Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 11
Grímupartí Aldís Davíðsdóttir, leikkona og grímugerðarkona, stolt með nokkrum af þeim grímum sem hún hefur búið til. Þegar pappamassinn er orðinn þurr, þá skef ég leirinn innan úr og þá er gríman tilbúin. Þetta getur tekið mis langan tíma, til dæmis tók það mig marga daga að gera eina grím- una fyrir þetta verk, en önnur fæddist á einum sólarhring. Þetta var því mikil vinna en ég tek það fram að Stef- án kærastinn minn var mjög duglegur að hjálpa mér við verkið.“ Aldís seg- ir að brúðu- gerðarkona hafi komið á leiksýn- inguna og ólm viljað koma á bak við eftir sýningu til að sjá og hand- fjatla grímurnar. „Hún var alveg viss um að þær væru úr latexi og ætlaði vart að trúa að ég hefði gert þær úr pappamassa. Ég mála þær með akríllitum sem gefur þeim þessa áferð og lit,“ segir Aldís sem keypti sítt sjóræningjaskegg til að nota sem hár á einni karlgrímunni. „Við notuðum lím og heftara til að festa hárið á grímuna, en ég væri al- veg til í að eiga betri tól og tæki til grímugerðar. Kannski muni ég einn daginn, ef ég hef efni á, afla mér betri menntunnar í grímugerðinni.“ Tvíræður svipur lykilatriði Aldís segir að það vera þó- nokkra kúnst að fanga persónu- einkenni í grímu. „Grímurnar velja sig svolítið sjálfar. Ég byrja kannski með einhverja hugmynd í hausnum en hún kemur aldrei eins út og ég hafði fyrst hugsað hana í byrjun. Lykilatriðið er að láta grímuna vera með tvíræð svipbrigði, þannig að hún geti bæði verið leið og glöð. Og hún má heldur ekki vera of hlutlaus. Við leikararnir í þessari sýningu lögum okkur líka að grímunum, við leyfum þeim að hafa áhrif á persónurnar sem við leikum.“ Aldís er að vonum afar ánægð með viðtökurnar sem leikritið hefur fengið. „Við fengum fullt hús, eða fimm stjörnur í leikdómi í Frétta- blaðinu og erum í skýjunum með það. Við vissum auðvitað ekkert hvernig fólk tæki svona uppsetningu þar sem leikarar eru með heilgrímur og tala ekkert. En á frumsýningu vorum við með fullan sal af fólki sem veltist um af hlátri, og það gaf okkur mjög mik- ið að finna meðbyrinn. Fólk kom til okkar eftir frumsýningu og sagðist vilja sjá meira.“ Setti upp einleik Aðalpersónurnar í Hjartaspöð- unum eru þrjár og leikur Aldís gömlu konuna Grétu en Stefán Benedikt Vilhelmsson kærasti hennar leikur karlinn Grím. Orri Huginn Ágústs- son leikur karlinn, Hannes. „Það er yndislegt að fá svona góð viðbrögð, þetta er jú mitt fyrsta stóra verkefni eftir að ég kom heim úr námi,“ segir Aldís sem lagði stund á klassíska leiklist í Rose Bruford í London. „Ég setti reyndar upp einleikinn Kona einsömul, þegar ég kom heim, en það var lokaverkefnið mitt í skólanum. Mér fannst mjög skemmtilegt að tak- ast á við einleiksformið og ég hlakka til framtíðarinnar á leiksviðinu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Gjafavara Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar og skúlptúra. Handsmíðaðir gull- og silfurskartgripir með Íslenskum steinum Góðar gjafahugmyndir á nýju ári Eyjafjallajökull, skál 5.900 kr Vatnajökull, skál 7.900 kr Salattöng 17.800 kr Smjörhnífur 8.900 kr Sultuskeið 6.900 kr Sultuskeið 8.900 kr Ostahnífur 6.900 kr Stálarmband 13.900 kr Stállokkar 6.900 kr Stállokkar 9.800 kr Íslensk hönnun Brasskvintett Tónskóla Sigursveins mun halda tónleika fyrir gesti og gangandi í aðalsafni Borgarbóka- safns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, sunnudaginn 20. janúar kl. 16.15. Á tónleikunum munu áheyrendur kynnast ýmsum meðlimum málm- blásturfjölskyldunnar auk þess sem þeim gefst kostur á að heyra glænýtt verk eftir Guðnýju Valborgu Guð- mundsdóttur ásamt umritunum á þekktari verkum tónbókmenntanna. Kvintettinn skipa trompetleikar- arnir Elísa Guðmarsdóttir og Hulda Lilja Hannesdóttir, hornleikarinn Guðmundur Andri Ólafsson, básúnu- leikarinn Einar Bjarni Björnsson og túbuleikarinn Böðvar Pétur Þor- grímsson. Leiðbeinandi hópsins er Ari Hróðmarsson. Það er um að gera að fá sér göngutúr í miðbæinn á sunnudaginn og hlýða á fallega tóna. Tónleikar í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur Brasskvintett Tónskóla Sigursveins leikur glænýtt verk Kvintett Flutt verður glænýtt verk eftir Guðnýju V. Guðmundsdóttur. Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið sýna um þessar mundir nýtt íslenskt verk sem heitir Hjartaspaðar. Í þessu verki eru farnar nýjar slóðir í leiklist á Íslandi en þetta er fyrsta verkið sem leikið er með heilgrímum án orða í sýningu í fullri lengd. Verkið fjallar um drephlægileg uppátæki eldri borgaranna á dvalarheimilinu Grafarbakka sem sanna svo rækilega að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Fylgst er með þeim Grími og Hannesi sem hafa verið fé- lagar á dvalarheimilinu um nokkra hríð og er þeirra dagleg rútína fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturn- ast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin, þar sem öllum brögðum er beitt. Hópurinn hefur skapað sjónræna sýningu þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sögunni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrnartækjum og göngugrindum. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir. Ellilífeyrisþegar fá sérstakan afslátt af miðaverði. Aðeins tvær sýningar eru eftir, 27. janúar og 10. febrúar. Miðapantarnir á Midi.is. Heilgrímur án orða GAFLARALEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.