Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 60
AFP Hermann Hreiðars- son var hjá Redknapp. Loic Remy kom í vik- unni frá Marseille. Tony Fernandes, for- maður stjórnar QPR. Harry Redknapp er stundum nefndur í sömu andrá og sjónhverfingamaðurinn goðsagnakenndi, Harry Houdini; sá sem losaði sig úr hvaða hand- járnum sem var og braust út úr rammgerðustu fangaklefum, í sýningarskyni. Redknapp er 65 ára, fæddur í London og byrjaði ungur að leika með West Ham. Var þokkalegur leikmaður en hefur starfað sem þjálfari í þrjá áratugi. Nokkr- um sinnum hefur hann tekið við liði í afleitri stöðu og rétt kúrsinn þannig að jaðrað hefur við sjónhverfingar. Það hefur þó ekki alltaf tekist. Lið hans leika jafnan afar skemmtilega knatt- spyrnu, þar sem sóknarleikur er í hávegum. Slíkt er að vísu ekki í boði nú; Redknapp tók á dög- unum við liði QPR sem var þá langneðst – og er enn neðst – í ensku úrvalsdeildinni og í slíkri stöðu er það ekki fegurðin sem skiptir máli heldur að næla í stig. Aðferðin gildir einu. Skútan á réttri leið Forveri Redknapps, Mark Hughes, keypti marga leikmenn í sumar en náði ekki að púsla hópnum saman. Malasíski viðskiptajöfurinn Tony Fernandes, meirihlutaeigandi og stjórnarformaður QPR, ákvað að láta Hugh- es fara í lok nóvember og fékk Redknapp til að freista þess að rétta skútuna við. Hún er langt frá því komin fyrir vind, en mjakast þó í rétta átt. Redknapp þykir mikill refur við kaup og sölu leikmanna. Stundum kallaður braskari en er allt annað en sáttur við þann stimpil. Sagði t.d. sjónvarpsmanni, sem nefndi þetta við hann í beinni útsendingu fyrir nokkrum misserum, að hoppa upp í rassg … á sér! Hvað sem því líður hafa lið Redknapps oft keypt menn á kostakjörum. Blekið er varla þornað á samningi sem fellur í þann flokk; franski framherjinn Loic Remy kom í vik- unni frá Marseille, fyrir sjö milljónir punda að því er talið er. Tottenham bauð tuttugu milljónir punda í Remy í fyrra, þegar Red- knapp var þar við stjórnvölinn, en Marseille sagði nei. Annað mál er að Remy var nánast kominn til Newcastle í vikunni þegar hann hætti við og valdi QPR í staðinn. Kannski heillaði höf- uðborgin. Kannski Redknapp? Hugsanlega peningar Malasíumannsins. Hvað veit ég? Skatturinn … Braskari eða ekki. Redknapp var kærður fyrir meint svæsin skattsvik árið 2010 en sýknaður í fyrra, eftir langa og stranga ferð fyrir dómstólum. Fyrir dómi sagði þjálfarinn óhugsandi að hann hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Hélt því fram að endurskoðandinn sæi um öll fjármál fjölskyldunnar og sjálfur hefði hann aldrei séð svo mikið sem einn launamiða eða önnur gögn. Harry Redknapp lýsti því yfir í réttarsalnum að hann væri hræði- lega óskipulagður, og dró svo sem ekki upp neina glansmynd af sjálf- um sér. „Ég er varla skrifandi; skrifa eins og tveggja ára, kann ekki að stafa.“ Hann sagðist af- skaplega gamaldags: Ég kann ekki á tölvu, veit ekki hvað tölvupóstur er, hef aldrei sent fax og aldrei textaskilaboð.“ 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 *Aldrei langar og leiðinlegar ræður um leikaðferðir […]. Og það ertafla í búningsklefanum en Harry skrifar aldrei neitt á hana.Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart sem lék undir stjórn Redknapps hjá Tottenham. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi lands- liðsfyrirliði, lék undir stjórn Harrys Red- knapps hjá Portsmouth um tíma og þeir urðu enskir bikarmeistarar vorið 2008. Aðspurður segist Hermann sannfærður um að Redknapp muni ná að bjarga QPR frá falli: „Harry Houdini? Já, alveg pott- þétt!“ sagði hann við Morgunblaðið. Hermann segir Harry mjög góðan í því að stappa í menn stálinu og fá þá til þess að leggja sig fram. „Hann er kannski ekki takt- ískur snillingur, en fær til sín leikmenn sem vita hvað þeir eiga að gera og þarf þar af leiðandi að segja minna en margir aðrir,“ segir Hermann. „Harry er mjög klókur á leikmannamarkaðnum. Það er líklega mesti styrkur hans að fá til sín góða leikmenn sem einhverra hluta vegna eru í niðursveiflu og ná síðan því besta út úr þeim. Það geta verið menn sem eru að byrja aftur eftir meiðsli, komast ekki í liðið annars staðar eða eru í fýlu einhverra hluta vegna. Harry hefur oft tekist að telja þeim trú um að gæðin hafi ekki horfið heldur séu þeir bara í tímabundinni lægð. Hann fær þessa menn oft á miklu lægra verði en þeir hafa verið metnir á og eftir að þeir blómstra hjá honum hækka þeir aftur mjög í verði.“ Hann kaupi þó ekki hvern sem er heldur leiti að mönnum af ákveðinni skapgerð, og virðist jafnan ná í þá réttu til að búa til góða blöndu. Leikaðferðir eru ekki ær og kýr Redknapps, en Her- mann segir hann treysta leikmönnum sínum afar vel. „Hann fer t.d. ekki sérstaklega yfir það hvernig hann vill að varnarmennirnir spili, frekar að þeir spjalli um það sín á milli og spili eins og þeim líður best.“ En er Harry jafnskemmtilegur náungi og hann virðist vera? „Já, hann er frábær á meðan þú ert einn af þeim 11-14 leikmönnum sem hann vill nota í liðinu. En ég er ekki viss um að það sé neitt sérstakt að vera hjá honum ef þú ert ekki í þeim hópi!“ segir Hermann. „Mjög klókur“ Redknapp kafteinn Bolti í blóðinu Sandra Redknapp er eig- inkona Harrys til 45 ára. Tvíburaystir hennar, Pat- ricia, giftist gömlum sam- herja Harrys hjá West Ham, Frank Lampard, og hefur sonur þeirra og al- nafni föður síns verið í lykilhlutverki hjá Chelsea lengi. Patricia lést fyrir nokkrum árum. Annar sonur Harrys og Söndru, Jamie, var þekktur leik- maður með Liverpool og Tottenham og enskur landsliðsmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.