Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Kveðja frá Verkfræðingafélagi Íslands Søren Langvad verkfræðingur er látinn, 88 ára að aldri. Søren fæddist í Danmörku en flutti til Ís- lands sem unglingur með foreldr- um sínum, föður sínum, Kay Lang- vad verkfræðingi, og íslenzkri móður sinni, Selmu Guðjohnsen Þórðardóttur. Søren lauk stúd- entsprófi frá Háskóla Íslands með sérstöku leyfi árið 1943, fyrrihluta- prófi í verkfræði lauk hann frá HÍ árið 1945 og prófi í byggingarverk- fræði árið 1948 frá Danmarks Tekniske Højskole (DTH), sem nú er Danmarks Tekniske Universi- tet (DTU). Søren hóf störf við fyrirtækið Fosskraft sf. árið 1950, en það ann- aðist framkvæmdir við Írafoss- virkjun og var samsteypa danska fyrirtækisins E. Pihl & Søn A/S og sænsks fyrirtækis. Faðir hans hafði keypt helm- ingshlut í fyrrnefnda fyrirtækinu árið 1947 og árið 1971 tók Søren við framkvæmdastjórn þess, sem hann sinnti síðan og allt fram á þetta ár. Undir stjórn hans varð fyrirtækið eitt af öflugustu verk- takafyrirtækjum á Norðurlöndum og tók að sér verkefni víða um heim. Søren átti þátt í að stofna ÍS- TAK árið 1970, ásamt öðrum, og var í stjórn fyrirtækisins til dán- ardags. Gegnum verkfræðistörf sín og fyrirtækjarekstur kom Søren Langvad að mörgum helztu stór- framkvæmdum hérlendis á lýð- veldistímanum. Þrátt fyrir störf víða um lönd voru taugar hans til Íslands ætíð sterkar og fjölmargir íslenzkir verkfræðingar hafa gegnt lykilstöðum í fyrirtækjum hans. Søren sinnti fjölda trúnaðar- starfa og hlaut fjölmargar viður- kenningar fyrir margvísleg störf sín. Hann lét sig sérstaklega varða traust samband Íslands og Dan- merkur og lagði starfsgrein sinni, verkfræðinni, lið með ýmsum hætti. Hann sat fyrir hönd Verkfræð- ingafélags Íslands í stjórn náms- sjóðs J.C. Möllers frá árinu 1973, en þeim sjóði er ætlað að styrkja nemendur til verkfræðináms í Danmörku. Þá var hann um tíma prófdómari við DTH í Kaup- mannahöfn og árið 2008 hlaut hann heiðursdoktorsnafnbót í verkfræði við Háskóla Íslands. Søren Langvad gerðist félagi í Verkfræðingafélagi Íslands 8. apríl 1948. Árið 1998 var hann útnefnd- ur heiðursfélagi VFÍ, sem er æðsta viðurkenning félagsins. Með Søren er horfinn á braut eldhugi, atorku- maður og góður félagi úr hópi verkfræðinga. Við minnumst hans með hlýju og vottum fjölskyldu og aðstandendum innilega samúð. Kristinn Andersen, formaður VFÍ. Søren Langvad ✝ Søren Lang-vad fæddist í Frederiksberg í Danmörku 9. nóv- ember 1924. Hann lést í Kaupmanna- höfn 15. desember 2012. Útför Sørens fór fram frá Grundtvigs Kirke í Kaupmannahöfn 22. desember 2012. En framtíð á vor þjóð – með þessa fossa, með þessi römmu tröll í samhljóms-kór. (E.B.) Ísland á sér marga vini um allan heim. Vini sem tala máli lands og þjóðar, vini sem þekkja land- ið og eru aðdáendur þess fyrir margar sakir. Einn af þessum traustu vin- um var Sören Langvad. Hann kom sem ungur maður til landsins frá Danmörku og upp frá því átti Ís- land hug hans. Sören var athafnamaður í orðs- ins fyllstu merkingu. Fyrirtæki hans Phil og Sön er mjög þekkt í Danmörku fyrir áreiðanleika, vandvirkni og sanngirni. Jafn- framt er það öflugt á alþjóðlegum markaði. Dótturfyrirtæki þess á Íslandi Ístak hefur jafnframt sama orð á sér. Allir sem til þekkja vita að hér hefur persóna Sörens ráðið miklu. Það var ótrúlegur kraftur í þessum hljóðláta og hógværa manni. Ekkert verkefni var svo stórt í hans huga að ekki væri hægt að leysa það. Hann naut þess að takast á við vandasöm og stór verkefni. Stórhýsi, vegir og brýr um alla Danmörku eru ótvíræður vitnisburður um þetta. Á Íslandi hafa fyrirtæki hans komið að bygg- ingu flestra virkjana landsins og öðrum mikilvægum mannvirkjum. Hann hafði mikla trú á möguleik- um Íslands, ekki síst á sviði orku- mála. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þeim auðæfum sem liggja í beislun vatnsins. Hann dáðist að kraftinum í ám og fossum. Jafn- framt var hann mikill unnandi ís- lenskrar náttúru. Hann heimsótti landið á hverju ári með mikilli til- hlökkun. Þar átti hann marga vini og naut sín vel í félagsskap þeirra í starfi og leik. Við Íslendingar í Danmörku stöndum í mikilli þakkarskuld við Sören. Mikill fjöldi landa okkar hefur starfað við fyrirtæki hans hér í Danmörku og víða um heim. Allt þetta fólk hefur hlotið víðtæka reynslu sem hefur verið því verð- mæt í lífinu. Hann hefur verið aðal- driffjöðrin í vinuáttusamtökum Dana og Íslendinga. Enginn hefur tölu á öllum þeim viðburðum sem hann hefur stutt með vinnu og fjár- framlögum. Fjölskylda hans tók jafnframt mikinn þátt í starfinu. Síðustu árin sáum við tvö af börn- um hans, Kjartan og Birgitte, oft við hlið hans. Ég hef verið lánsamur að kynn- ast Sören. Ég átti þess kost að sitja með honum og ræða málefni dags- ins og framtíðarinnar. Þar kom maður ekki að tómum kofunum og hann hafði sterkar skoðanir. Hann gerði sér glögga grein fyrir mik- ilvægi alþjóðlegs samstarfs og frjálsra viðskipta, enda þátttak- andi í viðskiptum víða um heim. Málflutningur hans einkenndist af bjartsýni, athafnasemi og krafti sem var mjög óvenjulegur. Hann hafði engar áætlanir um að draga sig í hlé. Hann hafði vanist vinnu- semi allt sitt líf og hann mætti allt- af til vinnu þótt hann væri kominn fast að níræðu. Hann fór út að moka snjó síðasta daginn sem hann lifði. Verkhræddur var hann aldrei og það sýndi hann líka síð- asta daginn sinn. Við Sigurjóna þökkum sam- fylgdina og vottum börnum hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Halldór Ásgrímsson. Í bók minni Hreint út sagt sem kom út í haust segir: „Fyrst er að geta þeirra sem finnst vænt um Ís- lendinga og Ísland. Bent A. Koch, lengi ritstjóri á Kristilegu dagblaði og leiðarahöfundar á Fyns Stiftsti- dende, var þar í allra fremstu röð. Og Søren Langvad – hann er að vísu eiginlega íslenskur en samt danskur. Þeir voru vinir og félagar og voru á níræðisaldri þegar við vorum í Danmörku. „Voru,“ segi ég af því að Bent er nú allur; lést seint á árinu 2010.“ Og nú er Søren líka fallinn. Hann var samt ein- hvern veginn þannig hann Søren að engum datt nokkurn tímann annað í hug en að hann hlyti að lifa alltaf þó að hann væri kominn langt á níræðisaldurinn. Við Guðrún vorum svo lánsöm að fá að kynnast honum og konu hans Gunnvöru meðan við vorum úti að sinna verkefnum fyrir þjóð- ina. Þá kynntumst við líka börnum þeirra og barnabörnum. Søren taldi það skyldu þeirra hjóna og sína eftir að Gunnvör féll frá að efna til kvöldverða fyrir íslenska sendiherra sem voru á vettvangi; það hafði hann gert frá því um miðja síðustu öld. Hann hafði kynnst þeim öllum og aðstoðað þá alla. Hann hafði verið leiðtogi Dansk Islandsk Samfund í áratugi og borgaði reikningana þegar fé- lagið þraut fé sem var eiginlega alltaf. Þegar ég kom til Kaup- mannahafnar spurði ég um fjárhag félagsins; Fann þá fljótlega að það voru bæði óviðeigandi og óþarfar spurningar. Søren borgaði. Á hverju sumri kom hann til Ís- lands til laxveiða og bauð með sér vinum sínum íslenskum og dönsk- um; þar var oft með í för Íslands- vinurinn Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Venstre í Danmörku, sem er reyndar hægri flokkur þrátt fyrir nafnið. Í tengslum við þessar veiðiferðir til Íslands efndi Søren til kvöldverða þar sem voru tugir manna seinni árin á Hótel Sögu. Það var glæsilegt en samt hófstillt. Við kynntumst ekki fyrr en ég kom til Kaupmannahafnar sem sendiherra. Viðhorf okkar voru á yfirborðinu eins ólík og hægt er að ímynda sér, en aðeins á yfirborð- inu. Þegar betur var að gáð vorum við sammála um það sem skipti máli. Við hrunið haustið 2008 átt- um við mörg og löng samtöl, síðast vorið 2009 þegar við sátum úti við lengi fram í nóttina ásamt Jasper Rangvad og ræddum um hag Ís- lands. Það var gott og hollt samtal. Fyrir nokkru var ákveðið að sumardagurinn fyrsti yrði helgað- ur Jóni Sigurðssyni sérstaklega í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og dagurinn kallaður dagur Jóns Sig- urðssonar. Einn af þeim sem fengu þá sérstök verðlaun fyrir að hafa treyst samband Íslands og Dan- merkur var Søren Langvad. Eng- inn var betur að því kominn en hann. Ævinlega þegar þurfti að taka til hendi vegna Íslands í þess- um gamla höfuðstað landsins kom Søren til skjalanna. Þar minnist ég sérstaklega framlags hans til út- gáfu á ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar: sú bók heitir Landet var fa- gert og hún var helguð minningu Gunnvarar Langvad. Fallinn er höfðingi sem Ísland gat reitt sig á þegar mikið lá við. Við Guðrún sendum fjölskyldu Sø- rens samúðarkveðjur og þakkir. Svavar Gestsson. Þegar ég hitti Søren Langvad fyrst í hádegisverði á Þingvöllum sumarið 2008 fannst mér hann vera geðþekkur og skemmtilega jarðbundinn maður. Þegar ég kom til starfa sem sendiherra í Kaup- mannahöfn í ársbyrjun 2010 og hóf regluleg samskipti við Søren voru þessi fyrstu hughrif ánægjulega staðfest. Mér var kunnugt um langan og farsælan feril hans sem verkfræðingur og forstjóri og ég varð þess áskynja hvað hann naut mikillar virðingar sem slíkur í Danmörku. En það var ekki á því sviði sem leiðir okkar lágu saman. Ég kynntist Søren sem einlægum unnanda Íslands. Ætterni, nám við HÍ og kynni af verklegum fram- kvæmdum og mönnum og málefn- um á Íslandi um áratugaskeið sköpuðu þekkingu og skilning á ís- lenskum aðstæðum sem var vand- fundinn á meðal annarra vina Ís- lands erlendis. Hann þekkti styrk- leika og veikleika Íslendinga og stóð ekki á sama um framtíð Ís- lands en hafði jafnframt óbilandi trú á möguleikum lands og þjóðar. Samtímis var Søren stoltur og þjóðhollur Dani og lagði áherslu á að efla tengslin á milli Danmerkur og Íslands, m.a. með því að bjóða iðulega Dansk-Islandsk Samfund að halda opna fundi í höfuðstöðv- um Phil & Søn. Framlag Søren til tvíhliða tengslanna var viðurkennt af Íslands hálfu með ýmsum hætti, m.a. veitingu stórriddarakross og stjörnu fálkaorðunnar. Síðast af- henti forseti Alþingis honum Verð- laun Jóns Sigurðssonar við hátíð- lega athöfn í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta 2010. Þrátt fyrir stutt kynni og ald- ursmun tókst góð vinátta með okk- ur Søren. Hvort heldur samtölin voru í síma eða yfir kaffibolla töl- uðum við saman á íslensku og oft- ast um það sem efst var á baugi í Danmörku og á Íslandi á hverjum tíma. Ég mun sakna þessa ráða- góða heiðursmanns. Blessuð sé minning hans. Sturla Sigurjónsson. Kveðja til heiðursfélaga Søren Langvad hefur nú hafið ferð sína yfir móðuna miklu eftir langa og viðburðaríka ævi. Ég kynntist Søren fyrst árið 2000 þeg- ar Dansk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað í Kaupmannahöfn. Hann var mjög áhugasamur um stofnun ráðsins og sat í fyrstu stjórn þess en vildi víkja fyrir sér yngri mönnum við næstu stjórn- arkosningar. Hann var útnefndur fyrsti heiðursfélagi ráðsins en vild- um við með því sýna þakklæti okk- ar fyrir brennandi áhuga hans á samskiptum landanna, hvort held- ur um var að ræða viðskiptatengsl eða mennta- og menningartengsl. Þrátt fyrir miklar annir við að stjórna stóru fyrirtæki með til- heyrandi ferðalögum mætti hann á ótrúlega marga viðburði ráðsins í Kaupmannahöfn og reyndar oft á Íslandi líka. Ég hitti hann síðast á aðalfundi ráðsins í Kaupmanna- höfn undir lok síðasta mánaðar og þá sagði hann mér að hann væri einungis nýlega hættur að mæta daglega í vinnuna, þá orðinn 88 ára gamall. Fyrir hönd stjórnar Dansk-ís- lenska viðskiptaráðsins votta ég aðstandendum Sørens okkar dýpstu samúð. Sverrir Sverrisson, formaður DÍV. ✝ Brandur Þor-steinsson fædd- ist í Hafnarfirði 28. ágúst 1934. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. des- ember 2012. Foreldrar hans voru Jóna Margrét Þorsteinsdóttir, Hafnarfirði, og Þorlákur Guð- jónsson, Ísafirði. Brandur ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Jóni M. Nordgulen. Eiginkona hans var Perla Kristín Þorgeirsdóttir sem var fædd 20. janúar 1933 í Vest- mannaeyjum og lést 4. maí 2012. Börn Brands eru: 1) Hafdís, f. 26. desember 1954, móðir hennar er Marta Sigurðardóttir. Börn Hafdísar eru: Eva Björk, f. 13. nóvember 1970, maki Juha Vainionpa. Dag- rún Ellen, f. 31. júlí 1972, maki Páll Gestsson. Kristján Örn, f. 19. janúar 1978, maki Katrín Einarsdóttir og Sigurður Sveins, f. 9. júlí 1986, maki Justine Max- Brandur tíu barnabarnabörn. Brandur ólst upp í barnmörg- um og fjörugum Vesturbænum í Hafnarfirði í mikilli nálægð við móðurömmu sína og afa sem og móðursystkini. Hann dvaldi einnig um tíma á Eyrarbakka og var í sveit á Skeiðum sem ung- lingur. Hans starfssvið var mikið tengt skipasmíðum og -við- gerðum. Vann hann í mörg ár í Skipasmíðastöðinni Stálvík, einnig vann hann í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, Slippstöð- inni á Akureyri og hjá Ráðgarði. Lengst starfaði hann þó hjá Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs, sem verkstjóri og sá um tilboðs- gerð verkefna. Hann var dug- mikill og ósérhlífinn starfs- maður og gekk óhikað í öll störf. Brandur hafði gaman af ferða- lögum og ferðaðist víða innan- lands sem erlendis. Um langt árabil starfaði hann í Kiwanis- klúbbnum Eldborg. Fyrir u.þ.b. 10 árum fékk hann hjartaáfall sem dró úr starfshæfni hans og má segja að síðan þá hafi hans líkamlega geta smátt og smátt minnkað. Lengst af bjuggu þau hjón í Hafnarfirði og fyrir tveim- ur árum fluttu þau á Hrafnistu þar sem þeim leið einstaklega vel. Útför Brands fór fram í kyrr- þey frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 18. desember 2012. well. 2) Lárus Geir, f. 7. desember 1956, kvæntur Ingibjörgu Marinósdóttur. Börn þeirra eru: Birgir Örn, f. 17. október 1979, d. 14. nóvember 2010. Íris Dögg, f. 28. janúar 1982, maki Friðgeir Örn Gunnarsson, og Hafdís Kristín, f. 9. ágúst 1984. 3) Jóna Margrét, f. 4. nóvember 1957, gift Guðbergi Ástráðssyni. Börn þeirra eru: Hildur, f. 14. júní 1984, Orri, f. 25. ágúst 1985, maki Herdís Böðvarsdóttir. Hlín f. 11. mars 1991, maki Ragnar Björnsson og Björk f. 2. maí 1997. 4) Jón Þór, f. 7. febrúar 1962, kvæntur Sif Stefánsdóttur. Synir þeirra eru: Þorgeir Arnar f. 18. júlí 1981, maki Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Stefán Þór f. 19. desember 1991. 5) Fríður, f. 10. október 1970, gift Guðlaugi Sæmundssyni. Dætur þeirra eru: Katrín Perla, f. 19. október 2004, og Bryndís Lára, f. 21. september 2007. Einnig átti Minningarnar góðar og þær ylja. Seiglan úr Vesturbænum og listfengið að vestan segja sumir. Umhverfið mótar mann- inn og krafturinn var mikill. Ekki mikið umleikis en sam- staða, lífsgleði, bjartsýni og dugur ráða ferð. Hús byggð og þeim breytt, lóðir teknar í gegn og vinir aðstoðaðir við ýmis verk. Sköpunargáfan mikil og verkin eru víða. Mikið örlæti, hvort sem það var sem gestgjafi á heimaslóð eða aðstoð við aðra. Stoð sem hægt var að reiða sig á og treysta. Ef um var að ræða verklegar framkvæmdir hjá fjölskyldunni þá var hann mætt- ur í vinnugallanum og tilbúinn að láta verkin tala sem var ekki ónýtt fyrir son með nokkra þumalfingur. Stundum var ekk- ert skilið í endalausum íþrótta- æfingum en stutt við eftir fremsta megni. Samheldni og sjálfstæði fjölskyldu honum mikilvæg. Skapað var rými og öruggt umhverfi fyrir alla. Stundum lítið sagt, ekki skamm- ast en ljóst hverjar reglur væru. Hlýjan og öruggt athvarf var alltaf til staðar. Vellíðan fjöl- skyldunnar var umbun mikillar vinnu og hann alltaf tilbúinn að standa vaktina. Barnabörnin fengu að njóta gæskunnar; það var tekinn rúntur niður á bryggju og bland í poka vinsælt með Tomma og Jenna-spólu. Grillað lambalæri varð fjöl- skyldurétturinn á tyllidögum og þá var tekið á því eins og öðru, nóg til af öllu og kokkurinn í ess- inu sínu. Hann þurfti ekki að láta mikið á sér bera, talaði lítið um eigið framlag og kunni líka vel við sig í rólegu umhverfi. Oft var hlustað á klassíska tónlist – það toppaði enginn Jusse Björl- ing og Ashkenazy. Glíman við krossgátur entist ævilangt og síðan áttu Alistair MacLean og James Bond dyggan stað í dægradvölinni. Bjástur í bílskúr var ómissandi og útskurður í tré varð stórt áhugamál þar sem handverksmaðurinn snjalli naut sín vel. Ferðalög gáfu þeim hjónum mikið og voru þau sam- taka í að skoða heiminn og njóta með góðum vinum. Systkinin sjö komu til sögunnar fyrir nokkr- um árum og var gaman að fylgj- ast með þeirri ósviknu gleði og kærleik sem það vakti. Vinnulúi gerði vart við sig með heilsu- bresti, uppsafnað slit erfiðrar smiðjuvinnu þar sem oft var miklum átökum beitt því að verkefni þurfti að klára. Þurfti þá að draga saman seglin. Hlýj- an, væntumþykjan og traustið var þó ávallt til staðar. Síðustu ár hafa verið erfið en eins og alltaf var besta leiðin valin með hag allra að leiðarljósi, aldrei var kvartað. Hann spjaraði sig vel eftir andlát mömmu fyrr á árinu þrátt fyrir mikinn söknuð. Hann var sáttur og leið vel í sínu umhverfi, starfsfólk Hrafnistu á mikið hrós skilið. Verkstjórinn skilaði góðu dagsverki þar sem áræði og seigla réðu oft ríkjum. Hann var stór þáttur í gang- verki fjölskyldunnar og þrátt fyrir að þau hjónin hafi stigið til hliðar þá verða þau áfram hluti af okkur. Jón Þór Brandsson. Vinur okkar, Brandur Þor- steinsson, lést á Hrafnistu 8. desember síðastliðinn. Brandur kvaddi þennan heim um það bil sjö mánuðum eftir lát ástkærrar eiginkonu sinnar, Perlu Þor- geirsdóttur. Kunningsskapur okkar hófst þegar þær Perla og Guðbjörg hófu að vinna saman í Kaup- félagi Hafnarfjarðar árið 1975. Upp úr því myndaðist góður vin- skapur milli okkar hjónanna. Brandur hélt sextugsafmælið sitt í Portúgal. Við hjónin slóg- umst í förina og dvöldum syðra í tvær vikur. Afmælishátíðin tókst vel og var hin eftirminni- legasta. Eftir þetta fórum við með Brandi og Perlu í margar ferðir til sólarlandanna, fyrst til Portúgals og síðar til Costa del Sol á Spáni. Við nutum þessara ferða mjög og sá háttur var oft hafður á að meðan við hjónin og Perla lágum í sólbaði hélt Brandur sig uppi á svölum, ým- ist að lesa eða ráða krossgátur. Hann var ekki gefinn fyrir að flatmaga í sólinni. Við nutum hins vegar góðs af þessu því oft var hann búinn að laga góðan mat fyrir okkur þegar við kom- um inn úr sólinni. Brandur hafði gaman af því að búa til margar gerðir af mjög ljúffengum mat. Margar ferðirnar fórum við hjónin út á Álftanes og síðar á Hrafnistu og nutum ávallt mik- illar gestrisni og umfram allt góðs félagsskapar. Nú þegar komið er að leið- arlokum viljum við þakka Brandi samfylgdina. Við vottum börnum, barnabörnum og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Sverrir og Guðbjörg. Brandur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.