Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Vetrardagur Hallgrímskirkja – og raunar höfuðborgarsvæðið allt – er fögur á að líta á köldum en björtum vetrardegi. Fjöllin eru snævi þakin en fönn hefur leyst úr borginni.
Ómar
Við Suðurnesjamenn
höfum brennt okkur
illa á áherslum sjálf-
stæðismanna. Þær
urðu til þess að kjör
okkar allra versnuðu
og sparnaður margra
glataðist. Það var ekki
svo frábært.
„Við setjum þetta af
stað með nýrri rík-
isstjórn“ segir bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar í grein
sem ber yfirskriftina „Frábært“ og
hann birti í Morgunblaðinu 4. febr-
úar sl.
Bæjarstjórinn segir að skyn-
samlegar fjárfestingar í arðbærum
atvinnugreinum séu eina færa leiðin
til að byggja upp samfélögin á Suð-
urnesjum. Um það er ég honum
sammála og að því unnum við bæði,
meira að segja stundum saman þeg-
ar við störfuðum sem bæjarstjórar í
nágrannasveitarfélögunum Reykja-
nesbæ og Garði. Þá var svokallað
góðæri og Sjálfstæðisflokkur, flokk-
ur bæjarstjórans í Reykjanesbæ,
hafði setið mörg ár í ríkisstjórn. Fá
komu samt atvinnutækifærin með
arðbærum atvinnugreinum. Samt
lögðu margir mikið á sig til að ná
þeim í hús og sumir lögðu meira að
segja sameiginlega fjármuni íbú-
anna undir sem töpuðust því miður.
Í þessu sambandi má nefna stál-
pípuverksmiðjuna, ævintýri sem
flestir Suðurnesjamenn kannast við.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar getur
því ekki verið að bíða eftir nýrri
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins því
sá flokkur hefur ekki reynst Suður-
nesjamönnum vel í atvinnumálum.
Hins vegar hafa ráðherrar í ríkis-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gert
alls átta fjárfestingarsamninga
vegna nýfjárfestinga sem samtals
nema milljörðum króna. Fimm
þessara samninga eru við fyrirtæki
með starfsemi á Suðurnesjum eða
sem ætla sér að hefja þar starfsemi.
Þetta eru gagnaver á Ásbrú, fiskeldi
á Reykjanesi, fiskverkun í Sand-
gerði, kísilver í Helguvík og álver í
Helguvík.
Bæjarstjórinn ræðir einnig átak í
menntamálum sem geti hjálpað til
við að takast á við ný störf. Um það
er ég honum sammála enda hefur
fjölbreyttum menntunartækifærum
á Suðurnesjum fjölgað umtalsvert í
tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Um þetta eru nokkur
dæmi; Keilir sem var samningslaus
við menntamálaráðuneytið þegar
ríkisstjórn jafn-
aðarmanna hóf störf
árið 2009 hefur nú gert
samning til framtíðar
með fjármagni miðað
við nemendafjölda,
Fisktækniskólinn hef-
ur einnig fengið ákveð-
ið hlutverk, Þekking-
arsetur Suðurnesja var
stofnað með tryggu
fjármagni og auk þess
má nefna árlegt fram-
lag til Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum. Þegar
yfirlit yfir fjárframlögin eru skoðuð
eru samningar við þessar mennta-
stofnanir upp á rúmar 400 milljónir
árin 2010 og 2011 og rúmar 600
milljónir 2012 og 2013. Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja hefur getað veitt
nemendum skólavist sem þangað
hafa leitað og verkefnið „Nám er
vinnandi vegur“ hefur nýst ung-
mennum á svæðinu vel.
Þetta hefur allt verið gert mögu-
legt þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi
starfað við fordæmalausar aðstæður
eftir stórkostleg hagstjórnarmistök
Sjálfstæðisflokksins. Hér eru þó
ótalin verkefni Þróunarfélags Kefla-
víkurflugvallar sem stundum gleym-
ist að er í ríkiseigu og atvinnuþró-
unarfélagsins sem sett var nýlega á
laggirnar með aðkomu stjórnvalda.
Í stjórnmálaályktun Samfylking-
arinnar sem samþykkt var á nýaf-
stöðnum landsfundi segir að tíma-
bært sé að menntamál njóti aukins
forgangs í íslenskum stjórnmálum.
Eftir þessu á ég auðvelt með að
starfa því það er sannfæring mín að
aukin menntun tryggi fólki fleiri
tækifæri og efli hagvöxt til fram-
tíðar. Við munum fjölga náms-
tækifærum enn frekar og bæta
náms- og starfsumhverfi mennta-
stofnana á næsta kjörtímabili þegar
tiltektinni eftir hrun er lokið.
Áherslur Samfylkingarinnar –
jafnaðarmannaflokks Íslands gefa
Suðurnesjamönnum byr undir báða
vængi.
Eftir Oddnýju
Harðardóttur
» Við Suðurnesjamenn
höfum brennt okkur
illa á áherslum sjálf-
stæðismanna. Þær urðu
til þess að kjör okkar
allra versnuðu og sparn-
aður margra glataðist.
Oddný Harðardóttir
Höfundur er þingflokksformaður
Samfylkingarinnar.
Sterkari Suðurnes
Það er mjög athygl-
isvert hve langt menn
eru komnir í þeirri trú
sinni að best sé að fela
öðrum að stjórna mál-
efnum okkar Íslend-
inga. Sú trú helst í
hendur við sannfær-
inguna um að við get-
um þetta ekki sjálf.
Af Kögunarhóli er
blásið í lúður ESB og
ástandinu lýst sem „umfangsmesta
og árangursríkasta samstarfi full-
valda ríkja sem nú þekkist“. Ef við
erum svo skyni skroppin að halda
fast í fullveldi okkar munum við
„glata besta tækifærinu til vaxtar og
varanlegs stöðugleika“.
Enn eitt trúaratriði Kögunarhóls-
ins varðar styrkleika evrunnar. Þar
er því fagnað að „í miðjum krapp-
asta dansi sem myntbandalagið hef-
ur lent í með evruna styrkist hún,
ekki bara á móti dollar heldur líka
gagnvart íslensku haftakrónunni“.
Nú er það svo að stöðugleiki evr-
unnar myndi í senn styrkja viðleitni
innan ESB til að bæta hið ömurlega
atvinnuástand, sem þar hefur fest
sig í sessi, og styrkja stöðu aðild-
arríkja til að finna lausn á
uppdráttarsýki lýðræðisins, sem þar
grasserar. Stöðugleiki evrunnar yrði
öllum til góðs, líka Íslandi. Á sama
hátt myndum við Íslendingar njóta
góðs af því ef tækist að efla til lengri
tíma stöðugleika í ríkisfjármálum og
alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna.
En það er barnaskapur að ímynda
sér að tímabundin styrking evr-
unnar gagnvart dalnum og íslensku
„haftakrónunni“ sé vísbending um
stöðugleika eða styrkleika. Þeir
gjaldmiðlar, sem skipt er á frjálsum
markaði, sveiflast í verðmæti eftir
huglægum gildum og í takt við stöðu
annarra gjaldmiðla. Þessir gjald-
miðlar eru ekki bundnir neinum
föstum viðmiðum. Gullfótur tilheyrir
sögunni. Á bak við styrkleika gjald-
miðla eru því öðru fremur tvö und-
irstöðuatriði: Annars vegar styrkur
efnahagslífs og stjórnmála viðkom-
andi gjaldmiðilssvæðis, þ.e.a.s. hæfi-
leiki til þess að kalla fram hagvöxt,
auka samkeppnishæfni gjaldeyr-
issvæðisins og leggja áherslu á jafn-
vægi í ríkisfjármálum og alþjóð-
legum viðskiptum til lengri tíma.
Síðara atriðið varðar styrkleika,
stöðugleika eða veikleika samkeppn-
isgjaldmiðla. Þannig getur evran
styrkst tímabundið vegna mistaka
eða getuleysis bandarískra stjórn-
málamanna að glíma
við hallarekstur
Bandaríkjanna.
Óstjórn í efnahags-
málum í Bandaríkj-
unum hefur staðið
lengi og nærst á við-
skipta- og ríkissjóðs-
halla og linnulausum
hernaðarútgjöldum.
Það er einnig ein-
feldni að ímynda sér að
vaxandi verðmæti evr-
unnar sé styrk-
leikamerki í sjálfu sér.
Hvern styrkir sú þróun? Það styrkir
ekki sérstaklega þýskan útflutning,
þótt hagkerfi Þýskalands þoli senni-
lega talsverða styrkingu evrunnar.
Á hinn bóginn boðar styrking evr-
unnar hörmungar fyrir á annað
hundrað milljónir þegna þeirra
ESB-ríkja, þar sem atvinnuleysi er
gríðarlegt og langvarandi og hag-
vöxtur staðnaður. Klukka sterkari
evru glymur Spáni, Grikklandi,
Portúgal og raunar Frakklandi
einnig. Þegar evran styrkist í dag er
það ekki vegna þess að nú hafi tekist
að snúa viðskiptahalla og rík-
isskuldum ESB-ríkja til betri vegar.
Svo er ekki, því miður. Eins og
stendur kvarta Frakkar undan of
sterkri evru.
Hvernig má það vera að menn
sem hafa langa reynslu af íslenskum
stjórnmálum, geti leitt hjá sér svo
mikilvægar staðreyndir sem afstætt
verðmæti gjaldmiðla á frjálsum
markaði? Kannski er skýringin sú
að íslenska krónan á ekki langan fer-
il á frjálsum markaði. En meðal
reynslunnar, sem við fengum þó af
þeirri vegferð, var styrking krón-
unnar á árunum fyrir aldamótin síð-
ustu. Þá var hagvöxtur um 4% á Ís-
landi en lítill innan Bandaríkjanna.
Ennþá minni var hann í ESB og
samdráttur í Japan, sem þá var ann-
að stærsta hagkerfi heimsins. Hitt
tímabilið, sem ætti ekki síður að
vera okkur minnisstætt, var þegar
allar flóðgáttir frjálsra fjármagns-
flutninga opnuðust til íslenskra
einkabanka. Vegna þessa flóðs
veiktist krónan ekki í samræmi við
viðskiptahalla og sívaxandi ríkisút-
gjöld. Ísland á ekki skjól í evrunni,
né í öðrum gjaldmiðlum. Við eigum
ekki skjól í öðrum lausnum en að ná
fram hagvexti, skapa jafnvægi í rík-
isfjármálum og ná jöfnuði í utanrík-
isviðskiptum. Við erum nokkuð
langt frá þessum markmiðum. En
það er kominn tími til að takast á við
vandamálin.
Á meðan við „höldum sjó“ í aðlög-
unarferlinu, er látið sem hægt hafi á
ferðinni. En lestin heldur samt
áfram, með sínu silalega göngulagi.
Fremst í flokki arkar Summa dipló-
matískra lasta og teymir þungklyfj-
aðan asnann. Í fótspor hans fetar ut-
anríkisráðherrann og bíður klókur
betri tíma. Þétt að baki honum kem-
ur formaður VG og hefur dregið
merkið í hálfa stöng. Þar á eftir fer
lúðurblásarinn.
Traustur mjög til ferðalags í þess-
ari sveit er gullasninn. Sveit-
arstjórnarmenn fjölmenna í kynn-
isferðir til höfuðstöðva ESB og hafa
gert lengi. Þetta eru huggulegar
samkundur fyrir þá sem kunna að
meta sæmilegan mat og þokkaleg
borðvín. Fáir hópar eru sannfærðari
um að kíkja beri í pakkann og sjá
hvað kemur út úr „samningnum“,
þótt samninganefndin sé ófær um að
upplýsa þjóðina um að samningar
eigi sér stað. Skólastjórnendur fá
IPA-styrki frá ESB. Þeir eru ætl-
aðir til að veita umsóknarríkjum að-
stoð við að uppfylla skilyrði til að
gerast aðilar að ESB. Á sama tíma
eru fjármunir skornir niður við trog
af menntamálaráðherra. Auðvitað er
margt um manninn innan skólanna,
sem vill frekar eitthvað en ekkert.
Laun kennara eru orðin svo léleg að
engu er líkt, berstrípaðir dag-
vinnutaxtar gilda, yfirvinna minnk-
uð og bekkir stækkaðir.
Það er unnið samviskusamlega að
því að sannfæra þjóðina um að við
getum ekki stjórnað okkur sjálf. Það
gera þeir sem hafa sæmilegt
skammtímaminni og vita að í eina
skiptið, sem þjóðin var hlynnt aðild
að ESB, var hún í taugaáfalli eftir
hrunið. Ég skil utanríkisráðherrann.
Hann getur ekki stjórnað Íslandi og
vill því koma stjórnmálum þjóð-
arinnar úr landi og losa embætt-
ismenn undan þunga atkvæðanna.
Það er merkilegt að á árinu 2013,
þegar fólkið í landinu hefur með svo
augljósum yfirburðum haft vit fyrir
auðmjúkum og aumkunarverðum
stjórnvöldum, skuli þeir enn finnast,
sem vilja leiða okkur inn á lendur
lýðræðishallans í ESB.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Við eigum ekki
skjól í öðrum
lausnum en að ná
fram hagvexti, skapa
jafnvægi í ríkisfjár-
málum og ná jöfnuði í
utanríkisviðskiptum.
Tómas Ingi Olrich
Höfundur er fv. alþm. og ráðherra.
Afstæður veruleiki hagkerfa