Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingSalt er nauðsynlegt líkamanum en óhófleg saltneysla er alvarlegt heilsufarsvandamál »22
B
jarney Hinriksdóttir hefur stundað brasilísku bardagalistina
capoeira í þrjú ár úti í Barcelona þar sem hún var búsett. Hún
er nú flutt heim til Íslands og kemur með þessa hugar- og lík-
amsrækt með sér heim. Hún æfði með brasilískum meistara á
Spáni en þekkti þó vel til capoeira en hún bjó í Brasilíu og heillaðist
þar af landi og menningu. Hingað til hefur capoeira-kennsla verið slitr-
ótt hérlendis og vill Bjarney gera bragarbót á því. Þetta er ennfremur í
fyrsta sinn sem boðið er upp á námskeið einvörðungu fyrir börn en öll
kennsla fer frem í Latin Stúdíói í Faxafeni 12 í Reykjavík.
„Ég bjó í Brasilíu og hef verið þar mikið. Ég vissi því hvað capoeira
var en byrjaði ekki að æfa fyrr en í Barcelona. Mig langar að koma
með þetta hingað heim þannig að þetta sé komið til að vera. Capoeira
er nokkuð sem maður verður að taka tíma í og læra yfir langan tíma,“
segir Bjarney.
Meistari hennar frá náminu í Barcelona er yfir náminu hér á landi en
þjálfarinn heitir Magdalena og er komin hingað til lands frá Spáni.
„Hún er vinkona mín og er búin að vera að aðstoða við kennslu úti,
hefur verið mikið í Brasilíu og verið lengur í þessu en ég,“ segir Bjarn-
ey sem er samt á staðnum og aðstoðar við kennsluna.
Allir fá sérstök capoeira-nöfn
Gaman er að segja frá því að í capoeira fá allir sérstök capoeira-nöfn
en Magdalena kallast Onça Branca, eða Hvíti tígurinn og Bjarney heitir
Mariposa eða Fiðrildið. Capoeira er annars af afró-brasilískum uppruna
og er upprunið frá þrælum. Rétt er þó að taka fram að það er ekki
verið að berjast heldur er þetta tjáning. Um er að ræða einhvers konar
bardagadans þar sem tveir spila hvor á móti öðrum, það er verið að
sýnast berjast. „Þú spilar við félaga, þetta er ekki keppni, þess vegna
er þetta svo jákvætt,“ segir Bjarney. „Það er svo margt sem maður
lærir, þetta er mjög andlega uppbyggjandi líka. Maður þarf að fara út
fyrir þægindarammann og losnar við feimni, eða það átti allavega við
um mig.“
Capoeira lítur út fyrir að vera líkamlega krefjandi. „Þú þarft alls ekki
að vera fimleikamanneskja til að spila capoeira. Þeir sem eru á þeirri
línu geta spilað þannig leik. Þetta er persónuleg tjáning. En það er
heilmikið af handahlaupum og staðið á höndum og haus. Ég er alveg að
gera hluti sem ég hélt ég myndi ekki geta en ég er samt engin fim-
leikamanneskja.“
CAPOEIRA FYRIR KRAKKA
Brasilísk
bardagalist
BJARNEY HINRIKSDÓTTIR HEILLAÐIST AF BRASILÍSKU
BARDAGALISTINNI CAPOEIRA FYRIR NOKKRUM ÁRUM
OG SKIPULEGGUR NÚ NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Bjarney Hinriksdóttir er hér í capoeira-gallanum með brasilískt hljóðfæri í hendi sem heitir berimbau. Fyrir utan líkams-
ræktina er spilað og sungið í hverjum tíma. Bjarney segir mikla gleði fylgja þessu.
Morgunblaðið/Golli
Það er nýjung á Íslandi að haldið sé sérstakt
námskeið fyrir börn í capoeira en slíkt fór í
gang í vikunni á vegum Bjarneyjar og félaga og
er enn hægt að slást í hópinn. Krakkarnir sem
voru mættir höfðu mjög gaman af og gekk
tíminn vel. Upphitunin fólst í mörgum
skemmtilegum leikjum en líka var farið strax í
að kenna nokkrar capoeira-grunnhreyfingar
sem gerðar voru síðan annaðhvort allir saman
eða í pörum.
Hreyfingin var mikil og virtust flestir bæði
taka vel á og skemmta sér vel. Hver tími endar
á því að spilað er saman og sungið þannig að
capoeira-tími lyftir líka sálinni. Það var klapp-
að, spilað og sungið. „Markmiðið er að búa til
gleðistund,“ segir Bjarney.
„Krakkarnir læra aga eins og í öllum bar-
dagalistum. Það er mikilvægt að sýna mótspil-
urum þínum virðingu. Þetta er ekki keppni og
snýst ekki um að vera betri en einhver annar.
Capoeira er gott fyrir samhæfinguna. Og líka
gott fyrir okkur Íslendinga því þetta opnar fólk
dálítið,“ segir hún en ennfremur á „krakki að
geta spilað við fullorðna og byrjendur við
lengra koma, þú gerir bara þitt“.
Upplýsingar um þetta námskeið og fleiri er
að finna í hópnum Capoeira á Íslandi/
Capoeira Iceland á Facebook. Tveir spila saman. Spörk eru algeng í capoeira og hér er hreyfingin „cocorinha“ notuð til varnar.
Morgunblaðið/Golli
Skemmtilegir leikir
og góð hreyfing