Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Page 57
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Krúnuleikarnir, Game of Thrones, eftir George R.R. Martin hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Nú er fyrsta bókin í bókaflokknum komin út á íslensku, en hinir geysivinsælu sjónvarpsþættir eru byggðir á henni. Þetta er bók fyrir spennufíkla sem vilja ævintýralega frásögn og fjöl- breytt persónugallerí. Hér eru launráð og losti í fyrirrúmi. Launráð og losti Á þýska mesölulistanum er að finna gamansögu um Adolf Hit- ler. Skáldsagan sem nefnist Er Ist Wieder Da (Hann er kominn aftur) hefur sem komið er selst í 250.000 eintökum. Höf- undurinn er blaðamaður, Timur Vermes. Í bókinni leggst Adolf Hitler til svefns árið 1945 og vaknar árið 2011. Hann ráfar um götur Berl- ínar og fer með einræður sem gera að verkum að fólk álítur hann vera skemmtikraft. Hann öðlast frægð og leggur fyrir sig stjórnmál. Í bókinni lúskra nýnasitar svo á honum. Allt sem viðkemur Hitler er viðkvæmt í Þýskalandi og bókin hefur vakið mikið umtal og svo sannarlega eru ekki allir sáttir. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna efnisvalið harðlega en bók- menntagagnrýnendur hafa margir hverjir hrósað höfundinum. Sjálfur segist hann hafa viljað nýta gamansemi til að sýna hinn raunverulega Hitler. Ensk þýðing á þessari óvenjulegu skáldsögu er væntanleg. Gamansaga um Adolf Hitler slær í gegn í Þýskalandi. GAMANSAGA UM HITLER Á METSÖLULISTA Í ÞÝSKALANDI Bækur Árna Þórarinssonar fá góðar viðtökur erlend- is.Tíma nornarinnar var tekið með kostum og kynjum af gagnrýnendum í Bandaríkjunum, nú síðast tímaritinu Su- spense Magazine sem segir höfundinn vefa saman lýsingar á íslenskum hversdagsleika í margslungið mynstur öfundar, græðgi og losta. Í Svíþjóð rataði bókin inn á lista sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter yfir bestu krimma ársins 2013. Bók Árna Morgunengill fær ekki síðri viðtökur. Einn þekktasti krítíker Frakka, Martine Raval, fjallar um bókina ný- verið í tímaritinu Siné og segir Árna skrifa um hnignun frjáls- hyggjunnar, „í stíl sem bæði er lipur, napur og augljóslega pólitískur og setur af stað fléttu sem lætur lesandann halda í sér andanum af spenningi“. Blaðamaður tímaritsins La tete en noir segir söguna innihalda „stórfenglega fléttu, djúpa per- sónusköpun, raunverulega hluttekningu og samkennd með þeim sem þjást, án þess nokkurn tímann að verða væmin. Lipurlega skrifað og ljúf kímni. Hvað er hægt að biðja um meira?“ Fleiri hæla uppbyggingu bókarinnar í hástert, segja hana snilldarlega og halda lesandanum hugföngnum, og gagnrýnandi Polar noir tekur þetta saman á eftirfarandi hátt: „Frásögn full af átökum, harmleik, einmanaleik og dauða, sem eiga sér stað í hversdagsleikanum og fjallað er um á látlausan hátt. Lesist.“ HRÓSI RIGNIR YFIR ÁRNA ÞÓRARINS Árni Þórarinsson. Erlendir gagnrýnendur eru stórhrifnir af glæpasögum hans. Morgunblaðið/Golli Iðrun eftir Hanne-Vibeke Holst er viðburðarík og spenn- andi fjölskyldusaga sem gerist á 70 árum og teygir sig frá her- námsárunum á Jótlandi og allt til Berlínar samtímans. Þetta er saga um ást, metnað, blekk- ingar og lygar. Hanne-Vibeke Holst er einn vinsælasti rithöfundur Dan- merkur. Iðrun er nýjasta skáld- saga hennar og fékk mjög góða dóma í heimalandinu. Höfund- urinn kann sannarlega að halda lesendum við efnið. Viðburðarík og spennandi fjöl- skyldusaga Hraði og spenna í nýjum bókum NÝLEGAR OG NÝJAR BÆKUR JÓLABÓKAFLÓÐINU ER LOKIÐ OG BÓKAÚTSÖL- URNAR TAKA VIÐ. NÝJAR KILJUR ERU KOMNAR ÚT OG ÞÆR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ INNI- HALDA HRAÐA OG SPENNU. KRÚNULEIKARNIR, GAME OF THRONES, KOMU SVO ÚT NÚ FYRIR JÓLIN OG SPENNUFÍKLAR FÁ ÞAR EFNI VIÐ SITT HÆFI Á TÆPLEGA 900 SÍÐUM. Þótt norrænar spennusögur hafi verið afar áber- andi á markaðnum undanfarin ár hefur lítið verið um þýðingar á finnskum glæpasögum. Nú er komin út finnsk spennusaga í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Bókin nefnist Græðarinn og er eftir Antti Tuomainen. Græðarinn er þriðja skáldsaga hans og var valin besta glæpasagan í Finnlandi ár- ið 2011. Íbúar Helsinki kljást við afleiðingar lofts- lagsbreytinga og óaldarflokkar vaða uppi. Græð- arinn myrðir auðmenn og stjórnmálamenn og fjölskyldur þeirra. Finnsk glæpasaga og ógnvænleg framtíð Boðskapur Lúsífers eftir Tom Egeland er fjórða spennusaga Norðmannsins Toms Egeland sem kemur út á íslensku. Hér segir frá dularfullu handriti, földum boðskap í Biblíunni og ógnvænlegum spádómi um dómsdag. Aðalpersónan er fornleifafræðingurinn Björn Beltö sem veit ekki fyrri til en hann er kominn á flótta undan sértrúarhópi og flækist inn í heim fornra texta. Ísland kemur svo við sögu í bókinni. Handrit og ógnvænlegur spádómur *Mannvera sem er hamingjusöm mun geraaðra hamingjusama; manneskja sem hefurhugrekki og trú mun aldrei deyja í eymd. Anna Frank BÓKSALA 1.-12. JANÚAR Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 6 kíló á 6 vikumOla Lauritzson & Ulrika Davidsson 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 Uppskrift að fjöri með LatabæMagnús Scheving 5 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 6 HáriðTheodóra Mjöll 7 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 8 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 9 Konur eiga orðið allan ársinshring 2013 Kristín Birgisdóttir 10 Fimmtíu dekkri skuggarE L James Kiljur 1 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 3 Konur eiga orðið allan ársinshring 2013 Kristín Birgisdóttir 4 Fimmtíu dekkri skuggarE L James 5 KuldiYrsa Sigurðardóttir 6 Sagan af PíYann Martel 7 Eitt skotLee Child 8 Little book of the IcelandersAlda Sigmundsdóttir 9 ÓvinafagnaðurEinar Kárason 10 VögguvísaElías Mar MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.