Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ef vilji hefðiverið til aðvanda til verka við að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefði flest verið gert á annan hátt í undirbúningnum. Eitt af því augljósa er að stjórnvöld hefðu sett sig tím- anlega í samband við Feneyja- nefndina en ekki nokkrum vik- um áður en ætlast var til að Alþingi afgreiddi frumvarpið. Á blaðamannafundi fulltrúa Feneyjanefndarinnar, sem haldinn var í fyrradag, kom fram að nefndin þurfi alla jafna tvo til þrjá mánuði til að skila af sér áliti á stjórnarskrám. Þar sem vinnubrögð íslenskra stjórnvalda leyfa ekki vandaða yfirferð ætlar Feneyjanefndin að reyna að skila áliti fyrir mánaðarlok. Á því verður óhjákvæmilega mikil fljótaskrift, en íslensk stjórnvöld kæra sig kollótt um það. Þau hafa sjálf ekki tekið stjórnarskrárdrögin til um- fjöllunar og ætlast ekki til að Alþingi ræði frumvarpið, þann- ig að engum skyldi koma á óvart þótt þau telji óþarft að Feneyjanefndin kynni sér það nema rétt á yfirborðinu. Fjöldi innlendra umsagn- araðila hefur reynt að rýna í stjórnarskrárdrögin á þeim skamma tíma sem skammtaður er og álit þeirra er nánast sam- dóma: Tíminn er of skammur og drögin of illa unnin til að úr geti orðið nothæf stjórnarskrá. Ein þessara um- sagna barst nefnd- um þingsins á dög- unum frá Bændasamtökum Íslands. Þar er fjallað um nokkur afmörkuð atriði og bent á ýmsa vankanta á stjórnarskrár- frumvarpinu. Þar kemur meðal annars fram að ákveðnar breytingar sem í frumvarpinu er að finna byggist á „bæði vankunnáttu og misskilningi“ og að önnur ákvæði séu óskýr. Bændasamtökin klykkja út með þessum orðum: „Þegar öllu er á botninn hvolft telja Bændasamtök Íslands að fyr- irliggjandi frumvarp beri þess skýrlega merki að máls- meðferðin hafi verið jafnt óvönduð og of hröð. Breytingar á grundvallarlögum þurfa meiri og dýpri umræðu sem og rannsóknir á afleiðingum þeirra. Bændasamtökin leggj- ast þess vegna gegn samþykkt fraumvarpsins í núverandi mynd og minna jafnframt á að mikilvægt er að breytingar á stjórnarskrá eiga eðli máls samkvæmt að vera vandaðar, vel ígrundaðar og í sátt við meginþorra þjóðarinnar.“ Undir þessi orð hljóta allir að geta tekið. Ætla má að jafn- vel forystumenn núverandi ríkisstjórnar gætu tekið undir þau væru þeir ekki búnir að bíta í sig að reyna að þröngva stjórnarskrárbreytingum í gegnum þingið með góðu eða illu. Enn bætist í gagn- rýnina á vinnubrögð og innihald í stjórn- arskrármálinu} Kastað til höndum í grundvallarmáli Rúm hálf öld erfrá því sex áratuga stjórn Frakkalands yfir Malí lauk. Nú hafa Frakkar snúið aft- ur og að þessu sinni eru þeir boðnir velkomnir og skyldi engan undra. Ofbeld- ismenn úr röðum íslamista með tengsl við Al Kaída hryðju- verkasamtökin hafa um nokkra hríð ráðið lögum og lofum í norðurhluta landsins og þar hefur almenningur, einkum konur, fengið að kynnast svip- uðum viðhorfum og hjá talíbön- um í Afganistan. Þegar ofbeld- ismennirnir voru farnir að fikra sig suður á bóginn í átt að höfuðborginni leist Frökkum ekki lengur á blikuna og gripu inn í. Ýmsum hefur dottið í hug að hrakfarir Hollande forseta Frakklands í stjórnmálum inn- anlands og skoðanakönnunum eigi sinn þátt í að hann tók þá ákvörðun að láta til sín taka í Malí og víðar í Afríku síðustu daga. Vissulega kunna slíkir þættir að hafa áhrif, en ráða þó tæplega úrslitum. Nær er að horfa til þess að raun- veruleg hætta var á ferðum og er enn, enda hafa aðrar þjóðir stutt viðleitni Frakka. Sé ekki gripið inn í þegar hópar hryðjuverkamanna reyna að leggja undir sig veikburða ríki eru miklar líkur á að þeim tak- ist ætlunarverkið og komi sér upp miðstöðvum til þjálfunar nýrra liðsmanna sem ógna jafnt Vesturlöndum sem ná- grannaríkjum. En þó að það markmið að hindra hryðjuverkasamtök í að auka umsvif sín og afl sé mik- ilvægt liggur ekki enn fyrir hvert lokamarkmið Frakka er í Malí. Nýlendur eru ekki lengur í tísku þannig að Frakkar vilja finna farsæla útgönguleið sem fyrst. Reynslan sýnir þó að út- gönguleiðin er stundum enn torfærari en inngangan. Óvíst er að heim- sókn Frakka til Malí verði jafn stutt og þeir vonast til} Endurkoma Frakka til Malí S vindlarar hafa líklega verið á meðal vor síðan fljótlega eftir að líf kvikn- aði á jörðinni. Það að hafa rangt við er sagt þjóðaríþrótt í einstaka landi; sumir telja það beinlínis sjálfsagt og eðlilegt að svindla, a.m.k. ef þeir sjálfir hagnast á því. Annað hljóð kann að koma í strokkinn ef svindlað er á þeim hinum sömu. Dæmin eru sennilega mörg hér á landi sem annars staðar. Einstaka svindl kann að vera meinlaust þó athöfnin sé ólögleg: að aka mót rauðu ljósi ef enginn annar er í grenndinni eða að fara örlítið upp fyrir löglegan hraða á bjartri sumarnóttu. Ég geri ráð fyrir því að í viðskiptaheiminum séu ýmiskonar skúrkar. Fullyrði ekki hverjir eða hvar og þekki engan, en það var sagt mér það... Listaverkafalsarar hafa hlotið dóm, banka- ræningjar, bruggarar og eiturlyfjasmyglarar. Þannig mætti telja fram á kvöld. Íþróttamenn hafa áratugum saman svindlað á mark- vissan og útsmoginn hátt. Ekki allir og örugglega mjög mikill minnihluti en á þeim vettvangi setja svörtu sauð- irnir ljótan blett á hina, eins og annars staðar. Margir muna eftir Ben Johnson frá Kanada og banda- rísku stúlkunni Marion Jones, svo aðeins tveir af þekkt- ustu frjálsíþróttamönnum sögunnar séu nefndir. Þetta var sprettharðasta fólk jarðarinnar en í ljós kom að maðkur var í mysu beggja. Nú minnist enginn þeirra fyrir afrekin, aðeins svindlið. Johnson var gómaður á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir steranotkun, vegna þess að læknir hans gerði mistök og lyfjamisnotkun sannaðist á Jones löngu síðar. Fallið var hátt í bæði skiptin. Lyfjamisnotkun var markviss í Austur- Þýskalandi og örugglega víðar. Fleiri afreks- menn væri hægt að nefna, í flestum greinum íþrótta. Því miður. Mesti hjólreiðagarpur sögunnar, Banda- ríkjamaðurinn Lance Armstrong, viðurkenndi loks í vikunni það sem allir hafa „vitað“ árum saman. Að hann vann stærstu sigra sína með því að hafa rangt við. Var beinlínis sérfræð- ingur í svindli. Aum eru þau rök að hann hafi þurft að nota ólögleg lyf því aðrir hjólreiðamenn gerðu það; þetta væri eini möguleikinn til að sigra. Ámóta rök eru reyndar notuð víðar og í öðru sam- hengi; ég svík undan skatti því allir aðrir gera það. Ef ég seldi ekki eiturlyf gerði það einhver annar! Það eru líka aum rök og ömurleg. Bandaríkjamaðurinn er lens. Búinn að vera og gat ekki annað en viðurkennt glæpinn. Hans verður ekki minnst sem þess mikla baráttumanns sem hann vissulega er; þess sem sigraðist á eistnakrabbameini sem hafði breiðst til lunga og heila; ekki mannsins sem stofnaði sjóð og safnaði fúlgum fjár til styrktar öðrum krabbameinssjúklingum, ekki sem eins mesta íþróttamanns sögunnar. Lance Arms- trong verður minnst sem svindlara. Og á ekki annað skilið. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Lance lens STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt þeim þéttbýlisstöðumfari fækkandi sem eru ánhitaveitu er enn verið aðleita og bora. Þannig er borun djúprar holu í Hornafirði að ljúka. Jákvæðar niðurstöður eru af könnun á jarðhita fyrir Patreksfjörð og á næstu vikum verður borað í Tálknafirði. Þá er verið að kanna jarðhita víða í sveitum, á vegum ein- staklinga og sveitarfélaga. Hækkandi rafmagnsreikningar eru hvati til jarðhitaleitar. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur segir að svo virðist sem rafmagnsverðið fylgi í humátt á eftir hækkandi orkuverði á alþjóðamarkaði. Hann bendir á að heita vatnið flytji menn ekki til út- landa og því verði hitaveiturnar alltaf hagkvæmar fyrir íbúana. Stærsta hitaveituverkefni ársins verður væntanlega lagning hitaveitu- æðar RARIK frá Blönduósi til Skagastrandar. Um 600 íbúar Skaga- strandar og sveitabýla við lögnina njóta hennar. Skagaströnd er síðasti stóri þéttbýliskjarninn á Norður- landi, allt austur á Húsavík, sem fær hitaveitu. „Köld svæði“ rangnefni Vestfirðir, Snæfellsnes, Austfirð- ir og meginhluti Skaftafellssýslna hafa verið talin „köld svæði“, þótt nokkrar undantekningar séu á því, og Vestmannaeyjar þótt ótrúlegt sé. Þannig er Stykkishólmur með hita- veitu og heitt vatn er á sunnanverðu nesinu en Ólafsvík og Hellissandur njóta þess ekki. Raunar bendir Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orku- rannsókna, á að það það sé rangnefni að tala um köld svæði. Svæðin séu oft heit þótt þau gefi ekki heitt vatn. Réttara væri að tala um „þurr svæði“. Mikið hefur verið leitað að heitu vatni á Vestfjörðum á undanförnum árum. Dýrar boranir í nágrenni Ísa- fjarðar hafa ekki skilað fullnægjandi árangri. Haukur Jóhannesson segir það misskilning að Vestfirðir séu kalt svæði. Jarðhiti sé í hverjum firði en snúið að ná honum upp því svo mikið sé af köldu grunnvatni. Hann telur unnt með frekari rannsóknum að ná vatni fyrir Ísafjörð, Bolungarvík og Flateyri og nóg af jarðhita í Stein- grímsfirði sem nýta mætti fyrir Hólmavík. Haukur hefur unnið að rann- sóknum á möguleikum til að afla heits vatns fyrir hitaveitur á Patreks- firði og Tálknafirði. Orkubú Vest- fjarða rekur fjarvarmaveitu á Pat- reksfirði og stendur það fyrir rannsókninni þar í samvinnu við Vesturbyggð. Boraðar voru grunnar holur og telur Haukur að búið sé að finna uppstreymi heita vatnsins. Vatnskerfið er 32 stiga heitt en efna- fræðin segir Hauki að hægt eigi að vera að fá 45 gráða heitt vatn. Vatnið myndi nýtast vel í hitaveitu og hægt að skerpa á því ef á þarf að halda. Framhaldið hefur ekki verið ákveðið. Til stendur að bora í Tálknafirði á næstu vikum. Heitt vatn er notað til að hita upp grunnskóla, sundlaug og íþróttahús en með frekari vatnsöflun er vonast til að hægt verði að leggja hitaveitu um allt þorpið. Lítið er um hitaveitur á þétt- býlisstöðunum frá Melrakkasléttu, á Austurlandi og með suðurströndinni allt til Mýrdals. Þó hefur fundist vatn fyrir Egilsstaði, Fellabæ og Eski- fjörð. Mikið hefur verið leitað í ná- grenni annarra bæja en ekki með nægum árangri. RARIK og Hornafjarðarbær hafa staðið fyrir miklum rannsóknum í landi Hoffells og Miðfells og nú er að ljúka borun á vinnsluholu sem vonast var til að myndi skila vatni fyrir hitaveitu Hafnar og býla á leið- inni frá Hoffelli. Árangur hefur til þessa ekki verið fullnægjandi, ágæt- ur hiti er í holunni en enn sem komið er hefur ekki fundist nægilegt vatn fyrir veituna. „Heitu“ þéttbýlis- stöðunum fjölgar Hitaveitur á þéttbýlisstöðum Heimidl: Haukur Jóhannesson tók saman Hitaveita í rekstri Hitaveita í undirbúningi Engin hitaveita Einstaklingar sem leggja í kostnað við að bora eftir heitu vatni geta í sumum tilvikum sætt sig við kaldara vatn en áð- ur hefur verið miðað við. Með varmadælum er hægt að gjör- nýta orkuna. Haukur Jóhann- esson segir að menn sætti sig jafnvel við 20 stiga hita. Með góðum varmadælum sé hægt að spara 70-80% af rafmagninu. Haukur nefnir að borað hafi verið á bæ í Flóanum á síðasta ári. Ekki hafi verið farið af stað með miklar væntingar. Upp hafi komið 32-33 stiga heitt vatn. Það dugi með notkun gólf- hitakerfis. Affallsvatnið sé síð- an nýtt með varmadælu til að hita atvinnuhúsnæði. Geta sætt sig við lægri hita VARMADÆLUR HJÁLPA TIL Hola Víða er verið að kanna jarðhita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.