Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 20
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðið hefur verið að stækka höfn- ina á Norðfirði og endurbæta aðstöð- una. Unnið er að breytingu á aðal- skipulagi og deiliskipulagi og stefna Fjarðabyggðarhafnir að því að hefj- ast handa á vormánuðum. Mikil umsvif eru í höfninni á Norð- firði, einkum vegna starfsemi Síld- arvinnslunnar hf., og segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, að höfnin sé of þröng fyrir þau stóru skip sem nú nota höfnina og viðlegukantur of stuttur. „Við erum að þjóna við- skiptavinum hafnarinnar. Þeir þurfa á þessari aðstöðu að halda vegna aukinna umsvifa.“ Áætlaður kostnaður er rúmur hálfur milljarður króna. Verkið á að vinna á tveimur árum og reiknað er með að fyrsti áfangi verði tekinn fyr- ir í vor. Með breytingum á höfninni er ætlunin að bæta aðstöðu við fiski- höfnina þannig að stærri fiskiskip og flutningaskip geti athafnað sig með góðu móti. Legupláss verður aukið og aðstaða fyrir smábáta bætt. Hafnargarðurinn verður færður út um 50 metra og verður til 70 metra vítt hafnarmynni með tunnu- enda á móti garði út frá fiskimjöls- verksmiðjunni. Tunnuendi þýðir að grjótinu er hlaðið í tunnulaga grind þannig að fullt dýpi er við enda garðsins. Með færslu garðsins og dýpkun skapast 210 metra snúnings- rými og aukið pláss innan hafnar. Togarabryggjan verður lengd um 60 metra. Ný smábátahöfn verður gerð með rými fyrir tvær flotbryggjur, 50 og 60 metra langar. Tillögur um breytingar á skipulagi eru til sýnis, meðal annars á bæj- arskrifstofunum, og er frestur til að gera athugasemdir til 7. mars. Framkvæmdin þarf ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.  Norðfjarðarhöfn verður stækkuð og aðstaðan endurbætt  Viðskiptavinir hafnarinnar þurfa á þessu að halda, segir bæjarstjórinn  Unnið að skipulagsbreytingum og framkvæmdir hefjast í vor Stærri skipin geti athafnað sig Norðfjarðarhöfn » 519 skipakomur voru til Norðfjarðarhafnar í fyrra. » Um höfnina fóru 140 þús- und tonn af vörum. » Landað var 223 þúsund tonnum af fiski, þar af var upp- sjávarafli 212 þúsund tonn. 0 2 20 30 10 A1 H1 Stækkun Norðfjarðarhafnar Tog ara bry ggj a Frystihús Síldarvinnslunnar Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar Væntanleg smábátahöfn Núverandi skipulag Hafnargarður eftir stækkun Heimild: Fjarðarbyggð • Uppdráttur: Alta ehf. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt sala á nautgripakjöti fari vax- andi virðist áhugi bænda á fram- leiðslu fara minnkandi. Tölur um ásetning kálfa benda til að fram- leiðslan muni minnka í fyllingu tím- ans. Afar erfiður rekstur er hjá þeim bændum sem sérhæfa sig í ræktun holdanauta, meðal annars vegna þess að verð til þeirra er heldur lágt. Framleiðsla á nautakjöti með holdanautum er komin í öngstræti. Það má lesa út úr skýrslu starfshóps sem fékk það hlutverk að gera til- lögur um endurnýjun og styrkingu holdanautastofnsins. Fram kemur að vegna þess hversu fá holdanaut eru hér á landi og skyldleiki þeirra mikill verði sjálf- bær ræktun til lengri tíma ómögu- leg. Þurfi nýtt erfðaefni úr holda- kynjum að koma til. Það fæst ekki öðruvísi en með innflutningi fóstur- vísa eða sæðis. Í skýrslunni er fjallað um mismun- andi leiðir en þar er ekki að finna til- lögur um hvernig að innflutningi skuli staðið. Vantar tillögur Meginhluti nautgripakjötsfram- leiðslunnar er hliðarframleiðsla hjá mjólkurbændum og eru því flestir framleiðendur innan Landssam- bands kúabænda (LK). Félag nauta- kjötsframleiðenda er einnig til en það er áhugamannafélag og flestir félagsmenn rækta Galloway holda- gripi eða blendinga með Aberdeen Angus og Limousine. LK fagnaði útkomu skýrslu starfshópsins en gagnrýndi hversu langan tíma starfið tók og lýsti yfir vonbrigðum með að ekki skyldu koma fram tillögur um endurnýjun og styrkingu holdanautastofna. Nið- urstaða LK er að starf nefndarinnar hafi misheppnast. Forysta LK hefur þegar farið á fund atvinnuvegaráð- herra til að lýsa afstöðu sinni og til- lögum um næstu skref. Þau eru að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna nú þegar með skilvirkum, hagkvæmum og örugg- um hætti, að koma á EUROP kjöt- mati fyrir nautakjöt svo fljótt sem verða megi, sem er í samræmi við niðurstöður starfshópsins. Þá telja kúabændur að bæta þurfi afkomu í greininni, meðal annars með því að auka fagþekkingu. Ekki er sama hvernig að innflutn- ingi erfðaefnis er staðið. Sú leið sem farin var þegar Aberdeen Angus og Limousine erfiðaefnið var flutt inn í gegn um einangrunarstöðina í Hrís- ey er bæði fokdýr og seinleg. Ef hún væri notuð myndi taka fimm ár að framleiða fyrsta kjötkílóið með hreinni grip sem þó yrði alltaf blend- ingur. Snorri Örn Hilmarsson, sem ræktar holdanaut á Sogni í Kjós, átti sæti í nefndinni. Hann er sammála því að nauðsynlegt sé að flytja inn nýtt erfðaefni. Hann telur skynsam- legast að gera það með því að flytja fósturvísa beint inn á eitthvert bú og dreifa afkvæmunum síðan á önnur býli gegn kröfum um strangt eftirlit. Hann vísar til þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar að sæðingar holdanauta hafi ekki gengið nógu vel. Þessi leið er ekki fær að óbreytt- um lögum. Meta þarf mismunandi leiðir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, segir að gera þurfi áhættumat á mismunandi leið- um, áður en ákvörðun er tekin og lagðar til lagabreytingar. Auk þeirra tveggja leiða sem um er getið hér að framan nefnir hann möguleika á að flytja inn sæði úr reyndum nautum þar sem heilbrigði er gott og kröfur stífar og sæða holdakýr beint á bú- unum. Segir hann að þessi aðferð sé notuð í svínaræktinni. Þarf að bæta holdanautin  LK telur að nefndastarf hafi mislukkast Morgunblaðið/Árni Sæberg Nautgripir Íslensku holdagripirnir eru allt of skyldir innbyrðis. Framtíðarþing um farsæla öldrun Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum: » 75 ára og eldri » 55-75 ára » 55 ára og yngri » Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum Tilkynnið þátttöku: Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið framtidarthing@gmail.com eða í síma 693 9508 eigi síðar en 25. febrúar nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.* Boðið verður upp á veitingar. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Tjarnarsalur 7. mars 2013 kl. 16:30-20:30 *Allir þátttakendur eru sjálfboðaliðar og þurfa sjálfir að standa straum af eigin ferðakostnaði. MARKMIÐ ÞINGSINS: » Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. » Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar. FARSÆL ÖLDRUN Þátttakendur óskast – viltu vera með?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.