Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Græjur og tækni
contrast Filter, er hún líkir eftir örsmáum hnúðum á augum mölflugna
og dregur úr glampa. Á skjánum er mynstur örlítilla hnúða sem koma í
veg fyrir að ljósgeislar endurkastist af skjánum og fyrir vikið er skerp-
an á tækinu ævintýralega mikil þegar LCD-tæki er annars vegar:
150.000.000:1. (Ókostur við þetta, ef kalla má það ókost, er að ekki
má snerta skjáinn, ekki vegna þess að hann skemmist heldur
vegna þess að þá verður hann kámugur (húðfita) og þá
fitu þarf að hreinsa með hreinsiklút og vökva
sem fylgja tækinu).
Annað sem gerir Philips-tæki frábrugðin
tækjum samkeppnisaðila er baklýsing sem
Philips-menn kalla Ambilight. Hún er fáanleg
á mörgum Philips-tækjum, en á 46PFL9707
er Ambilight Spectra XL. Baklýsingin er frá
ljósdíóðuröð á baki tækisins og lýsir með
daufri birtu á vegginn aftan við tækið (hægt
er að slökkva á þessu ef vill). Birtan breytir
um lit eftir því sem er á seyði á skjánum,
lagar sig að myndinni og áhorfandinn fær á
tilfinninguna að skjárinn sé mun stærri en
hann er og sér líka mun betur það sem er
á seyði á skjánum. Erfitt að lýsa þessu, en
þetta svínvirkar.
EISA, samtök tímarita sem fjalla um margmiðlunartækni, veita ár-leg verðlaun fyrir tæki ársins og nýtt 46" þrívíddarsjónvarp fráPhilips sem heitir því þjála nafni 46PFL9707, var valið LCD-
sjónvarp ársins 2012-2013. Það er og vel að verð-
laununum komið, mynd-
in er ævintýralega
skörp, svörun mjög góð
og tæknileg útfærsla til
fyrirmyndar.
Á síðustu árum má
segja að sjónvarp og
tölva séu að renna sam-
an að miklu leyti og
tæknin sem nú er inn-
byggð í flest gæðatæki
auðveldar notandanum
að finna skemmtilegt
myndefni á netinu þó vissulega sé líka hægt að
skoða flestar vefsíður sýnist manni svo.
Verðlaunatækið frá Philips er 46" eins og getið
er, með LED-baklýstan LCD-skjá. Eitt af því
sem gerir það eins gott og raun ber vitni er
tækni sem Philips kallar mölflugusíu, Moth eye
ÆVINTÝRALEGT SJÓNVARP
NÝTT 46" SJÓNVARPSTÆKI FRÁ PHILIPS HLAUT EISA-VERÐLAUNIN SEM LCD-SJÓNVARP ÁRSINS 2012-2013. ÞAÐ ER
OG VEL AÐ VERÐLAUNUNUM KOMIÐ MEÐ FRÁBÆRLEGA SKARPA MYND OG SNJALLA TÆKNILEGA ÚTFÆRSLU.
Græja
vikunnar * Á sjónvarpinu eru líkaþrjú USB-tengi og hægt að spila
vídeó beint af minnislykli eða ut-
análiggjandi diski, skoða jpg-
myndir eða spila músík á MP3-,
WMA- og AAC-sniði. Fjarstýr-
ingin er með hnappaborð á bak-
inu og greinir sjálfkrafa hvort
hliðin snýr upp.
* Ekki skortir tengimögu-leika, á sjónvarpinu eru fimm
HDMI tengi, SCART- og
Component-tengi og heyrnar-
tólstengi. Það eru líka Ethernet-
tengi, Optical út, VGA & CI-rauf
og þráðlaust net er innbyggt.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Í tækinu er innbyggðurstafrænn DVB-C, DVB-T, DVB-
T2 móttakari og eins gervi-
hnattamóttakari. Hægt er að
taka efni upp í tækinu, til að
mynda á utanáliggjandi disk eða
á minnislykil ef vill. Tækið er
með innbyggt þráðlaust net og
fyrir vikið er hægt að streyma
efni úr því í spjaldtölvu, til að-
mynda í iPad.
meðferð slíkra mála verði endur-
skoðuð.
Átti yfir höfði sér
allt að 35 ára fangelsi
Swartz átti yfir höfði sér allt að
35 ára fangelsisvist og milljónir
dollara í sektargreiðslur, yrði
hann sakfelldur fyrir alla 14 liði
ákæru um stórfellda netglæpi og
gagnastuld. Réttarhöldin áttu að
fara fram nú í apríl. Forsaga
málsins er sú að á tímabilinu frá
desember 2010 til janúar 2011
sótti Swartz tæplega fimm milljón
greinar í fræðigreinasafnið
JSTOR í gegnum net MIT-
háskóla, mögulega með það að
markmiði að gera þær aðgengi-
legar án endurgjalds. JSTOR er
eitt stærsta fræðigreinasafn
heims þar sem nálgast má gegn
gjaldi greinar úr rúmlega 1.400
vísindaritum í ólíkum fögum.
Fjöldi háskóla og stofnana víða
um heim greiðir áskrift fyrir að-
gang að safninu fyrir nemendur
og fræðimenn, þar á meðal MIT-
háskóli, sem veitir öllum sem
hafa aðgang að MIT-netinu óheft-
an aðgang að JSTOR. Swartz var
á þessum tíma starfsmaður Har-
vard-háskóla og nýtti sér aðgang
að neti MIT sem hann fékk í
A
aron Swartz var undra-
barn í netheimum. 14
ára gamall spilaði hann
lykilhlutverk í þróun
RSS-staðalsins. Hann kom einnig
að gerð Creative Commons-
notkunarskilmálanna og opna
gagnasafnsins Archive.org. Þegar
hann var 19 ára gamall var hann
einn af stofnendum Redditt, sem
er eitt víðlesnasta vefsvæði
heimsins. Hann var 26 ára gamall
þegar hann féll fyrir eigin hendi
hinn 11. janúar síðastliðinn.
Kröfur um að löggjöf um
netglæpi verði endurskoðuð
Sjálfsmorð Aarons Swartz hefur
vakið mikla athygli í fjölmiðlum
vestanhafs, ekki síst þar sem það
er talið tengjast dómsmáli sem
hann átti yfir höfði sér að und-
irlagi MIT-háskóla, fyrir tölvu-
glæpi. Vitað er að Swartz þjáðist
af þunglyndi, en flestir sem til
hans þekktu telja að áðurnefnt
dómsmál hafi vegið þungt í
ákvörðun hans um að binda enda
á eigið líf. MIT-háskóli og emb-
ætti saksóknara í Bandaríkjunum
hafa verið harðlega gagnrýnd í
kjölfar þessa atburðar og hefur
þess verið krafist að löggjöf í
Bandaríkjunum um netglæpi og
gegnum bókasafn við skólann til
þess að skrifa lítið forrit sem
sótti greinar í safnið og færði
þær á fartölvu hans. Þegar lokað
var á gestaaðgang hans bjó hann
til nýjan og hélt áfram.
Swartz var mikill baráttumaður
fyrir því að upplýsingar og gögn
yrðu aðgengileg almenningi og
tók virkan þátt í samfélagi hakk-
ara og aðgerðasinna sem berjast
fyrir því að „frelsa“ opinber gögn
sem þau telja eiga að vera opin
en eru lokuð almenningi með ein-
hvers konar aðgangshindrunum.
Margir telja líklegt að aðgerð
Swartz hafi tengst þessu baráttu-
máli hans. JSTOR, fyrir sitt leyti,
tilkynnti strax að það myndi ekki
leita eftir því að Swartz yrði
kærður, enda er gagnasafnið ekki
rekið í gróðaskyni. MIT-háskóli
fylgdi ekki því fordæmi, og fyrir
vikið tóku saksóknarar ríkisins
málið að sér og kærðu Swartz
fyrir stórfellda netglæpi og
gagnastuld í fjórtán liðum og
sóttust eftir hámarksrefsingu.
Víðfeðmar heimildir
til lögsókna
Mörgum þeim sem tjáð hafa sig
um málið þykir sem hér hafi lítið
samræmi verið á milli hins eig-
inlega glæps og mögulegrar refs-
ingar. Swartz var kærður fyrir
brot á ákvæðum laga sem kallast
Computer Fraud and Abuse Act
(CFAA). Lögin voru sett árið
1986 í því skyni að lögsækja
hakkara fyrir að brjótast inn í
tölvukerfi til að stela viðkvæmum
upplýsingum eða vinna skemmd-
arverk. Lögin hafa lítið verið
endurskoðuð síðan og þykja ekki
henta hinum nettengda heimi sem
við búum við í dag. Þau veita
saksóknaraembætti mjög víðfeðm-
ar heimildir til lögsóknar, til
dæmis í krafti þess að brjóta not-
endaskilmála vefþjónustu á borð
Glæpur og
refsing
FRÁFALL AARONS SWARTZ VEKUR SPURNINGAR UM LÖG-
GJÖF UM TÖLVUGLÆPI Í BANDARÍKJUNUM. KALLAR GLÆP-
UR ÁN FÓRNARLAMBA Á ÁRATUGA FANGELSI?
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Aaron Swartz var ötull
baráttumaður fyrir að-
gangi almennings að
upplýsingum.
UNDRABARNIÐ AARON SWARTZ