Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mörgum spurningum er enn ósvar- að um lyfjahneykslismál hjólreiða- mannsins Lance Armstrong sem játaði í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey að hann hefði notað bönnuð lyf til að bæta frammistöðu sína í hjólreiðakeppnum. T.a.m. kom Armstrong sér hjá því að upp- lýsa hverjir hjálpuðu honum að út- vega bönnuð lyf og leyna notkun- inni. Þótt Armstrong hafi aðeins játað það sem lengi hefur verið vitað er talið að hneykslismálið hafi skaðað hjólreiðaíþróttina svo mikið að það taki a.m.k. áratug að bæta skaðann til fulls, að mati fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins. „Ég lít á þetta sem eina stóra lygi sem ég endurtók mörgum sinnum,“ sagði Armstrong í viðtali sem sjónvarpsstöð Winfrey sýndi í fyrrinótt. „Ég tók þessar ákvarð- anir, þær voru mistök og ég er hér til að segja að mér þykir þetta mið- ur.“ Áður hafði Armstrong alltaf haldið því fram að hann hefði aldrei notað bönnuð lyf. Að sögn New York Times lét Armstrong hjá líða að gera það sem margir hefðu beð- ið eftir: að horfa í myndavélina og biðja alla þá, sem höfðu trú á hon- um, afsökunar og alla þá sem hann hafði kallað lygara. Armstrong sýndi litla iðrun þeg- ar hann var spurður um fólkið sem hann reyndi að brjóta á bak aftur til að halda lyfjanotkuninni leyndri, t.a.m. fyrrverandi nuddara sinn, Emmu O’Reilly, fyrrv. keppnis- félaga sinn, Frankie Andreu, og eiginkonu hans. Þau höfðu sakað hann um að hafa notað bönnuð lyf en hann svarað með því að kalla þau lygara. O’Reilly lýsti hann einnig sem vændiskonu og áfengis- sjúklingi. Ævintýralegir sigrar Lance Armstrong, sem er 41 árs, játaði að hafa notað bönnuð lyf til að bæta frammistöðu sína í öllum keppnum Frakklandshjólreiðanna (Tour de France) á árunum 1999- 2005 þegar hann sigraði sjö ár í röð. Armstrong lýsti lyfjanotkuninni sem nauðsynlegum þætti í því að vinna keppnina, sagði lyfin jafn- nauðsynleg og „það að hafa loft í dekkjunum eða vatn í flöskunum“. Hann kvaðst ekki hafa litið á lyfjanotkun sína sem „svindl“, held- ur leið til að „jafna aðstöðumun- inn“. Hjólreiðasigrar Armstrongs þóttu ævintýralegir í ljósi þess að hann hafði greinst með krabbamein í eistum og meinið borist í lungu og heila árið 1997. Hann sigraðist á sjúkdómnum eftir heilaskurðaðgerð og lyfjameðferð áður en hann hóf sigurgöngu sína í Frakklands- hjólreiðunum, mestu hjólreiða- keppni heims. Armstrong var svipt- ur titlum sínum og settur í lífstíðarkeppnisbann. Talið er að Armstrong hafi játað lyfjanotkun- ina til að greiða fyrir því að keppnisbannið verði mildað. Hermt er að hann vilji keppa í þríþraut, þ.e. hjólreiðum, sundi og hlaupum. Ólíklegt þykir að keppnisbannið verði mildað nema hann veiti lyfja- eftirliti Bandaríkjanna upplýsingar um hverjir vissu af lyfjanotkun hans og hjálpuðu honum að leyna henni. Fram hafa komið ásakanir um að áhrifamiklir menn í Al- þjóðahjólreiðasambandinu hafi þeg- ið mútur fyrir að leyna lyfjanotk- uninni. Armstrong er einn örfárra manna sem vita hvort það er rétt. Mörgum spurningum ósvarað eftir játningu Játar eftir misheppnaða málsvörn „Ég hef aldrei notað bönnuð lyf, ég get sagt það aftur, en ég hef sagt það í sjö ár - það gagnar ekki.“ Lance Armstrong, í ágúst 2005 La nc e A rm str on g Ba nd arí sk a lyfj ae ftir liti ð ( US AD A) Alþ jóð ah jól rei ða - sam ba nd ið (U CI) Hj ólr eið asa mb an d Ba nd arí kja nn a Hé rað sd óm stó ll í B an da rík j. 1999-2005 Vann Tour de France sjö sinnum 9. júlí Höfðar mál gegn bandaríska lyfjaeftirlitinu, segir það brjóta gegn rétti hans til sanngjarnra réttarhalda 12. nóvember Segir sig úr stjórn Livestrong, samtaka sem hann stofnaði gegn krabbameini Los Angeles, í febrúar 2011 14. janúar 2013 Skýrt frá því að Armstrong hafi játað í viðtali við Oprah Winfrey að hafa notað bönnuð lyf 17. janúar Viðtalið við Oprah Winfrey sýnt. Armstrong játar lyfja- notkun og biðst afsökunar 29. júní 2012 Sakar Armstrong formlega um að hafa notað bönnuð lyf Segir hann hafa tekið þátt í samsæri um að leyna lyfjamisnotkun 1998 – 2011 23. ágúst 10. október Yfirmaður eftirlitsins segir að svipta beri Armstrong titlum TDF og setja hann í lífstíðarkeppnisbann Sakar keppnislið Armstrongs um viðamesta lyfjasvindl íþróttasögunnar 19. júlí Óskar eftir því að héraðsdómstóll vísi máli Armstrongs frá dómi 3. ágúst Kveðst hafa lögsögu í málinu 22. október Armstrong settur í keppnisbann, sviptur titlum TDF 17. ágúst Tekur afstöðu gegn lyfjaeftirlitinu og segir UCI hafa lögsögu í málinu 20. ág. Vísar málinu frá dómi 23. ágúst Heldur enn fram sakleysi sínu, en kveðst ekki ætla að halda áfram baráttunni gegn lyfjaeftirlitinu  Armstrong seg- ir sigra sína vera „eina stóra lygi“ AFP Armstrong Hann varð sigursælasti hjólreiðamaður sögunnar eftir að hafa sigrast á krabbameini. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS LE N S K A /S IA .I S /L Y F 6 2 4 1 9 1 2 /1 2 Gildir út janúar. Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur af NicoretteQuickMist munnholsúða 15% afsláttur af ölluNicorette fruitmint Viltu koma á landsfund? Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi, þriðjudaginn 22. janúar kl. 20.00. Félagsheimili sjálfstæðismanna Mjódd, Álfabakka 14a. Félag sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi, miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.30. Félagsheimili sjálfstæðismanna Mjódd, Álfabakka 14a. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.30. Gestur: Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins. Safnaðarheimili Neskirkju, Hagatorgi. Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20.00. Gestur: Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins. Félagsheimili sjálfstæðismanna Mjódd, Álfabakka 14a. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20.00. Félagsheimili sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Hverafold 5. Félag sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20.30. Þórðarsveigur 1, salur á jarðhæð. Félag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi, fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Heimdallur, mánudaginn 28. janúar kl. 17.15. Umsóknir verða að hafa borist fyrir kl. 16 föstudaginn 25. janúar með nafni, kennitölu og ósk um að sækja fundinn á heimdallur@xd.is. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Lauganes- og Túnahverfi, mánudaginn 28. janúar kl. 20.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna á Kjalarnesi, mánudaginn 28. janúar kl.20.00. Fólkvangi Klébergi Kjalarnesi. Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi, þriðjudaginn 29. janúar. kl. 20.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Málfundafélagið Óðinn, miðvikudaginn 30. janúar kl. 17.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Hvöt – félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, miðvikudaginn 30. janúar kl. 17.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi, miðvikudaginn 30. janúar kl. 18.15. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri, fimmtudaginn 31. janúar kl. 17.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Langholti, fimmtudaginn 31. janúar kl. 17.15. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.00. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti, mánudaginn 4. febrúar kl. 20.00. Félagsheimili sjálfstæðismanna í Árbæ, Hraunbæ 102. Vörður – fulltrúaráðið í Reykjavík, mánudaginn 4. febrúar kl. 17.15. Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fulltrúaval á landsfund hjá sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.