Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 50

Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Jólalögin mín eru nokkur, meðal annars tvö við ljóð ÞorsteinsValdimarssonar og eru þau á plötu sem við Jónas Tómassonfélagi minn gerðum fyrir meira en fjörutíu árum. Það fór að vísu lítið fyrir plötunni en lögin lifa þó. Svo samdi ég á sínum tíma lag við faðirvorið og við það lag er ég afar sáttur,“ segir Heimir Sindrason, sem er 68 ára í dag. Hann er tannlæknir en þjóðinni best þekktur sem lagasmiður, meðal annars fyrir lagið við Hótel jörð eft- ir Tómas Guðmundsson. Heimir segist kunna því vel að eiga afmæli á aðfangadag. „„Nei, áttu afmæli á jólunum?“ segir fólk og brosir þegar það sér kennitöl- una mína,“ segir Heimir, sem í æsku kveðst hafa notið þess með að fá fleiri pakka en aðrir. Í dag segir hann jólin í sínum huga þó fyrst og fremst ánægjulega samverustund fjölskyldunnar, sem jafnan hefur rjúpu í matinn á aðfangadagskvöld. Í áraraðir starfrækti Heimir eigin tannlæknastofu og gerir enn en í félagið hafa svo bæst m.a. dóttir hans og tengdasonur, Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pétursson. „Eftir að fleiri komu að rekstri stofunnar hef ég meira svigrúm til að sinna áhugamálum. Er í golfi á sumrin og svo gengur tónlistin eins og rauður þráður í gegnum líf mitt. Byrjaði á fertugsaldri að spila á píanó og sit mikið við hljóðfærið og æfi mig. Einhver þarf dægradvölin að vera þegar starfsævinni lýkur,“ segir Heimir að síðustu. sbs@mbl.is Heimir Sindrason er 68 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónskáldið „Spila á píanó og sit mikið við hljóðfærið,“ segir Heimir Sindrason, hér á tannlæknastofunni sem hann hefur rekið í áratugi. Tannlæknirinn samdi jólalög Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigurður Kristjánsson, tæknifræð- ingur og fyrrverandi yfirkennari, verður hundrað ára 26. desember næstkomandi. Árnað heilla 100 ára Reykjavík Júlíus Hrafn fæddist 22. maí kl. 12.32. Hann vó 3.755 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Fanney Ída Júlíusdóttir og Kristján Leifsson. Nýir borgarar Ísafjörður Vigdís Birna fæddist 1. mars kl. 1.29. Hún vó 3.220 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Jó- hanna Fylkisdóttir og Samúel Orri Stefánsson. E iríkur fæddist í Súðavík 24.12. 1962, ólst þar upp til sex ára aldurs og síðan á Akranesi. Hann lauk stúdents- prófi frá Flensborg 1984 og stundaði nám í prentverki um skeið. Hann hóf nám í sagnfræði við HÍ 1989, lauk BA-prófi 1994 og MA-prófi 2005. Eiríkur stundaði fiskvinnslu á Akranesi á unglingsárunum og í Hafnarfirði á framhaldsskóla- árunum og starfaði við Prentsmiðj- una Eddu og Prentsmiðju Morg- unblaðsins. Eftir BA-prófið var Eiríkur safn- stjóri Sýslusafns Austur-Skaftafells- sýslu á Höfn í Hornafirði 1996-99, var blaðamaður við Morgunblaðið 1999-2002, kynningarstjóri BHM 2002-2004 og sinnti blaðamennsku og ritstörfum á eigin vegum 2004- 2005. Eiríkur hóf störf við sjóminjasafn- ið Víkina í Reykjavík 2005 og hefur verið stafnstjóri þar frá 2009. Eiríkur er formaður Sambands ís- lenskra sjóminjasafna, varamaður í Safnaráði og sat í stjórn FÍSOS, Fé- lags íslenskra safna og safnamanna. Eiríkur Páll Jörundsson, safnstjóri Víkur – 50 ára Fjölskyldan Eiríkur Páll og kona hans, Heiða Helena, á heimili sínu, ásamt dætrunum, Guðrúnu Rakel, Ásu Hrund og Birnu Rún, og barnabörnunum, Birki Val, Heiðu Bríet og Emilíu Klöru. Sjóminjar við höfnina Safnstjóri Á Hátíð hafsins sl. vor en þá opnar safnið sínar sumarsýningar. Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.