Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 40
✝ Hafþór ÖrnSigurðsson fæddist á Hafurs- stöðum í Vindhæl- ishreppi 24. mars 1945. Hann lést 6. janúar sl. Foreldrar hans voru Sigurður Guðlaugsson, f. 12. janúar 1902, d. 19. júlí 1992 og Auð- björg Sigríður Al- bertsdóttir, f. 27. september 1908, d. 13. september 1994. Hafþór kvæntist 6. nóvember 1965 Ragnheiði Þorsteins- dóttur, f. 25. apríl 1946. Hún er dóttir Þorsteins Guðmunds- sonar og Ragnheiðar Ó. Steph- ensen. Börn Hafþórs og Ragn- heiðar eru: 1) Þorsteinn, f. 29. rún Björg, f. 1948 og Bergþóra Hlíf, f. 1953. Hafþór fór á Reykjaskóla haustið 1960 og var þar í þrjú ár og fór þá til Reykjavíkur að læra bifvélavirkjun hjá Heklu og síðar hjá Sveini Egilssyni. Hafþór og Ragnheiður flytjast norður á Blönduós árið 1967 og vann hann lengst af hjá tré- smiðjunni Stíganda eða í 33 ár þar til hann lét þar af störfum 67 ára. Hafþór hafði mikið yndi af ferðalögum, einkum og sér í lagi innanlands, og ferðuðust þau hjón víða. Hafþór starfaði um árabil í Lionsklúbbi Blönduóss og var þar virkur og gegn félagi og lagði alltaf gott til málanna. Hann var næmur á samfélagið og einkar laginn að koma auga á broslegu hliðar þess og koma þeim í bundið mál en kveðskapur lá afar vel fyrir honum. Útför Hafþórs fer fram frá Blönduósskirkju í dag, 19. jan- úar 2013 og hefst athöfnin kl. 14. september 1970. Sonur Þorsteins Hilmar Örn, f. 1992, móðir Elín Baldursdóttir. Sambýliskona Þor- steins er Edda Brynleifsdóttir, f. 1974. Sonur þeirra er Brynleifur Þór, f. 2010. 2) Auður Ingibjörg, f. 1. október 1973. Maki Óli Guðlaugur Laursen, f. 1964. Börn þeirra eru Birta Ósk, f. 1996 og Hafþór Örn, f. 2003. Stjúpsonur Auðar er Kristian Valur, f. 1984. Sam- býliskona hans er Heiða Ingva- dóttir, f. 1986. Systkini Haf- þórs eru Hólmfríður A., f. 1933, Sveinbjörn, f. 1938, Sig- Það er enn mjög óraunveru- legt að hann pabbi sé látinn og það er ofboðslega skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hlæja með honum og faðma hann aftur. Enginn bjóst við að veikindin væru eins alvarleg og raun varð, en minningarnar um yndislegan og lífsglaðan húmor- ista munu lifa áfram hjá okkur og sérstaklega yljar það manni að hann hafi klárað að skrifa bókina sem hann gaf okkur í jólagjöf með vísum, ljóðum og gamansög- um eftir sig, sérstaklega er vísan sem hann orti um hana mömmu falleg. Pabbi og mamma kenndu okk- ur systkinum að meta landið með því að ferðast með okkur um landið þvert og endilangt og hugsa ég til þessa tíma með mik- illi hlýju og þakklæti því að þetta þjappaði okkur fjölskyldunni saman. Pabbi var einnig farinn að kíkja eftir nýjum bíl til að inn- rétta en hann hafði innréttað þó- nokkuð marga bíla í gegnum tíð- ina. Pabbi og mamma voru farin að hlakka til að eyða meiri tíma saman þegar mamma myndi hætta að vinna en það voru nokkrir mánuðir í það en því mið- ur gripu örlögin í taumana. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín dóttir, Auður. Elsku afi. Nú er kominn sá tími að þú ert ekki með okkur lengur og því miður kvaddir þú okkur alltof snemma. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður maður, alltaf í góðum fíling og sagðir oft brandara og sögur sem við skellihlógum að. Áttum við ógleymanlegar stundir með þér á jólunum og einnig í útilegum þar sem við sátum fram eftir kvöldi og hlustuðum á tónlist, spiluðum og sungum. Við höfum aldrei kynnst jafn góðum og blíðum manni og afa, hann gerði aldrei neinum mein og við sáum hann aldrei reiðan eða pirraðan, hann var alltaf að passa upp á okkur og vildi okkur allt það besta í fram- tíðinni. Við minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum með þér. Birta Ósk og Hafþór Örn. Elsku Hafþór. Þung eru sporin og mörg eru tárin sem fallið hafa síðan þú kvaddir þann 6. janúar sl. eftir mjög stutt en erfið veikindi sem reyndust of mikil til aðnokkuð væri við ráðið, þó allt væri reynt til bjargar. Svo sannarlega hefði þinn tími hér mátt vera lengri. Nú átti að fara að njóta lífsins eins og fólk vill gjarnan gera þeg- ar þeim tímamótum í lífinu er náð að föstum starfsdegi á vinnu- markaði er lokið og visst áhyggjuleysi og aðrar áherslur á lífið taka við. Unnt að verja meiri tíma til ferðalaga og það kunni Hafþór svo sannarlega vel að meta, bæði innan- og utanlands með sínum góða lífsförunaut, henni Löggu. Flestar helgar þeg- ar farið var að vora og í sumarfrí- um fóru Hafþór, Lagga og börnin þeirra í útilegur og ósjaldan nut- um við Óli þess að fara með ásamt okkar börnum og fleiri góðum vinum, þá ríkti alltaf gleðin ein. Hafþór var ákaflega skemmtilegur ferðafélagi með sinni léttu lund og góðum húmor. Hafþór hafði gaman af því að skipta um bíla og sögðum við gjarnan í gamni og alvöru að eitt- hvað væri að ef Hafþór var ekki að tala um að fara nú að skoða annan bíl. Það var aðdáunarvert hvað hann var alltaf laginn að telja okkur trú um að síðustu bílaviðskipti væru þau bestu fyrr og síðar. Hann innréttaði líka marga húsbíla af mikilli snilld eins og honum einum var lagið. Ævinlega var Hafþór traustur og gott að leita til hans, alveg frá því við vorum að alast upp heima á Hafursstöðum. Endalausar góðar minningar sem eru núna svo dýrmætar og verða ekki frá manni teknar. Eftir fermingu og áhyggju- leysi æskunnar fór Hafþór í Hér- aðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði og var þar í þrjá vetur. Alltaf var tilhlökkun og eftirvænting þegar hann kom heim í helgar- eða jólafrí. Þá sagði hann okkur svo margt skemmtilegt úr skóla- lífinu á sinn einstaka hátt. Hann var svo heima í sveitinni yfir sum- artímann að hjálpa til við öll verk sem þar þurfti að gera. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á að finna upp allskonar nýjungar til að létta störfin við búskapinn og var duglegur að koma því í fram- kvæmd. Leið hans lá síðan til Reykja- víkur að læra bifvélavirkjun. Þar hitti hann stóru ástina í lífi sínu, hana Ragnheiði (Löggu). Það var ekki laust við að það ríkti eftir- vænting heima á Hafursstöðum einn fagran haustdag í kringum réttir fyrir nær 50 árum þegar Hafþór kom með hana norður í fyrsta skipti. Þau giftu sig ung að árum og þurfti hann að fá leyfi forseta til þess, þar sem hann var ekki orðinn tuttugu og eins árs. Það var ekki hans stíll að bíða með hlutina ef búið var að ákveða eitthvað. Að eignast Löggu fyrir konu varð hans stærsta gæfa í líf- inu og ávallt hafa þau verið sem eitt. Nú er lífsglaður og umhyggju- samur maður fallinn frá. Börnin þeirra, Þorsteinn og Auður hafa stutt móður sína dyggilega á þessum erfiða tíma og einnig tengdabörnin, Edda og Óli og barnabörnin. Þau voru þeirra fjársjóður. Þau eiga alla okkar samúð og stuðning. Við Óli þökk- um fyrir mikla og góða samfylgd í gegnum árin. Guð blessi minn- ingu þína, kæri bróðir og mágur. Hlíf og Ólafur. Lífið ber með sér bæði ljós og skugga. Hafþór Örn Sigurðsson, vinur okkar og mágur, naut jólahátíðanna umvafinn fjöl- skyldu og vinum þegar óvæntan og dimman skugga bar að. Ein- stökum manni er gert að kveðja með stuttum fyrirvara. Enginn veit hvenær lífsleið okkar lýkur en atburður sem þessi minna okkur á að njóta lífsins, njóta augnabliksins. Þá list kunni Haf- þór Sigurðsson betur en flestir aðrir. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Hafþóri og tengjast honum fjölskyldubönd- um. Í gegnum árin höfum við not- ið óborganlegra samverustunda með Hafþóri og Löggu, meðal annars í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar sem eru ferða- lög. Saman höfum við ferðast um allt land sumar eftir sumar, landshluta eftir landshluta. Við heimsóttum líka önnur lönd, bak- pokaferðin til Noregs ’97 var stórkostleg og er enn í fersku minni. Í þrjár vikur ferðuðumst við um Noreg með lestum og rút- um og gistum í tjaldi eða sum- arhúsum. Þá voru sagðar margar sögur, fluttar margar vísur og mikið ofboðslega var hlegið. Að vera með Hafþóri á ferða- lagi var upplifun. Kankvís svip- urinn og glettnisglampinn í aug- unum var einkennandi, frásagnargleðin einstök og al- kunn. Hann kunni þá list öðrum mönnum betur að segja frá og skynja skoplegar hliðar tilver- unnar. Mikið var gaman að njóta þeirrar listar með honum. Hann var auk þess mikill hagyrðingur og hafði yndi af því að setjast við skriftir og semja. Hafþór var alla tíð haldin mik- illi bíladellu. Hann var einstak- lega handlaginn og mikið snyrti- menni. Bílarnir hans báru þess merki. Þá breytti hann nokkrum bílum í húsbíla, innréttaði af stakri snilld og hélt að því búnu ásamt Löggu sinni í ferðalag um landið. Þau Lagga voru ekki að- eins hjón heldur bestu vinir, afar samrýnd og máttu hvorugt af öðru sjá. Á heimili þeirra ríkti glaðværð, góðvild og greiðasemi við gesti og gangandi. Hver vegur að heiman er veg- urinn heim segir í kvæðinu. Haf- þór er farinn í sitt síðasta ferða- lag, nú einn síns liðs, hans spor liggja ekki aftur heim. Eftir sitj- um við hin og leitum í dýrmætan sjóð minninga. Þar er af nógu að taka. Elsku Lagga, Auður og Þor- steinn og fjölskyldur. Ykkur sendum við innilegustu samúðar- kveðjur og megi góðar minningar styrkja ykkur á erfiðum tímum. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Kæri vinur, takk fyrir allt og allt, þín verður sárt saknað. Anna og Guðmundur. Ástin krefst nærveru og vökv- unar, annars visnar hún og deyr. Þannig er það ekki með vinátt- una, hún lifir góðu lífi þrátt fyrir að vinir sjáist ekki árum saman. Við Hafþór kynntumst fyrir tæpri hálfri öld, þegar hann fór að stíga í vænginn við hana Ragn- heiði frænku mína. Þetta var á þeim ljúfu táningsárum, mikið fjör og mikið gaman. En leiðir lágu í sundur og við hittumst ekki í marga áratugi, hver bardúsaði í sínu horni. Fyrir einhverja tilvilj- un rifjuðust kynnin upp aftur, sumpart þegar gamlir vinir féllu frá. Og það var eins og við mann- inn mælt þegar við hittumst aftur eftir öll þessi ár, þá var eins og hann hefði rétt skroppið út eftir kók og prins eins og í gamla daga – vináttan söm við sig, Hafþór sami trausti og hlýi maðurinn og áður. Eftir þetta var mér jafnan tekið sem höfðingja þegar leiðin lá norður eða suður eftir atvikum, þegar ég rak inn nefið á Blöndu- ósi. Og nú sér maður eftir að hafa ekki látið þessar ferðir verða miklu fleiri, því þótt vináttan sé eilíf og haldist fölskvalaus ára- tugum saman er betra að rækta hana með samverustundum. Venslafólki sendi ég mínar samúðarkveðjur. Eftir situr söknuðurinn að góðum manni gengnum. Guðmundur Ólafsson. Fallinn er frá kær frændi og minningar sækja á hugann. Haf- þór var móðurbróðir okkar og kvæntur Ragnheiði föðursystur okkar. Öll okkar uppvaxtarár bjuggum við á sama stað, Blönduósi og í nokkur ár í húsum hlið við hlið. Þau hafa alltaf verið stór partur af okkar lífi frá því við munum eftir okkur. Við minn- umst allra ferðalaganna með þeim, jólanna, gamlárskvöldanna og hversdagslegra samveru- stunda. Alltaf var Hafþór hrókur alls fagnaðar með sinni einstöku kímnigáfu, glaðværð og ljúf- mennsku. Hafþóri var margt til lista lagt og einn af hans mörgu hæfileik- um var hve einstaklega hagmælt- ur og ritfær hann var. Sérstök eftirvænting var alltaf ef fjöl- skyldan var að hittast við hin ýmsu tilefni að hann kæmi með eitthvert frumsamið efni til upp- lestrar. Því þá var víst að það kitl- aði hláturtaugarnar. Síðustu samverustundir með Hafþóri voru núna um jólin. Á að- fangadagskvöld og í jólaboði ann- an í jólum. Ekki hvarflaði að okk- ur að þetta væru okkar síðustu samverustundir með honum. Þær hefðu mátt vera svo miklu fleiri. Sorgin og söknuðurinn er sár. En mestur er missir Löggu frænku, barna, tengdabarna og barnabarna. Biðjum við þess að þau megi finna styrk til að takast á við missinn og sorgina. Stórt skarð hefur myndast í fjölskyldu okkar en minningin um hann Hafþór frænda mun lifa og ylja um ókomna tíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Hvíl í friði. Sigurður og Ragnheiður Ólafsbörn. Í önnum síðustu daga fyrir jól barst okkur pakki frá Blönduósi. Okkur sýndist skriftin segja okkur að pakkinn væri frá þeim Hafþóri og Löggu. Þetta olli vangaveltum á okkar bæ, því venjulega skiptumst við á hlýjum kveðjum í jólakortum. Öll jóla- kort eru svo lesin upphátt eftir hádegi á jóladag. Vangaveltu- pakkinn fór í geymslu og síðan undir jólatréð á Þorláksmessu- kvöld með öðrum pökkum og var þá aftur umhugsunarefni og um- ræðuefni. Yngsti fjölskyldumeð- limurinn, Katla Kristín, las svo upp á aðfangadagskvöld merki pakkanna og kom það í hlut hús- bóndans að opna pakkann frá Blönduósi. Úr pakkanum kom bók eða handrit, áritað þessum orðum: „Til minna góðu vina Svan- borgar og Ófeigs. Kær kveðja, Hafþór Örn.“ Hér var komin hinsta kveðja Hafþórs til okkar, minningabrot hans um farinn veg ásamt vísum og ljóðum sem hann hafði varð- veitt í gegn um tíðina. Við hringd- um norður milli jóla og nýárs en fengum ekki svörun. Á síðasta degi jóla lést hann á sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir stutta en snarpa baráttu. Glaður drengur, hláturmildur, hagmæltur og orðheppinn, um- hyggjusamur fjölskyldu sinni og afskaplega góður vinum sínum. Hann er fallinn óvænt og of snemma í blóma lífs síns þegar hann naut daga með góðri konu sinni Ragnheiði Þorsteinsdóttur (Löggu) og fylgdist með uppvexti barna og barnabarna. Hann hafði nýlokið ævistarfi sínu við versl- unar- og viðskiptastörf. Keypti sendiferðabíla, gerði þá að þægi- legum húsbílum, kallaði þá Löggubíla og ferðaðist um landið á sumrin með Löggu sinni og stundum komu þau við hjá okkur á Akranesi, það var gott. Hann sendi okkur tvö jólakort fyrir tveimur eða þremur árum. Haft var samband við hann eftir jólin og spurt hvort hann væri að tapa sér. Hann hló í hálftíma og enn í dag vitum við ekki hvort hann gerði þetta af ásetningi eða óvart. Hafþór tók ekki mikinn þátt í félagsmálum en var Lionsmaður í mörg ár, formaður Lionsklúbbs Blönduóss og einnig ritari. Þess- um störfum, svo og öðru því sem hann tók að sér, sinnti hann vel og af vandvirkni. Mikill ljúflingur er kvaddur frá Blönduóskirkju í dag og er sárt saknað. Svanborg og Ófeigur. Það er meira en að segja það að ætla að skrifa um heila manns- ævi svo einhver skil séu gerð. Sérstaklega þegar hún tengist svo mjög okkar eigin eins sem ævi Hafþórs Arnar Sigurðssonar gerði. Þessi ljúfi drengur og svili er fallinn óvænt í valinn langt fyrir aldur fram. Eiginlega finnst okk- ur þetta óraunverulegt allt sam- an, hann hljóti að koma til baka einhvern daginn eins og hans var löngum háttur, svona datt inn í einhverjum erindum, kannski að skipta á bíl eða eitthvað því tengt. Ávallt aufúsugestur með faðminn opinn og sitt breiða bros. Minningarnar ryðjast fram og enginn kostur að gera þeim skil í 3.000 slögum í Mogga. Glaðværð- in frá gengnum stundum gyllir upp við sólarlag og bergmálið frá kveðnum brögum bregður leiftri á horfinn dag. Hafþór var talandi skáld og hagyrðingur. Kviðlingar hans í léttum dúr eru víðkunnir og hann var skiljanlega eftirsótt- ur í allan félagsskap fyrir sakir skaphafnar sinnar og viðmóts. Hjálpsamur hvers manns hug- ljúfi er sú mannlýsing sem hæfir honum. Trölltryggur vinum sín- um og fjölskyldu og fylgdist vel með hverjum og einum. Hrókur alls fagnaðar á ættarmótum sem oftar en ekki voru haldin á úti- legustöðum. En fáir munu hafa verið eins miklir ferðamenn og útilegufólk og þau hjónin Ragn- heiður og Hafþór. Mun varla sá staður á Íslandi að þau hafi ekki hann gist eða séð. Byggði upp níu Hafþór Örn Sigurðsson 40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík ✝ Bróðir okkar, ÁSGRÍMUR HÖGNASON frá Syðrafjalli, Gyðufelli 16, Reykjavík, lést miðvikudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Högnadóttir, Ólöf Högnadóttir, Bjarney Inga Bjarnadóttir, Sigrún Margrét Sigurðardóttir, Svanhvít Sigurðardóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞORSTEINSSON vélstjóri, lést laugardaginn 5. janúar á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Grundar, deild V-3, eru færðar bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Ögmundur Gunnarsson, Rannveig Stefánsdóttir, Gunnar Freyr Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.