Morgunblaðið - 19.01.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 19.01.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 fáanleg á ný! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu VIÐTAL Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Þetta var stórkostleg tilfinning og gott að finna að þessu væri loksins lokið. En á sama tíma fann ég fyrir ákveðnum söknuði, þetta var svona tregablandið,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem á fimmtudags- kvöld komst á suðurpólinn. Ferð Vil- borgar á suðurpólinn tók 60 daga og gekk hún 1.140 km á skíðum. Vilborg segir að uppgjöf hafi aldr- ei komið til greina af hennar hálfu meðan á göngunni stóð. „Nei, ég lenti sem betur fer aldrei í því. Vissulega komu ótrúlega erfiðir dag- ar en ég var búin að undirbúa mig vel andlega fyrir ferðina, það er lyk- illinn að því að ná árangri. Maður þarf að vera búinn að gera sér grein fyrir því hvað getur beðið manns,“ segir þessi ótrúlega hugrakka of- urkona. Vilborg segir að í aðdrag- anda ferðarinnar hafi hún verið með- vituð að hún myndi upplifa erfiðar stundir á þessari löngu og einmana- legu ferð. Áður en hún fór af stað setti hún sér þrjú gildi, jákvæðni, áræðni og hugrekki. „Á erfiðustu stundunum greip ég í þessi gildi, íhugaði af hverju ég valdi þau, hvað þau þýddu fyrir mér og yfirleitt náði ég að tala mig út úr aðstæðunum,“ segir Vilborg. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita ástæður þess að nokkur leggi slíkra þrekraun á sig. Vilborg þurfti að færa miklar fórnir til að undirbúa ferðina og sagði m.a. upp vinnu sinni og íbúð áður en hún hélt af stað. „Ég þráði þetta bara svo heitt. Ég er náttúrlega búin að vera í útivist í mörg ár, markmiðin urðu smám saman stærri og meiri. Ég er búin að vera hugfangin af þessu markmiði lengi. Ég fann í hjartanu að mig langaði að gera þetta og þegar svo stendur á gerir maður allt til að láta drauminn verða að veruleika,“ segir Vilborg. Einverunni fylgir frelsi Þegar Vilborg komst á leiðarenda varð hún fyrsti Íslendingurinn til að ganga einn á suðurpólinn. En sá Vil- borg á einhverjum tímapunkti í leið- angrinum eftir því að hafa ekki plat- að með sér eins og einn ferðafélaga? „Ekki sérstaklega en það fylgja því vissulega kostir og gallar að fara ein. Mig langað alltaf að hafa leiðang- urinn með þessum hætti en það þýð- ir ekki að ég fari í næstu ferð ein- sömul. Það fylgir því rosalega mikið frelsi að fara einn, maður er engum háður. En á sama tíma er enginn til að deila upplifuninni með, maður gengur í gegnum ferðina einn. En ég valdi þetta form því mig langaði til að hafa þetta eins mikla áskorun og ég gæti.“ Vistirnar og útbúnaðurinn sem Vilborg dró á eftir sér vógu 120 kg í upphafi ferðarinnar en eftir því sem á ferðina leið gekk á birgðirnar og sleðarnir léttust. Áætluð brennsla Vilborgar á dag var um 6.000 hita- einingar og einkenndist mataræði hennar af þurrmat, fitu, harðfiski, múslíi, kexi og súkkulaði. Það vekur athygli blaðamanns að Vilborg er strax farin að tala um næstu ferð en hún neitar hinsvegar að vera byrjuð að skipuleggja aðra ævintýraför, nú taki við hvíld eftir að hafa eytt um 90 dögum á jökli á inn- an við ári. Hún ætli að eyða tíma með fjölskyldu og vinum en von er á Vilborgu til landsins um aðra helgi. Almenningur hefur fylgst með Vilborgu af miklum áhuga og segir hún þann áhuga hafa reynst sér mik- il hvatning og sé ótrúlega þakklát fyrir kveðjurnar og áheitin. Þá hafa bæði forseti Íslands og forsætisráð- herra sent Vilborgu heillaóskir. Á lifsspor.is er enn hægt að heita á Vil- borgu og styrkja LÍF styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Andlegur styrkur, þrautseigja og reynsla Haraldur Örn Ólafsson er reynd- ur göngugarpur sem m.a. hefur gengið á suðurpólinn. Hann hefur þekkt Vilborgu lengi og aðstoðaði hana í undirbúningi leiðangursins. „Hún gengur þessa löngu leið á pól- inn ein og það er stórkostlegt afrek. Þetta er eitthvað sem fer í sögubæk- urnar,“ segir Haraldur. Hann er þeirrar skoðunar að mikil reynsla Vilborgar hafi skipt miklu máli í leið- angri hennar. „Þó að hún sé ung þá hefur hún verið lengi í fjallamennsku. Ég myndi segja að reynslubanki hennar ætti stóran þátt í þessu. Vilborg er rosa- lega sterk og þrautseig. Ég efaðist aldrei um að hún myndi klára þetta, ég þekki hana það vel. Hún hefur þennan and- lega styrk sem til þarf,“ segir Haraldur. Stórkostleg tilfinning á leiðarenda  Tregablandinn söknuður í lok 1.140 km leiðangurs  Hafði jákvæðni, hugrekki og áræðni að leiðarljósi á erfiðustu stundunum  Rúmar 7,5 milljónir hafa safnast fyrir Líf – styrktarfélag Byrði Í upphafi leiðangursins dró Vilborg sleða á eftir sér með vistum og öðrum útbúnaði. Samtals vógu sleðarnir tveir 115 kg og því gríðarleg byrði. Vilborg á suðurpólnum Upphafsstaður: Lagði af stað frá Union Glacier Camp 19. nóvember. suðurpóllinn Áfanga náð 17. janúar 1.140 km Palmer Land Vinson Massif Seelig-fjall Sidley-fjall Kirkpatrick-fjall Markham-fjall Coats Land Marie Bird Land Ross íshellan Ronne íshellan Elsworth Land W algreen-strönd Rúmlega 7,5 milljónir kr. hafa safnast í áheitasöfnun sem Vil- borg stendur fyrir til stuðnings styrktarfélaginu Lífi. Félagið hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Tek- ið verður við framlögum í það minnsta þangað til Vilborg kem- ur heim um aðra helgi. Að sögn Ingrid Kuhlmann, for- manns Lífs – styrktarfélags, tók söfnunin mikinn sprett á síðustu dögum leiðangurs Vilborgar. Ingrid segir að nú sé verið að safna fé til að bæta aðbúnað á kvenlækningadeild. Að- staðan þar sé ekki góð, konur liggi allt að sex saman í herbergi „Það er okkar markmið að bæta aðstöðuna svo kon- urnar og fjölskyldur þeirra geti haldið mannlegri reisn,“ segir Ingrid og minnir á að fólk geti enn lagt sitt af mörkum á lifsspor.is. Söfnunin tekið mikinn sprett LÍFSSPOR Ingrid Kuhlman Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki er til listi yfir kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem ríkið tók við með samkomulagi við þjóðkirkjuna árið 1997 hjá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu og því er ekki hægt að meta verðmæti þeirra né sjá hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá kirkjunni til ríkissjóðs. Þetta kemur fram í svari ráðu- neytisins til Svavars Kjarrvals sem óskaði eftir upplýsingum um kirkju- jarðirnar. Í svarinu segir að enginn listi yfir jarðirnar hafi fundist í skjalasafni ráðuneytisins. A.m.k. 600-700 jarðir Samkvæmt upplýsingum Bisk- upsstofu er til skrá um kirkjueignir sem Ólafur Ásgeirsson, fv. þjóð- skjalavörður, vann árið 1992 á skjalasafni hennar. Jarðirnar sem um ræðir séu að minnsta kosti 600- 700 talsins. Erfitt sé hins vegar að leggja mat á verðmæti þeirra. Ótímabundin skuldbinding Það var árið 1997 sem ríkið og þjóðkirkjan skrifuðu undir sam- komulag um kirkjujarðir og launa- greiðslur ríkisins til presta og starfs- manna kirkjunnar og hefur grundvöllur fjármála kirkjunnar síð- an meðal annars byggst á því. Sam- kvæmt því urðu kirkjujarðir og aðr- ar kirkjueignir, að frátöldum prestssetrum, að eign ríkisins og andvirði þeirra rann í ríkissjóð. Á móti skuldbatt ríkið sig til þess að greiða launakostnað kirkjunnar. Svo virðist sem að ekki hafi verið gerð tilraun til þess að leggja mat á verðmæti jarðanna á sínum tíma en hins vegar eru engin tímamörk á skuldbindingu ríkisins til að greiða laun starfsmanna kirkjunnar. Þann- ig sagði í umsögn kirkjueignanefnd- ar þjóðkirkjunnar um sam- komulagið: „Það er skilningur kirkjueignanefndarinnar að afhend- ing kirkjujarðanna og mótsvarandi skuldbinding ríkisins varðandi launagreiðslur sé gjörningur er standa eigi um ókomna framtíð.“ Ráðuneytið á ekki jarðalista Morgunblaðið/Eggert Prestar Ríkið greiðir laun þjóna kirkjunnar skv. samkomulaginu. 60 daga á leiðinni á suðurpólinn 1.140 kílómetra löng ganga hjá Vilborgu á leiðarenda 7,5 milljónir króna hafa safnast fyrir Líf – styrktarfélag ‹ VILBORG Á FERÐINNI › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.