Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 51
KR-ingunum Þórólfi Beck, Ellert
Schram og Kristni Jónssyni. Hann
gekk í Val og æfði og keppti í
knattspyrnu með félaginu í öllum
aldursflokkum, varð nokkrum sinn-
um Íslandsmeistari og Reykja-
víkurmeistari í yngri flokkum, lék
100 keppnisleiki með meistaraflokki
á árunum 1956-62, varð Íslands-
meistari 1956 og Reykjavíkurmeist-
ari 1962 og lék með nokkrum úr-
valsliðum.
Elías sat í stjórn knatt-
spyrnudeildar Vals og var formaður
knattspyrnudeildar í fjögur ár, sat í
aðalstjórn Vals um skeið, sat í
stjórn KRR, Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur, í átta ár, sat í stjórn
KSÍ í áratug og var gjaldkeri KSÍ í
átta ár.
Elías þjálfaði 4 flokk Vals í þrjú
ár og æfði og keppti á skíðum með
Ármanni á unglingsárunum.
Elías hefur starfað í Lions-
klúbbnum Baldri um langt árabil,
setið í stjórn klúbbsins og verið for-
maður hans. Hann hefur auk þess
starfað í Akoges Reykjavík í 50 ár
og sinnt þar ýmsum trún-
aðarstörfum.
Fylgist með sínum mönnum
Elías er spurður hvort hann
hvetji ekki enn sína menn til dáða:
„Jú, það er ekkert mjög langt
síðan ég fór á nánast alla leiki en
nú síðustu árin hef ég látið heima-
leikina duga. En mér finnst samt
alltaf jafn gaman að fylgjast með
góðum knattspyrnuleik.
Svo mætir maður auðvitað á
þorrablótin hjá Val og Herrakvöld-
in til að hitta gamla félaga og rifja
upp gamla tíma.“
En hreyfir þú þig svolítið sjálfur?
„Já. Mér hefur alltaf fundist það
svo sjálfsagt að það taki því varla
að minnast á það. Svo fór fjöl-
skyldan töluvert á skíði hér áður
fyrr en við drógum svo úr því, lík-
lega helst vegna snjóleysis hér í ná-
grenni borgarinnar.“
Fjölskylda
Elías kvæntist 7.12. 1963 Val-
gerði Önnu Jónasdóttur, f. 21.2.
1941, verslunarmanni hjá SÍS og
síðar skrifstofumanni hjá Sjálfstæð-
isflokknum. Hún er dóttir Jónasar
Þorvaldssonar, skólastjóra í Ólafs-
vík, og Magneu Böðvarsdóttur,
húsfreyju frá Laugarvatni.
Börn Elíasar og Valgerðar Önnu
eru Hergeir Elíasson, f. 31.3. 1967,
iðnfræðingur hjá Samtökum at-
vinnulífsins, en kona hans er Rósa
Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá
Reykjavíkurborg, og eru þau með
fjögur börn; Margrét Elíasdóttir, f.
10.5. 1970, ritari hjá KSÍ, en maður
hennar er Hermann Hauksson fast-
eignasali og eiga þau þrjú börn;
Ragnheiður Elíasdóttir, f. 3.1. 1973,
ritari hjá KSÍ, en maður hennar er
Sigurður Egill Þorvaldsson, starfs-
maður hjá Alcan í Straumsvík, og
eiga þau þrjú börn; Jónas Elíasson,
f. 20.9. 1975, tölvumaður hjá Adv-
ania og dómari í handbolta en kona
hans er Björk Ingadóttir kennari
og eiga þau þrjú börn.
Systkini Elíasar: Valdimar Her-
geirsson, f. 9.8. 1930, kennari og
fyrrv. aðstoðarskólastjóri VÍ, bú-
settur í Reykjavík; Haukur Her-
geirsson, f. 24.8. 1931, rafvirki og
síðast ljósamaður hjá RÚV - Sjón-
varpi; Herdís Hergeirsdóttir, f.
21.3. 1935, d. 26.9. 2009, kaup-
maður, var búsett í Garðabæ.
Foreldrar Elíasar voru Hergeir
Elíasson, f. 7.1. 1901, d. 23.1. 1959,
togaraskipstjóri, búsettur í Reykja-
vík, og Ragnheiður G. Þórðardóttir,
f. 10.11. 1901, d. 21.6. 1969, hús-
freyja.
Úr frændgarði Elíasar Hergeirssonar
Elías
Hergeirsson
Þórður Helgason
b. á Rafnkelsstöðum í Garði
Ingibjörg Árnadóttir
húsfr á Rafnkelsstöðum
Þórður Þórðarson
verkam.
Guðríður Jóhannsdóttir
húsfr.
Ragnheiður Guðmunda Þórðardóttir
húsfr. í Rvík
Guðríður Björnsdóttir
húsfreyja á Laxárfossi
Jóhann Jónsson
b. á Laxárfossi í Stafholtstungum
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Haukadal
Bjarni Jónasson
b. í Haukadal í Dýrafirði
Þórkatla Bjarnadóttir
húsfr, á Þingeyri
Elías Guðbjartur Arnbjörnsson
járnsmiður á Þingeyri
Hergeir Elíasson
togaraskipstj. í Rvík
Ingibjörg Bjarnadóttir
húsfr.
Arnbjörn Jónsson
vinnum. víða
Fleiri barnabörn … Og hér koma
yngstu, Indía Bríet og Natalía Brá.
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Ólafur Thors forsætisráðherrafæddist í Borgarnesi 19.1.1892, sonur Thors Jensen,
stórkaupmanns, útgerðarmanns og
stórbónda á Korpúlfsstöðum, eins
helsta athafnamanns hér á landi á
síðustu öld, og k.h., Margrétar Þor-
bjargar Kristjánsdóttur.
Ólafur ólst upp í stórum syst-
kinahópi, fyrst við fremur þröngan
kost eftir að faðir hans varð gjald-
þrota en síðan við einstakt ríkidæmi
á íslenskan mælikvarða. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1912 og las
lögfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla og HÍ.
Ólafur var framkvæmdastjóri
Kveldúlfs 1914-39, alþm. 1926-64 og
ráðherra 1939-42, 1944-47, 1949-56
og 1959-63. Hann var einn helsti
stjórnmálaskörungur þjóðarinnar á
sinni tíð, formaður Sjálfstæð-
isflokksins 1934-61 og fimm sinnum
forsætisráðherra.
Ólafur var dæmigerður pólitískur
sjarmör, fríður og fyrirmannlegur,
með mikið, grátt og strítt hár og
djúpan málróm. Hann gekk æv-
inlega í sjakket. Eðlislægt frjáls-
lyndi hans, glaðværð og hjartahlýja
réðu miklu um vinsældir hans og
Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn
hafði hins vegar verið utan rík-
isstjórna 1927-39 en þá myndaði
hann þjóðstjórn með Framsókn og
krötum. Kratar gengu úr stjórninni
1941 og lögðu fram tillögu um
breytta kjördæmaskipan. Sjálfstæð-
ismenn studdu málið en við það
myndaðist trúnaðarbrestur milli
Ólafs og Hermanns sem taldi Ólaf
hafa gengið á bak orða sinna. Þessi
trúnaðarbrestur hafði í för með sér
stjórnarkreppur, utanþingsstjórn og
nýsköpunarstjórn og tafði fyrir nú-
tímalegri efnahagsstefnu.
En Ólafi tókst, 1959, að mynda
samstarf Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks sem stóð í þrjú kjör-
tímabil og færði þjóðinni nútíma-
legri efnahagsstefnu.
Matthías Johannessen, skáld og
fyrrv. ritstjóri, skrifaði ævisögu
Ólafs: Ólafur Thors: Ævi og störf,
útg. 1981.
Ólafur lést á gamlársdag 1964.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Thors
Laugardagur
95 ára
Áslaug Helgadóttir
90 ára
Hallgrímur Oddsson
85 ára
Gústav Kristján
Gústavsson
Þórdís Grímheiður
Magnúsdóttir
80 ára
Anja Honkanen
Bergljót Pálsdóttir
Bjarni Sigurðsson
Gísli Arnkelsson
Svanur Jónsson
75 ára
Bergur Ingólfsson
Ingibjörg Erlingsdóttir
70 ára
Anna Jóna Kristjánsdóttir
Bryndís Hulda Búadóttir
Jón Gunnar Gunnlaugsson
Vigfús Ingólfsson
60 ára
Björn Tryggvason
Einar Karlsson
Guðjón Guðvarðarson
Guðmundur Hafþór
Valtýsson
Gunnar Már Sigurgeirsson
Lára Hjördís Halldórsdóttir
Matthías Berg Stefánsson
Málfríður Gestsdóttir
Þorvaldur Kristjánsson
50 ára
Anna María Sigurðardóttir
Boonluan Aphaiklang
Daníel Þorsteinsson
Gréta Lárusdóttir
Grétar Jónsson
Hulda Jóhannsdóttir
Hörður Sigurbjarnason
Kristbjörg Guðmundsdóttir
Kristinn Björn Einarsson
Kristín Guðmundsdóttir
Lijana Sadzon
María Hrönn Gunnarsdóttir
Olga Kristjánsdóttir
Sigríður Wöhler
Þorvaldur Eydal
40 ára
Bjarki Sveinn Smárason
Elín Björk Ragnarsdóttir
Ewa Kuszlewicz
Helena Dröfn Jónsdóttir
Hildur Erla Björgvinsdóttir
Hulda Elsa Björgvinsdóttir
Kristín Lindquist
Bjarnadóttir
Marteinn Óli
Skarphéðinsson
Martin Antonov Raditchkov
Sylvía Dögg Tómasdóttir
Sævar Ísleifur
Benjamínsson
30 ára
Aðalbjörg Eggertsdóttir
Aðalbjörg Rósa
Sigurðardóttir
Daníel Máni Jónsson
Gunnar Örn Einarsson
Harpa Gunnarsdóttir
Haukur Steinn Ólafsson
Jón Orri Jónsson
Kristín Ósk Helgadóttir
Kristján Hjaltalín
Ólöf Inga Guðbrandsdóttir
Sigrún Rut Hjálmarsdóttir
Sigvaldi Þór Loftsson
Stefán Guðjón Loftsson
Unnur Día Karlsdóttir
Sunnudagur
100 ára
Ingibjörg Bergmann
95 ára
Ingibjörg S. Jóhannesdóttir
Lilja Rögnvaldsdóttir
85 ára
Baldvin Steindórsson
Jón A. Hjartarson
80 ára
Sigríður Erla Ragnarsdóttir
Sólveig Grímsdóttir
75 ára
Guðrún Jóna Jónsdóttir
Svanborg Lýðsdóttir
70 ára
Árni Guðbjartsson
Elías Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
Gísli Valur Einarsson
Gunnar H.B. Gunnlaugsson
Helga St. Sveinbjörnsdóttir
Marvin Friðriksson
Soffía Alfreðsdóttir
60 ára
Guðrún Edda Pálsdóttir
Halina Turek
Ingibjörg Bára Júlíusdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Sylviane Lecoultre
50 ára
Adriana Arendse
Albin Smolinski
Börge Jóhannes Wigum
Ester Halldórsdóttir
Eyrún Björk Gestsdóttir
Guðlaug Birgisdóttir
Hubertine Petra M.
Kamphuis
Ingunn H. Brandt
Sigurðardóttir
Jóhann Þorsteinsson
Katrín Eiðsdóttir
Lára Einarsdóttir
Pétur Ragnar Árnason
Ragnheiður Guðjohnsen
Sigurður Sveinn
Þorbergsson
Þórhallur Guðmundsson
40 ára
Atli Már Ingólfsson
Ásta Margrét
Guðmundsdóttir
Ástrós Friðbjarnardóttir
Bjarni Þór Sigurbjörnsson
Guðrún Ólafía Þorleifsdóttir
Konráð Vestmann
Þorsteinsson
Kristín Mjöll Guðjónsdóttir
Kristjana S Þorsteinsdóttir
Sigríður Magnea
Sigurðardóttir
Tham Thi Nguyen
30 ára
Ásthildur Björt
Hannesdóttir
Eyrún Ösp Eyþórsdóttir
Flóki Ásgeirsson
Hafdís Bergsdóttir
Halldór Ingi Emilsson
Helgi Páll Einarsson
Katla Ásgeirsdóttir
Kristín Rós Jóhannesdóttir
Kristján Þór Yngvason
Lovísa Sigmundsdóttir
Sólveig Guðlín
Sigurðardóttir
Örvar Ingi Björnsson
Til hamingju með daginn
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is