Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 4
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Rekstur Lífeyrissjóðs verslunar-
manna (LV) gekk mjög vel á síð-
asta ári og var ávöxtun eigna
13,4% sem svarar til 8,5% hreinnar
raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun
síðastliðin 10 ár nam 3,9%.
Allir eignaflokkar lífeyrissjóðsins
gáfu af sér jákvæða ávöxtun í
fyrra. Það sem vegur þungt í góðri
ávöxtun fjármuna sjóðsins í fyrra
var ávöxtun á erlendum verðbréf-
um í eigu sjóðsins en þau hækkuðu
um 17% mælt í dollurum. Um
helmingur af fjármunatekjum
sjóðsins eru vegna erlendra verð-
bréfa skv. upplýsingum sem feng-
ust hjá LV.
Ávöxtun á innlendum hlutabréf-
um var einnig góð en á síðasta ári
hækkuðu skráð hlutabréf í eigu
sjóðsins um 24%. Raunávöxtun af
innlendum skuldabréfum var um
4,5%.
Skv. upplýsingum frá sjóðnum
fjölgaði fjárfestingartækifærum á
liðnu ári og innlendur hlutabréfa-
markaður efldist. Gjaldeyrishöft
eru þó enn sögð hamla nokkuð
uppbyggingunni og setja mark sitt
á starfsemi sjóða eins og LV.
Eignir yfir 400 milljarðar
Í lok ársins voru eignir lífeyr-
issjóðsins um 402 milljarðar sam-
anborið við 345 milljarða árið áður.
Eignir jukust þannig um rúma 56
milljarða á árinu.
Um 28% af eignum sjóðsins eru í
dreifðu safni erlendra verðbréfa,
29% í innlendum ríkistryggðum
skuldabréfum, 10% í safni sjóð-
félagalána og 9% í bankainnstæð-
um. Innlend hlutabréfaeign jókst
nokkuð á árinu og nemur nú um
12% af eignum sjóðsins. Önnur
skuldabréf eru samtals 12% af
eignum.
Kallar ekki á breytingar
á lífeyrisgreiðslum
Tryggingafræðileg staða lífeyr-
issjóðsins hefur batnað undanfarin
ár. Um nýliðin áramót var hún
metin -0,4% samanborið við -2,3%
árið 2011 og -3,4% árið 2010. Staða
sjóðsins í þessu tilliti kallar því
ekki á breytingar á lífeyris-
greiðslum, að því er segir í tilkynn-
ingu frá lífeyrissjóðnum í gær.
Á liðnu ári greiddu rúmlega 48
þúsund sjóðfélagar til sjóðsins en
alls eiga um 147 þúsund manns
réttindi hjá LV og sjóðurinn
greiddi um 8 milljarða í lífeyri til
rúmlega ellefu þúsund sjóðfélaga.
8,5% raunávöxtun
eigna LV í fyrra
Erlend verðbréf hækkuðu um 17% og innlend hlutabréf 24%
Morgunblaðið/Kristinn
Gott gengi Allir eignaflokkar LV gáfu af sér jákvæða ávöxtun í fyrra.
Morgunblaðið/Golli
Landspítali Hjúkrunarfræðingar að störfum á hjartadeild. Nýr stofnanasamningur gæti dregið dilk á eftir sér.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Manni sýnist að aðrar stéttir, ekki
eingöngu innan Landspítalans held-
ur út um allt, séu að setja sig í
stellingar til að fara fram á svip-
aðar launahækkanir,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins,
spurður um möguleg áhrif launa-
breytinga í nýgerðum stofnana-
samningi hjúkrunarfræðinga og
Landspítalans á vinnumarkaðinum.
Meðalhækkunin í samningunum
við hjúkrunarfræðinga er um 6%
að mati Vilhjálms. „Þetta er nokk-
uð fljótreiknað. Konur eru hátt í
helmingur vinnumarkaðarins þann-
ig að ef allar konur eiga að fá 6%
hækkun þá er vinnumarkaðurinn í
heild að hækka í kringum 3% og ef
þeir sem eru með meiri menntun
eiga svo að fá meira en hinir, þá
kemur það þessu til viðbótar. Þar
með væri ávísað á launahækkun
sem er jafnhá þeirri sem er að
ganga yfir núna vegna kjarasamn-
inganna. Ef eitthvað slíkt á að
ganga yfir þá hefði það bara aukna
verðbólgu í för með sér,“ segir
hann.
Ekki verið leitað samkomulags
við aðra með nokkrum hætti
Vilhjálmur segir það gleymast í
þessari umræðu að það sé sam-
hengi á vinnumarkaðinum. „Ef
hjúkrunarfræðingar eiga að hækka
umfram aðra þá þarf að vera sam-
komulag um það við alla hópa á
vinnumarkaði. Mér sýnist ekki að
slíks samkomulags hafi verið leitað
með nokkrum hætti,“ segir hann.
,,Við erum ekki farin að sjá það
ennþá hvar ríkisstjórnin ætlar sér
að stoppa þennan bolta, sem hún
ýtti af stað,“ bætir hann við.
Kjarasamningar á almennum
vinnumarkaði gilda til 30. nóv-
ember nk. og Vilhjálmur segir að
samtökin ætli ekki að taka samn-
ingana upp fyrir þá tímasetningu.
„Þróunin hjá hinu opinbera hefur
áhrif á almenna vinnumarkaðinn og
hvernig spilast úr því. Okkar meg-
inmarkmið er að geta hækkað laun
á grundvelli stöðugleika og það er
augljóst mál að ef opinberi vinnu-
markaðurinn er að hækka langt
umfram almenna vinnumarkaðinn,
þá er það ekki gott innlegg.“
Vilhjálmur segist ekki taka
afstöðu til samninga hjúkr-
unarfræðinga sem slíkra en
lykilatriðið sé að ef hækka
eigi eina stétt umfram aðra,
þá þurfi að vera miklu víðtæk-
ara samkomulag um það á
vinnumarkaðinum en komi
fram í þessum stofn-
anasamningi á Land-
spítalanum.
Telur aðra setja sig í stellingar
Óljóst hvar rík-
isstjórnin ætlar að
stöðva þennan
bolta að mati SA
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Aðspurður hvort stefnumörk-
un stjórnvalda og LSH í launa-
málum hjúkrunarfræðinga eigi
við um allar starfsstéttir á
spítalanum segir Guðbjartur
Hannesson, velferðarráðherra
að fyrir liggi að jafnlaunaátakið
sé skilgreint til að skoða stöðu
kvennastétta. „Það verður far-
ið yfir málið heildstætt, fyrst
með stofnanasamningum þar
sem það á við og síðan í fram-
haldinu í kjarasamningum
næsta árs. Vonin er að þetta
verði forgangsatriði í næstu
kjarasamningum, áherslan er á
að leiðrétta kynbundinn launa-
mun og stöðu kvennastétta
gagnvart öðrum stéttum.“
Guðbjartur vill lítið segja til
um hugsanlega aðkomu rík-
isins að stofnanasamningum
þeirra stétta sem berjast nú
fyrir kjarabótum og minnir á að
hjúkrunarfræðingar séu lang-
fjölmennasta stéttin innan
LSH eða 1300 starfsmenn.
„Stofnunin sjálf (LSH) þarf
að meta það með viðkom-
andi starfsstéttum, hvað
þarf og hvernig, í kjölfarið
sjáum við upphæðirnar,“
segir Guðbjartur og tekur
fram að stjórnvöld muni
fylgjast grannt
með gangi mála.
Kvenna-
stéttir til
skoðunar
RÁÐHERRA FYLGIST MEÐ
Guðbjartur
Hannesson
Ætla má að bótasvik í almanna-
tryggingakerfinu hafi numið allt að
3,4 milljörðum króna árið 2011, er
mat Ríkisendurskoðunar sem legg-
ur til hert viðurlög við bótasvikum.
Ríkisendurskoðun telur að efla
þurfi eftirlit á þessu sviði, m.a. með
því að rýmka lagaheimildir
Tryggingastofnunar til að afla og
vinna með persónuupplýsingar.
Þá eigi að rýmka heimildir stofn-
unarinnar til að beita viðurlögum
við bótasvikum. Mikilvægt sé að
viðurlög séu þannig að þau fæli fólk
frá því að reyna að svíkja út bætur,
stendur ennfremur í tilkynningu
frá Ríkisendurskoðun.
Ekki liggur fyrir mat á ætluðu
umfangi bótasvika hér á landi en í
Danmörku er talið að þau nemi á
bilinu 3–5% af heildarfjárhæð bóta-
greiðslna. Sé miðað við þessi hlut-
föll má ætla að bótasvik hér hafi í
heild numið 2–3,4 milljörðum króna
árið 2011, stendur í nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar sem fjallar um
eftirlit TR með bótagreiðslum í
almannatryggingakerfinu.
Telja bótasvik nema
3,4 milljörðum kr.
Efla þarf eftirlit með bótagreiðslum
Vísbendingar eru um að raun-
ávöxtun íslensku lífeyrissjóð-
anna hafi verið góð síðasta ári
og yfir langtímameðaltali skv.
upplýsingum Landssamtaka líf-
eyrissjóða, sem hafa birt nýtt
hagtölusafn sjóðanna á vefsíðu
samtakanna. Rekstrarkostn-
aður sjóðanna var 0,3% af með-
aleignum 2011 og með lægsta
móti í alþjóðlegum samanburði.
Góð ávöxtun
lífeyrissjóða
HAGTÖLUR TEKNAR SAMAN