Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Eitt af erfiðu málunum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar að leysa ef sam- komulag næst á mánudag eru lífeyr- ismálin, en óvissa um hvernig stopp- að verður í gat LSR tefur samninga á almennum markaði. Sammála Í drögum að yfirlýsingu ASÍ og SA vegna endurskoðunar og framleng- ingar kjarasamninga segir að sam- tökin séu „sammála um að vinna áfram að jöfnun lífeyrisréttinda á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í sameiginlegri nefnd alls vinnumarkaðarins. Sú vinna hefur dregist m.a. vegna þess að ekki hef- ur náðst samkomulag milli ríkisins og opinberra starfsmanna um fortíð- arvanda opinbera lífeyriskerf- isins …“ Áréttað er að það sé forsendu- brestur frá kjarasamningum 5. maí 2011, en þar var kveðið á um jöfnun lífeyrisréttinda og hnykkt á því með orðunum: „Samhliða þessum kjara- samningi verður stigið markvisst skref í að jafna lífeyrisréttindi þar sem stefnt er að því að auka framlög í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5% á ára- bilinu 2014-2020. Bókun er um að fyrir árslok 2012 verði komin nið- urstaða um samræmt og sjálfbært lífeyriskerfi alls launafólks á vinnu- markaði.“ SA og ASÍ eru þó sammála um að innihald þessarar yfirlýsingar haldi gildi sínu, enda „um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið.“ Jafnað upp á við Samkomulagið felur í sér að jafnað verði upp á við, sem þýðir að réttindi til handa starfsmönnum á almennum markaði verði aukin til jafns við þau sem opinberir starfsmenn hafa. En SA vill þó ekki semja fyrr en end- anlega er ljóst hvernig opinberir starfsmenn fari yfir í kerfi án rík- isábyrgðar þar sem framlög ríkisins bólgna ekki ár frá ári án þess að innistæða sé fyrir því. „Á meðan op- inberir starfsmenn ná ekki saman við ríkið erum við í gíslingu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Við náum ekki jöfnun fyrir okkar félagsmenn meðan sú deila er undir. Þess vegna teljum við mikilvægt að halda þessari vinnu áfram. Menn eru sammála um hvert framtíð- arkerfið á að vera. Og leiðin inn í það kerfi er að hækka framlög atvinnu- rekenda og eins að leysa úr halla op- inbera kerfisins. Þetta er mál sem bíður næstu ríkisstjórnar og hlýtur að fara inn í næsta stjórnarsátt- mála.“ Enn er ósamið um lífeyrismál. En framtíðarsýn SA og ASÍ liggur fyrir. Morgunblaðið/Kristinn. Lífeyrismál í biðstöðu Í drögum að samkomulagi ASÍ og SA eru þrjár breyt- ingar á gildandi kjarasamn- ingum. 1. Gildistími styttist til 30. nóvember árið 2013. 2. Iðgjöld atvinnurekenda í mennta- og fræðslusjóði hækki í áföngum um 0,1% og skuli þeirri aðgerð lokið eigi síðar en 1. janúar 2015. Verður það útfært í næstu kjarasamningum í tengslum við átak um að innan við 10% vinnumarkaðarins verði án viðurkenndrar framhalds- menntunar. 3. Áfram verði unnið að jöfn- un lífeyrisréttinda á grund- velli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í sameiginlegri nefnd alls vinnumarkaðarins. H orfur voru dökkar fyrir síðustu helgi á því að sam- komulag næðist milli Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins um kjarasamninga. Svo dökkar að VR, sem er stærsta stéttarfélagið og hefur um 34% vægi innan ASÍ, boðaði til fundar stjórnar og trúnaðarmanna félags- ins á sunnudagskvöld eða innan við sólarhring áður en fresturinn rennur út til að taka afstöðu til framlengingar samningsins. Óvænt útspil SA breytti hins- vegar myndinni, en atvinnurek- endur buðust til að stytta samn- ingstímann. Þeir kjarasamningar sem eru í gildi áttu að ná út jan- úar á næsta ári, en í tilboði SA var tíminn styttur til áramóta og í þeim drögum sem nú eru greidd atkvæði um er samið til loka nóv- ember. Samkomulag en óánægja Allt bendir til þess að gengið verði frá samningum fyrir hádegi á mánudag, en samninganefnd ASÍ kemur saman um morguninn. Þó að nefndin hafi sjálf- stætt ákvörð- unarvald má telja næsta víst að hún fari að vilja fé- lagsmanna og hing- að til hafa aðild- arfélögin tekið afstöðu með samningum. Munar þar mestu um Flóabandalagið, en innan vébanda þess er stéttar- félagið Efling, næstfjölmennasta félagið innan ASÍ. Mikið veltur á ákvörðun VR á sunnudagskvöld, áhrifamesta fé- lagsins innan ASÍ, en samkvæmt heimildum hafa líkur aukist veru- lega á að tillögurnar verði sam- þykktar þar eftir að tilboð at- vinnurekenda var lagt fram fyrir síðustu helgi. En víst er um það, að óánægjan er mikil. Í skoðanakönnun innan Félags vélstjóra og málmtækni- manna voru til að mynda 57,6% á móti uppsögn samninganna, aðrir vildu segja þeim upp. Einn verka- lýðsforkólfur sagði ástandið í þjóð- félaginu þannig að ábyrgðarlaust væri að semja ekki. En óánægjan væri mikil og þær raddir yrðu að heyrast. Gagnrýni á stjórnvöld Í drögum að yfirlýsingu ASÍ og SA sem gefin verður út þegar gengið verður frá samhliða sam- komulaginu á mánudag er grunnt á því góða, en þar segir meðal annars: „Forsenda um kaupmátt hefur staðist að mati samningsaðila en ekki forsendur um gengi og verð- bólgu. Stjórnvöld hafa hvorki efnt fyrirheit um lækkun trygginga- gjalds til samræmis við minnkandi atvinnuleysi né hækkun bóta al- manna- og atvinnuleysistrygginga. Mikilvægustu efnahagslegu for- sendur kjarasamninganna um auknar fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki staðist sem að stórum hluta verður að skrifa á reikning stjórnvalda.“ Stjórnvöld hafa litla aðkomu að samkomulaginu núna, enda lítið traust á milli aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisstjórnarinnar. Það blas- ir við að eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að kosningum loknum verður að endurvinna það traust. Ný þjóðarsátt? Í drögum að yfirlýsingu SA og ASÍ er mælst til þess að vinna hefjist þegar að næstu kjarasamn- ingum og látið að því að liggja að reynt verði að ná nýjum þjóðar- sáttarsamningum. Um það segir að hefja þurfi „sameiginlega stefnumörkun til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins og efna- hagslegan stöðugleika sem byggð- ur verði á stöðugu gengi en það eru forsendur framfara og bættra lífskjara“. Og samtökin munu á næstu vik- um „leita samstöðu sín á milli um meginþætti atvinnustefnu sem hef- ur hagvöxt, fleiri og betri störf og bætt lífskjör á grunni stöðugleika að markmiði“. Niðurstaðan verður lögð fyrir stjórnmálaflokkana þannig að afstaða þeirra komi fram fyrir næstu kosningar og klykkt er út með: „Í framhaldi af kosningum og myndun nýrrar rík- isstjórnar verði raunhæf aðgerða- áætlun til næstu ára fullunnin.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur VSÍ, undirrita þjóðarsáttarsamningana árið 1990. Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsambands bænda, er fyrir miðju. Það er nokk- uð sem menn eru sammála um að stefna beri að – að loknum kosningum. UM HVAÐ ER SAMIÐ? Síðustu kjarasamningar í höfn. Tilraun um þjóðarsátt bíður nýrrar ríkisstjórnar * LÍKUR Á UNDIRRITUN SAMKOMULAGS UM KJARASAMNINGA Á MÁNUDAG * STJÓRNVÖLD GAGNRÝND Í SAMHLIÐA YFIRLÝSINGU * VINNA HEFST ÞEGAR AÐ ATVINNUSTEFNU TIL FIMM ÁRA UM HAGVÖXT, FLEIRI STÖRF OG STÖÐUGLEIKA *Menn þurfa að vera sammála um grundvöll hagstjórnar. Það erekki bara ríkisstjórnarmál heldur allra stjórnmálaflokka hvað þarftil að hér geti verið stöðugt gengi og lítil verðbólga. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.