Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 PILATES Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann með kerfisbundnum æfingum. Hver æfing er hvetjandi, virkjar kviðvöðvana og heldur iðkendum við efnið. Kolbrún kennir hið eina sanna upprunalega Pilates kerfi. Hún segir fólk koma afslappað út úr tímunum en jafnframt fullt af orku. Hefst 5. mars• 8 vikur• Kennari er Kolbrún Jónsdóttir• Byrjendahópur kl. 18:30• Framhaldshópur kl. 17:30• Verð fyrir 8 vikur kr. 21.900 (þ.e. 10.950 pr. mán.)• Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Pilates æfingakerfið getur minnkað stress og verki í baki hálsi og öxlum. Jákvæð áhrif Pilates eru einnig: Aukin orka og vellíðan• Meiri sveigjanleiki, aukinn styrkur og bætt jafnvægi• Réttari líkamsstaða• Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Þá að spurningunum sem meiri- hluta Eyjamanna og margra ann- arra bæjarfélaga langar að fá svör við: 1. Finnst þér þær upplýsingar sem Eyjamönnum sem og öðrum landsmönnum eru veittar um áhrif breytinga á fiskveiðistjórn á lífs- afkomu landsbyggðarfólks, full- nægjandi? 2. Finnst þér árásir stjórnmála- manna á útgerðarmenn maklegar? 3. Teljið þið að veiðigjaldið komi vel út fyrir almenning í Eyjum sem og í öðrum sjávarbyggðum? 4. Er það rangt mat hjá fulltrúum smábátaeiganda, þeirra sem þið ætl- uðuð að standa vörð um, að veiði- gjaldið komi verst út fyrir ein- staklingsútgerðir? 5. a) Mun aukin „ríkisútgerð“ ekki hafa í för með sér verri lífskjör fyrir fólk sem býr í sjávarbyggðum sem standa vel? b) Til hve langs tíma teljið þið að þurfi að leigja út aflaheimildir, til komast megi hjá því að „gullæði“ grípi um sig með tilheyrandi offjár- festingu, gjaldþrotum og slæmri umgengni um fiskveiðiauðlindina? c) Verður ekki að setja reglur um hve mikið má leigja til einstakra út- gerða, sjávarbyggða o.s.frv.? c) Þarf ekki að banna að einungis ein tegund sé leigð til að koma í veg fyrir brottkast, ef já hversu margar tegundir þarf að leigja? d) Hvernig ætlið þið að tryggja nýliðun í greininni, með leigu á kvóta? e) Allt í kringum landið eru mörg hundruð einstaklingsútgerðir, þar sem útgerðarmenn hafa keypt kvóta á undanförnum árum og jafnvel veð- sett heimili sín til að eiga tryggan aðgang að auðlindinni. Finnst ykkur í ríkisstjórninni að þetta fólk eigi að missa heimildir sínar til ríkisins án þess að fá bætur fyrir? f) Eitt afsprengi þess að gera afla upptækan er strandveiðikerfið, ótrú- legt sóunarkerfi, sem er eins þjóð- hagslega óhagkvæmt og hugsast getur. Þeir einu sem virðast hafa eitthvað upp úr strandveiðum eru fyrrverandi og núverandi útgerð- armenn, sem fá nú tækifæri á að selja eða leigja báta sína á upp- sprengdu verði og/eða gera sjálfir út í boði ykkar, (sem sagt gerast „léns- herrar“, orð sem þú hefur notað yfir útgerðarmenn í mjög neikvæðri meiningu). Óttastu ekki að með væntanlegri „ríkisútgerð“ endurtaki leikurinn sig, þ.e. að minni útgerðir með veik- ari efnahag, detti út á kostnað þeirra stærri, sem og fyrrverandi útgerð- armanna, bæði þeirra sem hafa selt sig út og þeirra sem hafa orðið gjald- þrota? Árni Páll, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, hefur verið spurður út í framkomu ykkar í garð landsbyggðarfólks. Þeim spurn- ingum hefur hann lofað að svara fljótlega. Þrír forystumenn ríkisstjórn- arflokkana í Vestmannaeyjum hafa verið spurðir út í svik ykkar og pretti, en enginn af þeim hefur treyst sér til að verja gjörðir ykkar. Ástandið í herbúðum VG og Sam- fylkingarinnar er mjög dapurt í Eyj- um, t.a.m. eru tveir af þeim þremur sem spurðir voru út í verk ykkar búnir að draga sig út úr pólitík. Á næstu vikum munu fulltrúar sjómanna og almennings í Eyjum tjá sig um vinnubrögð ykkar og mun það svipta hulunni af þeim blekking- arleik sem viðhafður hefur verið um undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar. » Ólína, hvers vegna er ykkur í ríkisstjórn- inni í nöp við sumt landsbyggðarfólk? Höfundur er iðnrekstrarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.