Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Þ
egar þú tókst við formennsku vorið
2009 talaðir þú um að það yrði lang-
hlaup fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
endurvinna traust almennings.
Hvernig finnst þér hafa tekist til?
„Það hefur tekist vel. Flokkurinn hefur stöð-
ugt verið að mælast í kringum sögulegt fylgi
sitt undanfarna mánuði. Á hinn bóginn er póli-
tíska landslagið breytt eftir hrunið og vantraust
í garð stjórnmálamanna miklu meira áberandi.
Það sýna mælingar á trausti til þingsins og
segja má að hátt hlutfall óákveðinna kjósenda
sé ein birtingarmynd þess.
Aðalatriðið er að þessu langhlaupi lýkur aldr-
ei. Þetta er stöðugt verkefni og það að á enginn
tilkall til eins eða neins. Það þarf að hafa fyrir
því á hverjum degi og gagnvart hverjum og ein-
um sem horfir til okkar stjórnmálamanna að
efla traust og vinna hugmyndum stuðning. Þess
vegna finnst mér allt tal um að tilteknir flokkar
eigi að vera svo og svo stórir ekki bera vott um
næga virðingu fyrir því að þetta er stöðugt og
lifandi samtal alla daga allt árið.“
Eignarhald verði gegnsætt
– Hrunið var rótin að fylgistapi Sjálfstæð-
isflokksins í síðustu kosningum. Hvaða lær-
dómur hefur verið dreginn af því?
„Það er rétt að hrunið var Sjálfstæð-
isflokknum erfitt vegna þess að fólk horfir til
þeirra sem stýra hverju sinni og flokkurinn
hafði verið leiðandi afl í íslenskum stjórn-
málum. Eftir því sem frá hefur liðið hefur hins-
vegar komið betur og betur í ljós hvernig
ábyrgðin á þeim atburðum sem leiddu til hruns-
ins lá. Hún lá meðal annars í óábyrgri hegðun
þeirra sem ráku bankakerfið á Íslandi og eins
vorum við með fyrstu fórnarlömbum alþjóð-
legrar fjármálakrísu, en í kjölfarið féllu hundr-
uð banka um allan heim.
En Sjálfstæðisflokkurinn á samt sem áður að
gangast við ábyrgð á sínum hlut, og það fannst
mér Geir H. Haarde gera vel í landsfund-
arræðu sinni árið 2009. Síðan er það hinn póli-
tíski veruleiki að það hentaði ekki stundarhags-
munum annarra stjórnmálaflokka að kannast
við sinn þátt. Ég nefni sem dæmi að Sjálfstæð-
isflokkurinn fór aldrei með ráðuneyti banka-
mála í landinu. En það hefur enginn stjórn-
málaflokkur gengist við ábyrgð á að hafa haft
það ráðuneyti, hvorki Framsókn né Samfylk-
ing. Íbúðalánasjóður heyrði undir félagsmála-
ráðuneytið sem við fórum heldur ekki fyrir en
sömu flokkar stýrðu þar. Svo hefur auðvitað
komið í ljós að neyðarlögin voru grundvöllur
viðreisnarinnar, en það voru ekki allir tilbúnir
að styðja þau á sínum tíma, Vinstri-grænir sátu
hjá.
Einn stóri lærdómurinn sem við sem sam-
félag þurfum að draga af hruninu er að til langs
tíma litið eru allir, bæði heimili og atvinnulíf, að
kalla eftir stöðugleika og mátulegum vexti.
Óhóflegur uppgangur og hraður vöxtur er al-
mennt áskrift á skell í framhaldinu. Við megum
aldrei aftur leyfa áhættusækna eigendur að við-
skiptabönkum sem jafnframt eru í fjárfestinga-
starfsemi og tefla á tæpasta vað með sparifé
landsmanna og stöðugleikann í efnahagslífinu.
Í því samhengi bendi ég á þann tvískinnungs-
hátt sem birtist í því að bankarnir á Íslandi eru
í dag í eigu óþekktra aðila og að aldrei hefur
farið fram úttekt á sérstöku hæfi þeirra til að
fara með eignarhaldið. Á sama tíma þykjast
menn hafa lært að það skipti máli hver eigi
bankana og að eignarhaldið sé gegnsætt. Þessu
þarf að breyta. Það er óþolandi að bráðum séu 5
ár frá hruninu og eignarhald allra stórra banka
sé í höndum andlitslausra eigenda; vogunar-
sjóða og áhættufjárfesta í leit að skyndigróða.“
Ekki nýlenduþjóð með samviskubit
– Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja
samþykkja síðasta samninginn um Icesave?
„Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins get ég
mjög vel skilið að margir spyrji sig og séu jafn-
vel reiðir yfir því að það hafi staðið til að semja
um einhverjar greiðslur yfir höfuð. En málið
verður að skoða í víðara samhengi. Þeir eru til
sem sögðu að við ættum engan annan valkost á
sínum tíma en ég var aldrei í þeim hópi.
Krafa mín í gegnum þetta mál var einföld. Í
fyrsta lagi vildi ég láta á það reyna hvort við
gætum náð samkomulagi um þetta mál vegna
ýmis konar óvissu sem var til staðar. Allir
flokkar á Alþingi stóðu að þeirri ákvörðun að fá
Lee Buchheit til starfa. Í öðru lagi krafðist ég
þess að í þeim samningaviðræðum kæmum við
fram sem fullvalda og frjálst ríki, en ekki eins
og nýlenduþjóð Breta og Hollendinga með sam-
viskubit. Það var mitt mat að ef á annað borð
átti að semja um þessi mál og binda um laga-
lega og fjárhagslega áhættu sem gat fylgt því
að láta reyna á rétt sinn, þá hefði verið hægt að
réttlæta síðustu samningana. Þeir voru ger-
ólíkir hinum fyrri eins og forsetinn tók fram í
yfirlýsingu sinni.
En það kom alltaf fram í máli mínu að lagaleg
staða okkar væri sterk og á grundvelli þeirrar
sterku stöðu væri hægt að leiða fram samning
sem væri allt annars efnis og eðlis en sá sem
ríkisstjórnin hafði áður gert. Það eru þó nokkr-
ir sem í gegnum allt ferlið sögðu að það væri
hvorki lagaleg né fjárhagsleg áhætta af því að
láta reyna á rétt Íslendinga. Þeir geta nú barið
sér á brjóst og sagt: „Við höfðum rétt fyrir okk-
ur.“ En þegar Alþingi stóð frammi fyrir þessari
ákvörðun, hvort sem mönnum líkar betur eða
verr, þá var það líka mat okkar færasta fólks að
það væri töluverð óvissa um framhald málsins.
Dagana fyrir dóm EFTA-dómstólsins fannst
mér flestir gera ráð fyrir annarri niðurstöðu,
hvað svo sem hún hefði þýtt um framhaldið.
Og það er rétt að halda því til haga að Sjálf-
stæðisflokkurinn barðist fyrir því að þjóðin ætti
síðasta orðið í þessu máli allt frá fyrstu stigum
þess og í öðru lagi stóðum við fyrir lengstu um-
ræðu þingsögunnar undir pólitískum svívirð-
ingum og aðdróttunum víðsvegar að úr sam-
félaginu, þar sem því var haldið á lofti að við
bærum ábyrgð á öllu saman hvort eð væri.
Þannig náðum við að afhjúpa þau stórkostlegu
mistök sem ríkisstjórnin gerði í fyrstu samn-
ingunum tveimur. Áhættan sem fylgdi fyrsta
samningnum var öðru hvoru megin við fjögur
hundruð milljarða eins og málið lá fyrir.
Nú þegar niðurstaðan er fengin gleðjast allir
yfir því að málið sé úr sögunni. Í upphafi átti að
keyra málið í gegn án þess að þingmenn fengju
að lesa samningana og flestir stjórnarliða
greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H.
Haarde fyrir að bera ábyrgð á Icesave. Þannig
er algerlega ljóst að það stóð til að skrifa málið í
heild sinni á reikning Sjálfstæðisflokksins,
sama hvernig frá því var gengið. Þessi saga
gleymist ekki, en jafn ömurlegt og allt þetta er
þá verðum við að finna leið til að líta fram á veg-
inn. Fyrir alla muni nýtum tækifærin sem bíða
til að gera landið okkar að enn betri stað til að
búa á.“
Samstaða um stöðugleika og vöxt
– Kemst þjóðin undan snjóhengjunni?
„Snjóhengjan er stórt vandamál en hvorki
óyfirstíganlegt né eina viðfangsefnið. Það er
nokkurn veginn búið að kortleggja þær eignir á
Íslandi sem vilja hverfa til útlanda og setja
þannig þrýsting á krónuna. Það verða þó aldrei
mjög nákvæm vísindi og við það verður að búa.
En nú verður að ráðast á þennan hnút og leysa
hann. Verkefnið snýr í fyrsta lagi að þrotabúum
gömlu bankanna, í öðru lagi að aflandskrónum
og í þriðja lagi að endurfjármögnunarþörf
nokkurra stórra innlendra aðila. Með góðri
lausn á þessum þáttum má eyða langmestu
áhættunni og þá er rétt að lyfta höftunum.
Meginatriðið er að við ætlum ekki að láta er-
lenda kröfuhafa, sem komu flestir hér inn eftir
hrunið til að stórgræða á ástandinu, halda okk-
ur í heljargreipum hafta. Það kemur ekki til
greina. Það þarf að afskrifa stóran hluta þess-
ara eigna með einum eða öðrum hætti.
Hitt er ekki síður mikilvægt og getur ráðið
úrslitum um það hversu lengi við verðum að
koma okkur upp úr öldudalnum. Það snýst um
að mynda breiða samstöðu um nýjar leiðir í
efnahagsmálum, þar sem öll áherslan verður á
stöðugleika og vöxt. Ef það verður enginn frið-
ur á vinnumarkaði má ganga út frá því að það
muni leiða til sömu niðurstöðu og áður, þ.e.a.s.
verðbólgu og óstöðugleika. Það myndi tefja
endurreisnina talsvert og auka vanda heim-
ilanna.
Ef við á hinn bóginn náum að setja okkur
sameiginleg markmið um að loka fjárlagagat-
inu, raunhæfar aðgerðir fyrir heimilin, bætt
umhverfi atvinnulífsins og kjarabætur fyrir
launþega sem haldast í hendur við verðmæta-
sköpun í landinu, þá hefur mikið afrek verið
unnið, en ég tel þetta raunhæft og er bjartsýnn
á að þetta takist. Það mun tryggja að botninum
hafi verið náð og þá munu lífskjör batna ár frá
ári. Eitt meginatriðið er að stjórnvöld standi við
gefin loforð. Þetta er allt hægt þótt þolinmæðin
sé brostin hjá svo mörgum eftir fjögurra ára
tímabil kyrrstöðu. Þúsundir heimila eru enn
með neikvæða eignastöðu. Fólk gerði sér grein
fyrir að kjararýrnun var óhjákvæmileg í kjölfar
hrunsins en er ekki tilbúið til að bíða endalaust
eftir því að sú staða breytist. Nú er lag að
bretta upp ermar og virkja samtakamáttinn.“
– Hvaða leið sérðu til að fá hjól atvinnulífsins
aftur til að snúast?
„Það verður að lækka skatta og einfalda
skatta- og regluverk atvinnulífsins að nýju. Ég
nefni tryggingagjaldið hér alveg sérstaklega
því það er hreinn skattur á að ráða fólk og vinn-
ur gegn því að fyrirtæki geti fjölgað störfum.
Það þarf líka að skapa frið um grunn-
atvinnuvegina sem óvissan nagar að innan. Þar
er ég augljóslega að tala um sjávarútveginn,
orkuvinnslu og nýtingu í landinu og ferðaþjón-
ustuna. Við höfum staðið alltof lengi í átökum
um auðlindanýtingu og þau átök hafa varpað
skugga á umræðu um önnur sóknarfæri. Um
leið og við hlúum að grunnatvinnugreinunum
og hámörkum möguleika okkar í klösum sem
þeim tengjast, þá verðum við að hlúa að sprot-
um og hugviti sem tengist þekkingargreinum
og tryggja að við byggjum upp menntakerfi í
landinu sem styður við þarfir atvinnulífsins. Við
erum með nokkur dæmi um fyrirtæki sem hafa
skotið rótum hér á landi og blómstrað, en til
þess að fleiri slíkar hugmyndir nái að dafna
þarf frjósaman jarðveg.“
Læt ekki kjafta mig út úr stjórnmálum
– Þú hefur verið gagnrýndur fyrir þátttöku
þína í viðskiptalífinu?
„Það hefur verið alið á tortryggni í minn garð
fyrir það eitt að hafa tengst viðskiptum. Hver
er kjarni þessarar umræðu? Er hann sá að þeir
sem starfa í stjórnmálum eigi aldrei að koma
nálægt viðskiptum? Mönnum er frjálst að hafa
þá skoðun, en ég er því ósammála. Það getur
verið að sumum finnist að þeir sem eigi sér for-
tíð í atvinnulífinu eigi ekki að stíga inn á vett-
vang stjórnmálanna. Ég er því líka ósammála.
Ég leyfi mér að benda á að það er þó nokkuð al-
gengt hjá öðrum þjóðum að menn hafi ýmist
reynslu úr viðskiptalífinu eða séu jafnvel með
einhverjum hætti þátttakendur í atvinnulífinu.
Það er nærtækt að horfa til landa eins og Sviss
þar sem allir þingmenn eru samhliða þingstörf-
unum í öðrum störfum. En það gengur hins-
vegar ekki upp í mínum huga að forystumenn í
íslenskum stjórnmálum eða ráðherrar séu virk-
ir þátttakendur í atvinnulífinu, enda eru fimm
ár síðan ég hætti öllum slíkum afskiptum.
Varðandi það hvernig fór fyrir þeim félögum
sem ég sat í stjórn hjá, þá er það alveg skýrt að
þau voru ekki gerendur í þeirri atburðarás sem
hér fór af stað í hruninu. Þau lentu í einfaldlega
í þeirri holskeflu sem þá reið yfir atvinnulífið
með þeim afleiðingum að mikill meirihluti 100
stærstu fyrirtækja landsins þurfti fjárhags-
legrar endurskipulagningar við og stór hluti
þeirra skipti um eigendur. Beina braut rík-
isstjórnarinnar fjallaði um að koma þeim sex
þúsund fyrirtækjum sem talin voru þurfa sér-
staka aðstoð út af þessum fordæmislausu að-
stæðum til hjálpar. Að hafa komið nálægt at-
vinnurekstri þegar hrunið reið yfir er ekki sök í
sjálfu sér. Þeir sem með einhverjum hætti
höfðu rangt við þurfa að svara fyrir það. En ég
hef einfaldlega ekkert á samviskunni og ég læt
ekki kjafta mig út úr stjórnmálum með þvætt-
ingi og rakalausum áróðri. Við ætlum ekki að
byggja samfélag þar sem níðskrif og niðurrifs-
starfsemi ræður för.
Það hafa alveg hreint ótrúleg orð verið látin
falla í tengslum við þau félög sem ég sat í stjórn
hjá. Eins og að eigendur hafi skafið til sín fé og
skilið tómar skeljar eftir. Veruleikinn er sá að á
meðan ég gegndi stjórnarformennsku í N1 og
móðurfélagi þess var aldrei greiddur út arður. Í
upphafi komu inn ellefu milljarðar í hlutafé, en
allt það hlutafé tapaðist og eigendurnir fengu
aldrei neitt eftirgefið af sínum skuldum. Ekki
eina krónu. Þeir lentu í því að tapa öllu sínu
hlutafé og afhenda reksturinn kröfuhöfum. Í
því sambandi er rétt að taka fram að grunn-
rekstur félagsins gekk vel og gerir enn, en við
vorum eins og önnur fyrirtæki stöðugt að glíma
Þarf að lækka
álögur á heimilin
og atvinnulífið
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður um næstu helgi. Þar verður skerpt á stefnunni fyrir kosningar í
lok apríl. Rætt er við Bjarna Benediktsson um stöðu flokksins, stjórnarskrána, hrunið, snjóhengjuna,
þátttöku í viðskiptalífinu, atvinnulífið, skattalækkanir og tillögur vegna skuldavanda heimilanna.
Atvinnulífið Bjarni Benedikts-
son segir æskilegt að á þingi
sitji stjórnmálamenn með
bakgrunn úr atvinnulífinu.