Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 35

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Sú var tíðin að rit- stjórn Morgunblaðs- ins sá til þess að að- sendar greinar þar sem fjallað var um viðkvæm einkamál er vörðuðu börn, t.d. í barnaverndar- eða forsjármálum, fengust ekki birtar enda í blóra við rétt barnsins til friðhelgi einkalífs. Undanfarið hefur blaðið því miður kosið að birta nokkrar greinar eftir Arndísi Ósk Hauksdóttur sókn- arprest, síðast 17. janúar sl., þar sem fjallað er um langvarandi og harðvítuga forsjárdeilu. Stappar nærri að föður barnanna sem fer með forsjá þeirra, sé lýst í þessum greinaskrifum sem barnaníðingi, sem ítrekað hefur brotið á rétti barnanna og beitt þau margvíslegu ofbeldi. Skiptir þá engu að Hæsti- réttur hafi dæmt hliðstæð ummæli ærumeiðandi og ómerkt þau, sbr. dóm Hæstaréttar frá 31. maí 2012. Fyrir þá sem ekki vita hefur al- þjóðasamfélagið komið sér saman um reglur um málsmeðferð þegar foreldrar af ólíku þjóðerni slíta sam- vistum og ágreiningur rís um forsjá barna, sbr. Haag- samninginn frá 1980. Samkvæmt reglunum ber dómstólum í því ríki þar sem viðkom- andi fjölskylda á lög- heimili að ráða slíkum ágreiningi til lykta. Hlíti annað foreldrið ekki þessari reglu og taki málin í eigin hend- ur með ólögmætum hætti á hitt foreldrið lögvarinn rétt á að fá börn sín afhent með fulltingi yfirvalda. Þannig fór í um- ræddu máli að íslensk móðir nam börn sín ítrekað á brott, bæði fyrir og á meðan málsmeðferð danskra dómstóla stóð yfir og einnig í kjölfar niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem kveðið hafði á um sameiginlega forsjá. Umrætt forsjármál og mál því tengd voru til meðferðar hjá dóm- stólum á báðum dómstigum á Ís- landi og í Danmörku á síðustu ár- um. Undir rekstri þessara mála, sem og opinberlega, bar móðirin jafnan alvarlegar sakir á föður barnanna um ítrekað líkamlegt og jafnvel kynferðislegt ofbeldi gegn börnunum. Samtals hafa verið felld- ir átta úrskurðir í tveimur löndum í þessum dómsmálum en í engum þeirra er fallist á málflutning móður um meint ofbeldi föður gegn börn- unum. Dómarnir í forsjármálinu eru studdir niðurstöðum dómkvaddra sérfræðinga sem m.a. hafa ítrekað rætt við börnin sem um ræðir. Í síð- asta dómi er sérstaklega fjallað um þau læknisfræðilegu gögn sem Arn- dís gerir að umtalsefni. Dómurinn taldi ekki að þessi gögn færðu sönn- ur á ofbeldi gegn börnunum af hálfu föður og dæmdi honum óskoraða forsjá barnanna. Var sú niðurstaða staðfest í yfirrétti við áfrýjun máls- ins. Tilefni nýjustu skrifa Arndísar er að krefjast afsagnar forstjóra Barnaverndarstofu með þeim rök- um að hann hafi ekki farið að lög- um. Barnaverndarstofa hafi hafnað kröfum um að meint ofbeldi á börn- unum yrði rannsakað í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga jafnframt því að láta undir höfuð leggjast að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi barnanna með því að hindra að börnin væru send úr landi. Í lögum er ekki að finna heimildir til þess að íslensk barnaverndaryf- irvöld geti gripið inn í ferli sem varðar úrlausn forsjármáls eða ákvarðana er lúta að framkvæmd Haag-samningsins. Í réttarríki ber mönnum að fara að lögum og í því felst m.a. að lúta lögmætum úr- skurðum dómstóla. Barnavernd- arstarfsmenn geta ekki látið mál til sín taka af geðþótta og án lagaheim- ilda, jafnvel þótt þeir hafi ríka sam- úð með þeim sem hlut eiga að máli. Fráleitt er að halda því fram að Barnaverndarstofa hafi átt að koma í veg fyrir aðfarargerð sýslumanns í samræmi við ákvörðun íslenskra dómstóla þar að lútandi. Jafnvel enn fráleitara er að láta sér detta í hug að það sé á valdi embættismanns, hvort heldur er ráðherra eða for- stjóra ríkisstofnunar, að grípa til ákvarðana sem ógilda dóms- úrlausnir íslenskra og/eða danskra dómstóla. Barnaverndarnefndir hafa skyldu til að bregðast við leiki grunur á um að börn hér á landi sæti illri með- ferð samkvæmt barnavernd- arlögum. Í því máli sem um ræðir hefur móðir haldið því fram að faðir hafi beitt börnin ofbeldi í Dan- mörku. Það er því skylda barna- verndaryfirvalda í Danmörku, og þarlendrar lögreglu eftir atvikum, að rannsaka þær ásakanir og að bregðast við með viðeigandi hætti. Öllum hlýtur að vera ljóst að barna- vernd á Íslandi hefur hvorki lög- sögu né valdheimildir í málum þeg- ar meintur brotavettvangur er á erlendri grundu og meintur gerandi er erlendur ríkisborgari sem býr í öðru sjálfstæðu ríki. Það er út af fyrir sig íhugunarefni hvað fólk er reiðubúið að sniðganga grundvallarreglur réttarríkisins og kalla eftir ólögmætum geðþótta- ákvörðunum stjórnmála- og emb- ættismanna þegar svo ber undir. Og ekki ristir skilningur á rétti barns- ins djúpt þegar menn leyfa sé að gera raunir ungra barna og einkalíf að almenningseign, eða trúa menn því virkilega að skrif af þessum toga geti komið börnunum til góða? Hafa menn leitt hugann að því hvernig börnum kunni að líða með það í nú- tíð og framtíð að fólk fjalli um föður þeirra og forsjáraðila eins og gert hefur verið á opinberum vettvangi í þessu máli? Eftir Braga Guðbrandsson Bragi Guðbrandsson »Margir virðast reiðubúnir að sniðganga grundvall- arreglur réttarríkisins og kalla eftir ólögmæt- um geðþóttaákvörð- unum embættismanna þegar svo ber undir. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu. Sóknarpresti svarað Kveikjan að þessum skrifum er umfjöllun Fréttablaðsins frá því á laugardag um könnun MMR, sem gerð var snemma í desember síðastliðnum. Þátttak- endur voru m.a. spurðir hvaða stjórnmálaflokki þeir treystu best til þess að leiða fimmtán mismunandi mála- flokka. Þar kom fram að viðhorf lands- manna gagnvart flokkunum hafði breyst töluvert frá árinu 2009, traust- ið á stjórnarflokkunum tveimur hafði hrapað á meðan flestir bera traust til Sjálfstæðisflokksins í öllum helstu málaflokkum, eða um 41% þeirra sem svöruðu. Niðurstöðurnar eru í takt við þá strauma sem ég hef fundið fyrir á ferð minni um Norðausturkjördæmi undanfarnar vikur. Það sem vekur hins vegar undrun mína er að þrátt fyrir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu virðast sumir landsmenn enn bera traust til Sam- fylkingarinnar til að sinna þessum málaflokki. Í mínum huga eru þetta stórtíðindi því flestir gera sér grein fyrir því að ástandið í heilbrigðis- kerfinu er grafalvarlegt. Harka er komin í kjarabaráttu hjúkrunar- fræðinga og virðist stefna í upplausn- arástand víða á sjúkrastofnunum landsins. Að einhverju leyti má kenna glórulausum einleik og taktleysi sitj- andi velferðarráðherra um ástandið. Það hefði verið heppilegra að skoða launamál starfsmanna á sjúkrastofn- un heildstætt í stað þess að bjóða sitj- andi forstjóra einum rausnarlega launahækkun. Með háttsemi sinni hunsaði ráð- herrann stöðu annarra hópa sem þurfa að sæta kjörum og vinnuaðstöðu sem er langtum verri en í þeim ná- grannalöndum sem við viljum bera okkur saman við. Á meðan ríkisstjórn- arflokkarnir sýna eins slælega tilburði við að leysa vandann og raun ber vitni vex vandamálið. Það er aðdáunarvert að sjá hvernig heilbrigðisstarfsfólk heldur áfram að sinna sínum störfum samhliða kjarabaráttu sinni og lætur þar með ekki virðingarleysi ráð- herrans slá sig út af laginu. Tækja- kostur heilbrigðisstofn- ananna er rýr, viðhald húsnæðis í lágmarki, bið eftir sértækum aðgerð- um og jafnvel almennri læknaþjónustu lengist og almenn rekstrarstaða þessara stofnana er bág- borin. Núverandi staða endurspeglar 20% nið- urskurð ríkisstjórn- arinnar í málaflokknum á síðastliðnum árum og glórulausa ofur- skattastefnu sem hrakið hefur suma heilbrigðisstarfsmenn úr landi og gert aðra að hálfgerðum farandverkamönnum. Loforð rík- isstjórnarinnar eru stjórnarliðum gleymd og ef einhverjar leifar voru eftir af skjaldborginni þá fuku þær með norðanlægðunum í upphafi árs. Niðurskurðurinn í heilbrigðis- málum hefur bitnað hart á heilbrigð- isstofnunum á landsbyggðinni. Í ný- legri grein í Akureyri – Vikublaði bendir Sigurður E. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahús- inu á Akureyri, á mikilvægi þess að líta ekki á nýtt hátæknisjúkrahús sem eitthvert eyland. Nauðsynlegt sé að horfa til heilbrigðiskerfisins í heild sinni þegar horft er til framtíðar. Ann- að skerði verulega samkeppnisstöðu sjúkrahúsanna úti á landi, því bæði starfsfólk og sjúklingar, hvar sem er á landinu, sæki auðvitað þangað sem tæki og aðbúnaður er af bestu gerð. Ég tek heilshugar undir sjónarmið Sigurðar. Það skiptir okkur öll miklu að hafa greiðan aðgang að góðri heil- brigðisþjónustu. Slíkt aðgengi hefur mikil áhrif á búsetuþróun á komandi misserum. Ég tel nauðsynlegt að gæta jafnræðis í þessum málaflokki. Það er ekki hægt að bjóða fólki á landsbyggðinni upp á það að vera annars flokks þegnar þegar kemur að heilbrigðismálum. Fólk á landsbyggðinni skapar að meðaltali meiri gjaldeyristekjur en þeir sem búa á suðvesturhluta lands- ins. Það er ekki einungis réttlætismál að tryggja góða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, það er einnig þjóð- hagslega hagkvæmt. Á að setja lands- byggðina í aftursætið? Eftir Erlu Sigríði Ragnarsdóttur » Á meðan ríkisstjórn- arflokkarnir sýna eins slælega tilburði við að leysa vandann og raun ber vitni vex vandamálið. Erla Sigríður Ragnarsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf VOGATUNGA 13, KÓPAVOGUR - LAUST TIL AFHENDINGAR sunnudaginn milli kl. 14:00-15:00 Gott 73 fm raðhús á einni hæð fyrir 60 ára og eldri. Húsið skiptist í gott anddyri með skápum, rúmgóða stofu með útgengi út á hellulagða verönd með skjólveggjum, gott hjónaherbergi með skápum, eldhús með ljósum innréttingum og borðkrók og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Húsið er í góðu ástandi. Góð staðsetning. Verð 23,5 millj. Laust strax. Ólafur tekur á móti áhugasömum. KÓPAVOGSTÚN 6, KÓPAVOGUR sunnudaginn milli kl. 15:00-16:00 Stórglæsileg og rúmgóð 153,8 fm endaíbúð á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt 10,4 fm geymslu í kjallara og tveimur stæðum í bílastæðahúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, eldhús, stofur, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvennar svalir. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Húsið hefur fengið viðurkenningu umhverfisráðs Kópavogs fyrir góðan frágang á húsi og lóð. Glæsileg íbúð í vönduðu lyftuhúsi. Húsið er ál- og flísaklætt að utan. Verð 59,0 millj. Sölumaður verður á staðnum - íbúð merkt 0205. OPIN HÚS Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf LÆKJARGATA 34D, HAFNARFJÖRÐUR Til sölu eða leigu - Laust 1. febrúar Vel innréttað 193 fm versl- unar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Bjart húsnæði með gluggum á 3 vegu. Nýleg, vönduð eign með góðri að- komu. Frábær staðsetning. Laust 1. febrúar. Söluverð er kr. 37,0 millj. og leiguverð kr. 190 þús. á mán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.