Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mér finnst mikilvægt að þetta einstæða bóka-
safn verði opið almenningi. Slíkt þarf raunar
ekki að vera stórmál og ég vænti þess að á Skál-
holtshátíð í júlí nk. verði safnið komið á nýjan
stað. Hér er að finna flestar merkustu bæk-
urnar sem gefnar hafa verið út hér á landi,“ seg-
ir sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í
Skálholti.
Eitt áhugaverðasta bókasafn landsins er
varðveitt í Skálholti, en það var í febrúar 1965,
sem þjóðkirkjan festi kaup á safni mikilla kjör-
gripa, einu hinu stærsta í einkaeigu á landinu.
Satt að segja er ákveðin dulúð yfir þessu safni
því tilvist þess hefur ekki verið á vitorði ýkja
margra.
Safn á menningarsetri
Skálholsstaður og viðreisn hans var áherslu-
mál í biskupstíð Sigurbjörn Einarssonar sem
tók við embætti árið 1959. Dómkirkjan í Skál-
holti var vígð 1963 og starfsemi lýðháskóla að
norrænni fyrirmynd hófst um áratug síðar. Með
þessu var ætlunin að staðurinn yrði alhliða
mennta- og menningarsetur. Í því skyni þótti
mikilvægt að góður bókakostur væri á staðnum.
Bókasafnið í Skálholti var upphaflega í eigu
Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns í Búðar-
dal. Síðar eignaðist Kári Borgfjörð Helgason,
kaupmaður í Reykjavík, safnið. Árið 1965 kaus
hann svo að láta það frá sér og seldi þjóðkirkj-
unni fyrir 3,5 millj. kr. að þávirði, sem var
geysihá fjárhæð. Var sú upphæð greidd með
fjármunum meðal annars úr svonefndri Skál-
holtssöfnun sem margir lögðu lið.
Í ýmsum gögnum og frumheimildum viðvíkj-
andi kaupunum á bókasafninu er margt athygl-
isvert. Lesa má á milli lína orðræðu handrita-
málsins. Það var nánast framhald af sjálf-
stæðisbaráttunni sem lauk strangt til tekið með
stofnun lýðveldisins árið 1944.
Á sínum tíma var kvittur um að bókasafnið úr
Dölum yrði hugsanlega selt úr landi. Til þess
máttu sumir ekki hugsa, með skírskotun til þess
að á árunum upp úr 1960 var þjóðareining um
endurheimt íslenskra skinnhandrita úr vörslu
Dana. Í margra vitund var litið svo á að sjálf-
stæð þjóð gæti tæpast látið sína gömlu herra-
þjóð varðveita sagnaarf sinn – hvað þá að á
sama tíma yrðu merkir íslenskri menning-
argripir seldir til útlanda.
Bak við þrennar dyr
Í bókasafnið í Skálholtskirkju er langur
gangur og fara þarf um þrennar rammgerðar
og læstar dyr. Fyrst er prílað upp nokkra og
bratta þrönga stiga og svo arkað um langan
gang undir rjáfri kirkjuskipsins. Svo er tekinn
einn stiginn enn og inn í turn kirkjunnar og þar
er safnið; í 30 fermetra herbergi.
Þar var því komið fyrir árið 1967 og er vel að
því búið að flestu leyti. Nokkurt hnjask varð í
safninu í jarðskjálftunum árið 2000 og hvetur
það ásamt mörg öðru til þess að gerðar verði
bragarbætur.
Merkustu bækurnar eru í eldtraustum stál-
skápum en aðrar í hefðbundnum bókahillum. Í
tímans rás hafa ýmsar hugmyndir um bóka-
safnið verið settar fram, svo sem að byggð yrði
yfir það sérstök bókhlaða sem átti að vera tengi-
bygging við Skálholtsskóla. Þær bollaleggingar
eða aðrar hafa þó aldrei reynst raunhæfar sakir
fyrirsjáanlega mikils kostnaðar, að sögn sr.
Kristjáns Vals.
Safnið verði í biskupshúsi
Árið 2006 samþykkti ríkisstjórnin tillögu
Björns Bjarnasonar, þá dóms- og kirkju-
málaráðherra, um að gengið yrði til samninga
við stjórn Skálholtsstaðar um byggingu húss
fyrir móttöku ferðamanna og bókasafnið.
Fyrstu drög að slíku mannvirki voru gerð. Svo
kom hrun. Þá var í staðinn reist gestastofa sem
stendur á Skálholtshlaði og er þar m.a. sýning
um sögu staðarins. Bókasafnsmál hafa því beðið
en nú telur vígslubiskup hins vegar vera lag.
Kjallari embættisbústaðar hans stendur auð-
ur og þar segir sr. Kristján Valur auðvelt að
koma safninu fyrir svo vel fari og það fyrir lítinn
pening. Þá sé í kjallaranum aðstaða fyrir þá sem
myndu vilja nýta sér safnið vegna fræðistarfa.
Flest frá uphafi prentlistar
En hver er safnkosturinn? Í stuttu máli sagt
er þar að finna flest það markverðasta sem út
kom á Íslandi frá upphafi prentlistar á Íslandi
fram undir 1960. Hér má nefna Guðbrands-
biblíu frá 1584, Þorláksbiblíu frá 1644 og Steins-
biblíu frá Hólum sem kom út snemma á átjándu
öldinni. Einnig er í safninu fjöldi annara kirkju-
rita, svo sem fyrsta útgáfa Passíusálmanna frá
1666, Grallarinn í ýmsum útgáfum, guðsorða-
bækur – og svo fjöldi ævisagna, ljóðabóka,
skáldverka, handrit ýmiskonar og smáprent.
Talið er að í safninu séu um 10 þúsund bækur
og minnst 4.000 bindi tímarita. Mörg þessara
rita eru fágæti og ekki er vitað til þess t.d. að
frumútgáfa Sálma og kvæða eftir Hallgrím Pét-
ursson frá árinu 1755 sé annars staðar til. Þarna
eru satt að segja gersemar í hverri hillu þó inni
á milli séu líka bækur sem víða eru til og fást á
fornsölum fyrir lítið.
Flutt á næstu mánuðum
„Skálholt er staður mikillar sögu. Fyrir vikið
hafa flestir meiningar um mál hér; t.d. um Þor-
láksbúð eða miðaldadómkirkju. Nú er bókasafn-
ið hins vegar næst á dagskrá og til að koma því
máli á rekspöl vil ég virkja sem flesta. Skálholt á
marga bakhjarla og fólk sem vill veg þessa stað-
ar sem mestan,“ segir vígslubiskup sem hefur
kynnt kirkjuráði hugmyndir sínar – um að flytja
safnið á hentugri stað án mikils kostnaðar. Voru
undirtektir á þeim vettvangi góðar og því líklegt
að safnið verði flutt innan tíðar.
Kjörgripir á kirkjuloftinu
Tíu þúsund merkar bækur varðveittar í turni Skálholtskirkju Bak við læstar dyr í áratugi
Guðbrandsbiblía, Grallarar og frumútgáfa Passíusálmanna Safnið senn aðgengilegt almenningi
Helgirit Hér er að finna flestar merkustu bækurnar sem gefnar hafa verið út hér á landi,“ segir
sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup. Óverulega hefur þó bæst í safnið eftir 1960.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálholt Bókasafnið er í turni kirkjunnar. Nú stendur hins vegar til að flytja þar í kjallara bisk-
upsbústaðarins sem er fremst á myndinni. Er sú lausn talin hentug og kosta ekki mikið.
Bækur Ágætlega er að safninu búið. Mestu
dýrgripirnir eru geymdir í stálskápum
Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhann-
esdóttir, minntist þess við upphaf
þingfundar að í gær að liðin voru
rétt 90 ár frá því að fyrsta konan,
Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri,
tók sæti á Alþingi.
Í ávarpi sínu sagði þingforseti: Í
dag, 15. febrúar, eru liðin rétt 90 ár
frá því að fyrsta konan, Ingibjörg H.
Bjarnason skólastjóri, gekk inn í
þennan sal sem kjörinn alþingis-
maður. 35. löggjafarþing var sett
fimmtudaginn 15. febrúar 1923.
Fjórum dögum síðar var kjörbréf
Ingibjargar samþykkt og hún vann
eið að stjórnarskránni. Ingibjörg H.
Bjarnason var kjörin á Alþingi í
landskjöri sumarið áður, 8. júlí 1922.
Í framsöguræðu sinni fyrir áliti
kjörbréfanefndar sagði Jóhannes
Jóhannesson m.a.: „Þetta verður í
fyrsta sinn sem kona tekur sæti á
Alþingi, og ég vil láta í ljós gleði
mína fyrir þeim atburði. Ég óska
háttv. 6. landskjörnum þingmanni,
Ingibjörgu H. Bjarnason, farsældar
og ánægju í starfi sínu og þess að
hluttaka kvenna í löggjafarstarfinu
megi verða landi og lýð til bless-
unar.“
Tímamóta minnst á Alþingi
Ljósmynd/Alþingi
Úr þingsal Í tilefni dagsins var málverk eftir Gunnlaug Blöndal í eigu
Alþingis af Ingibjörgu H. Bjarnason hengt upp í þingsalnum í gær.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!