Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 23
öllu og sá trausti fylgdarmaður sem
honum var fenginn til leiðsagnar, og
báru þessa ógnarfregn um bæinn. Í
dyrum mættu honum spyrjandi augu
full ótta og áhyggju. Æðruleysið og
stillingin kom ungum prestinum
reyndar á óvart. Svona fregnir höfðu
áður borist um þetta þorp sem önnur
við ströndina. Þær eyddu óvissunni,
settu viðfang fyrir tilfinningalífið.
Komst enginn af? Nei, enginn komst
úr þessum háska.
Það var hægt að fara að syrgja,
takast á við óbærilegan missinn.
Það lagðist dimmur skuggi yfir
Bíldudal. Allir höfðu misst. Kona
skipstjórans missti hann frá tveimur
ungum sonum og foreldra sína að
auki. Systir hennar þau líka og einnig
tengdamóður sína, annan mág og
svilkonu. Þau sem fórust áttu 56
börn.
Í kjölfarið kom slæm umgangspest
og við henni var mótstöðuaflið skert.
Svo komu líkin heim, þrjú saman
fyrst og svo eitt og eitt. Jarðarfarir
fram á sumar. Sárin ýfðust upp. – Það
þurfti að ráða nýja menn til forystu.
Það vantaði prest, kaupfélagsstjóra,
tvo kaupmenn, framkvæmdastjóra,
mömmur og pabba og ömmur og afa,
eiginmenn og unnusta. Það var
reyndar ekki hægt að ráða í allar
stöðurnar! Það átti þó eftir að verða
hjálp í prestinum og eftir árin hans
sautján á Bíldudal var hann ekki
lengur ókunnugur né heldur að nær-
vera hans vekti annað en öryggi og
elsku. Séra Jón Kr. Ísfeld hét hann.
Eftirleikurinn
Miklar umræður urðu í þjóðfélag-
inu um Þormóðsslysið. Blöð allt í
kringum landið birtu fréttina um það
og nöfn hinna látnu. Þeirra var
minnst í sameinuðu Alþingi og í Dóm-
kirkjunni var minningarathöfn 5.
mars með biskup landsins í ræðustól
að stórmenni og fulltrúum annarra
þjóða viðstöddum. Hluttekning ríkis
og þjóðar var ákaflega virðuleg og
vottur um að þjóðarsorg ríkti. Það
voru líka fleiri sem höfðu horfið í vota
gröf. Sjómenn drukknuðu á næstum
dögum og stríðið sá í raun fyrir fleir-
um hér að tiltölu en í sumum stríðs-
löndunum. Hildarleikurinn í Evrópu
setti svo sinn dökka skugga sem bak-
grunn fyrir hörmungum þjóðarinnar.
Umræður urðu um öryggismál sjó-
manna og dómsrannsókn fór fram á
ástæðum slyssins. Hún leiddi í ljós að
leki hafði verið vandamál á siglingum
skipsins hér við land og þrátt fyrir
gagngerar endurbætur varð ekki
komist fyrir hann. En um sitthvað
annað var ekki fjallað og verður ekki
heldur gert hér.
Aldrei var talað um að það hefði
verið ábyrgðarhlutur að hafa svo
margt fólk um borð. Því réð þörfin og
ástandið í stríðinu. Engar voru veð-
urfregnirnar af stríðshagsmunum og
heldur engar skipaáætlanir af örygg-
isástæðum. Allt þetta fólk þurfti
nauðsynlega að komast suður og óvíst
um næstu ferð sem félli. Hún reynd-
ist svo verða sex dögum síðar, en það
var alls óvíst þá og viðkoman þó ekki
án eftirgangsmuna. Fjórir menn sem
áttu annað far víst tóku þá ákvörðun
að fara heldur með Þormóði. Menn
létu ekki óttann stjórna sér heldur
nauðsynina. Enginn virðist hafa hætt
við för af því að skipið væri svo mann-
margt. Í þessum anda var hleypt um
borð þeim sem með vildu fara. Eng-
inn fór í land á Patreksfirði, þar bætt-
ust við tveir farþegar, reyndur skip-
stjóri og prestur.
Árin liðu
Hjónabönd urðu til. Börn fæddust
og við fengum nöfn hinna látnu að
bera á vit ókominnar framtíðar sem
núna er orðin okkar dagur. Lífið hélt
áfram, en ekki sinn vanagang. Svo
margt var breytt. Sorgarsárin blæddu
og sársaukinn blindaði sýn. Missirinn
skerpti hins vegar skilninginn á dýr-
mæti lífsins. Það var litið eftir okkur
og hlúð að lífinu eftir föngum.
Þormóðsslysið gleymdist þó aldrei
svo lítið sem um það var nú talað í
raun. Það voru því kalblettir á mann-
lífinu hér og hvar, en víða blómstraði
þó umhyggjan, og áhuginn á því að
Bíldudalur efldist var brennandi. Það
varð eiginlega ófært að rífast mikið
um hreppspólitík. Það var ekki boð-
inn fram nema einn listi í sextán ár.
Þegar svo að því kom töldu menn það
móðgun við sig og margir fluttu burtu
þegar gamli listinn missti meirihlut-
ann 1970. Kannski var það útsog
þeirrar heljaröldu sem braut Þormóð
á Garðskagaflösinni kl. 3:13 18. febr-
úar 1943.
Tileinkun
Þormóður var að uppruna ekki
sterkt skip. Á árinu 1942 var sett í
hann ný vél, yfirbygging, hvalbakur
og spil. Hann var allur styrktur og því
orðinn mun öflugri þegar hann svo
fór sína fyrstu ferð. Þó var hann enn
lekari „en til þrifa mátti telja“.
Því var haldið fram að slæmt
ástand hans hefði ráðið örlögum
hans. Fárviðrið hefði þó fyrir löngu
átt að gera út af við hann ef hann
hefði verið svo vanbúinn sem orð var
á haft. Dugnaður skipverjanna og
sjómennska á hæsta stigi dugði vel og
dugði lengi.
Við sem ekki höfum komist í slíka
raun getum ekki gert okkur í hug-
arlund hvílík ósköp ganga á í svona
veðri og hvílíka árvekni þarf til þess að
halda skipi upp í ölduna og snúa því við
brotsjóum. Þetta 100 tonna skip hélt
út í sólarhring í fárviðri sem enginn
lagði út í honum til bjargar, og voru
hamfarir þess af því tagi sem fyr-
irkomið hefur miklu stærri skipum.
Við tileinkum því þessi skrif hetju-
legri baráttu áhafnarinnar sem og
minningu þeirra sem með þeim fór-
ust.
PS Efni blaða um Þormóðsslysið
frá þessum tíma og síðar hefur verið
tekið saman og birt á vefslóðinni arn-
firðingur.is.
-------
Höfundur er frá Bíldudal.
Ljósmynd/Guðmundur Bjarnason
Bíldudalur Af þeim 31 sem fórust með Þormóði voru 22 úr Arnarfirði þar sem Bíldudalur er eini þéttbýliskjarninn.
Ljósmynd/Jakob Hjálmarsson
Minnisvarði um fólkið sem fórst
með Þormóði var reistur 1987.
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
DÍSIL 2,0D - 184 HESTÖFL
5,6 L/100 KM* Í BLÖNDUÐUM AKSTRI.
WWW.BMW.IS
Þú ert í leit að ævintýrum, við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru
kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er
akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Verð frá 7.890.000**
X LÍNAN Í TAKT VIÐ TÍMANN.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
4
3
0
**
A
u
ka
b
ú
n
a
ð
u
r
á
m
yn
d
,M
sp
o
rt
p
a
kk
i