Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 9. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  15. tölublað  101. árgangur  BÝR TIL GRÍMUR ÚR PAPPAMASSA SKÓLI AÐ VERA EINHLEYPUR LIÐSMENN DIMMU LÖGÐU SÁLINA Í FLUTNINGINN SUNNUDAGUR SPRENGJUR OG STÓR LJÓS 57HEILGRÍMUR ÁN ORÐA 10  „Við ætlum að freista þess að af- greiða nefnd- arálit á þriðju- daginn kemur sem myndi gera það kleift að hefja aðra umræðu á fimmtudaginn,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, for- maður stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis. „Við erum náttúrlega að hefja um- ræðuna svona snemma því að við búumst við miklu málþófi,“ bætir Valgerður við. Að sögn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd, er nú sú staða uppi að ekki eru komnar umsagnir frá öll- um þeim nefndum Alþingis sem nefndin sjálf ákvað að leita til. Í öðrum tilvikum séu komnar fram umsagnir frá nefndum en þar sé um að ræða mjög mikinn texta fullan af athugasemdum og ábendingum sem nefndin eigi eftir að fara yfir. Þá bendir hann á að bráðabirgða- álit Feneyjanefndarinnar muni birtast viku eftir að nefndarálitið er gefið út. „Það er vægast sagt furðu- legt ef meirihlutinn í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd ætlar ekki að taka allt þetta efni, sem nú er að berast henni, til einhverrar umfjöll- unar á sínum vettvangi áður en nefndarálit er gefið út og umfjöllun málsins lokið.“ skulih@mbl.is »20 Búast við málþófi um stjórnarskrána Valgerður Bjarnadóttir Stefna á 18 þingmenn » Natan Kolbeinsson, varafor- maður Hallveigar – félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, segir flokkinn stefna á 24- 26% atkvæða þannig að flokk- urinn fái 18 menn á þing. » Flokkurinn fékk 20 þingsæti í kosningunum 2009. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Átta formenn aðildarfélaga Samfylk- ingar lýsa yfir stuðningi við Árna Pál Árnason í könnun sem Morgunblað- ið gerði meðal forystumanna í 22 að- ildarfélögum af alls 43. Sá níundi sagði Árna Pál vera að sækja í sig veðrið. Til samanburðar sögðust tveir for- menn aðildarfélaga styðja Guðbjart Hannesson í embætti formanns Samfylkingar. Alls var rætt við 23 trúnaðarmenn í flokknum og segjast 12 vera óákveðnir eða ekki vilja upp- lýsa hvorn þeir styðji. Aðild að ESB er lykilmálið Formenn félaganna voru einnig spurðir hvaða mál þeir teldu að yrðu efst á baugi Samfylkingar í kosn- ingabaráttunni vegna alþingiskosn- inganna og var mikill einhugur um að Evrópumálin væru aðalmálið. Um 18.000 manns eru á kjörskrá hjá Samfylkingunni, að teknu tilliti til þeirra fyrrverandi og núverandi félaga í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík sem misstu atkvæðisrétt vegna þess að þeir greiddu ekki ár- gjald í félagið. Segir Anna María Jónsdóttir, formaður félagsins, að svo líti út fyrir að þeir skipti nokkr- um hundruðum. Rætt er við kosningastjóra Árna Páls og Guðbjarts í Morgunblaðinu í dag og segjast báðir nota netið mikið í formannsslagnum. Greint verður frá niðurstöðum kjörsins 2. febrúar. MÁrni Páll virðist hafa »22-24 Fleiri segjast styðja Árna  Átta formenn aðildarfélaga Samfylkingar vilja Árna Pál Árnason sem formann  Sá níundi telur hann vera að sækja í sig veðrið  Tveir segjast styðja Guðbjart Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Áhætta Boranir ganga misjafnlega en stundum eru menn heppnir. Um 170 stiga hiti hefur nú mælst á botni 650 metra djúprar borholu sem boruð var fyrr í vetur á bænum Geldingaá í Leirársveit. Er þetta heitasta borhola á þessu dýpi sem Haukur Jóhannesson jarðfræðingur veit um. Ekki var hægt að hallamæla holuna og ekki hægt að nota hefð- bundna hitamæla vegna mikils hita. „Þetta er forvitnilegt og býður upp á mikla möguleika ef nægt vatn finnst. Þá er hægt að láta sér detta allt mögulegt í hug,“ segir Hafsteinn Daníelsson, einn eigenda jarð- arinnar, um nýtingu orkunnar. Bor- inn hitti ekki á vatnsæðina en upp úr holunni vellur heitt vatn sem nægir til að hita íbúðarhús og útihús. „Það er mjög sjaldgæft að fá svona mikinn hita á lághitasvæðum, sérstaklega í svona grunnum hol- um,“ segir Haukur. Framhaldið er óákveðið. Hafsteinn segist treysta á ráð sérfræðinganna en þótt boranir hafi kostað sitt til þessa sé erfitt að hætta ef líkur séu á miklu vatni. Haukur segir að fá þurfi stærri bor ef bora eigi dýpra og við það aukist kostnaðurinn mikið. helgi@mbl.is »32 Heitasta holan mæld  170 stig reyndust vera á 650 dýpi í borholu á Geldingaá Litríkir stuðningsmenn íslenska handboltalands- liðsins á HM á Spáni fagna hér tíu marka sigri á Katar í gærkvöldi, 39:29. Ísland leikur í 16-liða úrslitum kl. 19.15 á morgun gegn Frökkum, ríkjandi heimsmeisturum, en þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum í gær og urðu í 2. sæti í A-riðli. Dan- ir unnu Makedóníu og þar með varð Ísland í 3. sæti í B-riðli með sex stig. Makedónía leikur við Þýskaland og Danmörk við Túnis. » Íþróttir Mætum Frökkum í 16-liða úrslitum annað kvöld Ljósmynd/Hilmar Þór  „Við vitum ekki annað en að flens- an sé á leið upp. Hún hefur ekki náð toppnum [...] Ástandið á eftir að versna,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspít- alans, en óvissu- stigi var lýst yfir á spítalanum í gær. Var hann yf- irfullur vegna inflúensu og nóró- og RS-vírusfaraldra. Erfitt gæti reynst að taka á móti sjúklingum á bráðamóttöku ef stórslys verða. »4 Flensutoppnum ekki náð ennþá Björn Zoëga „Þetta var stórkostleg tilfinning og gott að finna að þessu væri loksins lokið. En á sama tíma fann ég fyrir ákveðnum söknuði, þetta var svona tregablandið,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem á fimmtudagskvöld komst á suðurpólinn. Ferðin tók 60 daga og gekk hún 1.140 km. Hún gekk fyrir Líf – styrktarfélag og hafa safnast rúmar 7,5 millj- ónir. Áætlað er að Vilborg komi heim um næstu helgi. Vilborg er strax farin að tala um næstu ævintýraför en neitar því þó að vera farin að skipuleggja hana. Næstu daga mun hún hvíla sig eftir rúmlega 90 daga á jöklinum. Uppgjöf kom aldrei til greina hjá Vilborgu meðan á göngunni stóð. „Vissulega komu ótrúlega erfiðir dagar en ég var búin að búa mig vel and- lega undir ferðina, það er lykillinn að árangri,“ segir Vilborg. »12 Uppgjöf kom aldrei til greina á göngunni Vilborg Arna Gissurardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.