Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 41
húsbíla og átti auk þess á þriðja
hundrað einkabíla um dagana svo
fáir gátu fest auga á þeim öru
breytingum.
Okkur hjónum var hann hinn
besti vinur og þreyttist aldrei á
að oflofa okkur. Fyrir jólin sendi
hann okkur bókarkorn sem hann
byggði á minningabrotum sem
hann hafði tínt saman úr fórum
sínum. Kvæði, gamansögur,
myndir. Margt úr textanum er í
rauninni meistaraverk og svo ein-
lægt að manni vöknar um augu.
Þessa bók sendi hann vinum sín-
um í jólagjöf. Hans hlutskipti var
hinsvegar að vera kallaður burt
til helstríðs á hátíðinni. Margt
fleira átti hann eftir til að raða og
setja svo saman sem honum lík-
aði. En eftir hann liggur gnægð
af rituðum heimildum í dagbók-
um sem hann færði með frásögn-
um og kveðskap. Honum var ekki
ætlað að njóta eftirlaunaáranna
fremur en tengdamóður hans
sem náði einum degi eftir heila
ævi í harðri vinnu.
Hann var fríður sýnum, hold-
skarpur, þunnhærður og kvikur í
hreyfingum, léttur á velli og létt-
ur í lund. Í einu orði sagt val-
menni sem allir vildu hafa með
sér.
Eftirfarandi erindi er úr eft-
irmælum Hafþórs um horfinn vin
sinn. Þau lýsa bæði honum og
okkar tilfinningum:
Fjársjóð ég geymi, góða liðna daga
gátum við spaugað marga aftanstund.
Lífsspeki þinni haldið skal til haga
hallmæla engum, rækta góða lund.
Hjá ástvinum þínum góður guð mun
vaka
græða öll sár og lina hverja þraut.
Léttir það kvöl ef litið er til baka
ljós þeirra daga skín á dimmri braut.
Aftanstundirnar eru ógleym-
anlegar Hafþór. Þína skál!
Steinunn og Halldór.
Broshýr, kátur með skemmti-
legasta hlátur sem ég hef nokk-
urn tímann heyrt.
Ég vil minnast Hafþórs með
örfáum orðum. Fyrir mér var
hann yndislegur og natinn faðir
frændsystkina minna. Hann var
sér í lagi handlaginn og fengu
börnin hans að njóta þess á æsku-
árum sínum. Hann smíðaði m.a.
rúm fyrir Þorstein sem var eins
og bíll, koju fyrir Auði sem var
með búð undir rúminu, einnig
barbíhús og kofa á tveimur hæð-
um sem við Auður reyndum eitt
sinn að flytja í með litlum ár-
angri. Hann lagði sig fram við að
gera lífið skemmtilegt og sagði
fimmaurabrandara eins og eng-
inn annar. Það slapp enginn við
grínið þegar haldið var í berjamó,
„ætliði í alvöru að fara að tína
ber?“
Ég var svo lánsöm að fá að
eyða töluverðum tíma á Blöndu-
ósi hjá Löggu og Hafþóri á sumr-
in sem krakki. Við fórum í langar
útilegur og í minningunni er allt-
af sól þennan tíma. Mér var tekið
eins og einni af fjölskyldunni og
naut ég þess að eyða tíma með
þeim. Það hefur alltaf verið þann-
ig að „Lagga og Hafþór“ hafa
sjaldan verið nefnd hvort í sínu
lagi, þau voru ein eining og ein-
lægur vinskapur þeirra og ást fór
ekki fram hjá neinum. Þau nutu
þess að ferðast og elta sólina og
víluðu ekki fyrir sér að keyra
þvert yfir landið ef von var á góðu
veðri. Þá gilti einu hversu langt
þurfti að fara.
Við munum öll ylja okkur við
minningu um góðan mann, sér í
lagi þegar sólin skín. Hafþór var
eins og sólin sem hann elti á
sumrin; hann var bæði bjartur og
hlýr.
Missir Löggu, Þorsteins, Auð-
ar og fjölskyldna þeirra er mikill.
Ég votta þeim öllum samúð og
kærleika.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hafþór Örn Sigurðsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
✝ IngibergurSigurðsson frá
Hvammi í Lóni
fæddist 29. mars
1923. Hann lést á
Hjúkrunarheimili
HSSA 13. janúar
2013.
Foreldrar hans
voru Guðrún Hall-
dórsdóttir, f. 7.4.
1892, d. 3.5. 1988,
og Sigurður
Snjólfsson, f. 17.1. 1893, d. 19.3.
1949, frá Hvammi í Lóni. Systk-
ini hans eru Steinunn Margrét,
f. 16.5. 1925, og Ragnar, f. 18.6.
1930, d. 1.7. 2010.
Ingibergur vann sem vinnu-
maður á ýmsum bæjum í Lóni á
yngri árum en
fluttist til bróður
síns og fjölskyldu
hans í Firði árið
1968. Hann bjó hjá
þeim sem vinnu-
maður allt til árs-
ins 1999 er hann
flutti til Hafnar þar
sem hann leigði á
nokkrum stöðum
uns hann fór á
Hjúkrunarheimili
HSSA árið 2008 sökum heilsu-
brests.
Útför hans fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 19. janúar
2013, kl. 13. Jarðsett verður í
Stafafellskirkjugarði eftir út-
för.
Í dag fer fram frá Hafnar-
kirkju útför móðurbróður míns,
Ingibergs, sem lést hinn 13 jan-
úar sl. Mig langar í nokkrum
orðum að minnast Begga
frænda eins og við systkinin
kölluðum hann stundum.
Við erum svo heppin að hafa
fengið að alast upp í sömu sveit
og þú. Allt þitt atlæti miðaði að
því að búa okkur sem best út í
lífið og kenna okkur vel til
verka. Þú varst svo samvisku-
samur við það sem þú vannst
við, sama hvort það var að sinna
sveitastörfunum eða í fiskinum.
En skemmtilegast af öllu
fannst þér þegar þú fórst í
göngur inn í Kollumúla, það eru
ófáar sögur sem þú sagðir okk-
ur af smalamennsku. Okkur
fannst líka ómissandi að fá þig
að spila félagsvist við okkur um
jólin heima í Hvammi. Þú sagð-
ir alltaf að þú myndir tapa en
ég hélt nú ekki.
Jæja, ég ætla ekki að vera
með langa ritgerð um þig
frændi minn. En það var mikil
gleði fyrir þig þegar ég skírði
frumburð minn nafninu þínu.
Blessuð sé minning þín.
Hildur Steindórsdóttir
og fjölskylda.
Langri lífsgöngu er lokið.
Það vantaði ekki marga daga í
90 árin þín, gamli vinur. Minn-
ingarnar renna í gegnum huga
minn. Sú fyrsta er þegar ég var
sjö ára. Þú stóðst uppi við vind-
relluna „Uppi á Kletti“ og vinur
þinn, hundurinn Snati, þér við
hlið. Að bíða eftir fjölskyldunni
sem var að flytja að Volaseli í
Lóni-Bæjarhreppi – til að eiga
þar heima næstu tíu árin. Við
komum frá Vestmannaeyjum
einn vordag í maí, rétt eins og
farfuglarnir. Þarna varst þú að
gæta búsmalans fyrir okkur. Þú
eiginlega fylgdir staðnum, sem
var á margan hátt gott fyrir
okkur krakkana því þú varst
sagnabrunnur. Það voru mikil
fræði sem þú kenndir okkur. Að
velja vöð yfir árnar og hvar við
ættum að vera í tíma gagnvart
flóði og fjöru. Við fórum eftir
þessu í flestum tilfellum – þó
ekki öllum. Þú kenndir okkur
að þekkja mun á nýjum og
stropuðum eggjum, við skyld-
um æfa það á eggjum lómsins.
Aldrei komst ég svo langt að
læra að drekka kríueggin hrá,
alvel sama hvernig þú manaðir
mig til. Þú kenndir okkur
kennileitin í sveitinni: „Allir
klettarnir heita eitthvað“, læk-
ir, ár og fjöll. Þetta fannst okk-
ur stórkostlegt og bættum um
betur og skírðum öll herbergi
og skúmaskot gamla bæjarins
okkar. Þú áttir Begga-herbergi.
Þau voru mörg og margvís-
leg sveitastörfin sem þurfti að
vinna, það allra leiðinlegasta
fannst mér vera að stinga út
skítinn úr fjárhúsunum og bera
hann í fanginu út á tún. Þá datt
þér í hug að láta okkur telja hve
margar ferðar við færum –
ótrúlegt en satt, við bitum á
agnið og kepptumst við. Ég
held að við systkinin höfum
bara verið dugleg að taka þátt í
sveitastörfunum ásamt foreldr-
um okkar og þér. Á veturna fór-
uð þið pabbi á vertíð, ýmist til
Hafnar eða Vestmannaeyja. Já,
oft var kátt í koti þó ekkert
væri rafmagnið né heita vatnið í
Volaseli. Engin nútímaþægindi.
En við áttum eitt gott útvarps-
tæki og á það hlustuðu allir
saman, hvort heldur voru frétt-
ir, auglýsingar, sögur, leikrit
barnatími eða tónlist. Þú spil-
aðir og dansaðir við okkur. Þú
áttir heilmikla þolinmæði – held
ég. Þú varst mikill smala- og
göngumaður, enda léttur í
spori. Margar eftirminnilegar
haustgöngur fórstu í Kollumúla.
Þú þekktir þetta landsvæði allt
og kunnir öll örnefni. Þú varst
partur af tilveru þeirra manna
sem þangað fóru í smala-
mennsku. Þú hafðir gaman af
að segja smalasögur og kunnir
þær margar. Þú hafðir unun af
harmonikkutónlist og dansaðir
gömlu dansana vel. Það er ekki
svo ýkja langt síðan við tókum
sporið saman.
Elsku Beggi okkar. Okkur
þótti vænt um þig. Nú ertu far-
inn úr þessari jarðvist til ann-
arra heimkynna þar sem ég veit
að þér líður vel. Og viljum „við“
fjölskyldan mín öll þakka þér
fyrir ljúfu árin okkar saman.
Ég sé þig fyrir mér dansandi
inn í sólarlagið. Því: „Ha, ha,
hæ! Nú er ég kátur.“
Hinsta kveðja,
Hólmfríður Traustadóttir.
Ég kynntist Ingibergi í
kringum 1986, snaggaralegum
manni sem hafði gaman af því
að dansa, var ánægður ef ein-
hver gaf sig á tal við hann og
var uppi um fjöll og firnindi á
eftir fé. Hann var yfirleitt alltaf
kátur og hafði gaman af að
stríða svolítið, þó alltaf í góðu.
Það var ósjaldan sem hann leit
inn í kaffi, þá birtist hann allt í
einu á stofugólfinu hjá manni,
kíminn og hló í barm sér ef
manni brá við að sjá hann birt-
ast svona allt einu.
Hann hafði yndi af því að
vera í búskapnum og hugsa um
féð. Hann vann jafnt og þétt að
því sem þurfti að gera og þekkti
sitt fé vel. Hann fór alltaf í
göngur og hafði afskaplega
gaman af því að segja sögur úr
þeim ferðum. Einn góður vinur
hans sagði frá því að þeir hefðu
verið í einni göngunni af mörg-
um inn í Kollumúla. „Hann fór
þar yfir ófært gil á stönginni,
það brást aldrei að hann fann
rétta staðinn til að fara yfir
með stönginni. Hann var eins
og kötturinn á stönginni, upp
um allt og út um allt.“ Já, hann
var liðtækur göngumaður og
vissi alltaf hvernig og hvar var
best að fara um og hvar var
helst að leita. Fór hann gjarnan
þar um sem enginn eða fáir
treystu sér til. Hann var af-
skaplega þakklátur þeim sem
tóku hann með sér í göngurnar
inn í Kollumúla og þótt hann
gengi lítið síðustu árin fékk
hann að koma með. Hann
þekkti fjöllin í Lóninu eins og
lófann á sér.
Þakklæti og ánægja er mér
efst í huga þegar ég kveð Ingi-
berg. Þakklæti og ánægja fyrir
samfylgdina og fyrir allt sem
hann hafði fram að færa.
Elsku Steinunn og fjölskylda
og börn Ragnars og fjölskyldur,
innilegar samúðakveðjur til
ykkar.
Ég kveð þig kæri vinur
komin er sú stund
þakkir færi þér fyrir
fagra og létta lund.
Eyrún Axelsdóttir.
Það var hlýtt og notalegt
veður þegar þú varst kallaður
burt.
Þannig varst þú einnig skapi
farinn, viðmót þitt var þægilegt,
þú steigst létt til jarðar, gekkst
hiklaust á brattann, gast haldið
áfram allan daginn.
Sennilega var smalamennsk-
an þín uppáhaldsatvinna.
Mér var sagt að þú hefðir
verið mikill pabbadrengur,
hefðir læðst út í myrkrinu þeg-
ar hann fór að hleypa ánum til
beitar, þú lést hann ekki verða
varan við þig fyrr en þið nálg-
uðust fjárhúsin, þá laumaðir þú
litlu hendinni þinni í hans og
þið sameinuðust við rekstur
fjárins til beitar.
Það munu því hafa verið erf-
iðar stundir þegar þú ungur
misstir föður þinn og búskap
var hætt og heimilið var leyst
upp eins og þá tíðkaðist.
Okkar leiðir lágu saman fyrir
1970 þegar við fórum að smala í
Kollumúla, en þar varstu
gangnamaður fyrir Brekku þar
til Sighvatur hætti búskap,
vanalega voru farnar þrjár
göngur auk eftirleita, þar varst
þú alltaf með. Að auki smalaðir
þú fyrir Bjarnanes, Stafafell
eða Haga.
Ég man vel ósérhlífni þína,
hversu oft spurðir þú ekki hvort
vantaði ekki vatn í sæluhúsið
eða hvort ekki væri tími og
birta til að smala örlítið meira,
kannski eftir erfiðan dag og
ekki þurfti að hvetja þig ef
óþægar kindur hlupu úr safn-
inu, þá varstu fljótur fyrir þær.
Það var gaman að vera með
þér í eftirleitum, þegar ís var á
ám og vötnum steigstu létt nið-
ur á veikum ísnum þó djúpt
væri undir.
Oft tókstu upp snjó til að
kæla á þér hendurnar og alltaf
varstu vettlinga- og húfulaus,
svoleiðis hlutir voru geymdir í
vösunum.
Þau voru orðin mörg kvöldin
í sæluhúsunum, oft lengi skraf-
að en alltaf varstu fljótur á fæt-
ur og sagðir hinum hvernig
viðraði.
Þú hafðir einstaka sjón og
greindir kindur í myrkri. Varst
búinn að kasta tölu á kindur
sem aðrir höfðu ekki séð þótt
við hlið þér væru.
Vegna kunnáttu þinnar og
þekkingar á vötnum og þessum
fjöllum varðst þú sjálfkjörinn
fylgdarmaður ferðahópa á
Lónsöræfum enda urðu ferðir
þínar margar og farsælar.
Meðan selveiðar voru stund-
aðar frá Syðra-Firði og Stafa-
felli varst þú sjálfkjörinn í þær
ferðir, enda einstaklega fótviss
á hálum klöppunum, þar varstu
sem oftar skemmtilegur félagi
og heppinn veiðimaður.
Þú varst mjög vandaður í
orði, lagðir aldrei illt til nokk-
urs manns, þín er því minnst
með hlýju af öllum sem til
þekktu.
Við í Bjarnanesi þökkum þér
mikla hjálp við smalamennsku
og önnur störf til margra ára.
Vertu kært kvaddur.
Þorsteinn.
Ingibergur
Sigurðsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ HULDA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 64,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 13. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ingibjörn T. Hafsteinsson, Hildur Kristjánsdóttir,
María G. Hafsteinsdóttir,
Sverrir Hafsteinsson, Jóna G. Torfadóttir,
Ásmundur Hafsteinsson,
Hulda Hafsteinsdóttir, Sigurður Arinbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is
✝
Ástkær eiginkona mín,
HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Brekku,
Biskupstungum,
lést á Kumbaravogi föstudaginn 11. janúar.
Útför hennar fer fram frá Skálholtskirkju
þriðjudaginn 22. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á sjóð starfsmanna á Kumbaravogi,
reikn.nr. 0152-26-451012, kt. 451012-0880.
Óskar Jóhannesson.
✝
Kær bróðir, mágur og frændi,
ÁGÚST HALLDÓRSSON
frá Hróarsholti í Flóa,
Háengi 4,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn
13. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn
23. janúar kl. 13.30.
Rannveig Halldórsdóttir,
Ólöf Halldórsdóttir, Haraldur Sigurðsson,
Guðmundur Halldórsson, Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir
og frændsystkini.
✝
Okkar ástkæra
HELENA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Akranesi
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
14. janúar.
Útförin verður frá Akraneskirkju fimmtudaginn
24. janúar kl. 14.00.
Emilía Árnadóttir, Guttormur Jónsson,
Helena, Lárus Bjarni og fjölskyldur.
✝
Móðir okkar og amma,
frú SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hrefnugötu 10,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 23. janúar og hefst athöfnin
kl. 13.00.
Ólafur Walter Stefánsson,
Björn S. Stefánsson,
Jón Ragnar Stefánsson,
Gunnar Björnsson.