Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Miðvikudaginn 20. febrúar kl 17:00-18:30 Kynningin verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur Kynnt verður tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir Landsímareit í Kvosinni. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti. Í framhaldi af kynningarfundinum hefst hagsmunaðilakynning sem stendur frá og með 20. febrúar til og með 6. mars 2013. Tillagan mun verða til sýnis í Ráðhúsinu og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, auk þess sem hún verður aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Athugasemdum/ábendingum er veitt móttaka á kynningartímanum þeim verður ekki svarað skriflega heldur verða þær innlegg í áframhaldandi vinnu. Þær skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is Fundurinn er opinn öllum og við vonumst til að sjá sem flesta. Landsímareitur – Kvosin breyting á deiliskipulagi - Hagsmunaaðilakynning* Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir Nærri eitt þúsund manns slösuðust þegar loftsteinn sundraðist yfir Rúss- landi í gærmorgun. Gríðarlegur blossi og höggbylgja fylgdu sprengingunni. Rúður brotnuðu í húsum og allt lék á reiðiskjálfi, samkvæmt frétt frá AFP. Ekkert þessu líkt hefur áður gerst á síðari tímum. Forseti Rússlands, Vladimir Putin, þakkaði guði fyrir að loftsteinninn hefði ekki fallið á fjölmennari svæði en raun bar vitni, samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins. Slösuðust af braki og gleri Mikhail Juresévits, héraðsstjóri í Seljabinsk, sagði að um tveir þriðju hinna slösuðu hefðu hlotið lítils- háttar meiðsli, að- allega vegna fljúg- andi glerbrota og braks. Í borginni Sel- jabinsk í Úralfjöll- um þurftu 758 manns að leita sér læknisaðstoðar, samkvæmt frétta- tilkynningu frá borgaryfirvöldum. Íbúar í borginni voru margir á ferli þegar loftsteinn- inn splundraðist og brotin strikuðu skýjaför á himininn klukkan 9.20 að staðartíma, 3.20 að íslenskum tíma. Um 300 byggingar urðu fyrir skemmdum vegna höggbylgjunnar, þar á meðal sjúkrahús, skólar, sink- verksmiðja og íshokkíleikvangur. Skólahald féll niður enda heldur nap- urt að sitja í gluggalausum skólastof- unum í 18 stiga frosti. Skemmdir urðu bæði í Seljabinsk og fleiri bæjum í héraðinu. Loftsteinsbrot lenti í ísilögðu stöðuvatni við borgina Sjebarkul, um 60 km frá borginni Seljabinsk. Um sex metra breið vök myndaðist í ísn- um þar sem steinninn fór í gegn. Rússneska vísindaakademían áætl- aði að loftsteinninn hefði verið nokk- urra metra breiður og vegið tugi tonna. Talið var að hann hefði sundr- ast í 30-50 km hæð yfir jörðu. Atburðurinn yfir Rússlandi í gær- morgun minnti marga á sprengingu sem varð yfir Síberíu árið 1908 og kennd er við Tunguska. Vísindamenn telja að hana hafi mátt rekja til komu smástirnis eða halastjörnu. Spreng- ingin olli gríðarmikilli eyðileggingu á skógum á stóru svæði. „Það hefur oft komið fyrir að loft- steinar hafi rekist á hús og jafnvel slasað fólk, en aldrei í þessum mæli. Ég veit ekki til þess að loftsteinn hafi orðið manni að fjörtjóni,“ sagði Þor- steinn Sæmundsson, stjörnufræðing- ur. Hann þekkti ekki nein söguleg dæmi þess að jafnmargir hefðu slas- ast af völdum loftsteina og í Rússlandi í gær. Þorsteinn sagði það gerast á 3-4 ára fresti að loftsteinar féllu á hús, einnig hefðu þeir skemmt bíla. Þá eru til sögur um að nautgripir hafi orðið fyrir loftsteinum. Lofsteinn ekki fundist hérlendis Mörg dæmi eru um að loftsteinar hafi fallið til jarðar. Loftsteinn hefur þó aldrei fundist á Íslandi. Ástæða þess er helst sú að bergið hér er dökkt og ekki auðvelt að greina dökka loft- steina frá þeim jarðnesku. Engin dæmi eru um að loftsteinar hafi valdið skemmdum hér á landi. Þúsund slasaðir eftir lofsteinaregn  Loftsteinn sundraðist yfir Rússlandi  Mildi þykir að hann hafi ekki fallið á fjölmennara svæði  Glerbrotum og braki rigndi yfir íbúa  Engin dæmi um skemmdir af völdum loftsteina hérlendis AFP Loftsteinaregn Íbúar Seljabinsk virða fyrir sér skemmdir sem loftsteinaregn olli í Rússlandi í gær, klukkan 9.20 að staðartíma. Rússneska vísindaaka- demían áætlaði að loftsteinninn hefði verið nokkurra metra breiður og vegið tugi tonna. Talið var að hann hefði sundrast í 30-50 kílómetra hæð yfir jörðu. Þorsteinn Sæmundsson Talið er að loftsteinninn sem splundraðist yfir Rússlandi í gærmorgun hafi ekki verið í neinum tengslum við ferð smástirnisins 2012 DA 14. Það flaug framhjá jörðinni í 27.700 km fjarlægð, klukkan 19:25 að íslenskum tíma í gær. Einungis hafi verið um hreina tilviljun að ræða. Smástirnið er um 50 metrar í þvermál, á stærð við stóra keppnissundlaug. Það er óalgengt að smástirni fari jafn nærri jörðu og það gerði. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að smástirnið hafi farið mun nær plánetunni en flestir fjarskipta- gervihnettir sem eru á sporbaug um jörðu, flestir þeirra eru í um 36.000 km fjarlægð frá bláa hnettinum. Engin hætta var hins vegar á árekstri. Smástirnið ferðast hringinn í kringum sólu á 368 dög- um sem er svipað ferðalagi jarðarinnar. Smástirnið ferðast hins vegar ekki eftir sömu leið og jörðin. Áhugasamir gátu séð smástirnið með góðum venju- legum sjónauka eða með stjörnusjónauka til miðnættis í gær. Smástirnið greint með venjulegum sjónauka ENGIN TENGSL MILLI LOFTSTEINSINS OG SMÁSTIRNISINS 2012 DA 14 Rússland Eitt brotið úr loftsteininum braut vök á ísilagt vatn. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.