Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Einhleypar konur eru örtstækkandi hópur hér álandi. Í Sunnudagsblaðinu segja konur á ólíkum aldri frá upplifun sinni af því að búa einar og vera einhleypar. Tölurnar sem birtar eru í úttekt blaðsins sýna að nær helmingur kvenna, eða 47%, á aldrinum 20-39 ára er ein- hleypur samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Árið 1998 var þetta sama hlutfall einhleypra kvenna 39%. Fleiri konur eru einhleypar í öllum aldurshópum nú en fyrir fimmtán árum, en fjölgun í hópi einhleypra kvenna er mest í yngsta aldurshópnum, sem er í samræmi við þá staðreynd að gift- ingaraldur fer hækkandi. Konur binda sig síðar og, það sem meira er, þær binda sig síður en áður. Þessi þróun, þ.e. að hópur ein- hleypra kvenna fari stækkandi, sýnir sig í Bandaríkjunum og Bretlandi einnig. Þar eins og hér virðist sem æ fleiri konur hugsi líf sitt í auknum mæli út frá sjálfum sér en hafi kvatt hina hefðbundnu mynd sem byggist á því að finna mann og eignast með honum vel gefin börn, hús, hund og skutbíl. Skáldaður heimur bókmennt- anna er oftar en ekki skrefi á und- an raunheiminum. Þess vegna er freistandi að setja fram þá kenn- ingu að skvísubókmenntir sem fóru að koma fram á tíunda áratug síðustu aldar hafi sagt fyrir um þessa þróun. Kenningin stenst þó ekki skoðun því í þeim bókum er það jafnan ástin eða leitin að ást- inni sem stýrir atburðarásinni. Að lokum þarf skvísan að finna ástina í sterklegum örmum karlmanns, annars er endirinn harmrænn og átakanlegur. En þær einhleypu konur sem rætt er við í blaðinu eru ekki endilega í makaleit held- ur velja sér það að vera einar og búa einar. Þarf kannski að fara að semja nýjan endi? RABBIÐ Nýr endir Eyrún Magnúsdóttir „Þetta var stórkostleg tilfinning. Um leið og það er gott að þetta skuli vera búið finnur maður á sama tíma fyrir söknuði,“ sagði Vilborg Arna Giss- urardóttir í samtali við mbl.is á föstudaginn en hún komst alla leið á suðurpólinn á fimmtudagskvöldið. Vilborg gekk alls 1.140 kílómetra á 60 dögum. Það þarf mikinn viljastyrk, aga og þrek til að ganga slíka vegalengd við jafnerfiðar aðstæður og á suðurpólnum. Við Íslendingar erum hertir í eldi ald- anna – þjóðin hefur sem kunnugt er lifað af ófáar náttúruhamfarir og drepsóttir – og látum okkur jafnan fátt fyrir brjósti brenna. Eigi að síður er óhætt að fullyrða að fæst okkar myndu hafa svo mikið sem hugmyndaflug í að ráðast í jafnerfitt verkefni og Vilborg Arna. Rík ástæða er til að óska henni hjart- anlega til hamingju með afrekið og óska henni ánægjulegrar heimkomu. Móttökur verða að líkindum höfðinglegar. Meðfylgjandi ljósmynd er samsett. Mynd Óla Hauks Valtýssonar af Vilborgu er sett inn á mynd RAX frá Suðurskautslandinu. AUGNABLIKIÐ SÉRSTÖK UPPLIFUN VILBORG ARNA GISSURARDÓTTIR VANN FYRIR HELGI ÞAÐ MERKA AFREK AÐ KOMAST FÓTGANGANDI (TJA EÐA SKÍÐGANGANDI) Á SUÐURPÓLINN. HÚN ER FYRSTI ÍSLENDINGURINN TIL AÐ NÁ ÞEIM ÁFANGA EIN SÍNS LIÐS. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Nýárstón- leikar og dans. Hvar? Harpa. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöng- konu og Karlakór Reykjavíkur. Vinsæl Vínartónlist fram að hléi en gólfið þá rutt og fólk getur dansað. Vínartónlist og dans Hvað? Tónleikar. Hvar? Salurinn. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Tríó Glóðir og Sigríður Thorlac- ius flytja leikritalög Oddgeirs Kristjáns- sonar og Jóns Múla. Lög úr leikritum Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Kvikmynd. Hvar? Háskólabíó. Hvenær? Laugard. og sunnud. kl. 20. Nánar: Hlaut Gullpálmann í Cannes og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hluti frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Ást Hvað? Íþróttamót. Hvar? Flestar greinar í Laugardal. Hvenær? Hófst föstudag, stendur til 27. janúar. Nánar: Árlegt al- þjóðlegt mót í fjölda greina. Margt besta íþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu og erlendir keppendur frá tæplega 30 þjóðum. Sjá nánar á www.mbl.is/sport. Reykjavíkurleikarnir Hvað? Leikrit; Ég var einu sinni frægur. Hvar? Hlöðunni Litla-Garði, Akureyri. Hvenær? Laugardag kl. 20.30. Nánar? Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal leika sjálfa sig í frumsömdu grínleikriti. Einu sinni frægir Hvað? Söngvaleikrit. Hvar? Borgarleikhúsið. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Dúettinn Hundur í óskilum fer á hundavaði í gegnum Íslandssöguna frá upphafi til okkar daga. Saga þjóðar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.