Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Föt og fylgihlutir
D
anska tískumerkið By Malene Birger, sem hefur farið sig-
urför um heiminn, fagnaði tíu ára afmæli í vikunni. Af því
tilefni kom vor- og sumarlínan 2013 í margar verslanir.
Fatalínan ber nafnið „The Celebration“ eða Fagnaðurinn
sem er vel við hæfi á svona stórafmæli. „Við höfum ákveðið að hafa árið 2013
ár fagnaðar, tilefni til að líta yfir farinn veg og þau markmið sem við höfum
náð en þetta er líka tækifæri til að setja ný markmið,“ sagði stofnandinn Mal-
ene Birger en sumarlínan fagnar þeim gildum og hugmyndum sem hafa verið
ráðandi hjá merkinu síðustu ár.
Kvenleiki fatnaðarins er áberandi eins og alltaf en litagleðin er óvenjulega
mikil og ennfremur töluvert um djörf munstur. Rómantíkin er heldur aldrei langt
undan og efnin eru létt og leikandi. Hvíti liturinn er grunnlitur í línunni en skær-
bleikur er líka notaður mikið en bleiki liturinn var í fyrstu línunni frá By Malene
Birger og er enn í uppáhaldi hjá hönnuðinum.
BY MALENE BIRGER
Gleði og
glaumur
DANSKA TÍSKUMERKIÐ BY MALENE BIRGER
FAGNAÐI TÍU ÁRA AFMÆLI Í VIKUNNI. VOR- OG
SUMARFATNAÐURINN Í ÁR ER SÉRSTAKLEGA
LITRÍKUR OG LOKKANDI.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Malene Birger-konan er
fáguð á nútímalegan hátt.
Buxurnar í fatalín-
unni voru jafnan í
víðari kantinum og
fremur afslappaðar.
Blúndan
fær frísk-
legan svip
með skær-
græna litn-
um.
Kjólarnir
voru margir
úr litríku
blóma-
munstri.
Bleiki liturinn er
áberandi í sum-
arlínunni enda er
hann í uppáhaldi
hjá hönnuðinum
sjálfum.
Japanski hönnuðurinn Issey
Miyake var með mikið af bæði
gulli og silfri í sýningu sinni á
tískuviku í París á fimmtudag. Þar
sýna hönnuðir herratískuna fyrir
haustið og veturinn 2013-2014.
Efnið minnti á það sem notað
er í einangrunarteppi og þótti
það mjög við hæfi þar sem hitinn
í París fór niður fyrir frostmarkið
á sýningardaginn.
Issey Miyake er þekktur fyrir
framúrstefnulega hönnun og enn-
fremur framúrstefnuleg efni
þannig að þessi lína var alveg í
hans anda.
Gull og silfur
fyrir herrana
Gullefnið minnti á
einangrunarteppi.
AFP
Danska tískuhúsið Vero Moda var í
fréttum í vikunni þegar kynnt var
nýtt andlit fatamerkisins, breska
fyrirsætan Poppy Delevingne. Þetta
kom fram þegar fyrirtækið sýndi
nýjar myndir af auglýsingaherferð
sinni fyrir vor- og sumarlínuna í ár.
Poppy er 26 ára og þekkt fyrir-
sæta. Hún er eldri systir hinnar tví-
tugu fyrirsætu Cöru Delevingne,
sem er með eftirsóttustu fyrir-
sætum heims um þessar mundir.
Poppy deildi tískuráðum í mynd-
bandi sem var tekið upp á bak við
tjöldin í tískumyndatökunni. Henn-
ar helsta ráð: „Fylgdu og treystu
innsæi þínu. Innsæi þitt hefur alltaf
rétt fyrir sér.“
Nýtt andlit Vero Moda
Poppy Delevingne er
nýtt andlit danska tísku-
hússins Vero Moda.