Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 19
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
AFSLÁTTUR
%A60
ALLTAÐ SÓFAR | SÓFASETT | HÆGINDASTÓLAR |
SÓFABORÐ | BORÐSTOFU
BORÐ |
BORÐSTOFUSTÓLAR | SV
EFNSÓFAR |
BORÐSTOFUSKÁPAR |
BAKBORÐ | HORNBORÐ |
PÚÐAR | DÚKAR |
BODUM-SMÁVARA |
O.FL. | O.FL. | O.FL.
0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
hafði farið í til þessa. Bílstjórar
farartækjanna á veginum skaut-
uðu milli akreina, tóku hver fram
úr öðrum á blindhæðum og hvar-
vetna var hengiflug. „Þeir stress-
uðustu öskruðu nokkrum sinnum
en þeir innfæddu kipptu sér ekk-
ert upp við þetta og virtust
kunna merkjamál sín á milli með
bílflautunum. Svona til að toppa
þetta allt rákumst við einu sinni á
hljómsveit sem spilaði ofan á þaki
rútu meðan hún var á ferð.“
Loks var hópurinn settur út í
smábæ og gengið af stað. Burð-
armenn tóku mest af dótinu. „Það
er auðvitað skrýtið að fá einhvern
annan til að bera dótið fyrir sig
en maður veit að þetta er atvinna
íbúa. Ég hugsa að við höfum
pakkað af skynsemi en ef ég
myndi pakka aftur fyrir samskon-
ar ferð myndi ég vilja hafa ein-
hvers konar regn-ponsjó aukalega
sem er þægilegt að skella yfir sig.
Það getur rignt mjög mikið
seinnipartinn.“
Hverja nótt í ellefu sólarhringa
var gist í svokölluðum tehúsum
sem eru fremur frumstæð hótel
og á daginn var gengið eftir stíg-
unum. „Útsýnisstaðir eru fjöl-
margir á leiðinni. Á Poon hill vor-
um við komin í 3.200 metra hæð
en þangað fara margir gönguhóp-
ar og ganga einfaldlega ekki
lengra því þaðan sér maður til
allra átta. Á Poon hill gistum við
og vorum vakin klukkan fjögur
um nóttina til að ganga upp á við
í um klukkustund og njóta sólar-
upprásarinnar. Síðan náðum við í
Annapurna-grunnbúðir í 4.200
metra hæð en svo skemmtilega
vildi til að þessi dagur; 12. apríl,
er einmitt afmælisdagur íþrótta-
félagsins Hauka. Háfjalladeild
Hauka hafði einmitt þarna fulltrúa
í ferðinni.“ Brynjólfur segir það
hafa verið skrýtið að horfa á An-
napurna og átta sig á að þangað
upp væru enn rúmlega 4.000
metrar. Tveimur dögum síðar
rann svo upp nýtt ár í Nepal;
2069.“
Brynjólfur segir að þrátt fyrir
að hafa ferðast víða sé ferðin til
Nepal í öðru sæti yfir skemmti-
legustu ferðir sem hann hefur far-
ið í. „Fyrst og fremst er þetta
svo mikil andleg upplifun. Um-
hverfið og menningin og að njóta
stundarinnar. Þetta er svo ótrú-
lega framandi og kannski spilar
líka inn í að mig hefur langað að
ferðast til Nepal frá því að ég var
lítil strákur. Ég hvet fólk til þess
að vera tilbúið með verkjalyf og
annað til að bregðast við því ef
einhver veikist, nú eða fær tann-
pínu, sem getur alltaf gerst á öll-
um ferðalögum, en vera ekki að
bera of mikið. Það er alls staðar
hægt að kaupa vatn og mat.“
Hæsti punktur ferð-
arinnar; 4.170 metrar
í Annapurna-
grunnbúðunum.
Fremstur á myndinni
er Brynjólfur Jónsson
og svo frá vinstri:
Daníel Brynjólfsson,
Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir, Auður Brynj-
ólfsdóttir, Vilborg
Hafsteinsdóttir, Sig-
rún Víglundsdóttir,
Hallgrímur Jónasson
og Þráinn Hauksson.
Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson
Stórkostlegt útsýni til allra átta þar sem myndin af hópnum í heild var tekin í Annapurna-grunnbúðunum.
*Fyrst og fremst er þetta svo mikil and-leg upplifun. Umhverfið og menninginog að njóta stundarinnar. Þetta er svo
ótrúlega framandi.
Ferðin var með menning-
arlegu ívafi en í Katmandú
var eitt helgasta hof Shiva
meðal annars skoðað sem
og búddahof og Patan
Durbar-torgið.
Einn af fjölmörgum burðarmönnum
á svæðinu; með tíu lifandi hænur á
bakinu, líklega á leið í tehús þar sem
hænurnar eru notaðar í kvöldverð.