollari. Samt sem áður er sykur alltaf sykur. Er sykur tómar hitaeiningar? Já, svo er hægt að segja um syk- ur sem bætt er í mat. Til að mynda þá eru 99,9 g af 100 g af sykri, tómar hitaeiningar, þ.e. hitaein- ingar sem gefa okkur engin vítam- ín. Fjöldi hitaeininga er þó mis- munandi milli sykurgerða og það sama má segja um sætleikann. Sír- óp og hunang innihalda meira vatn en hvítur sykur og meiri ávaxta- sykur (frúktósi) þýðir almennt sætara bragð. Sykri er bætt í mat til að gefa sætara bragð. Oftar en ekki getur það leitt til þess að fólk borðar meira sem einnig eykur líkur á tannskemmdum. Þó svo að sumar tegundir gefi örlítið meira af vít- amínum en aðrar þá er það í svo litlu magni. Þegar við borðum sykur er það ekki til að fá vítamínin, við getum vel fengið þau annars staðar. Innflutningur á sírópi hefur aukist Í kringum árið 2006 jókst inn- flutningur á agave-sírópi og öðrum sírópstegundum. Erfitt er að átta sig á hvort þessi aukning hefur orðið á kostnað annarra sykurteg- unda. Vissulega má spyrja hvort um hreina aukningu sé að ræða en það hefur augljós neikvæð áhrif á heilsu Íslendinga. Agave-síróp er frá Mexíkó og er unnið úr kaktusplöntunni agave. Meiri hluti agave-síróps er frúktósi. Frúktósi er jú ávaxtasykur, en í svo miklu magni getur hann haft neikvæð áhrif á líkamann. Kenn- ingar hafa verið um að mikið magn ávaxtasykurs í fæði manna sé or- sakavaldur offitu. Mikilvægt er þó að átta sig á að fleiri þættir hafa áhrif. Agave-síróp er sætara en sykur og því hægt að nota í örlítið minna magni en sykur, en líkt og hinn hefðbundni sykur eykur hann líkur á tannskemmdum. Hvítur sykur (súkrósi) er unninn úr syk- urreyr. Súkrósi er samsettur úr glúkósa og frúktósa til helminga. Eins og Agave-síróp og hvítur syk- ur þá innihalda ávextir ávaxtasykur (frúktósa). En ráðleggingar um mataræði segja að borða eigi 5 skammta af ávöxtum á dag! Það er rétt, ávaxtasykur sem er nátt- úrulega til staðar í ávöxtum er betri og í mun minna magni en t.d í agave-sírópi. Ef við tökum epli sem dæmi, þau innhalda frekar hátt hlutfall ávaxtasykurs miðað við aðra ávexti. Þá þurfum við að borða um 9 meðalstór epli á dag til þess að fá 100 g eða meira af ávaxtasykri, það magn sem talið er að sé skaðlegt. Ráðleggingar Ráðlagt er að um helmingur hitaeiningafjölda dagsins komi frá kolvetnum. Kornmeti, grænmeti og ávextir eru dæmi um kolvetnarík matvæli. Sykrur eru hluti af kol- vetnum og eru til ýmsar tegundir sem falla undir það að vera sykra, þar má nefna hvítan sykur, hrásyk- ur, púðursykur, pálmasykur og agave-síróp. Munur er á hvort syk- ur er náttúrulega til staðar í mat eða honum bætt í matvörur við framleiðslu þeirra. Þó svo að sykr- ur séu hluti af mikilvægum flokki kolvetna er ráðlagt að neysla syk- urs sem bætt er í mat sé ekki meiri en 10% af hitaeiningafjölda dags- ins. Hvers vegna er sykur þá settur í mat? Það er vegna þess að hann gefur sætt bragð, ver matvæli gegn skemmdum, hjálpar til við vöxt í gerbakstri, hjálpar til í viðhaldi á náttúrulegum lit og áferð ýmissa matvæla og margt fleira. Nú þegar jólin eru að renna í garð og smá- kökubakstur er á fullu er líklegt að sykurneysla landans aukist. Reyn- um því að passa magnið sem við borðum. Fáum okkur bara eina smáköku í staðinn fyrir fimm. Verðmunur milli sykurtegunda Kostnaður heimila eykst oft í kringum jólin og það að borga meira en fjórfalt verð fyrir „holl- ari“ vöru er kannski eitthvað sem þarf að hafa í huga. Er „holla“ var- an eitthvað betri þegar uppi er staðið?. Þegar við stöndum frammi fyrir því mikla vali sem mat- vöruverslanir landsins bjóða upp á þurfum við að hugsa aðeins út í þetta. Tvö kíló af hvítum sykri kosta um 550 kr. Til þess að fá sama magn af agave-sírópi þarftu að borga rúmar 3.000 kr. Báðar vörur eru upprunar frá plöntum og er framleiðsluferli þeirra svipað. Þessum skrifum er ekki beint gegn agave-sírópi, meira til þess að vekja umhugsun um að tegundin skiptir ekki alltaf máli. Sykur af hvaða tegund sem er þarf ekki að vera slæmur ef hans er neytt í hófi. Munum bara að það er magnið sem skiptir máli, ekki tegund syk- urs. Sykur, tómar hitaeiningar? Eftir Áróru Rós Ingadóttur Áróra Rós Ingadóttir » Það er ekki hægt að segja að einhver ein tegund sykurs sé hollari eða óhollari en önnur. Best er að neyta hans í hófi. Höfundur er B.Sc. í næringarfræði og meistaranemi í næringarfræði við Háskóla Íslands. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráð- herra tilkynnti í haust starfslok sín á Alþingi í vor og taldi upp stór mál sem hún ætlar að klára áður. Afnám verðtryggingar var ekki þar á meðal. Jóhanna, vonandi er þetta misskilningur. Rifjað hefur verið upp í auglýsingum og grein- um að þetta mál hefur í áratugi verið eitt helsta baráttu- og forgangsmál þitt á Alþingi og óþarft að rekja eða rökstyðja frekar. Ég skora á þig Jóhanna og einnig Steingrím og aðra góða þingmenn, að klára núna það brýna verkefni að fella úr lögum heimild til verðtrygg- ingar lána einstaklinga og fyrirtækja. Klárist afnámið ekki á næstu vik- um munu þingmenn og flokkar sem gera afnámið að kosningamáli sópa að sér fylgi í næstu þingkosningum. Eða, þarf kannski sérstakt framboð í þetta mikilvæga verkefni, lánaleið- réttingar og fleiri brýn verkefni fyrir heimili og fyrirtæki? Stjórnarskrárvinnan er mikilvæg, en væri almenningur spurður, hvort haldið þið Jóhanna og Steingrímur að fólkið í landinu myndi setja í meiri forgang núna; nýja stjórnarskrá eða afnám hinnar séríslensku verðtryggingar lána? Stjórnarskrárbreyt- ingar eru tímafrekar, en afnám verðtrygging- arinnar er fljótlegt verkefni fyrir Alþingi, þótt það sé stórmál fyr- ir fólkið í landinu, Íbúðalánasjóð og fram- tíð okkar. Fyrst á því að klára afnám verðtrygg- ingarinnar. Jóhanna, þú ert á móti verðtryggingu og Steingrímur líka. Í Samstarfsyfirlýsingu rík- isstjórnar ykkar eru greinilegar fyr- irætlanir um að draga úr vægi verð- tryggingar, með því að; 1) „óska eftir mati Seðlabankans á því hvernig best verði dregið úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi“ og 2) „dregið verði úr vægi verðtryggingar í lána- viðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra íbúðalána“, það seinna undir yfirskriftinni „Varanleg vel- ferð“. Samkvæmt könnun Capacent fyrir Hagsmunasamtök heimilanna í nóv- ember 2011 eru 80% þjóðarinnar fylgjandi afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Og á sex mánuðum skrifuðu tæplega 38 þúsundir nafn sitt í undirskriftasöfnun HH um af- nám verðtryggingar og réttláta leið- réttingu stökkbreyttra lána. Íbúðalánasjóður er að falla um sjálfan sig. Hann fékk lengst af bara að bjóða verðtryggð jafngreiðslulán. Þau lán kalla ég eitraðan kokkteil fyrir lántakendur og sem þeir ýmist hafa flúið með uppgreiðslum fyrir óverðtryggt lánsfé frá bönkum eða geta ekki lengur greitt af vegna stökkbreytts höfuðstóls og greiðslu- byrði. Hvað er eiginlega málið, ágætu fulltrúar löggjafar- og fram- kvæmdavalds? Hvers vegna „slátrið þið“ ekki þessari óværu í íslensku þjóðfélagi, með einfaldri lagabreyt- ingu? Hver er áhættan, hvað haldið þið að gerist? Kemur sólin ekki upp dag- inn eftir? Jú, það gerist og ég er líka viss um að fólk fer þá að sjá birtuna og njóta ljóss og yls. Og heimurinn heldur áfram. Ég er bóndasonur, frá Bjargi í Miðfirði, slóðum Grettissögu. Sig- urgeir faðir minn var góð skytta sem annaðist refaveiðar fyrir sveitarfé- lagið og var oft fenginn til að skjóta naut og ótamda hesta, stór dýr sem gátu verið hættuleg eða ekki hægt að ná. Og því nota ég hér smá samlík- ingu: Það á að skjóta verðtrygginguna á færi og nota hanska og tangir til að færa hana í ómerkta gröf. Svo eitruð og hættuleg er þessi plága nú orðin í okkar þjóðfélagi. Hagsmunayfirlýsing Ég hef í dag enga persónulega hagsmuni vegna verðtryggingar á lánum. Ég er ekki með nein verð- tryggð lán, sá hryllingskvóti er búinn fyrir lífstíð. Vegna verðtryggingarinnar fór ég auk margra annarra í mínu umhverfi í gengistryggð lán. Grundvöllur þeirra reyndist ólöglegur og form þeirra breytist nú í óverðtryggð ís- lensk lán, þótt hægt miði og fátt bendi til að endurútreikningarnir núna verði réttir og endanlegir, sam- anber fyrri Morgunblaðsgreinar mínar. Framtíðarhagsmunir mínir af af- námi verðtryggingar eru að við eignaskipti síðar get ég þurft lán hjá Íbúðalánasjóði og þá verður það að vera óverðtryggt jafngreiðslulán, með föstum vöxtum til nokkurra ára í senn eða allan lánstímann, eða breytilegum vöxtum og vaxtaþaki. Mér er málið líka skylt með öðrum hætti, þar sem ég sat um nokkurra mánaða skeið í ráðherraskipaðri nefnd um verðtryggingarmál, með þing-, ráðuneytis- og seðla- bankamönnum og fleiri góðum mönn- um, undir góðri stjórn Eyglóar Harð- ardóttur. Mikið og tímafrekt starf; margir fundir, margir gestir, mikil umræða, texta- og skýrsluvinna, op- inn kynningarfundur og annar fund- ur í Íbúðalánasjóði, allt í sjálfboða- vinnu af minni hálfu. Á starfstímanum og eftir skýrsluskil byrjuðu bankar að bjóða óverðtryggð lán í meira mæli, sem lántakar stukku á. Og svo fékk Íbúðalánasjóð- ur loksins lagaheimild Alþingis til að bjóða óverðtryggð lán, ekki bara verðtryggðu jafngreiðslulánin. Takk fyrir að það varð þó einhver árangur af nefndarstarfinu. Ókostir verðtryggingar fyrir lántaka Auðvitað er óþarfi að rekja ókosti og önnur rök fyrir afnámi verðtrygg- ingarinnar, þeir sem hér er skorað á þekkja þetta vel. En rétt er samt að tína saman ýmis atriði, fyrir þá og aðra sem málið varðar. Það verður gert í grein á næstunni. Afnám verðtryggingar núna, Jóhanna Eftir Arinbjörn Sigurgeirsson »Hvað er málið, ágætu fulltrúar lög- gjafar- og fram- kvæmdavalds? Hvers vegna „slátriði“ ekki þessari óværu í þjóð- félaginu, með einfaldri lagabreytingu? Arinbjörn Sigurgeirsson Höfundur er frá Bjargi og er and- stæðingur verðtryggingar lána.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.