Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 ✝ Gústaf AdolfGuðmundsson fæddist 19. ágúst 1925 á Hólmavík. Hann lést hinn 6. janúar 2013 á hjartadeild Land- spítalans í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís S. Guðmundsdóttir, f. 26. október 1895, d. 13. október 1977, og Guð- mundur Magnússon, f. 26. júní 1889, d. 5. júlí 1966. Systkini Gústafs: Magnelja, f. 1914, lát- in, Ragnheiður, f. 1915, látin, Marta Gunnlaug, f. 1917, látin, Þuríður, f. 1919, látin, Guð- mundur, f. 1921, látinn, Sverr- ir, f. 1923, látinn, Halldóra, f. 1928, og Hrólfur, f. 1933. Gústaf kvæntist 31. desem- ber 1953 Guðnýju Helgu Björnsdóttur, f. 7. desember 1929 á Suðureyri í Súg- andafirði. Foreldrar hennar voru Karólína Hrefna Jóns- ST7. Þetta vann hann við á meðan kraftar entust, ásamt því að aðstoða Magnús son sinn við hans útgerð. Börn Gústafs og Guðnýjar eru: 1) Guðmundur Viktor, f. 7. október 1952, maki hans er Birna S. Richardsdóttir, f. 17. ágúst 1951. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Richard, f. 1977, maki Susanne Borgenstierna, eiga þau tvö börn. b) Hrefna, f. 1979, maki Gauti Þórðarson, eiga þau þrjú börn. c) Guðný. 2) Guðbjörg, f. 2. desember 1953, sonur hennar er Andri Valur Sigurðsson, f. 1975, á hann eina dóttur. Maki hennar, Jakob Smári, f. 11. janúar, 1950, d. 19. júlí 2010. 3) Magn- ús, f. 3. maí 1959, sonur hans er Júlíus Brynjar, f. 1988, maki Magnúsar er Röfn Friðriks- dóttir sem áður átti tvo syni, Veigar Arthúr, f. 1982, maki Hafdís Jóna Stefánsdóttir og eiga þau tvær dætur, Atla Arn- ar, f. 1985, maki Árdís Rut Ein- arsdóttir og eiga þau tvær dæt- ur, en saman eiga þau Gústaf Hrannar, f. 1994, Guðmund Ara, f. 1997, og Róbert Fannar, f. 1998. Útför Gústafs fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 19. janúar 2013, kl. 14. dóttir, f. 13. sept- ember 1894, d. 27. febrúar 1970, og Björn Vigfússon, f. 4. september 1864, d. 23. júní 1931. Gústaf og Guðný hófu búskap sinn á Hólmavík og bjuggu þar til árs- ins 1966 er þau fluttust til Reykja- víkur og bjuggu þar alla tíð síðan. Gústaf lauk fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1952. Sjómennska og útgerð var hans ævistarf; hann keypti Hilmi ST1 ásamt Guðmundi bróður sínum og Magnúsi Ingi- mundarsyni og gerðu þeir hann út til ársins 1965. Gústaf var á síld- og loðnuveiðum og stundaði verkamannvinnu í Reykjavík, þar til hann hóf út- gerð með Guðmundi syni sín- um og Jónasi Ragnarssyni 1978 og gerðu þeir út þrjá báta undir nafninu Sæbjörg Hugurinn hvarflaði til þín um jólin, er ég var að bisa við að greiða úr flæktum jólaseríum. Þegar ákafinn var sem mestur við prjónaskapinn gat ég treyst því að þú mundir leysa hnútana. Sjálf held ég bara að þú hafir verið blessunarlega laus við að búa til flækjur. Einhverju sinni fór ég með mismunandi útgáfur af sjölum til að leyfa stúlkunni, sem sinnti þér svo vel, að velja sér sjal. Fyrr en varði varstu búinn að fanga fleiri í þín net með því að útdeila þeim öllum. Kæri faðir, þú varst farsæll og fengsæll fiskimaður og ég þakka þér samfylgdina. Minningarnar um þig eru skýrar og dýrmætar. Guðbjörg. Gústaf tengdafaðir minn er látinn. Okkar vegferð saman spannar hartnær 40 ár. Í fyrstu, þegar ég hringdi í Hraunbæinn, var ég ekki viss hvort það væri pabbinn eða sonurinn sem svar- aði í símann. Eitthvað var líkt með þeim feðgum. Það var ekki hávaðanum fyrir að fara hjá okk- ur, bæði fædd í sama stjörnu- merkinu en þegar hvessti þá var vissara að vara sig. Eftir að við fluttum til Hólmavíkur og hann var í fæði hjá okkur Guðmundi var helst að okkur greindi á um matarstúss. Ég skildi það síðar að hann hafði alist upp við að draga björg í bú, lífsbaráttan var hörð á æskuárum hans. Og þeg- ar ég bauð upp á lax, þennan fína mat, þá var hann ekki hrifinn, maðurinn sem setti aldrei út á mat. Skýringin kom síðar, hann hafði lifað á silungi heilu sumrin. Nú er hann allur og við leið- arlok er mér efst í huga þakklæti fyrir liðin ár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning hans. Birna Richardsdóttir. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur og líklega hvíldinni feginn. Ég er þakklát og stolt að hafa átt þig fyrir afa. Þú varst flottur karl. Seinna hittumst við aftur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Hrefna Guðmundsdóttir og fjölskylda. Elsku afi minn, þá er komið að kveðjustund. Þú sem hefur verið mér sem faðir og stór hluti af mínu lífi alla tíð. Ég sakna þín mikið en er jafnframt þakklátur fyrir allan þann tíma sem við vörðum saman. Allar ferðirnar norður á Hólmavík, ferðalögin og veiðiferðirnar á Ströndum, silungsveiðin í net á Hólmavík og samveran úti á Granda. Sjómennskan var þitt líf og yndi hvort sem þú sigldir sjálfur eða undirbjóst næstu veiðiferð í landi. Ég man vel fyrst þegar ég fór á sjó með Sæbjörginni og varð sjóveikur. Minnisstæð eru öll þau skipti sem ég fór niður á Granda að hitta þig, rölta um höfnina og skoða mannlífið. Kíkja í mat í Kaffivagninum og styrkja Rauða krossinn stund- um. Rölta svo í Slysavarnafélag- ið og Hampiðjuna og ræða við netakarlana, stundum fékk ég að bæta í nálarnar. Ósjaldan fórum við til fisksalanna í verbúðunum, minnist þess í eitt skipti sem gutti að ég mátti eiga stærðar lax sem synti í einu kari ef mér bara tækist að góma hann með höndunum. Ég fór tómhentur heim það skiptið. Árviss viðburð- ur hjá okkur var að heimsækja Seglagerðina Ægi fyrir hver ára- mót og gá hvort þeir ættu nokk- uð neyðarblys sem voru útrunn- in sem við mættum eiga til að kveikja í um áramót. Hvort sem þú varst í verbúð úti á Granda eða á Hólmavík þegar maður kom að heimsækja þig þá varstu oft að leggja netin. Vasahnífurinn var aldrei langt undan og oft gafstu mér hákarls- bita eða skarst smávegis reyktan rauðmaga sem mér þótti sæl- gæti. Á Hólmavík lögðum við stund- um silungsnet í Steingrímsfirði. Það var oft ævintýri að vitja. Einu sinni fékk ég að stjórna mótornum og vildi nú ekki betur til en að netin festust í skrúf- unni. Ekki hvarflaði að þér að æsa þig vegna þessa heldur mundaðirðu bara vasahnífinn og losaðir netið frá og ég andaði léttar. Eina sjóferðina fórum við Rikki frændi einir að vitja og spenningurinn var þvílíkur og einnig vantaði aðeins upp á handtökin svo ekki fór á milli mála hvað veiddist þann daginn. Sýslumaður beið svo í landi eftir okkur og gerði aflann upptækan. Þú varst nú ekki alls kostar ánægður með framferði hans. Þetta var góður tími. Í Árbænum bjó ég hjá ykkur ömmu um tíma. Þar var alltaf fjör, þú kenndir mér að hjóla og varst alltaf til staðar og gafst þér tíma með mér. Þú varst dugleg- ur að hringja og fá fréttir af afla- brögðum. Einnig hringdirðu oft í mig, sérstaklega ef ég hafði ekki komið í heimsókn nýlega. Þú varst duglegur að taka strætis- vagn 10 niður á Granda að vinna. Ég kom stundum líka seinna enda ekki jafn árrisull. Þú kenndir mér margt, þó sér í lagi réttsýni, velvild og góð- mennsku því þannig varst þú sjálfur alltaf. Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuði en þú munt alltaf lifa áfram í mínu hjarta. Ég er þakklátur að hafa kynnst þér og átt þig að, þú varst alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Andri Valur Sigurðsson. Frændi minn og góður vinur allan minn aldur er fallinn frá eftir langa og erilsama starfsævi við sjómannsstörf. Fyrstu kynni mín af Dúdda tengjast Hilmi og Hilmisútgerðinni, en bróðir hans Mummi og Maggi Ingimundar keyptu saman Hilmi upp úr seinna stríðinu og gerðu út frá Hólmavík í 25 ár og var hann vélstjóri á Hilmi lengst af þeim tíma. Hilmir var hið mesta hap- pafley í útgerðarsögu Hólmavík- ur og hefði verðskuldað veglegri sess í sögu Hólmavíkur en að vera mulinn niður af stórtækri vinnuvél mélinu smærra. Mikil samgangur var á milli heimila okkar, þar sem Dúddi var móðurbróðir minn, og mikið um sameiginleg áhugamál. Eitt af því var að færa björg í bú og njóta góðs matar, og spannst oft mikil umræða um búbjörgina fyrir langan vetur. Mönnum varð tíðrætt um kjötbitann og orkaði þá oft tvímælis hvor var meiri matgæðingur Dúddi eða bróðir hans Mummi eða aðrir í fjöl- skyldunni. Frá Hilmistímabilinu á þeirra útgerðartíma er margs að minn- ast og vil ég greina sérstaklega frá einu atviki. Það var vorið 1963, páskaveðrið í aprílbyrjun, þá gerði frægt norðanáhlaup. Fyrirvaralaust, sem hendi væri veifað, var skollið á norðaustan fárviðri með blindbyl. Vorum við þá staddir í Húnaflóanum út af Reykjaneshyrnunni. Í þessum mannraunum stóð Dúddi sig al- veg einstaklega vel. Margar erf- iðar ákvarðanir þurfti að taka, sem reyndust okkur farsælar, þannig að við náðum loksins að landi eftir hrakninga um Húna- flóa, fyrst innundir Bjarnarfjörð og síðan var barist þvert yfir fló- ann til Skagastrandar. Svo heppilega vildi til að haustið áð- ur, 1962, var skipt um vél í Hilmi, og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum með gömlu vélina í honum. Þetta var fyrir tíma radars og staðsetningar- tækja, þannig að það þurfti að reiða sig á áttavitann og klukk- una, dýptarmælir var til staðar en var sjaldnast virkur í veð- urhamnum og öldurótinu. Það reyndi því mikið á sjómennsku- hæfileika áhafnar, sem voru fjór- ir; undirritaður, Dúddi, Maggi Ingimundar og bróðir hans Helgi Ingimundarson. Á þessum árum urðu skipstjórnendur að vera gæddir eiginleikum gps- tækis með áttavitann og klukk- una eina að vopni. Í útgerðarsamstarfi sem stóð í 25 ár reyndist Dúddi mér alveg einstaklega vel, útsjónarsamur, ráðagóður og afburða sjómaður, glöggur að lesa í náttúruna, sjó- lag og veðrabrigði. Fyrsti bát- urinn okkar Dúdda var Sæbjörg, sem var í sameign okkar og Guð- mundar Viktors sonar hans. Þetta reyndist farsælt og gott samstarf okkar frænda, menn gátu sagt meiningu sína, en svo risum við ávallt sáttir frá borði. Fyrirtækið okkar, Höfðavík, eignaðist þrjár Sæbjargir sem reyndust okkur vel, eins og Dúddi í öllu okkar samstarfi. Ég mun ávallt minnast Dúdda frænda sem góðs vinar og sam- starfsfélaga. Blessuð sé minning Gústafs A. Guðmundssonar. Þinn frændi og vinur, Jónas M. Ragnarsson. Okkur hjónin langar til að þakka fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum með Guð- nýju og Gústafi um leið og við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Við kynntumst þeim hjónum fyrir þrjátíu og fimm árum. Gústaf var skemmti- lega rólyndur maður, gamall sjó- maður, sem gott var að vera ná- lægt, víðlesinn og hlýr. Þær eru ótaldar ferðirnar sem við hjónin áttum norður á Hólmavík í sum- arhús sem þau Guðný og Gústaf höfðu byggt á æskustöðvum Gústafs, en þau Guðný voru bú- sett á Hólmavík en fluttu til Reykjavíkur á miðjum aldri. Þar lágu leiðir okkar saman. Þær eru margar ánægjustundirnar sem við fengum að njóta með þeim bæði í Fiskakvíslinni og fyrir norðan. Það var gaman að fara með sjóstöng með Gústafi út á víkina og dorga fyrir þorsk enda með manni sem þekkti víkina eins og vasana sína, sitja í lítilli kænu og hlusta á Gústaf segja frá hvernig það var að alast upp í litlu sjávarþorpi á fyrri hluta seinustu aldar. Ekki megum við gleyma öllum fiskgjöfunum sem þau hjónin gáfu okkur í gegnum árin. Við sendum þér, elsku Guðný, börnum og barnabörnum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Kolbrún og Smári. Gústaf Adolf Guðmundsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS BERNDSEN MARÍUSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu- deildar og deildar A7 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir alúð og góða aðhlynningu. Inga Cleaver, Magnús Bjarni Baldursson, Sigríður Haraldsdóttir, Guðrún Edda Baldursdóttir, Sigríður Erla Baldursdóttir, Baldur Karl, Elín Inga og Edda Sólveig. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru KATRÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Hans Óskar Isebarn, Dagmar Björnsdóttir, Matthías Einarsson, Kjartan Hansson, Klara Hansdóttir, Albert Örn Sigurðsson, Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÓLAFS JÓNSSONAR, Sævargörðum 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugar- staða fyrir kærleiksríka umönnun á undanförnum árum. Þórlaug Guðbjörnsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Sigmundur Tómasson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Stig Faber Rasmussen, Þorbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN BJARNADÓTTIR Vaglaseli 3, Reykjavík áður til heimilis að Réttarholtsvegi 35, lést að heimili sínu mánudaginn 7. janúar. Jarðarför hefur fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur. Hrönn G. Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Kristinn B. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Jón A. Jóhannsson, Ólöf Stefánsdóttir, Pétur J. Jóhannsson, Sigurborg Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.