Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 30
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
F
jölmiðlanefnd hefur skil-
að inn umsögn um
frumvarp um breyt-
ingar á fjölmiðlalögum
og leggur meðal annars
til að gerðar verði ýmsar breytingar
á 28. grein laganna, sem fjallar um
vernd barna gegn skaðlegu efni.
Í 1. málsgrein 28. greinar nú-
gildandi fjölmiðlalaga segir: „Fjöl-
miðlaveitu sem miðlar hljóð- og
myndefni er óheimilt að miðla efni,
þar á meðal hljóð- og myndsend-
ingum í viðskiptaskyni, sem getur
haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan,
andlegan eða siðferðilegan þroska
barna, einkum og sér í lagi efni sem
felur í sér klám eða tilefnislaust of-
beldi.“
Fjölmiðlanefnd leggur m.a. til að
niðurlag málsgreinarinnar, „einkum
og sér í lagi efni sem felur í sér klám
eða tilefnislaust ofbeldi“, verði fellt
brott, þar sem það þrengi skilgrein-
inguna á skaðvænlegu efni þannig að
til þess teljist aðeins afar gróft efni.
Að sama skapi bendir nefndin á
ósamræmi milli laganna og hljóð- og
myndmiðlunartilskipunar Evrópu-
sambandsins. Undantekning-
arákvæði 28. greinarinnar heimila að
efni sem felur í sér klám eða tilefn-
islaust ofbeldi sé miðlað í línulegri
dagskrá, ef tryggt er með tækni-
legum ráðstöfunum að útsendingin
nái ekki til barna. Evróputilskipunin
hins vegar heimilar einungis að slíku
efni sé miðlað eftir pöntun, að áð-
urnefndum skilyrðum uppfylltum.
Tæknilegar ráðstafanir
Fjölmiðlanefnd samþykkti
haustið 2011 að eftirlit með ákvæðum
fjölmiðlalaga um vernd barna yrði
eitt af forgangsverkefnum nefnd-
arinnar. Elfa Ýr Gylfadóttir, fram-
kvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir
nefndina eiga í góðu samstarfi við
sjónvarpsstöðvarnar og þá hafi hún
sent erindi til þeirra fyrirtækja sem
bjóða upp á hljóð- og myndefni eftir
pöntun og óskað eftir upplýsingum
um þær tæknilegu ráðstafanir sem
fyrirtækin geta gripið til til að börn
hafi ekki aðgang að efninu.
Síminn og Vodafone eru meðal
þessara fyrirtækja en í SkjáBíói hjá
Símanum og Leigu Vodafone má t.d.
„panta“ eða leigja bæði kvikmyndir
og sjónvarpsþætti. Hjá Vodafone
getur notandinn valið að læsa ýmist
engu efni, öllu efni eða tengt læs-
inguna ákveðnu aldurstakmarki. Hjá
Símanum er sjálfvirk læsing á öllu
efni bönnuðu 18 ára og yngri en ef
notendur vilja lækka aldurstak-
markið geta þeir haft samband við
Símann, sem kemur þeirri stillingu á.
Samkvæmt c-lið 2. málsgreinar
28. greinar fjölmiðlalaganna er heim-
ilt „að miðla hljóð- og myndmiðlunar-
efni eftir pöntun sem ekki er talið við
hæfi barna að því tilskildu að tryggt
sé með viðeigandi tæknilegum ráð-
stöfunum að börn hafi ekki aðgang að
því“ en Elfa segir miðlun á netinu,
s.s. SkjáFrelsi, Netfrelsi 365 miðla og
Sarp Ríkisútvarpsins líklega falla þar
undir. Hún segir óljóst hvort inn-
skráning áskrifenda nægi til að upp-
fylla skilyrði laganna en í skoðun sé
hvers konar ráðstafanir myndu telj-
ast fullnægjandi.
Ör tækniþróun og aukin þjón-
usta fyrirtækja við neytendur kallar
á nýjar lausnir þegar kemur að því að
vernda börn fyrir skaðlegu efni.
Þannig hefur Síminn t.d. ákveðið að
innleiða aðgangsstýringu að bönn-
uðum þáttum sem nálgast má í gegn-
um nýja þjónustu, Tímaflakk, þar
sem hægt er að horfa á dagskrárliði
ákveðinna stöðva sólarhring aftur í
tímann. Innleiðing stýringarinnar
mun þó taka nokkurn tíma, sam-
kvæmt upplýsingum frá Símanum.
Vernd barna gegn
skaðlegu efni
Morgunblaðið/ÞÖK
Horft Tækninni fleygir fram og í hvert sinn sem ný þjónusta lítur dagsins ljós
þarf að gera ráðstafanir til að unga fólkið komist ekki í skaðvænlegt efni.
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Undir lokumræð-unnar um
skýrslu utanrík-
isráðherra seint á
fimmtudagskvöld
lenti ráðherrann í
því að fjalla um málefni evru-
svæðisins án tengingar við
þann veruleika sem þar blasir
við. Ef til vill var hann óhepp-
inn með tímasetningu, því að
fyrr sama dag voru birtar hag-
vaxtartölur frá Evrópusam-
bandinu og mögulegt er að
hann hafi ekki verið upplýstur
um þær í erli dagsins.
En þó að tölurnar hafi verið
enn verri en búist var við og
hafi sýnt 0,6% samdrátt á
fjórða fjórðungi liðins árs, þá
var líka samdráttur fjórðung-
ana tvo á undan, þannig að ráð-
herranum hefði mátt vera
kunnugt um erfiðleikana.
Hver sem skýringin er á því
að Össur Skarphéðinsson
þekkti ekki stöðu efnahags-
mála innan Evrópusambands-
ins betur en svo að fullyrða að
„allar skammtímatölur“ sem
nú berist frá Evrópusamband-
inu séu „jákvæðar“ hefur hann
vonandi kynnt sér málið síðan
enda er nauðsynlegt að utan-
ríkisráðherra sem hefur það
eina markmið á sínum ferli að
koma Íslandi undir stjórn
Brussel viti hvað þangað er að
sækja.
En þó að Össur hafi þannig
undirstrikað fyrri yfirlýsingar
um eigin fákunnáttu á sviði
efnahagsmála má segja að
annað hafi ekki síður vakið at-
hygli í ræðunni sem hann flutti
undir lok umræðunnar. Þar
vék hann að eftirlæti sínu, evr-
unni, og sagði: „Mér finnst líka
mikilvægt þegar menn eru að
tala um evruna og hversu vel
hún henti Íslandi að við horf-
um á allar stærðir í því máli.
Það er alveg rétt sem að hátt-
virtur þingmaður Illugi Gunn-
arsson sagði hér fyrr í kvöld að
í skýrslu Seðlabankans má
lesa það að Ísland er kannski
eitt af þeim löndum sem er
fjærst því að geta nýtt sér til
fulls ávinning evrunnar.
Ástæðan er sú að hagsveiflan
hefur verið öðruvísi. Við vitum
þó af reynslunni að hagsveiflur
landa sem að ganga inn í Evr-
ópusambandið þær leita að
sömu sveiflu og er í gangi inn-
an Evrópusambandsins. Ís-
land er hins vegar öðruvísi
heldur en flest lönd að því
marki að við byggjum á nátt-
úruauðlindum og við vitum að
þar geta orðið stormviðri líka
og það var þess vegna sem ég
lagði áherslu á það að ein af
forsendum þess að við getum
farsællega gengið í
Evrópusambandið
er það að við
tryggjum að af-
koma grunn-
atvinnuvegarins,
sjávarútvegsins,
hún sé það góð að hann geti
sjálfur jafnað út sveiflur.“
Þetta er óvænt játning hjá
utanríkisráðherra um evruna
og Ísland. Hann viðurkennir
að Ísland er fjærst því að geta
nýtt evruna, sem eitt sér
mundi nægja til að sannfæra
hann um að evran henti land-
inu ekki ef hann hefði ekki tek-
ið þá óbilandi trú sem engin
rök bíta á.
Össur viðurkennir líka að
hagsveiflan hér sé ekki aðeins
önnur en á evrusvæðinu heldur
líka að hún verði það áfram,
enda sé sjávarauðlindin undir-
staðan hér á landi og að sú auð-
lind lúti ekki efnahags-
lögmálum evrusvæðisins.
Kenningar um að hagkerfi og
hagsveiflur leiti í sömu átt eigi
því ekki við hér.
Lausn Össurar er að sjávar-
útvegurinn sé nægilega sterk-
ur til að þola sveiflurnar, en
um það má segja tvennt. Ann-
ars vegar að það er ekki sjáv-
arútvegurinn einn á Íslandi
sem verður fyrir áhrifum af
sveiflunum í sjónum heldur
þjóðfélagið allt. Sterkur sjáv-
arútvegur nægir þess vegna
ekki, allt hagkerfið þyrfti að
geta tekið á móti þeim skökku
sveiflum sem Össur viður-
kennir að séu óhjákvæmilegar.
Hins vegar er nauðsynlegt
að benda á hvernig ríkis-
stjórnin sem Össur prýðir hef-
ur unnið að því að styrkja sjáv-
arútveginn og búa hann
þannig undir fyrirheitna land-
ið. Hún hefur gert það með því
að reyna allt kjörtímabilið að
koma sjávarútveginum á kné,
halda honum í fullkominni
óvissu um framtíðina, halda
fjárfestingum innan hans í lág-
marki og skattheimtu á hann í
hámarki. Með sama áfram-
haldi yrði útilokað fyrir sjávar-
útveginn að takast á við
sveiflukennt umhverfi, hvað þá
að þurfa að auki að þrífast
undir stjórn og regluverki
Brussel.
Auðvitað er ömurlegt fyrir
Íslendinga að þurfa að hlusta á
svo fjarstæðukennt tal frá ein-
um af helstu leiðtogum rík-
isstjórnarinnar og ríkisstjórn-
arflokkanna. Og vissulega er
ískyggilegt að skilningur á
efnahagslífi Evrópusambands-
ins og Íslands sé ekki meiri í
þessu lykilráðuneyti. Eina
huggunin er sú að þetta tekur
brátt enda.
Össur viðurkennir
að evran hentar ekki
Íslandi en áttar sig
ekki á því sjálfur}
Undarleg umræða um
efnahagsmál og ESB
A
f ástæðum sem alla jafna eru við-
ráðanlegar, en þó ekki alltaf,
komst jólabréfið ekki úr höfðinu
og ofan í umslagið þarna um dag-
inn. Þú fyrirgefur það vonandi,
vinur, og þiggur þessa sárabót sem þú gætir
kallað þorrakveðju, síðbúið jólabréf eða bara
yfirlit. Þess vegna sleppt því að lesa og hent í
ruslið.
Gerðist nokkuð á árinu sem vert er að geta?
Þegar sest er niður og hugsað til baka er allt-
af einhver efi til staðar; nei, líklega var þetta nú
hálf viðburðasnautt ár eins og öll hin.
Þegar dagbókum og myndaalbúmum er flett
kemur svo ýmislegt í ljós sem undarlega fljótt
hafði fennt yfir. Til dæmis að einhver í fjöl-
skyldunni fagnaði hálfrar aldar afmæli. Því var
ég búinn að steingleyma.
Ein dóttirin var í útlandinu meira og minna allt sumarið,
sem var dæmalaust góð lífsreynsla, önnur flutti að heiman
– sem vitaskuld er ekki síðri lærdómur fyrir alla í fjöl-
skyldunni – og þeirri þriðju gekk allt í haginn, svo ekki sé
meira sagt.
Og mamman blómstrar, vel að merkja.
Kannski eru þetta allt svo sjálfsagt að maður tekur
varla eftir því.
Sú yngsta er nú stödd í 10. bekk grunnskóla, gengur af-
skaplega vel og kveður þá menntastofnun í vor. Hún ákvað
fyrir nokkrum árum (án utanaðkomandi aðstoðar) að
skunda í sama framhaldsskóla og foreldrarnir þegar þar
að kæmi. Eldri systur hennar komust að sömu niðurstöðu
(sjálfar) og miðdóttirin, sem er nú þar þriðja
veturinn, hefur hlakkað til þess misserum
saman að geta busað litlu systur næsta haust.
Sú saga fór á kreik ekki alls fyrir löngu að for-
eldrarnir væru svo skipulagðir að tímasetning
getnaðar hefði verið ákveðin með nefnda bus-
un í huga, en að vel athuguðu máli var ákveðið
að staðfesta það ekki að svo stöddu.
Foreldrar og eldri systur fylgjast stolt með
þroska þeirrar yngstu í öllum hennar fjöl-
breyttu verkefnum; hefðbundnu námi, auka-
námi, tónlist og íþróttum. Ekki er rúm til að
telja þau öll upp í stuttum pistli.
Eldri unglingurinn fór út í heim snemmsum-
ars til þess að vinna og vera örlítið nær sólinni
en hér heima. Kom heim fullorðin og búin und-
ir næstu áskoranir.
Elsta dóttirin flutti að heiman sem fyrr seg-
ir og er alsæl. Vinnur og syngur og syngur og syngur í frí-
stundum. Nýtur lífsins og blómstrar.
Dýr eru ekki enn flutt inn á heimilið þrátt fyrir áhuga
og digurbarkalegar yfirlýsingar (aðallega vegna andmæla
húsbóndans – þ.e. móður og eiginkonu) en hundurinn
Embla kemur reglulega í heimsókn, flestum okkar til mik-
illar gleði.
Suma í fjölskyldunni langar líka í hest en ekki hefur orð-
ið úr þeim áformum enn, hvað sem síðar verður. Deilt er
um formið; fátt er fegurra en íslenski hesturinn eins og all-
ir vita og hugsanlega ekkert rómantískara en að ríða sam-
an inn í sumarnóttina í blíðunni. En ég borða ekki vini
mína, frekar en karl faðir minn. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Síðbúin jólakveðja
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Í umsögn sinni leggur fjölmiðla-
nefnd til að sú breyting verði
gerð á svokölluðum vatnaskila-
reglum 28. greinarinnar, sem
kveða á um hvenær sýna megi
efni í línulegri dagskrá sem ekki
er við hæfi barna, að vísað verði
til aldursviðmiða.
„Þannig mætti t.d. útfæra
ákvæðið með þeim hætti að
heimilt sé að sýna efni með ald-
ursmati 10 ára og hærra eftir kl.
19 og með aldursmati 12 og
hærra eftir kl. 21 virka daga en
heimila sýningu á efni með ald-
ursmati 10 ára og hærra eftir kl.
20 á föstudags- og laugardags-
kvöldum og eftir kl. 22 sömu
kvöld vegna efnis með aldursmati
12 og hærra,“ segir í umsögninni.
Nefndin telur vafa leika á um
nauðsyn jafn ríkrar takmörkunar
og gert er ráð fyrir í breytinga-
frumvarpinu en þar er lagt til að
heimilt verði að sýna efni bannað
börnum eftir kl. 22 á föstudags-
og laugardagskvöldum og eftir kl.
21 önnur kvöld vikunnar.
Litið til ald-
ursviðmiða
VATNASKILAREGLUR