Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Síða 39
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Fyrirtækið Pantone gefurreglulega út hvaða litir eruheitastir hverju sinni. Þegar Pantone kynnti litina fyrir vorið kom í ljós að liturinn Lemon Zest (13-0756) mun án efa slá í gegn. Liturinn er ákaflega elegant og smart og er nú þegar orðinn áber- andi hjá tískumeðvituðum. Hann er hlýr án þess að vera of sólgulur enda með töluverðum bláum tóni. Þær sem þrá að breyta örlítið til 2013 ættu að reyna að breyta hegðunarmunstri þegar þær koma inn í tískufataverslanir. Hætta að sogast alltaf að sömu rekkunum í fatabúðunum og gefa öðrum snið- um og nýjum litum tækifæri. Í des- ember breyttist orkan í heiminum, kvenorkan tók við af karlorku, sem hefur verið ríkjandi síðustu ald- irnar. Það gerir það að verkum að við verðum að þora að prófa eitt- hvað nýtt ef við ætlum ekki að staðna. Leikkonan Cameron Diaz klæddist Lemon Zest í teiti á dög- unum en kjóllinn er frá ítalska tískuhúsinu Gucci. Hann er aðsniðinn með ermum og frekar stuttur, með áberandi mittislínu, og við kjólinn var hún með hálsmen í sama lit. Ég mæli hiklaust með því að þið skoðið þetta smáatriði – að vera með hálsmen í sama lit og kjóllinn. Samlit föt hafa verið að koma meira og meira í tísku og þá er- um við að tala um jakka og buxur eða jakka og pils eða kjól í sama lit. Ef viðkom- andi velur kjól þá er grundvallaratriði að vera í sokkabuxum í stíl. En það að vera með fylgihluti í ná- kvæmlega sama lit er nýtt og ferskt og merki um að leik- konan (eða stílisti hennar) sé ekki stöðnuð. Lemon Zest var einmitt áber- andi hjá franska tískuhúsinu Louis Vuitton þegar sumarlína þess var kynnt í haust á eftirminnilegri tískusýningu í París. Marc Jacobs, hönnuður línunnar, setti gula litinn í forgrunn enda var sviðsmyndin að hluta til í Lemon Zest og var því í stíl við fötin. Þessi litur minnir töluvert á sjöunda áratuginn enda sótti herra Jacobs innblástur í hann þegar hann hannaði línuna. Eftir allmörg ár í hnésíðum eða stuttum kjólum virðast pilsin vera að síkka. Herra Jacobs vill hafa okkur í skósíðu. Kjólarnir í Louis Vuitton-línunni venjast vel. Ég verð að játa að mér leist ekkert óg- urlega vel á þá í haust en eftir að hafa skoðað myndirnar nokkrum sinnum sannfærist ég æ betur. Ég er líka hrifin af kjólum með ermum því þá getur kjóllinn staðið einn og sér án teljandi vandræða. Þótt ermalausir kjólar séu oft og tíðum fallegir geta þeir valdið miklu ves- eni, sérstaklega hjá íslenskum konum, sem eru margar hverjar með handleggjafóbíu. Hand- leggjafóbían gengur út á það að nota hvert tækifæri sem gefst til að pakka handleggjunum inn og þá skiptir engu máli í hvað er farið. Bara að handleggirnir séu í skjóli. Þetta gerir það að verkum að heildarmyndin skadd- ast því kjóllinn sem þú ert í missir sniðið þegar þú ert komin í einhverja flík yfir sem hefur bara einn tilgang og það er að fela handleggina. Ef þú ert með handleggjafóbíu skaltu nota 2013 í að reyna að sigrast á henni og athugaðu hvað ger- ist. Og mundu að þú staðnar ef þú prófar aldrei neitt nýtt. martamaria@mbl.is Ekki staðna 2013 Varaliturinn Nicki í Viva Glam línunni frá Mac fer vel við gulan. Pantone liturinn Lemon Zest (13-0756). Sumarlínan frá Louis Vuitton er hönnuð af Marc Jacobs. Pantone liturinn er fallegur á kjól. Lemon Zest mætir Emerald í TopShop kjól. Cameron Diaz í kjól frá Gucci. NÝTT META THERAPY NÝJUNG Á SNYRTIMARKAÐNUM FYRIR: • Endurnýjun húðarinnar • Bætt ásýnd húðarinnar • Rakameðferð • Enduruppbygging húðarinnar Meta Therapy er eina 100% náttúrulega meðferðin þar sem sprautur koma hvergi nætti. Hægt er að hægja á ferli öldrunar húðarinnar töluvert og merki öldrunar minnka umtalsvert. PANTAÐU Í DAG! Áður Eftir BLUE LAGOON SPA Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 414 4000 BONITA SNYRTISTOFA Hæðasmára 6 201 Kópavogi Sími 578 4444 CARITA SNYRTING Dalshrauni 11 220 Hafnarfirði Sími 555 4250 ÞÚ FINNUR META THERAPY SÉRFRÆÐING Á EFTIRTÖLDUM SNYRTISTOFUM: DEKURSTOFAN/NÝ ÁSÝND Kringlunni 8 103 Reykjavík Sími 568 0909/899 7020 GALLERÍ ÚTLIT Bæjarhrauni 6 220 Hafnarfirði Sími 555 1614 SNYRTINGAR MARGRÉTAR Borgartúni 8-16 Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími 556 6100 SNYRTISTOFA ÁGÚSTU Hafnarstræti 5 101 Reykjavík Sími 552 9070 SNYRTISTOFAN DÖGG EHF Smiðjuvegi 4 200 Kópavogi Sími 552 2333 SNYRTISTOFAN EVA Austurvegi 4 800 Selfossi Sími 482 3200 SNYRTISTOFAN JÓNA FÓTAAÐGERÐA- OG SNYRTISTOFA Hamraborg 10 - 200 Kópavogi Sími 554 4414 SNYRTISTOFAN ÞEMA SNYRTI- OG FÓTAAÐGERÐASTOFA Dalshrauni 11 - 220 Hafnarfirði Sími 555 2215 Gott fyrir magann – gott fyrir heilsuna Um 70% af ónæmiskerfinu á upptök sín í meltingarkerfinu og því mikilvægt heilsunni að hugsa vel um magann. Góðir gerlar gegna þar stóru hlutverki, þeir hindra vöxt skaðlegra baktería og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Það hjálpar okkur að viðhalda góðri heilsu og verjast meltingaróþægindum. Gæðin skipta máli. Það er nauðsynlegt að góðu gerlarnir séu enn lifandi þegar þeir koma að réttum stað í meltingarveginum þar sem þeirra er þarfnast – þörmunum. Þess vegna er sérstakri tvöfaldri húðunaraðferð beitt í VITAMIONX PRO sem verndar gerlana gegn magasýrum og galli. Það hjálpar þeim að lifa af ferðalagið að þör- munum og vera þar virkir og gagnlegir. Til að varðveita innihaldið enn betur er VITAMINOX PRO töflunum pakkað í þynnupakkningu. Allt í einni töflu! 12 vítamín + 8 steinefni + milljarðar góðra gerla fyrir magann VITAMINOX PRO fæst í apótekum og heilsubúðum www.brokkoli.is VITAMINOX PRO VITAMINOX PRO – öflugt og þægilegt • Til að styrkja ónæmiskerfið og stuðla að betri heilsu • Til að bæta meltinguna og auka upptöku næringarefna • Til að koma jafnvægi á bakteríuflóruna í meltingarveginum NÝTT!MÖGNUÐSAMSETNING

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.