Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 8
Stóllinn Fifty, sem er hannaður af Dögg & Arnved Design, Dögg Guðmundsdóttur og Rikke Rützou Arnved, fékk í vikunni hönn- unarverðlaun tímaritsins Wallpaper. Stóllinn, sem er hannaður fyrir hið þekkta franska hönnunarfyrirtæki Ligne Roset árið 2012, hlaut verðlaun sem besti útistóllinn í flokknum „Hönnun fyrir heimilið“. Þrátt fyrir að fá verðlaun sem útistóll er hann líka hannaður sem innistóll. Innblásturinn kemur frá hægindastól Danans Hans J. Wegner, Flaglinestolen, sem hann hannaði árið 1950. Stóllinn er með beinu baki og á að vera góður til þess til dæmis að lesa eða horfa á sjónvarpið. Skermarnir til hliðanna gera hann mjög þægi- legan til notkunar utan- dyra og veita ákveðið næði. 350 metrar af reipi eru notaðir í stólinn. Íslensk hönnun fær Wallpaper-verðlaun 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Nú eru rétt tæpir hundrað dagar til alþing-iskosninga. Alla þá daga verða landsmennán efa með ýmsum hætti minntir á hvað var vel gert, hvað síður og hvað eigi að gera á kom- andi árum. Fyrir kosningar, sem öðru fremur snú- ast um ráðstöfunartekjur landsmanna, eru hundrað skattabreytingar ríkisstjórnarinnar og hækkanir síðustu ára dagleg áminning um þörf fyrir breyt- ingar. Rýmið sem þessi pistill fær rúmar ekki upptaln- ingu á öllum þessum breytingum, ýmist með hækk- unum skatta eða álagningu nýrra skatta. Því verða hér aðeins nefndar þær skattabreytingar sem mest áhrif hafa haft á fyrirtæki, fjölskyldur og tækifæri þessarar þjóðar til uppbyggingar. Þannig hefur skattlagning á launatekjur, bæði tekjuskattur og útsvar, hækkað verulega og farið úr rúmlega 35% í þriggja þrepa kerfi þar sem álagning er rúmlega 37%, rúmlega 40% eða rúmlega 46%. Tekjuskattar fyrirtækja og félaga hafa einnig verið hækkaðir um tugi prósenta og fjármagns- tekjuskattur um heil 100%, úr 10% í 20%. Samhliða hefur virðisaukaskattur verið hækkaður og trygg- ingagjaldið hækkað um tugi prósenta eða úr 5,34% í 7,64%. Þar af hækkaði almennt tryggingagjald um 17%, atvinnutryggingagjald um 200% og gjald í ábyrgðasjóð launa um 150%. Að auki hefur erfða- fjárskattur hækkað um 100%, farið úr 5% í 10%. Á sama tíma var almennt bensíngjald hækkað um tæp 170%, olíugjald um 40% og vörugjald af bifreið- um um tugi prósenta. Áfengisgjöld voru hækkuð um rúmlega 60% og tóbaksgjald um rúmlega 90%. En ríkisstjórnin hefur ekki látið sér nægja að breyta skattkerfinu eða hækka fyrri skatta, þannig að hart hafi bitnað á fjölskyldum og fyrirtækjum. Fjöldi nýrra skatta hefur einnig verið lagður á og þyngt þessar byrðar enn frekar. Má þar nefna auð- legðarskatt, hátekjuskatt, kolefnisgjald á bensín, olíu, eldsneyti og gas. Svo eru það orkuskattar á heitt vatn og rafmagn, skattur á vaxtagreiðslur, sérstakur bankaskattur, skattur á gengisinnláns- reikninga, skattur á vaxtagreiðslur, skattur á arð til eigenda fyrirtækja, gistináttaskattur og svo hug- myndir um viðbótarskattlagningu á ákveðnar at- vinnugreinar, eins og sjávarútveg og ferðaþjón- ustu. Núverandi stjórnvöldum verður seint hrósað fyrir hugmyndaauðgi við lausn verkefna eða góð vinnubrögð í stjórnmálum en þessi ríkisstjórn er án efa sú sem innleitt hefur flestar nýjungar til að sækja fjármagn til almennings. Nú skal ekki dregið í efa að verkefni stjórnvalda er erfitt en fyrir það að varpa stærstum hluta vandans í fang fólksins sjálfs á hún hvorki skilið hrós eða hvatningu, heldur að- eins skömm og fordæmingu. Mesta skömmin er að ganga svo nærri öllum þorra almennings, hinum venjulega launþega, að hann sjái vart vonarglætu. Stjórnvöld sem standa þannig að málum og eiga slíkan hundrað afreka lista í formi skattahækkana, minni ráðstöfunartekna og versnandi lífskjara – auðvelda almenningi mjög að gera upp hug sinn á þeim tæpu hundrað dögum sem til kosninga eru. Hundrað dagar og hundrað ástæður *Hundrað skattabreyt-ingar ríkisstjórnarinnarog hækkanir síðustu ára eru dagleg áminning um þörf fyrir breytingar. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Kosningabaráttan tekur á Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er kosningastjóri Guðbjarts Hannessonar í formannsslagnum hjá Samfylking- unni. Það er greinilega nóg að gera samkvæmt Facebook: „Nú er kosningastjórinn með baugana far- inn að taka ginseng, lýsi og drekka ótæpilega af orkudrykkjum til að halda í við formannsframbjóðand- ann sem aldrei virðist þurfa að hvíl- ast, en ekkert virðist virka. Í gær gekk konan á tré (var reyndar í símanum) og í dag er hún búin að húðskamma sárasaklausan mann því hún fór mannavillt. Nú talar hún um sjálfa sig í þriðju persónu!“ Suðurpólsfarinn Vilborg Styrktarfélaginu Lífi hafa borist mörg áheit vegna pólfarar Vilborg- ar Örnu Giss- urardóttur sem gengur til styrktar félaginu. Á fimmtudag höfðu safnast um fimm milljónir króna. Félaginu hafa líka borist mörg skemmtileg hvatningarorð eins og þessi: „Þú ert ótrúleg! Dáist að kraftinum í þér og dugnaði. Góð fyrirmynd allra um að fólk getur ótrúlegustu hluti ef það bara ætlar sér það :-)“ Tækninni treyst Belgísk kona treysti aksturstölv- unni í bílnum sínum í vikunni en það fór ekki vel. Hún ætlaði að keyra 61 kíló- metra en gáði ekki að sér og keyrði 2.900 km í gegn- um fimm lönd. Það getur verið erfitt að treysta tækninni í blindni. Andri Snær Magnason gáði bet- ur að sér og lét Dag B. Eggerts- son vita af villu í kerfinu hjá strætó. „Heyrðu – einhver snillingur er bú- inn að eyðileggja strætóvefinn – samkvæmt honum fer ég frá Karfa- vogi – upp í Mjódd – labba þaðan í Kópavog til að vera kominn niður á Lækjargötu ca fjórum dögum síðar. Minnist ekki á minn einkavagn – leið 14. Er einhver í málinu?“ Dag- ur kom þessu til skila og segir strætó lofa úrbótum. AF NETINU Fatahönnuðurinn Sruli Recht birti í fyrradag myndband á Youtube þar sem hægt er að fylgjast með því hvernig nýjasta afurðin; skartgripur, nánar tiltekið hringur, varð til. Nokkuð stór húðflipi var fjarlægður af maga Srulis en húðinni var svo komið fyrir á 24 kar- ata gullborða. Skartgripurinn á að kosta um 60 milljónir íslenskra króna. Myndbandið er farið að vekja athygli er- lendis sem og grein sem birtist um skartgrip- inn á vefsíðu Dezeen magazine í gær. Sú at- hygli sem Sruli vekur kemur ekki á óvart því bæði er uppátækið óvenjulegt og fylgst er með aðgerðinni á Sruli skref fyrir skref í myndbandinu. Ritstjórnarfulltrúi vefhönn- unartímaritsins Sketchbook Magazine spyr í gær á twittersíðu sinni og vísar í greinina: „Hvað í andskotanum er eiginlega að þessum íslenska hönnuði?“ Sruli er reyndar fæddur í Ísrael og er ástralskur ríkisborgari en hefur haft aðsetur á Íslandi um nokkurt skeið. Sruli hneykslar Sruli Recht fékk lýtalækni til að fjarlægja húðina af maganum sem hann notaði í skartgrip.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.