Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 38

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 ✝ Anna SigríðurÞorbergsdóttir fæddist í Hraun- bæ, Álftaveri, 23. júlí 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðlaug Marta Gísladóttir, f. 4.9. 1903, d. 2.9. 1989, frá Norð- urhjáleigu í Álftaveri, og Þor- bergur Bjarnason, f. 4.5. 1902, d. 22.11. 1994, frá Efri-Ey í Meðallandi. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Hraunbæ í eftirlifandi eiginmanni sínum Guðgeiri Sumarliðasyni frá Hlíð í Skaftártungu. Anna og Guðgeir eignuðust fimm dætur. 1) Þórunn, f. 1965, maður henn- ar Einar Ólafsson, eiga þau þrjú börn. 2) Lilja, f. 1967, mað- ur hennar Sigfús Sigurjónsson, eignuðust þau fjögur börn. Fyrsta barn þeirra lést á fyrsta aldursári. 3) Þórgunnur María, f. 1973, maður hennar Sigurður Ómar Gíslason, eiga þau tvö börn. 4) Guðlaug Berglind, f. 1976, maður hennar Erlendur Ingvarsson eiga þau þrjú börn. 5) Sóley Gíslína, f. 1980, maður hennar Daði Steinn Arnarsson, eiga þau tvo syni. Barna- barnabörnin eru orðin þrjú talsins. Útför Önnu Sigríðar fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag, laugardaginn 19. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. Álftaveri. Anna var tíunda í röð þrett- án systkina sem komust til fullorð- insára, eitt fæddist andvana og eru níu þeirra á lífi. Anna Sigríður giftist Sig- urði Jónssyni 1958 frá Norðurgarði Mýrdal. Þau skildu. Anna og Sigurður eignuðust tvo syni 1) Hörður, f. 1958, kona hans Anna Pálína Jónsdóttir, eiga þau þrjú börn. 2) Rúnar, f. 1960, kona hans Hulda Jóhanna Eðvaldsdóttir, eiga þau þrjú börn. 14. maí 1965 giftist Anna Móðir mín er fallin frá eftir erf- iða baráttu síðustu mánuði en æðruleysinu, hlýjunni og andleg- um styrk sínum hélt hún alveg fram í andlátið. Minningarnar eru óteljandi allt frá æsku er hún saumaði á okkur fín föt, t.d. apaskinnsgall- ana sem voru toppurinn í þá daga, einnig fínustu jólaföt. Einnig kenndi hún okkur að prjóna, fyrstu sigrarnir á því sviði voru að geta prjónað sína eigin réttar- sokka og vettlinga. Dagsferðir inn í afrétt eru eftirminnilegar, sjá féð, finna plöntur og spyrja mömmu hvað þær hétu, einnig var nestið mikilvægur þáttur í ferðunum. Hér væri margt hægt að nefna fleira. Gott var að eiga mömmu að í öllu. Takk fyrir að vera börnunum mínum góð amma, þau eiga líka fjölda góðra minninga um þig. Takk fyrir allt saman. Blessuð sé minning þín. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíl í friði. Þín dóttir, Þórgunnur María. Elsku mamma mín, amma og tengdamamma. Komið er að kaflaskiptum. Baráttu þinni við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Minning- arnar eru margar og verður þeim ekki öllum komið fyrir í þessari grein. Ég er afskaplega þakklát fyrir allt sem þú kenndir okkur og undirbjóst okkur þannig fyrir framtíðina og studdir okkur í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Æskuslóðirnar þínar í Hraunbæ voru þér mjög kærar og var alltaf mikill spenningur og eft- irvænting að fara fram að Hraunbæ og heimsækja afa, ömmu og Bjarna. Var þá gjarnan tekið í spil eða skroppið austur í mýri og folöld skoðuð. Í Austur- hlíð var gott að alast upp, þar lærði maður utandyra að umgang- ast og sinna skepnum og að það að leggja rækt við jörðina er mikil- væg. Innandyra lærði maður ým- islegt er viðkom matseld, bakstri og prjónaskap. Svo var oft gripið í spil á kvöldin þegar störf dagsins voru búin og var þá oft spilaður marías, rommí, sprauta og púkk sem við spiluðum á jólunum en þú hafðir óskaplega gaman af því að spila. Eftirminnilegt er þegar fjós- ið var byggt í Austurhlíð en eftir niðurskurð á fénu var byggt fjós í tveimur hlutum sitt hvort sumar- ið. Hörður var þessi tvö sumur í Austurhlíð og smíðaði fjósið og all- ir kepptust við að hjálpa til við smíðarnar. Þetta voru skemmti- legir tímar og var oft skroppið til fjalla þessi sumur, inn í Blautulón og Lónakvíslalón og lögð net til að veiða bleikju. Allar Egilsstaða- ferðirnar eru ógleymanlegar og er sú fyrsta eftirminnilegust en þá flaugst þú með okkur litlu stelp- urnar frá Reykjavík til Egilsstaða. Óskaplega áttum við skemmtileg- an dag saman á sextugsafmælinu þínu þegar þú komst ásamt Mæju, Lilju og strákunum inn í Hóla til mín og við grilluðum læri og slegið var upp dýrindis veislu í kjallaran- um í Hólakofanum. Á sjötugsaf- mælinu þínu var ekki síður gaman þegar haldin var veisla á blettin- um heima í Austurhlíð í stóru tjaldi. Ógleymanleg er ferðin okk- ar til Danmerkur í ferminguna hennar Hólmfríðar. Gestrisni þín hefur alltaf verið mikil og þú kunnir svo sannarlega að taka vel á móti fólki og alltaf var nóg til í búrinu af allskonar góðgæti þegar maður kom heim að Austurhlíð og hafði kannski ekki verið heima um hríð þá var alltaf mjög gott að fara könnunarleiðangur í búrið og smakka á hinum og þessum köku- sortum og góðgæti. Eftir að ég flutti út að Skarði fækkaði sam- verustundunum okkar en þá spjölluðum við oft og lengi saman í síma og svoleiðis fylgdist þú með Sumarliða og Helgu Fjólu og bú- skapnum hér í Skarði og ég fékk fréttir að austan. Dýrmæt var samveran síðastliðna tvo og hálfan mánuð eftir að þú varst komin á spítalann en það var svo margt sem þú sagðir mér sem ég hafði aldrei heyrt áður. Dýrmætt er fyr- ir okkur að þú skyldir geta séð litlu stelpuna okkar sem fæddist 28. desember síðastliðinn og ég veit að það var þér mikils virði. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér. Minning þín er ljós í lífi okkar. Berglind, Erlendur, Sumarliði, Helga Fjóla og óskírð Erlendsdóttir. Elsku mamma, ég trúi því ekki enn að þú sért dáin. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er sárt að hitta þig ekki oftar. Þú varst mér svo kær. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa verið svo heppin að fá að vera dóttir þín. Það eru forréttindi. Þú kenndir mér margt og varst alltaf ráðagóð og skilningsrík. Þú varst líka svo skemmtileg, það var alltaf stutt í grínið og gleðina hjá þér. Þú skilur eftir hjá mér hafsjó af frábærum minningum um þig, það er erfitt að velja hvað upp skal talið hér. Mér dettur fyrst í hug eitt atvik sem við erum oft búnar að hlæja að. Einu sinni vorum við að mjólka í Austurhlíð og vorum að fíflast dálítið, við vorum að æfa okkur að syngja óperuaríur, mjög gaman hjá okkur. Þá kom fisksalinn. Við heyrðum auðvitað ekkert þegar hann renndi í hlað því við sungum svo hátt. Fisksalinn var dálítið glottuleitur þegar hann kom inn í fjós og spurði hvort við vildum kaupa fisk. Við æfðum held ég ekki mikið oftar aríur. Stundum fórum við stelpurnar fram að Hraunbæ, ég, þú, Mæja og Berg- lind. Þá sungum við yfirleitt báðar leiðir. Það var mikið fjör og alltaf svo gaman að koma að Hraunbæ. Pabbi fór líka stundum með okkur þangað. Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á matargerðina þína og baksturinn, þvílíkt gómsæti allt sem þú bjóst til. Svo slóstu nú ekki slöku við í garðinum, þar var þvílík paradís. Þegar það var mjög gott veður á sumrin fékk ég oft leyfi hjá þér til að fara út að borða í Dallas og þá tókst þú sko þátt í því ásamt fleirum. Þegar ég hugsa til baka finnst mér svo merkilegt hvað þú gafst þér alltaf tíma til að sýna okkur öllum athygli, hrósa okkur og varst alltaf þolinmóð við okkur. Þú máttir alltaf vera að því að hlusta á okkur, hugga, og hughreysta okk- ur og spila við okkur. Þú settir alltaf í forgang að sinna okkur öll- um þrátt fyrir mannmargt heimili og fjölda bústarfa. Samt datt aldr- ei niður reglan á matmálstímum, þeir féllu aldrei niður þrátt fyrir mikið annríki. Það gladdi mig innilega þegar þið pabbi fóruð með mér inn í af- rétt í sumar. Það var svo gott veð- ur og svo skemmtilegt hjá okkur. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Ég læt hér fylgja með fallega vísu sem þér kom í hug í veikind- um þínum. Þú sagðir mér að þessa vísu hefðir þú lært sem barn. Detta úr lofti dropar stórir, dignar um í sveitinni. Tvisvar sinnum tveir eru fjórir, taktu í horn á geitinni. Elsku mamma, ég mun alltaf sakna þín svo mikið, kærleikur þinn mun alltaf umlykja okkur öll. Hvíldu í friði. Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir. „Sæl og blessuð nafna mín.“ Þessa setningu var svo notalegt að heyra frá Önnu þegar við hitt- umst. Ég minnist tengdamóður minn- ar með sorg í hjarta og þakklæti í huga. Sorg yfir að hitta hana ekki lengur og gleði yfir að hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu sem hefur alltaf reynst mér svo vel. Þær voru ófáar stundirnar í eldhúsinu í Austurhlíð með kaffi- bolla í hendi og spjallað um alla hluti. Fjölskyldan var henni alltaf efst í huga og hún sýndi mikinn áhuga á hvað börnin hennar voru að gera bæði í leik og starfi. Ekki Anna Sigríður Þorbergsdóttir ✝ Vigdís GuðrúnFinnbogadóttir fæddist á Hóli í Bakkadal í Arn- arfirði 25. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar sunnudaginn 13. janúar 2013. Hún var dóttir hjónanna Finnboga Jóns- sonar, bónda á Hóli, f. 3. janúar, 1891, d. 20. júlí 1975 og konu hans, Sigríðar Gísladótt- ur, f. 25. apríl 1896, d. 27 mars 1959. Vigdís var þriðja elst í sjö systkina hóp, tvö þeirra eru á lífi. Systkini hennar eru: Jón Guð- bergur, verslunarmaður í Reykja- vík, f. 9. febrúar 1919, d. 4. júlí 1986, Jóhanna Finnbogadóttir, Reykjavík, f. 21. september 1920, d. 31. mars 2002, Ragnhildur Gísl- ína, f. 24. febrúar 1924, d. 9. nóv- ember 2009, Elín Ólafía, f. 23. október 1926, Sigríður Ingibjörg, f. 5. apríl 1931, d. 31. ágúst 1996, Árni Marinó, sjómaður og síðar verkstjóri, f. 5. apríl 1931. Vigdís giftist 31.12. 1945 Bjarna Hannessyni, sparisjóðs- stjóra og bónda, f. 30. maí 1912, d. 6. mars 1968. Foreldrar hans: ardóttir, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Arndís leikskólastjóri, f. 19. ágúst 1956, sambýlismaður Skarphéðinn Guðmundsson, Arn- dís á tvö börn og fjögur barna- börn. Jóhanna húsmóðir, f. 26. ágúst 1958, maki Lúðvík Guð- jónsson, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Hreinn verktaki, f. 26. ágúst 1958, maki Guðný Sig- urðardóttir, þau eiga þrjár dætur og þrjú barnabörn. Erna banka- starfsmaður, f. 9. júlí 1961, hún á einn son. Gísli Ragnar, f. 18. maí 1964, hann á tvo syni. Afkomendur Vigdísar og Bjarna eru 83 talsins. Vigdís óst upp á Hóli í Ketil- dölum. Hún nam við Húsmæðra- skólann á Staðarfelli veturinn 1941 til 1942, dvaldist hún í Hafn- arfirði og Reykjavík 1944 flutti síðan til Bíldudals og stofnuðu þau Bjarni heimili sitt á Bíldudal að Tjarnarbraut 9. 1952 hófu Vig- dís og Bjarni búskap á Litlu-Eyri og bjó Vigdís þar alla tíð síðan. Vigdís helgaði heimili sínu og börnum starfskrafta sína alla tíð. Auk þess vann hún við rækju- vinnslu um árabil. Útför Vigdísar fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 19.1. 2013 og hefst athöfnin kl. 14.00. Hannes Stephensen Bjarnason, kaup- maður á Bíldudal, f. 26. ágúst 1878, d. 23. desember 1931 og Sigríður Pálsdóttir, f. 15. febrúar 1887, d. 29. desember 1967. Börn Vigdísar og Bjarna eru tólf: Hannes, f. 17. júní 1946, bygging- armeistari, maki Birna Jóns- dóttir, þau eiga fjögur börn og 10 barnabörn. Helga, f. 19. júni 1947, leikskólastjóri, maki Úlfar B. Thoroddsen, þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn. Sigríður af- greiðslustjóri, f. 2 október 1949, gift Guðmundi Sævari Guðjóns- syni, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. Finnbjörn flugvall- arstarfsmaður, f. 27. desember 1950. Theodór Agnar viðskipta- fræðingur, f. 20. apríl 1952, maki Ágústa Ísafold Sigurðardóttir, þau eiga eitt barn og tvö barna- börn. Svanhvít skrifstofumaður, f. 27. janúar 1954, maki Ólafur Arnar Kristjánsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Jón Sig- urður byggingameistari, f. 19. ágúst 1956, maki Heba Harð- naust þú þess að eiga rólegri stundir. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á börnum þínum og barna- börnum og fylgdist vel með öllu í fjölskyldunni. Þú vannst mikla handavinnu, last mikið og horfðir á sjónvarpið. Þú varst gestrisin, hafðir mikla ánægju af að dúka borð, bjóða kaffi og meðlæti og spjalla við gesti. Á fullorðinsárum hef ég oft reynt að gera mér í hugarlund hvernig þú gast tekist á við öll þau krefjandi verkefni sem þú mættir á ævi þinni. Ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu, að dugnaður þinn, gott geðslag, óbilandi kraftur og áhugi á lífinu voru eiginleikar sem einkenndu þig. Þessa eiginleika vona ég, mamma mín, að afkomendur mínir erfi frá þér. Hjartans þakkir fyrir allt. Þín dóttir, Arndís. Elskuleg tengdamóðir mín, Vigdís Finnbogadóttir, er látin. Ég kynntist Dísu, eins og hún var oftast kölluð, fyrir 38 árum, þegar við Hannes, elsti sonur hennar, fórum að vera saman. Við bjugg- um í næsta húsi við Litlu-Eyri næstu 25 árin, svo samskiptin voru mikil. Hún tók mér og börnunum mínum tveimur mjög vel og þau fengu að kalla hana ömmu Dísu. Það var alltaf gott að koma til Dísu, hún var félagslynd og skemmtileg kona, hafði gaman af að segja frá lífinu í Bakkadal þar sem hún fæddist og ólst upp. Stundum fórum við Hannes í bíltúr með hana þangað og stopp- uðum þá nálægt Hóli, sem var æskuheimili hennar og hún lýsti öllu eins og það var í gamla daga. Þegar synir okkar Hannesar voru litlir og ég var heimavinn- andi, þá fórum við Dísa saman í Jónsbúðina á mjólkurdögum til að versla, stundum fórum við í lengri bíltúr í leiðinni. Þetta voru góðar samverustundir og við ræddum saman um lífið og tilveruna. Oft töluðum við um bækur sem við Með örfáum orðum langar mig að minnast móður minnar, Vigdís- ar Finnbogadóttur. Elsku mamma, það eur ótal margar minningar sem birtast er ég hugsa um þig. Ævi þín var löng og á margan hátt stórbrotin. Þú lærðir fljótt á uppvaxtarárum á Hóli að vinna flest þau störf sem unnin voru í sveitinni. Þú varst mjög dugleg og laghent, öll verk léku í höndum þér. Það sannaðist vel síðar á ævinni þegar á þig reyndi. Þú varst skynsöm, hafðir alla tíð einstakt lag á að koma hlutum í framkvæmd. Úr Ketildölum lá leið þín í hús- mæðraskólann á Staðarfelli og síðar til Reykjavíkur þar sem þú varst í vist. Þá dvaldir þú hjá Rögnu móðursystur þinni og Ólafi í Hafnarfirði. Á kvöldin lærðir þú fatasaum, sem nýttist þér vel á lífsleiðinni, t.d. þegar þú þurftir að sauma eða breyta fötum á fjöl- skylduna. Þegar þú komst aftur vestur í Ketildali kynntist þú föður mín- um, Bjarna Hannessyni frá Bíldu- dal. Þið giftust 30. des. 1945 og hófuð búskap á Bíldudal. Nokkr- um árum síðar, árið 1952, fluttust þið á Litlu-Eyri þar sem þú bjóst alla tíð. Þið áttuð miklu barnaláni að fagna, tólf börn eignuðust þið. Eftir andlát föður míns hélst þú áfram búskap á Litlu-Eyri, ásamt því að ala upp okkur systkinin. Það voru því ærin verkefnin sem þú þurftir að sinna. Gott skipulag og vinnusemi var það sem dugði. Það var ætíð þitt kappsmál að hlúa að börnunum og hvetja okkur áfram bæði í námi og starfi. Skila- boðin þín um mikilvægi þess að klára sig í lífinu fengum við systk- inin fljótt. Þú hafðir einstakt lag á að leiðbeina og hjálpa okkur til að taka þátt í verkunum sem til féllu á heimilinu. Það var svo auðvelt að læra af þér verkin, elda, stoppa í, sauma og prjóna og fleira, því allt þetta lék í höndum þér. Þegar börnin voru uppkomin höfðum lesið, andleg málefni og fjölskylduna. Við Dísa fórum líka stundum í heimsókn til Rögnu systur hennar í Hvestu. Þar var tekið vel á móti okkur og það var gaman að hlusta á þær tala saman, þær voru svo kátar og skemmtilegar. Dísa og Bjarni Hannesson giftu sig árið 1945, en hann dó árið 1968. Það var mikill missir fyrir hana og börnin þeirra 12 og erfiðir tímar sem fylgdu í kjölfarið, en með dugnaði og elju gátu þau haldið öllu í horfinu. Börnin 12 eru öll lif- andi í dag, afkomendur hennar eru orðnir hátt í 100 og Dísa fylgdist vel með stóra hópnum sínum og vildi þeim öllum svo vel, spurði oft um hvern og einn, hvernig gengi og hvað þau væru að læra eða starfa. Að lokum vil ég þakka Dísu fyr- ir kærleiksríka samfylgd í gegnum árin og allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Guð geymi þig, Dísa mín. Birna. Elskuleg tengdamóðir mín, Vigdís Finnbogadóttir húsfrú á Litlu-Eyri, er fallin frá. Margar fallegar og skemmtilegar minn- ingar koma upp í hugann, leiðir okkar lágu fyrst saman 1982, ég þá tvítug og Dísa sextug. Frá þremur áratugum er margs að minnast og verður maður hugsi yfir að samt er það aðeins þriðjungur af ævi Dísu. Mér varð strax ljóst að hér var mikil heiðurskona á ferð sem kenndi mér margt verklegt og andlegt í samferðinni og mun minning um ljúfa, skemmtilega og fallega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu lifa áfram með okkur. Mörg voru verkin á lífsleiðinni, húsmóðir, bóndi og verkakona. Einhverjum hefði þótt nóg að vera einstæð 12 bara húsmóðir, nei svo einfalt var þetta ekki hjá Dísu, ein- hver hefði bugast við þessar að- stæður, nei það var ekki í boði hjá henni. Hún í samstarfi við elstu börnin sín lét þetta ganga upp, þá bæði með kúa- og fjárbú. Ótíma- bært fráfall Bjarna 1968, breytti framtíð þeirra og Dísa helgaði sig viðfangsefninu heilshugar og hlúði að börnum og búi. Svo vel stóðu þau sig að Litla-Eyri var valið snyrtilegasta býlið 1971 í Vestur- Barð. Já, Litla- Eyri varð heimur Dísu, þrátt fyrir erilinn var tími fyrir handavinnu og lestur góðra bóka. Einnig var Dísa svo lánsöm að fá tækifæri til að ferðast, þá oft- ast til Danmerkur í heimsókn til Theodórs og fjölskyldu. Þótt hún færi einsömul fannst okkur eins og við hefðum verið ferðafélagar hennar. Því þegar heim var komið settumst við niður með kaffi og heimabakað og hún með sínum skemmtilegu frásagnar- og leik- hæfileikum sagði frá öllu í smáat- riðum. Ljóst var á frásögn hennar að hún naut ferðalaganna svo að í hvert sinn lifði hún lengi á því og breytti hversdeginum í upplifun ævintýra. Mikill gestagangur var á Litlu- Eyri, sérstaklega ánægjulegt var að vera með þeim systrum Jó- hönnu og Rögnu í Hvestu, þá fóru þær yfir skáldsögurnar sem þær voruð að lesa og kepptust við að leika atburðarásina fyrir hvor aðra. Rann upp fyrir mér hversu miklir heimsborgarar þær systur frá Bakka voru. Oft fór Dísa yfir atburði liðinna áratuga og minntist með hlýhug æsku sinnar og talaði fallega um foreldra og systkinin í Bakkadal. Frá Bíldudalsárunum, þar sem þau Bjarni stofnuðu sitt fyrsta heimili. Sambúðina við Sig- ríði tengdamóður sína sem hún tal- aði um af mikilli virðingu. Upphaf búskapar á Litlu-Eyri 1952 og hvernig fjölskyldan sprakk út og hversu lífið var ánægjulegt. Tíminn líður og hefðbundnum búskap er hætt á Litlu-Eyri 1984, þá helgaði hún sig nýju áhugamáli æðarrækt og dúntekju á Kárseyr- inni. Komið er að viðskilnaði og að þið Bjarni sameinist að nýju, takk fyrir allt, elsku Dísa, og sérstak- lega dýrmætustu gjöfina sem þú gafst mér, son þinn Hrein. Vigdís Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.