Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 6

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 21. - 25. janúar kl. 10.00 - 16.00 mánudaginn 21. janúar til föstudagsins 25. janúar frá kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Bændaferðir • Síðumúla 2 www.baendaferdir.is s: 570 2790 Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða 2013F E R Ð I R F Y R I R A L L A Pantaðu bækling á baendaferdir.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirspurnum til garðyrkjustjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar með hverju árinu vegna hæðar trjáa. Al- gengt er að fólk spyrjist annars vegar fyrir um hvort þeim sé heimilt að fella gömul tré og hins vegar til hvaða ráða megi grípa vegna umfangs og hæðar trjáa í garði nágrannans. Þannig eru „litlu, fallegu jólatrén“ sem gróð- ursett voru fyrir hálfri öld eða svo víða orðin vandamál, sem mun bara vaxa á næstu árum. Í Hæstarétti féll á fyrradag dómur í máli eigenda tveggja lóða í Kópa- vogi. Í dómnum er fallist á kröfu stefnanda um að fjarlægð verði tvö grenitré, sem eru um átján metra há. „Er það mat dómsins að allt fram- angreint, skert birtuskilyrði á lóð stefnanda, stærð, umfang og stað- setning trjánna nálægt lóðarmörkum með þeim afleiðingum að greinar trjánna slúta langt út fyrir lóðarmörk og inn á lóð stefnanda, sé stefnanda til verulegra óþæginda og langt um- fram það sem hún þarf að þola sam- kvæmt ólögfestum reglum um nábýl- isrétt,“ segir í dómnum. Reglurnar óljósar Líklega hefur dómurinn fordæm- isgildi í sambærilegum tilvikum, að sögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkju- stjóra í Reykjavík. Hann segir að reglur hafi um margt verið óljósar í þessum efnum og vandamálið sé í raun nýtt af nálinni. Úrræði hafi ekki verið mörg og löggjafinn ekki gert ráð fyrir að málum sem þessum mætti t.d. vísa til úrskurðarnefndar. „Ef viðræður við nágranna bera ekki árangur er fátt annað til ráða en að leita til dómstóla,“ segir Þórólfur. Einhver dæmi séu um að bygginga- fulltrúi sendi bréf vegna trjáa á lóða- mörkum, en þar sé fyrst og fremst um tilmæli að ræða. Þórólfur segir að í byggingareglu- gerð frá 1997 séu ákvæði um að trjám sem verða stórvaxin þurfi að planta þrjá metra frá lóðamörkum. Þegar slíkt tré sé orðið um 20 metra hátt slúti greinar þess þó langt út fyrir þessa þrjá metra. Að auki er bygg- ingareglugerðin ekki afturvirk og tekur því ekki til trjáa sem plantað var fyrir 1997. Ætla má að tré sem nú geta valdið deilum séu mun eldri. Í borginni þarf leyfi til að mega fella tré sem eru orðin meira en átta metrar á hæð. Þórólfur segir að tekin sé afstaða til umsókna í hverju tilviki og stundum sé eftirsjá að slíkum trjám fyrir borgarmyndina. 50 metrar í Alaska Friðrik Baldursson, garðyrkju- stjóri í Kópavogi, segir að þeim fyrir- spurnum fari fjölgandi þegar spurt sé hvort leyfilegt sé að fella tré eða hvað eigi að gera ef nágranninn sé með of stór tré að mati viðkomandi. Þannig sé þessu eflaust einnig farið hjá öðr- um garðyrkjustjórum á höfuðborg- arsvæðinu. Í Kópavogi hafi bærinn þá reglu að blanda sér ekki í slík mál, þau séu fyrst og fremst á milli lóða- hafa. Hann segir að fólk hafi gjarnan notað tré sem verða stórvaxin í görð- um sínum og nefnir sitkagreni og alaskaösp í því sambandi. Bæði geti orðið tugir metra á hæð og t.d. verði sitkagreni yfir 50 metrar í uppruna- legum heimkynnum sínum í Alaska og geti orðið nokkur hundruð ára gamalt. Hér á landi séu þau elstu um 80 ára gömul og séu um 25 metrar á hæð og alls ekki fullvaxin. Engin ástæða sé til að ætla annað en sitka- greni geti náð 50 metrum hér á landi. „Litlu, fallegu jólatrén“ eru víða vaxandi vandamál Morgunblaðið/Ómar Gróska Grenilundurinn neðan við Ártúnsbrekku í Elliðaárdal er með þeim myndarlegustu í borginni. Trjánum var plantað á fjórðar áratug síðustu aldar og eru farin að nálgast 25 metra hæð. Þau eru á meðal hæstu grenitrjáa í Reykjavík, en víða annars staðar eru tré farin að slaga upp í þessa hæð.  Fyrirspurnum til garðyrkjustjóra fjölgar með hverju árinu vegna hæðar trjáa Skógrækt » Sitkagreni er stórvaxnasta tegund grenitrjáa í uppruna- legum heimkynnum sínum. » Fullvaxið tré nær þar allt að 50-70 metra hæð og fimm metra stofnþvermáli. » Sitkagreni er langlíft og get- ur náð allt að 700 ára aldri. » Megnið af sitkagreni á Ís- landi er upprunnið í Alaska. » Sitkagreni hefur verið plant- að víða um heim í nytja- skógrækt, einkum í Evrópu. » Það þykir henta vel fyrir framleiðslu á timbri og pappír. Ungur karlmaður, sem tældi ung- lingsstúlkur í nektarmyndartöku, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 1. febrúar í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Hann er grun- aður um kynferðisbrot gegn stúlkunum. RÚV greindi frá þessu. Yfirheyrslur fóru fram yfir manninum í gær. Hafði hann sett sig í samband við stúlkurnar á Facebook. Þar hafi hann kallað sig áhugaljósmyndara og tælt þær þannig í nektarmyndatökur. Hafa nýjar kærur gegn manninum borist síðustu daga. Var hann í haldi lög- reglunnar í fyrrinótt, þar til yf- irheyrslur hófust. Í varðhaldi vegna nektarmynda Alda J. Rögnvaldsdóttir, grafískur hönnuður og mannauðsstjóri hjá Almennu verkfræðistofunni, bar sigur úr býtum í hugmyndakeppni WOW air þar sem leitað var eftir hugmyndum um hvernig nýju Air- bus A320 þotur félagsins gætu litið út. Natsha Nandabhiwat frá Taí- landi og Elena Schneider frá Þýskalandi lentu í öðru og þriðja sæti. Í verðlaun hlýtur Alda frítt flug í heilt ár. Keppnin hófst sl. nóv- ember en yfir þúsund manns tóku þátt í henni. Í tilkynningu frá WOW segir að félagið muni nú stílfæra hugmynd Öldu nánar. skulih@mbl.is WOW Alda J. Rögnvaldsdóttir hönnuður. Sigraði í keppni um útlit flugvéla WOW Loka varð annarri akrein á Hring- braut í Reykjanesbæ í gærmorgun eftir að glussi úr sorphirðubíl hafði lekið á veginn. Liðsmenn Bruna- varna Suðurnesja voru kallaðir á vettvang til að hreinsa upp vökvann en hreinsunarstarfið tók um tvær klukkustundir. Grunur lék á að leiðsla hefði gefið sig en talsvert magn af efninu lak á veginn. Engan sakaði og engin óhöpp urðu að sögn lögreglunnar á Suð- urnesjum. Lak úr sorphirðubíl í Reykjanesbæ Í dag gengst Ungmennafélagið Framtíðin í Þykkvabæ fyrir já- kvæðnisnámskeiði í íþróttahúsinu og stefnir í góða þátttöku, að sögn Brynju Rúnarsdóttur, formanns Framtíðarinnar. Um 80 manns búa í Þykkvabæ og hefur Framtíðin reynt að hafa ofan af fyrir íbúunum síðan félagið var stofnað 1920. Brynja segir að félag- ið hafi fengið styrk frá HSK til þess að halda námskeiðið í dag og það hafi gert þeim kleift að ráðast í verkefnið. Stjórnin fékk Arnbjörgu E. Finn- bogadóttur til þess að halda fjöl- skyldunámskeiðið sem hún nefnir Lykillinn að þinni leið. Brynja segir að það felist meðal annars í fyr- irlestri og hópavinnu, jákvæðri hugsun. Brynja segir að Framtíðin sé með opið hús einn dag í viku og reglu- lega sé farið í fjölskylduferðir. Í fyrravetur hafi fimleikaflokkur frá Selfossi meðal annars komið fjórum sinnum í viku til að sjá um nám- skeið í fimleikum og hafi það heppnast mjög vel. „Svo höfum við verið að dansa zúmba og það er líka fyrir alla fjölskylduna.“ steinthor@mbl.is Framtíðin Fimleikaflokkur frá Selfossi hélt námskeið í Þykkvabænum í fyrravetur og heppnaðist það mjög vel, mikil gleði og gaman. Jákvæðir íbúar í Þykkvabænum Fjallað verður m.a. um samspil stjórnmála og þróun á norð- urslóðum á ráð- stefnu samtak- anna Arctic Frontiers í Tromsö í Noregi í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon verður meðal frummælenda á þriðju- dagsmorgun. Þá talar einnig Lis- beth Berg Hansen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs. Ráðstefnan stendur alla næstu viku og var ráð- gert að Jens Stoltenberg, forsætis- ráðherra Noregs, héldi fyrirlestur á mánudaginn. Hann hefur nú af- boðað þátttöku sína vegna árás- arinnar í Alsír og óvissu um afdrif norskra borgara. Á mánudag talar m.a. Maria Damanki, sjávarútvegs- stjóri ESB. Steingrímur ræðir þróunina á norðurslóðum Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.