Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
minn, yndislegur dansari, sagði við
mig: Vendu þig við þetta, þetta er
það sama og ég þurfti að upplifa
fyrstu þrjú árin. Þarna var ég í
nokkur ár og fékk frí frá störfum
í Gautaborg og gafst tækifæri til
að dansa í óperunni Frankfurt am
Main í Frankfurt.
Ég eignaðist son árið 1981 og
tveimur árum seinna sleit ég 45
ára samningnum og samningi í
Frankfurt. Ég hafði verið hepppin
og átt góðan tíma í dansinum þótt
hann væri ekki langur. Ég dansaði
ekki eftir þetta. Auðvitað saknaði
ég þess oft því þetta hafði verið
farsæll ferill.“
Hamingja í einkalífi
Þú hættir að dansa og snerir þér
að barnauppeldi. Hvernig kynnt-
istu manninum þínum, Þórarni
Kjartanssyni?
„Ég kom heim í jólafrí eitt árið
og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir,
vinkona mín, dró mig með sér á
jólaball hjá Menntaskólanum. Ég
hafði ekki verið á Íslandi í ár og
varla talað íslensku og var óskap-
lega óörugg með mig og fannst ég
vera öðruvísi. Þarna sá ég Tóta í
fyrsta sinn þar sem hann var með
tveimur vinum sínum og ég hugs-
aði: En hvað þessir eru stífir og
leiðinlegir! En við dönsuðum sam-
an þetta kvöld og urðum síðan
pennavinir í lengri tíma. Síðan
skiptumst við á að heimsækja
hvort annað, hann kom út til mín
og ég fór heim til Íslands. Hann
var nítján ára og ég var átján ára
þegar við kynntumst. Við vorum
lítið meira en börn og ólum eig-
inlega hvort annað upp. Við áttum
alltaf mjög létt með að tjá okkur
hvort við annað. Árið 1976 flutti
Tóti til Gautaborgar til mín.
Fyrstu tvö árin bjuggum við í 49
fermetra íbúð og sváfum í rúmi
sem var 149 sentimetra breitt. Við
áttum eiginlega ekkert en við vor-
um ánægð. Við höfðum ekki hug-
mynd um að okkur ætti eftir að
vegna afar vel. Mamma sagði einu
sinni þegar við Tóti vorum pen-
ingalítil: „Ég vildi óska að þú ynn-
ir í happdrætti, Guðbjörg mín.“
Ég svaraði: „Mamma mín, þegar
ég kynntist Tóta mínum þá vann
ég í happdrætti.“
Þegar eldri drengurinn, Kjartan,
var tæplega tveggja ára fórum við
til Bandaríkjanna þar sem Tóti
fékk starf sem framkvæmdastjóri
Cargolux og þar fæddist Skúli,
yngri drengurinn. Tóti var í mjög
góðri vinnu, hafði gert stórkost-
lega hluti og var að fara að gera
enn betur. En okkur langaði til að
gera strákana okkar að Íslend-
ingum. Við ákváðum einn daginn
að taka tvö ár í það í huganum að
flytja heim. Ef annað hvort okkar
myndi svo ekki vilja það ætluðum
við að íhuga málið betur. Við
ákváðum dagsetningu og svo kom
ekkert annað til greina en að fara
heim til Íslands. Þegar við komum
heim var yngri drengurinn að
verða sex ára og sá eldri tíu ára.
Tóti fór svo í eigin rekstur og
stofnaði flugfélagið Bláfugl og ég
stofnaði Ballettskólann minn. Við
vorum ákaflega hamingjusöm,
bæði í einkalífi og vinnu.“
Hvernig maður var Þórarinn?
„Hann talaði aldrei af sér. Hann
hafði afar sterka réttlætiskennd,
bæði varðandi viðskipti og sam-
skipti við aðra. Hann hreif fólk
með sér og var vandvirkur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var einstakur fjölskyldumað-
ur. Hann hafði misst pabba sinn
ungur og þegar synir okkar
misstu pabba sinn ungir minnti ég
þá á hvað pabbi þeirra var góður
við okkur og hvað hann hugsaði
vel um okkur og alla í kringum
sig. Ég sagði þeim að þeir þyrftu
að vera duglegir við að taka hann
sér til fyrirmyndar og skapa sér
gott líf. Vera sinnar eigin gæfu
smiðir.“
Endalaust tómarúm
Þórarinn varð bráðkvaddur. Það
var enginn fyrirvari, þetta hlýtur
að hafa verið skelfilegt fyrir þig
og börnin.
„Tóti var nýbúinn að vera er-
lendis þar sem hann gekk frá
stórum málum. Hann vann enda-
laust og hafði unun af vinnu sinni,
alveg eins og ég. Kvöldið áður en
hann dó sátum við saman við eld-
húsborðið og ræddum um vini
okkar, rifjuðum upp sögur og töl-
uðum um það hvað við værum
heppin að vinna bæði við það sem
okkur þætti skemmtilegast. Um
morguninn ákvað hann að fara á
rjúpnaveiðar með bróður mínum
og vinum. Áður en hann fór færði
hann mér morgunmat í rúmið eins
og hann gerði stundum. Ég fór
svo í ballettskólann að kenna og
heimsótti síðan systur mína. Sím-
inn systur minnar hringdi og það
var bróðir minn að leita að mér.
Hann sagðist vera á leiðinni og
þegar ég sá hann svo koma gang-
veginn vissi ég að eitthvað væri
að.
Ég er berdreymin og tíu dögum
áður en Tóti dó dreymdi mig
draum. Mig dreymdi að til mín
kæmi maður í kjólfötum og með
pípuhatt og tæki utan um mig.
Þetta gerðist tvisvar en þegar
hann ætlaði að faðma mig í þriðja
sinn sagði ég: Nei! og vaknaði. Ég
var viss um að einhver væri að
fara að deyja í fjölskyldunni og
hélt að það væri pabbi því hann
var orðinn svo gamall. Tóti hafði
alltaf verið við hestaheilsu.
Ég trúi á líf eftir dauðann. En
eftir að Tóti dó varð ég eiginlega
trúlaus. Það dó eitthvað innra með
mér. Það eina sem hélt mér gang-
andi var að ég vissi að ég þyrfti
að vera sterk fyrir strákana. Ég
sakna hans hræðilega mikið. Við
vorum svo óskaplega tengd. Þetta
er mjög erfitt og verður ekki létt-
ara. Það er endalaust tómarúm en
ég held áfram vegna þess að ég
verð að gera það.
Ég man fyrstu þrjá draumana
sem mig dreymdi um Tóta eftir að
hann dó. Í fyrsta draumnum var
hann að hlaupa með hópi af fólki,
eins klæddur og þegar ég kynntist
honum fyrst. „Komdu,“ sagði hann
við mig. „Ég get það ekki,“ svar-
aði ég. „Af hverju ekki?“ spurði
hann. „Af því ég á ennþá eftir að
gera svo mikið,“ svaraði ég. Í
næsta draumi var ég að tala við
hann í síma og bað hann að koma
til baka. „Ég kemst ekki,“ sagði
hann. „Hvar ertu?“ spurði ég. „Ég
er á Snæfellsnesi,“ sagði hann.
Mig dreymir stutta drauma um
hann og stundum, ætli ég sé þá
ekki milli svefns og vöku, finnst
mér eins og hann sé að strjúka
mér um kinnina.“
Líf þitt núna snýst um skólann
þinn, er það ekki rétt?
„Ég væri ekki að reka skólann
nema vegna þess að mér finnst
það svo gaman. Þetta er skóli fyr-
ir börn frá þriggja ára aldri og
upp úr, en elsti nemandinn er um
þrítugt. Nemendurnir eru um 130.
Hluta af dansnámi fá nemendur
metinn í framhaldsskólum. Fram-
haldsbrautin er með klassíska og
nútímadanskennslu. Frá upphafi
hef ég lagt upp er því að fá er-
lenda kennara, mikið hæfileikafólk,
til að kenna við skólann. Þeir
koma með ákveðinn kraft og
krökkunum finnst spennandi að fá
kennslu frá þeim. Fljótlega á eftir
að verða góður hópur af íslenskum
ballett- og nútímakennurum með
mikla reynslu í faglegri kennslu
hér á landi. Mikil breyting hefur
orðið á hugarfari í dansinum og
skilningur á tæknilegri færni verð-
ur æ meiri. Í hvaða list sem er
verður maður að kunna tækni til
að getað brotið upp formið og svo
framvegis. Allt er þetta mikil
vinna en skemmtileg. Allt sem ég
geri fyrir skólann kemur beint frá
hjartanu.“
*Ég sakna hans hræðilega mikið. Viðvorum svo óskaplega tengd. Þetta ermjög erfitt og verður ekki léttara. Það er
endalaust tómarúm en ég held áfram
vegna þess að ég verð að gera það.
Með eiginmanni sínum,
Þórarni Kjartanssyni.