Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 45
berist þaðan í stórum stíl. Yfirspenntur vestrænn lífs- stíll hvílir á því, að ekki verði alvarlegur afturkippur austur þar. Foringjar ESB hafa farið bónarveg til Peking og beðið þarlenda um að kaupa skuldabréf af björgunarsjóðum sambandsins, því aðrir séu tregir til þess. Kínverjar bregðast vel við, kaupa mynd- arlega með annarri hendinni en selja svo evrur með hinni. Það endurspeglar mat þeirra á „lausnum á evrusvæðinu“. En þótt heimurinn allur, nema Kúba og Norður- Kórea og fáein önnur slík ríki á brauðfótum, við- urkenni að lífskjarajöfnuður sé ekki raunhæfur, og jafnvel ekki eftirsóknarverður falla stjórnmálamenn þó enn í þá freistni að reyna að snúa Páli til fylgis með því að fá honum með valdi fé frá Pétri. Og ein ástæðan til þess er sú að mjög aflögufærir Pétrar eru jafnan miklum mun fámennari en Pálarnir. Það er því ekki þannig að lögþvinguð fjártilfærsla glati einu at- kvæði fyrir hvert eitt sem fæst. Hið atkvæðalega reiknisdæmi lítur þannig út á pappírnum að hægt sé að hrella svona 10 prósent íbúanna og jafnvel færri um leið og 90 prósentunum eða fleiri er skammtað það sem inn kemur, eða öllu heldur hluta þess. Síðasti sirkusinn í kringum hengjuna miklu í Bandaríkjunum, sem virtist ætla að færa sam- bandsríkið í kaf, endaði þannig að ekkert annað gerð- ist en að skattur á 3 prósent Bandaríkjamanna, þá tekjuhæstu, hækkaði um fáein prósent. Ekkert annað gerðist. Sú breyting breytti engu um hengjuna, enda er hún þarna enn. En þetta var „réttlætismál“. Að vísu voru 97 prósent Bandaríkjamanna ekkert betur sett eftir en áður, og snjóhengjan fór hvergi, en samt var þetta mikið réttlætismál að sögn þeirra sem segj- ast búa yfir ríkari réttlætiskennd en gengur og ger- ist. Leikur forsetann illa Hollande forseti Frakklands hafði lofað (eða hótað) því í kosningum að hækka hæsta skattþrep í landinu upp í 75 prósent, enda „væri það réttlætismál.“ Hann vissi að slíkur skattur myndi falla með miklum þunga á tiltekna greiðendur, en þeir væru svo fáir að það gerði ekkert til og hefðu fæstir þeirra kosið Hollande hvort eð var. Hinir, sem væru undir mörkunum, væru hins vegar fjölmennir og myndu hlakka og klappa að mati stjórnmálafræðinga. En þetta „góða mál“ hefur snúist í höndum forsetans eins og margt annað. Það var auðvitað upplýst að þessi skattlagn- ing myndi litlu eða engu breyta um fjármálalegan vanda Frakka. Og þegar væntanlegir greiðendur ákváðu að flytja sig um set til að forðast höggin var hafin herferð gegn þeim. Þeir væru svikarar við franskan málstað og ætluðu ekki að axla sinn hluta af ógöngum fransks efnahags. En þessi rök virkuðu ekki eins og ætlað var, því burðugasta regla í fjórfrelsi ESB er að menn færi sig til með vinnuframlag sitt eða fé, eins og þeim hentar, innan stórríkisins og hafi ekki neinar sérstakar skyldur við einstök héruð í þeim efnum. Þegar eitt hérað ESB, eins og Frakkland, hækkar skatta sína í 75 prósent, þá verða öll hin héruðin, þótt háskatta séu, að „skattaskjóli“ í einu vetvangi. Eftir að leikarinn Depardieu skipaði sér í fremstu röð skattflóttamanna snerust sniðugheitin í höndum forsetans. Auðvitað var hafin rógsherferð gegn leik- aranum af hálfu þeirra sem ekki áttu að borga meira og búa að auki yfir ríkari réttlætiskennd en náung- inn. En aðförin geigaði. Enda er stórleikarinn sér- stakt fyrirbæri og ekki fyrir aukvisa að eiga við. Maður, sem leikur greifann af Monte Cristo og kem- ur út úr áralangri hræðilegri fangavist á fangaeyj- unni feitur og pattaralegur, án þess að missa neitt af sínum trúverðugleika, er auðvitað óviðráðanlegur. Hollande var því brugðið og flúði í það skjól að segja að 75 prósenta skatturinn myndi aðeins verða látinn gilda í 2 ár. Þar með undirstrikaði hann auðvitað sýndarleik sinnar gerðar. Þegar gyðjan eilífa, Birg- itte Bardot, tók afstöðu með kollega sínum og sagð- ist myndu flýja Frakkland líka, virtist fokið í flest skjól. Að vísu virtist það fremur vera vegna tveggja berklaveikra fíla en skatta. Hollande hefur nú lofað leikkonunni að kanna til þrautar hvort ekki megi ná að lækna fílana. Og hingað heim Á Íslandi var lagður á „auðlegðarskattur“ og fjár- magnstekjuskattur var tvöfaldaður og allir skattar sem hugsast gat hækkaðir látlaust. Auðlegðarskatt- urinn var sagður vera tímabundinn enda vissu stjórnvöld að hann stæðist ella ekki stjórnarskrá vegna eignarupptöku-eðlis síns. Auðlegðarskattur hefur síðan bæði verið framlengdur og dýpkaður, svo hann nái til „fleiri auðmanna“ og ekkert því að marka yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar fremur en fyrri dag- inn. Ekki verður komist hjá að afnema „auðlegð- arskattinn,“ því ella verður hann dæmdur af, með til- heyrandi áhættu um skaðabótaskyldu ríkisins. Á Íslandi borgar drjúgur hluti landsmanna ekki tekjuskatt til ríkisins og tekjuskattur hins hlutans er að auki notaður til að greiða útsvar til sveitarfélag- anna fyrir þann hóp sem engan tekjuskatt greiðir. Þetta er vafasöm tilhögun og er auðvitað til þess fall- in að láta lýðskrumara beita Péturs og Páls afbrigð- inu í hverjum einustu kosningum. En þrátt fyrir það má ekki gleyma því, að margir þeirra sem lítið hafa, greiða sívaxandi hluta af sínu „ráðstöfunarfé“ með hinum ósýnilegu sköttum. Neyslusköttum, sem eru komnir í hæstu mörk, hvers konar gjöldum fyrir þjónustu, sem áður var talin að fullu greidd með al- mennum skattgreiðslum og með óréttlátum jað- arsköttum, sem eru illskiljanlegir flestum og bitna mjög þungt á til að mynda eldri borgurum. „Hin fyrsta hreina vinstristjórn“, „norræna velferð- arstjórnin“ og sú með „skjaldborgina“ hefur gengið lengra í að stinga almenning með títuprjónum hinnar óbeinu skattheimtu en nokkur önnur. Af þeirri óláns- leið verður ný ríkisstjórn að snúa. Morgunblaðið/RAX 20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.