Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 53
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Öll ungmenni þurfa að upp- lifa þá óvissu hvort Lilla klif- urmús takist að klifra upp í tréð áður en Mikki refur nær honum. Einhver sæti eru laus á Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleik- húsinu - fjölskyldan í leikhús. 2 Tónsmíðanemar í Listaháskólanum komu sér fyrir í Kaldalóni í Hörpu á föstudag og voru nokkur verk þá frumflutt. Hátíðin heldur áfram á laugardag, með þrennum tónleikum og nýjum verkum, klukkan 13, 14.30 og 16. Tónleikarnir eru opnir öllum og aðgangur ókeypis. 4 Ef fólk er að klára jólabæk- urnar og vantar meira áhuga- vert lesefni, þá er óhætt að mæla með Ástum, skáldsögu spænska höfundarins Javiers Mari- as sem kom út í Neon-flokki Bjarts í vikunni. Frábær höfundur. 5 Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í Háskólabíói og boðið upp á góðar myndir. Meðal þeirra er Ást, Amour, leikstjórans Michaels Hanekes. „Mögnuð kvikmynd“ skrifar rýnir Morgunblaðsins djúpt snortinn enda er hún talin sigurstrangleg sem besta erlenda myndin á óskarsverðlauna- hátíðinni í næsta mánuði. 3 Óhætt er að mæla með því að fólk fjölmenni í Gerðarsafn að skoða yfirgripsmikla og áhrifa- ríka sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar á málverkum og leir- skúlptúrum. Einn okkar fremstu lista- manna í sannkölluðu toppformi. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Þessi tónlist er svo væn, hún er svomikill gleðigjafi og lyftir upp sálinni.Hún er létt og ljúf og melódíurnar yndislegar,“ segir Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari um Vínartónlistina sem fær að hljóma á nýárstónleikum hljómsveit- arinnar Salon Islandus í Norðurljósasal Hörpu á laugardagskvöldið klukkan 20. Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Karlakór Reykjavíkur koma fram með hljómsveitinni, sem hefur flutt þessa árlegu tónleika úr Salnum í Kópavogi og bryddar upp á þeirri nýjung að eftir hlé verða sæti fjarlægð úr salnum og gestum boðið að dansa í klukkustund við leik átta manna hljómsveitarinnar, sem skipuð er landsfrægu tónlistarfólki. „Við höldum upp á tíu ára afmæli Salon Islandus með því að breyta svona til,“ segir Sigurður. „Gegnum árin hefur verið rætt um það að þegar fólk hefur hlýtt á tónlistina fær það gjarnan titring í fæturna og vill dansa. Því ákváðum við að prófa þetta og flytjum okkur í Norðurljósasal Hörpu. Þar er mjög gott pláss og góður hljómur. Fyrir hlé verða þetta hefðbundnir tón- leikar, þá koma tvö danspör, sýna vals og tangó og síðan mega allir fara út á gólf og dansa,“ segir Sigurður og bætir við að þetta sé eins og í poppinu í gamla daga, þau hafi sett upp lagalista fyrir dansinn. „Valsinn verður á sínum stað en við förum líka eitt- hvað í suðurameríska dansa, tangó, rúmbu og annað sem fólk kann.“ En Vínartónlistin ræður ríkjum fyrir hlé með fulltingi Diddúar og Karlakórs Reykja- víkur. „Ákveðin lög verða að heyrast á hverju ári en við breytum til og bætum í, af nógu er að taka í Vínartónlistinni. Fólk nýt- ur þess að heyra þessa tónlist,“ segir Sig- urður. VÍNARTÓNLIST OG DANS Á NÝÁRSTÓNLEIKUM Í HÖRPU Gleðigjafi sem lyftir sálinni HLJÓMSVEITIN SALON ISLANDUS, KARLAKÓR REYKJAVÍKUR OG DIDDÚ KOMA FRAM Á NÝÁRSTÓN- LEIKUM MEÐ VÍNARTÓNLIST. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Karlakór Reykjavíkur í Hörpu. þekki betur verk ljósmyndara eins og Ragn- ars Axelssonar, Páls Stefánssonar, Gunnars V. Andréssonar og Sigurgeirs Sigurjóns- sonar. „Þarna eru til dæmis afskaplega skemmtilegar syrpur eftir Jóhönnu Ólafs- dóttur og Svölu Sigurleifsdóttur. Karlarnir eiga sinn sess en konurnar koma meira á óvart.“ Margir eiga sér ljósmyndun að áhugamáli í dag en afar margt hefur breyst í faginu með tilkomu stafrænu tækninnar; margir þeirra sem mynda nú af ástríðu gera sér enga grein fyrir veruleika ljósmyndara fyrir tveimur eða þremur áratugum. Um hann má fræðast við lestur viðtalanna í skýrslunni og með því að skoða áhugaverða sýninguna. „Þetta var stórkostlegur tími,“ segir Ragnar Axelsson í einu viðtalinu. „Maður náttúrlega lærði að stækka í myrkraherbergi og ég lokaði mig alltaf inni í fleiri daga í myrkraherberginu og reyndi að búa til minn karakter með því hvernig ég stækkaði mynd í svarthvítu.“ Steinninn, verk Davíðs Þorsteinssonar. Í skýrslunni segist hann alltaf hafa séð í svarthvítu. „Taka mynd af því sem er, engar brellur …“ Ljósmynd/Davíð Þorsteinsson Mynd sem var á sýningu Félags áhugaljósmynd- ara, Ljós 78, á Kjarvalsstöðum árið 1978. Ljósmynd/Pjetur Þ. Maack Nafnlaus ljósmynd eftir Braga Þór. Hann hóf ljósmyndaferilinn sem félagi í ljósmyndaklúbbum og lærði fagið síðan í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Bragi Þ. Jósefsson Hörður Geirsson, safnvörður ljós- myndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, opnar á Veggnum í Myndasal Þjóðminja- safns í dag sýningu á myndum sem hann hefur tekið á votar plötur. Sú aðferð, „wet plate“, var ríkjandi í ljósmyndun frá 1851 og fram yfir 1880. Umfangs- mikinn búnað þarf við myndatökuna, myndavél og vökva, en framkalla þarf myndir strax að myndatöku lokinni. HÖRÐUR GEIRSSON SÝNIR Nýjar myndir með gamalli tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.