Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 33

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Kvöldsund í Laugardalnum Það er fátt notalegra og meira afslappandi en að liggja í heitri laug þegar kalt er í veðri. Golli Afgreiðsla rammaáætlunar er fagnaðarefni fyrir okkur sem höfum haft efasemdir um ágæti virkjunar neðri hluta Þjórsár. Með því að þær eru allar settar í bið skapast staða sem kallar á umræðu og athafnir. Í þeirri kreppu sem verktaka- geirinn er í hafa margir horft til þess að æskilegt væri að ráðast í umræddar virkjanir. Í draumsýn hefur þá einnig verið brú milli Gnúpverjahrepps og Holta og víst myndi slík samgöngubót skila miklu. En til lengri tíma litið er framkvæmdahugur af þessu tagi litaður skammsýni. Við sem höfum verið á Suður- landi báða dagana munum vel hvaða áhrif tarnaframkvæmdir hafa á byggðarlögin. Kauptúnin í Rangárþingi bjuggu við margra ára kreppu eftir fyrstu tarnir í Þjórsárvirkjunum. Þann leik þurfum við ekki að end- urtaka. Líklegt er að á næstu árum fari fram endurmat umhverfis- áhrifa virkjana í neðri hluta ár- innar og það er vafamál að hugmyndir Landsvirkjunar standist slíka skoðun. Þess vegna er brýnt að Sunnlend- ingar fari að horfa á þessa miklu móðu, Þjórsána, sem annars konar auðlind. Efra framleiðir hún helftina af raf- orku landsmanna en hér á heimaslóð getur hún orðið mikil lyftistöng í atvinnulífi þar sem ekki væri tjaldað til einnar nætur. Laxastofn Þjórsár er einn sá stærsti í okkar heimshluta og með útfellingu á seti og gruggi yfir hásumarið má auka viðkomu laxastofnsins enn meira og þar með gera bakk- ana beggja vegna að frábærum veiðistöðum stangveiði- manna yfir verðmætasta veiðitímann. Stangveiðar inn- lendra og erlendra veiðimanna skila mjög miklu til þjóðarbúsins og skapa margs konar atvinnu við bakka veiðiánna. Talið er að 50 veiddir laxar á stöng skapi eitt ársverk og því ljóst að Þjórsá getur skilað Sunnlendingum tugum varanlegra starfa ef rétt er á málum haldið. Nú þegar Urriðafossvirkjun er að þokast út af borðinu getum við því lagt á ráðin um að nýta neðri hluta Þjórsár til raunverulegrar atvinnusköpunar í héraði. Sú uppbygg- ing og atvinna sem yrði í kringum þessa nýtingu árinnar kallar auðvitað á samgöngur og það er fráleitt að raf- orkuvirkjun sé skilyrði þess að lögð sé ný brú yfir Þjórsá. Eftir Bjarna Harðarson » Talið er að 50 veiddir laxar á stöng skapi eitt árs- verk og því ljóst að Þjórsá getur skilað Sunn- lendingum tug- um varanlegra starfa. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali. Annarskonar virkjun Þjórsár Það bar nýrra við þegar Ríkisútvarpið tók á sig rögg og fjallaði um olíumálið föstudaginn 11. þ.m. Fréttir um þetta mál hafa ekki verið á hrað- bergi í þeim miðli, gagnstætt Stöð 2 sem hefur nánast „einokað“ fréttir um Drekasvæð- ið svonefnda í alls kyns útgáfum. Á þeim forsendum að flýta rannsóknum og olíuvinnslu á svæð- inu, samhliða þeim tækifærum sem íslenskir ráðamenn keppast við að lýsa og skapa atvinnu í innfjörðum norðaustanlands og allt suður eftir Austfjörðum. Raunveruleikinn allur annar Þetta væri svo sem allt gott og blessað ef ekki hefðu flestir tiltækir vísindamenn á sviði orkurannsókna lýst því yfir að á títtnefndu Dreka- svæði sé útilokað að stunda rann- sóknir sökum erfiðra aðstæðna og náttúruafla sem þar ríkja; of mikið dýpi, sterkir straumar, vindar og þrálátt þokusvæði. Þessu öllu virðist Orkustofnun Ís- lands og ráðherrann sem undirrit- aði leyfi um rannsóknir og vinnslu til tveggja fyrirtækja (jafnvel fleiri?) hafa litið framhjá, vísvitandi, eða hugsað líkt og danskurinn „den tid den sorg“. Að ekki sé talað um að nýlega eru komin fram mótmæli í Noregi gegn þessum rannsóknum. Auk þess sem birst hafa ummæli norskra ráðamanna um að samvinna við Ís- lendinga sé alls ekki fýsileg vegna óhag- ræðis í skattamálum sem sé enn viðvarandi hér á landi. Engu að síður bíða margir hér á landi með glýju í augum af ofbirtu og óskhyggju um að brátt fari fram ítarleg rannsókn og síðan frekari framkvæmdir á Drekasvæðinu, langt austur af Íslandi! Stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir hefur og lofað að hann muni „fara ítarlega yfir olíumálin“ og boðar umræður um olíuleit og hugs- anlega vinnslu á Drekasvæðinu. Einn þingmaðurinn segir ekki gefið að af vinnslu verði, annar þingmað- ur þeirra er hlynntur olíuvinnslu og enn annar segir að á meðan við ökum á bílum, siglum skipum eða fljúgum á flugförum sem eru knúin þessu eldsneyti höfum við ekki efni á að setja okkur á háan hest gagn- vart því að vinna eldsneyti sé það aðgengilegt. Þannig ber allt að sama brunni hjá flestum íslenskum ráðamönn- um: allir hlynntir olíuvinnslu af Ís- lands hálfu, bara að hún sé sem lengst í burtu frá Íslandi! – Minnir á orðspeki rabbíans í söngleiknum Fiðlarinn á þakinu sem er látinn segja: „May God bless the Zar, but keep him far away from us“ (Guð blessi keisarann, en haldi honum langt frá okkur). Stærsti vinningurinn á Íslandi? Hvað sem líður draumórum um Drekasvæðið og óskhyggju um að Norðmenn muni „taka okkur í læri“ í olíuvinnslu eins og einn þingmaður VG orðar það svo hnyttilega, þá er engin von til þess að Drekasvæðið verði að veruleika hvað þetta varðar í náinni framtíð. Hvað sem síðar verður. Í íslenskri landhelgi, nánar til- tekið á botni Skjálfandaflóa, fann rannsóknaskip Shell Intl. hins veg- ar mjög þykk setlög er það var þar statt. Bárust boð frá skipinu um leyfi til kjarnasýnatöku, en var neit- að um það af íslenskum stjórnvöld- um. Löngu síðar var tillaga flutt á Al- þingi um að það samþykkti að rann- sókn færi fram á þessum setlögum og var hún samþykkt með loforði um 13 milljón króna styrk til frum- rannsókna! – Ekki átt’ann fiðlungur meira fé? Ennfremur bíða mjög gasrík svæði á svonefndu Tjörnes- brotabelti enn órannsökuð að mestu. Utan hvað Orkustofnun hef- ur staðfest að þar þyrfti að leggja meira fé til svo að marktækt væri um hugsanlega vinnslu. Um þessi mál hafa nokkrir íslenskir vís- indamenn skrifað fræðilegar grein- ar. Má nefna þá Bjarna Richter og Steinar Þór Guðlaugsson sem báðir unnu að rannsóknum á sínum tíma. Í allri þeirri umræðu sem skapast hefur nú um stundir um olíumál og nauðsyn þess að Ísland komi að þeim málum í einhverju formi er furðulegt að varla skuli hafa verið vikið orði að þeim möguleika sem Ísland kann að eiga ef rannsóknir á þeim svæðum sem þegar er vitn- eskja um hér yrðu hafnar. Auðvitað höfum við Íslendingar hvorki þekkingu né fjármuni til slíkra rannsókna hérlendis frekar en á Drekasvæðinu. Sækja þyrfti hvort tveggja til erlendra fyr- irtækja. Hvað er rangt við það að semja við Shell Intl. um þær rann- sóknir, bæði á Skjálfandaflóa og Tjörnesbeltinu? Óttast mótmæli náttúruverndarsinna Það er engum vafa undirorpið að þeir sem enn bíða eftir úrlausn um atvinnutækifæri á Norðausturlandi óttast hörð mótmæli af hálfu nátt- úruverndarsinna gegn hvers konar nýsköpun og framkvæmdaplönum. Þess vegna hafa sveitarstjórn- armenn þar nyrðra notað „Nupo- létt“ sem haldreipi fyrir hugs- anlegar framkvæmdir í ferðaþjón- ustu. – Hafa ekki svo mikið sem ýjað að þeim möguleikum sem þó finnast í þeirra heimagarði! Sömu sögu má segja um aðra ráðamenn í stjórnsýslunni. Þeir virðast haldnir einskonar „upp- dráttarsýki“, sem þeir eiga erfitt með að losna við og kikna í hnjánum við minnstu andmæli andstæðinga um nýframkvæmdir, hvort sem um ræðir olíumál eða virkjanir. – Á meðan þessi svæði á Íslandi sjálfu fást ekki rannsökuð, er þögnin sem ríkir hjá ráðamönnum, embætt- ismönnum og fleirum orðin spaugi- leg. Eftir Geir R. Andersen » Þannig ber allt að sama brunni hjá íslenskum ráðamönn- um; allir hlynntir olíuvinnslu bara að hún sé sem lengst í burtu frá Íslandi. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Olíumálin í brennidepli: Þögnin um Ísland orðin spaugileg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.