Morgunblaðið - 19.01.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 19.01.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Hugsaðu um heilsuna og veldu heilkorn Hjartabrauð Þitt hjartans mál...í hvert mál... Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mína fyrstu grímu bjó égtil af forvitni fyrir tíuárum en hún var pínu-lítil. Ég prófaði það svo aftur þegar ég bjó til grímu á galdra- karlinn í Oz þegar leikhópurinn Lotta setti það upp,“ segir Aldís Dav- íðsdóttir leikkona en hún er grímu- gerðarkonan á bakvið heilgrímurnar sem persónurnar nota í leikritinu Hjartaspaðar sem nú er sýnt í Gafl- araleikhúsinu. Auk þess leikur Aldís aðal kvenpersónu verksins. „Við Stefán kærastinn minn sem líka er leikari, fengum þessa hug- mynd að setja upp sýningu þar sem leikrar væru með heilgrímur allan tímann og leikið væri án orða. Við sóttum um styrk hjá Reykjavíkur- borg til að framkvæma þessa hug- mynd og fengum hlut af því sem við sóttum um, en það var of dýrt að fá grímugerðarmanneskju í verkið svo það var annaðhvort að hætta við eða gera þetta sjálf. Við óðum bara í verkið,“ segir Aldís og bætir við að svo vel hafi gengið með fyrstu grím- una að henni hafi liðið sem hún væri að uppgötvaði hjá sér leynda hæfi- leika. Var marga daga að gera eina grímu en fljót með aðra Grímurnar eru úr pappamassa en fyrst þarf að forma andlit úr leir. „Ég sæki mér myndir af netinu af andlitum sem líkjast því sem ég vil ná fram, hvort sem það er nef, munnur eða eitthvað annað. Ég er svo með fimm til tíu myndir fyrir framan mig á meðan ég forma leirinn. Þegar því er lokið kemur að því að setja pappa- massann á leirinn og það getur tekið heillangan tíma, þetta eru mörg lög. Uppgötvaði óvænt leyndan hæfileika Hún hefur hvergi lært að gera grímur en sá samt um að búa til heilgrímur þær sem leikarar og þar á meðal hún sjálf, bera í leikritinu Hjartaspaðar sem Gaflaraleikhúsið sýnir um þessar mundir og hefur fengið fanta fínar viðtökur. Hvað þá? Þegar Gréta flytur inn á heimilið verða karlarnir ringlaðir. Te & kaffi verður fyrsta lífræna kaffi- brennslan hér á landi en fyrirtækið fékk á dögunum vottun frá vottunar- stöðinni Túni um framleiðslu á líf- rænu kaffi. Stefán Ulrich Werners- son, framleiðslustjóri hjá Te & kaffi, segir vottunina vera mikilvæga og staðfesta bæði getu og framleiðslu- gæði fyrirtækisins. Ennfremur segir hann að vottunin beri vitni um strangan og agaðan verkferil við framleiðsluaðferðir þess. Vottaðar lífrænar afurðir og nátt- úruafurðir hafa þá sérstöðu á mark- aði að allur ferill þeirra, frá ræktun eða söfnun hráefna til pökkunar í neytendaumbúðir eða afhendingar í lausu, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu sem fylgist með því að uppruni og meðferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar og ís- lenskar kröfur um lífræna fram- leiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem kaffi- brennsla hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu hér á landi. Te & kaffi var stofnað árið 1984. Fyrirtækið rekur kaffibrennslu í Hafnarfirði auk níu kaffihúsa og verslana í Reykjavík og á Akureyri. Í kaffibrennslunni fer fram m.a. ristun kaffibauna, blöndun og pökkun á kaffibaunum og möluðu kaffi. Nýlega hóf Te & kaffi að fram- leiða kaffiblöndu úr lífrænum kaffi- baunum fyrir vörulínuna Himneskt sem fyrirtækið Aðföng markaðssetur. Lífræn vottun Tes & kaffis Staðfestir bæði getu og framleiðslugæði Viðurkenning Kristín María Dýrfjörð og Stefán Ulrich Wernersson frá Te & kaffi og Rannveig Guðleifsdóttir frá vottunarstöðinni Túni. First Lego, tækni- og hönnunar- keppni grunnskólabarna, hefst í Há- skólabíói í dag klukkan átta og stend- ur til 15:30. Hátt í 100 krakkar á aldrinum 10-15 ára hafa skráð sig til leiks í keppninni en markmiðið með henni er að vekja áhuga grunnskóla- nema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og lífsleikni. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema sem er ofarlega á baugi í heiminum. Í ár verður þemað lausnir fyrir eldri borgara. Endilega … … sjáið Lego-hönnun Morgunblaðið/Golli Legó Krefjandi og skemmtilegt. Eflaust myndi ekki mörgum detta í hug að búa til sápupumpu úr gam- alli viskíflösku og eins er afspyrnu auðvelt að búa til öðruvísi tebolla samsettan úr gömlum bolla og vín- glasi. Slíkar hugmyndir má finna á vefsíðunni Good Ideas For You. Síð- an er skemmtileg lífsstílssíða með ýmsu er viðkemur tísku, fallegum hlutum fyrir heimilið og góðgæti úr eldhúsinu. Á síðunni eru fallegar myndir sem gleðja augað og marg- ar góðar hugmyndir að finna. Sama hvort mann langar til að breyta gamalli skál í ljós eða finna upp- skrift að köku í afmælisveislu. Það eru tveir fagurkerar sem halda síð- unni úti og eru þær duglegar að setja þar inn skemmtilegt efni. Síðuna þeirra má líka finna á Fa- cebook. Vefsíðan www.goodideasforyou.com Morgunblaðið/Styrmir Kári Fallegt Litlir hlutir lífga upp á heimilið og ljá því persónulegan blæ. Fagurkerar deila hugmyndum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Að vera eða ekki vera Hér horfast þær í augu Aldís og Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.