Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Qupperneq 56
BÓK VIKUNNAR Vettlingar – Mittens eftir Margréti
Maríu Leifsdóttur geymir uppskriftir að gullfallegum
vettlingum. Hagnýt bók á vetrarmánuðum.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Spennusagnaunnendur kætast yfir þeim
fréttum að Inferno, ný spennubók eftir
Dan Brown, sé væntanleg í maí. En
þetta eru ekki einu fréttirnar sem berast
af erlendri útgáfu. Metsöluhöfundar
heimsins eru í góðum gír og fjölmargir
þeirra senda frá sér bók þetta árið.
Meistari hryllingsins, Stephen King,
hefur skrifað framhald af hinni frægu
bók sinni The Shining. Litli drengurinn
úr þeirri bók, Danny Torrance sem bjó
yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, er orð-
inn fullorðinn. Sagan Doctor Sleep segir
frá honum og er væntanleg í september.
Hinir fjölmörgu aðdáendur The Shining
bíða spenntir.
Í haust er einnig væntanleg þriðja
Bridget Jones-skáldsagan. Höfundurinn
Helen Fielding er fámál um efni bók-
arinnar sem gerist
í London þar sem
Bridget lendir í
nýjum ævintýrum.
Fullvíst er að
þessar þjár bækur
sem hér hafa verið
nefndar muni rata
á metsölulista er-
lendis, enda eiga
hér í hlut gríð-
arlega vinsælir
höfundar. Inferno mun koma út í ís-
lenskri þýðingu, en ekki er enn ákveðið
hvort það verður nú í haust eða eitthvað
síðar. Ekki er ólíklegt að nýja Bridget
Jones-bókin verði þýdd enda á Fielding
góðan lesendahóp hér á landi og hið sama
má segja um hrollvekjumeistarann
Stephen King.
Ian Fleming er allur en hið sama á
ekki við um sköpunarverk hans James
Bond, en ný skáldsaga um ævintýri
kappans kemur út í haust. Höfundurinn
er William Boyd. Bókin gerist árið 1969
og er sögð vera í klassískum Bond-stíl.
Gamla brýnið John Le Carré er enn að
og þessi rúmlega áttræði höfundur, sem
þekktur er fyrir vandaðar bækur, sendir
frá sér spennusöguna A Delicate Truth
sem kemur út í maí.
Höfundur Flugdrekahlauparans,
Khaled Hosseini, sendir frá sér nýja
skáldsögu nú í maí, en sex ár eru liðin frá
síðustu bók. Nýja bókin nefnist And the
Mountains Echoed og er dramatísk fjöl-
skyldusaga um ást, svik, heiður og fórn.
Starfsmenn íslenskra bókaforlaga
hljóta að horfa forvitnum augum á hluta
af þessum bókum og færa okkur þær í ís-
lenskum þýðingum.
Orðanna hljóðan
BROWN,
KING OG
FÉLAGAR
Dan Brown
Stephen King
D
oktorsritgerð Kristjáns Jóhanns
Jónssonar um skáldið Grím
Thomsen, Heimsborgari og
þjóðskáld, er komin út í bók sem
Hugvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út.
Undirtitill verksins er Um þversagnakennt
hlutverk Gríms Thomsen í íslenskri menn-
ingu. Grímur, sem fæddist árið 1820 og lést
árið 1896, er eitt helsta skáld rómantísku
stefnunar á Íslandi. Hann
starfaði um tíma í utanrík-
isþjónustu Dana en bjó síðar
á Bessastöðum og sat á Al-
þingi. Bókin er aðgengileg á
söfnum en birtist vonandi í
almennri útgáfu þegar vorar.
Kristján Jóhann er fyrst
spurður hvaða þversagna-
kennda hlutverk Grímur
Thomsen hafi í íslenskri menningu.
„Grímur Thomsen var bæði við og hinir,
það er að segja danskur valdsmaður og ís-
lenskur bóndi og mönnum fannst að það
væri ekki hægt,“ segir Kristján Jóhann. „Út-
lönd voru ógnvekjandi en líka heillandi. „Við
Íslendingar áttum erfitt með að viðurkenna
að við værum dönsk nýlenda og vorum með
ýmis skrauthvörf í því sambandi, en eins og
títt var um nýlendubúa dreymdi Íslendinga
um að verða miklir menn úti í heimi og
standa jafnfætis herraþjóðinni. Grímur
Thomsen gerir þetta, verður fyrirferðarmikill
valdsmaður í Danmörku og starfar á vegum
dönsku ríkisstjórnarinnar í Evrópu, en fer
síðan úr þeirri stöðu og kemur heim til Ís-
lands til að taka við stöðu sem mörgum
fannst miku ómerkilegri, sem er að vera
bóndi. Hann valdi hins vegar hlutverk bónd-
ans á Bessastöðum og stóð við það val.
Þannig verður til þessi þverstæða, að vera
bæði við og hinir.“
Hvenær vaknaði áhugi þinn á Grími
Thomsen?
„Ég byrjaði að lesa ljóð hans fyrir löngu.
Grímur Thomsen var frjálslyndisstefnumaður
og sú stefna gekk út á það meðal annars að
hver maður væri ábyrgur fyrir samvisku
sinni og ætti að standa á eigin fótum. Þetta
sést í kvæðum hans. Þau eru ekki fyrst og
fremst hetjukvæði. Persónur í kvæðum
Gríms eru ekki stríðshetjur sem vinna ótrú-
leg afrek heldur menn sem eru hetjur af því
þeir eru trúir sjálfum sér. Þessi hugsun í
kvæðum Gríms hefur alltaf heillað mig.“
Hvernig maður var hann?
„Hann var sennilega allt öðru vísi maður
en sagt var að hann hefði verið. Til þess að
standa undir íslenskum hugmyndum um
danskt yfirvald varð Grímur Thomsen að fóli
í mörgum íslenskum frásögnum, en sennilega
var hann það alls ekki. Sögur af Grími hafa
tilhneigingu til þess að markast af mikilli að-
dáun eða siðferðilegri hneykslun.
Miðað við heimildir var Grímur barngóður
maður og gamansamur og afar áhugasamur
um mjög margt. Hann var hins vegar dálítið
stríðinn og ör og átti til að rjúka upp en það
var fljótt úr honum aftur.
Heimildir styðja ekki sögurnar af hinum
harða og illa Grími á Bessastöðum. Þær eru
bara sögur á sveimi. Sama gildir um margar
af hetjusögunum. Þeim var ætlað að draga
fram jákvæða mynd en sannleikurinn er sá
að sagan af Grími hefur breyst í bókmennta-
texta. Í jákvæðum sögnum kvað Grímur er-
lenda tignarmenn í kútinn, hótaði einvígi til
þess að bjarga landa sínum, Konráði Gísla-
syni, frá skuldum, sængaði hjá greifafrú í
París og átti sérstaka skyrtu fyrir hvern dag
vikunnar, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Það er alltaf ástæða til að endurlesa sög-
una. Í dag þurfum við ekki að sanna að
danskir valdsmenn hafi verið óskaplega
vondir. Við þurfum ekki heldur að ímynda
okkur að fólk sem kynnir sér erlenda menn-
ingu sé hrokafullt og vitlaust. Nú geisa hér
alls konar alþjóðleg viðhorf og upplýsingar
flæða stjórnlaust á milli landa. Þá snýr þetta
allt saman öðruvísi við.
Grímur hafði ferðast og starfað víðs vegar
um Evrópu, talaði erlend mál og gat vitnað í
heimspeki og fagurfræði. Kannski það hafi
þá verið svolítið ógnvekjandi. Nú tíðkast það
áreiðanlega ekki á Íslandi lengur að menn
bregðist óvinsamlega við þekkingu annarra.“
HEIMILDIR STYÐJA EKKI SÖGURNAR AF HINUM HARÐA OG ILLA GRÍMI Á BESSASTÖÐUM
Bæði við og hinir
Kristján Jóhann Jónsson, dósent í íslensku á Menntavísindasviði HÍ. „Persónur í kvæðum Gríms eru
ekki stríðshetjur sem vinna ótrúleg afrek heldur menn sem eru hetjur af því þeir eru trúir sjálfum sér.“
Morgunblaðið/Kristinn
SÖGUR AF GRÍMI THOMSEN HAFA
TILHNEIGINGU TIL ÞESS AÐ MARK-
AST AF MIKILLI AÐDÁUN EÐA SIÐ-
FERÐILEGRI HNEYKSLUN, SEGIR
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON
Grímur Thomsen
Mín kynslóð var alin upp af Halldóri Kiljan Laxness. Verk hans, sögur
og ekki síður ritgerðir, mótuðu hugmyndir mínar og viðhorf lengi, og
kannski um of. Það segir meir en flest annað um mat á bókum hve oft
þær eru lesnar aftur.
Þrjár sögur les ég nær því árlega, og finnst æ meir
til um þær. Þær eru Aðventa eftir Gunnar Gunn-
arsson, The Heart of Darkness eftir Joseph Con-
rad og Der Tod in Venedig eftir Thomas Mann.
Tvær aðrar bækur les ég alltaf annað kastið. Þær
eru: Maður og kona eftir Jón Thoroddsen og
Treasure Island eftir R.L. Stevenson.
Ég tek bækurnar sem Þórbergur ritaði eftir séra
Árna Þórarinssyni oft úr hillunni og les. Fjallkirkjan
og Svartfugl, Íslandsklukkan, Atómstöðin, Gerpla og
Brekkukotsannáll eru alltaf jafnheillandi.
Og á erlendum tungum? Agatha Christie og P.G. Wodehouse og
lýsingar þeirra á samfélagi sem maður heldur að sé til á Englandi, Le
Rouge et le Noir eftir Stendhal, Le Pére Goriot eftir Balzac,
Mémoires d’Hadrien og L’Oeuvre au noir eftir Yourcenar, La
Peste og La Chute eftir Camus, Desert eftir Le Clèzio, Sidd-
harta eftir Hesse, Hemsöborna eftir Strindberg, les þær annað
kastið. Og að undanförnu hef ég verið niðursokkinn í Mémoires
d’outre-tombe eftir Chateaubriand.
Í UPPÁHALDI
HARALDUR ÓLAFSSON
VEÐURFRÆÐINGUR
Haraldur Ólafsson hefur góðan smekk á bókmenntum.
P.G. Wodehouse
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013