Morgunblaðið - 16.02.2013, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
✝ Jóhann BragiFreymóðsson
fæddist á Ytra-
Kálfsskinni, Ár-
skógsströnd, 27.
febrúar 1920.
Hann lést á heim-
ili sínu í Santa
Barbara í Kali-
forníu 12. janúar
2013.
Foreldrar hans
voru Freymóður
J. Jóhannsson, f.
12. september 1895 í Stærra-
Árskógi, Árskógsströnd, d. 6.
mars 1973 og Steinunn M.
Jónsdóttir, f. 31. janúar 1894 á
Stóru- Hámundarstöðum, Ár-
skógsströnd, d. 9. september
1982.
Systkini Braga eru Árdís
Jóna Freymóðsdóttir, f. 25.
júlí 1922, Fríða Freymóðs-
dóttir, f. 23. janúar 1925, d. 1.
október 2010, og Stefán Heim-
ir Freymóðsson, f. 30. nóv-
ember 1928, d. 25. nóvember
1930, og samfeðra Heimir
Freymóðsson, f. 1. mars 1948,
d. 31. ágúst 1968, og Berglind
Freymóðsdóttir, f. 17. október
1951. Hinn 31. desember 1955
Mixen, f. 8. september 1987,
og Sarah Sigrid, f. 26. október
1989. Bragi ólst upp á Ak-
ureyri, lauk þar barnaskóla-
prófi og varð stúdent frá MA
1940. Á sumrin stundaði Bragi
m.a. sjóinn og var túlkur hjá
breska setuliðinu á Siglufirði.
Árið 1940 fór Bragi til náms í
Manitoba-háskóla í Winnepeg
þar sem hann lagði stund á
rafeindaverkfræði. Hann færði
sig svo yfir til Berkley, en
þaðan brautskráðist hann með
BS-prófi. Að lokum tók hann
svo MS-próf í rafeindafræði
frá IIT í Chicago árið 1947.
Árið 1948 kom Bragi aftur til
Íslands og í fjögur ár gegndi
hann stöðu forstöðumanns raf-
magnsdeildar SÍS. Aftur fór
Bragi til Bandaríkjanna, fyrst
til Chicago og vann þar hjá
fyrirtæki Árna Helgasonar.
Fór svo til starfa hjá Magna-
vox Research Laboraties í
Kaliforníu, og gegndi þar
stöðum framkvæmdastjóra og
aðstoðarforstjóra. Þar stýrði
Bragi m.a. vinnu við þróun á
GPS-staðsetningartækni og er
því einn af frumkvöðlum
þeirrar tækni.
Minningarathöfn um Braga
fer fram frá The Good Shep-
herd Lutheran Church, í
Santa Barbara í Kaliforníu
laugardaginn 16. febrúar 2013
og hefst athöfnin kl. 13 að
staðartíma.
giftist Bragi Sig-
ríði Gunnarsdóttur
Bílddal, f. 27. febr-
úar 1930, d. 3.
mars 2002. For-
eldrar hennar
voru Gunnar Bíld-
dal, f. 4. ágúst
1902, d. 20. apríl
1980 og Eugenía
Guðmundsdóttir
Bílddal, f. 16. mars
1904, d. 6. apríl
1967. Systkini Sig-
ríðar eru Jóna Ríkey Bílddal,
f. 11. ágúst 1926, d. 11. mars
1994, Valgerður G. Bílddal, f.
21. júní 1928, Guðmundur, f.
9. júlí 1931, d. sama ár, Lovísa
B. Ruesch, f. 15. desember
1935, d. 12. september 2003
og Katrín Bílddal f. 21. febr-
úar 1938, d. 7. desember 2007.
Börn Braga og Sigríðar eru
Baldur Arnar Freymóðsson, f.
28. júlí 1956, d. 9. júní 1979,
og Steinunn Freyja Freymóðs-
son, f. 15. janúar 1958, gift
Howard E. Green, f. 30. jan-
úar 1954. Börn Steinunnar
með fyrrverandi manni sínum,
Michael Danley, eru Stephen
Bragi, f. 27. júlí 1985, James
Faðir minn, Jóhann Bragi
Freymóðsson, eða Bragi eins
hann var alltaf kallaður lést á
heimili sínu í 12. janúar sl. í
faðmi sinna nánustu.
Pabbi var með sterka réttlæt-
iskennd, mikill fjölskyldumaður
og mjög greindur og hæfileika-
ríkur rafmagnsverkfræðingur.
Á 47 ára ferli pabba var hann
í 35 ár að vinna við ýmiskonar
verkefni tengd radíó- og sam-
skiptakerfum fyrir bandaríska
herinn í þjónustu Varnarmála-
ráðneytis Bandaríkjanna. Frá
1966-1972 gegndi hann stöðu
rekstrarstjóra yfir framleiðslu
og innkaupum á rafeindabúnaði
tengdum flugi hjá Magnavox
Research Laboratories í Torr-
ance, Kaliforníu. Frá 1972-1977
starfaði hann sem aðstoðarfor-
stjóri og framkvæmdastjóri hjá
Magnavox í Fort Wayne, In-
diana, þar sem hann bar ábyrgð
á framleiðslu ýmiskonar sam-
skiptabúnaðar og sérfram-
leiðslu. Hann þróaði og fram-
leiddi samskiptabúnað, eins og
AN/ARC-164, fyrir bæði flug-
og landher Bandaríkjanna, sem
ollu kaflaskiptum í mikilvægum
þáttum í rekstri Bandaríkja-
hers. Frá 1977-1981 var hann
aðstoðarforstjóri og fram-
kvæmdastjóri hjá Magnavox yf-
ir þeirri deild sem þróaði stað-
setningartæknina „Global
Positioning system“ (GPS). Sem
ábyrgðarmaður Magnavox-fyr-
irtækisins í þróun á GPS-
tækninni, var pabbi einn af
frumkvöðlum þess að þú getir
séð staðsetninguna þína hvenær
sem er og hvar sem er í stað-
setningartækjum eða í símanum
þínum. Er það ekki frábært! En
hógværðin var eitt af hans aðal-
einkennum, svo hann var ekki
að hreykja sér af þessu afreki.
Leynileg verkefni fyrir ríkis-
stjórnina og eiður um leynd hélt
mér frá því að vita um aðra
hluti sem ég hefði viljað að hann
deildi með mér, en hann var
maður orða sinna og tók slíka
eiða mjög alvarlega.
Pabbi var elskaður af mörg-
um og margir munu sakna hans,
en einkum þó ég dóttir hans.
Bróðir minn, Baldur Arnar
Freymodsson, og mamma mín,
Sigríður Bílddal Freymodsson
eru farin á undan honum en við
sem eftir lifum munum sakna
hans mikið, hin ótrúlega sterka
og umhyggjusama systir hans
Árdís Jóna Freymóðsdóttir,
minn elskulegi eiginmaður
Howard E. Green, og yndislegu
barnabörnin, Stephen Bragi
Danley, James Mixen Danley og
Sarah Sigrid Danley. Þeir sem
þekktu pabba vita að hann var
snillingur í ensku sem var hans
annað tungumál, elskaði að vera
innan um fólk og rökræða um
heima og geima. Hann var hinn
fullkomni heiðursmaður, elskaði
skák en þó ekki eins mikið og
djass. Artie Shaw var maðurinn!
Pabbi hafði greinst nýlega með
heilabilunarsjúkdóminn Lewy
Body Dementia, sem hann hafði
þjáðst af í töluverðan tíma án
réttrar sjúkdómsgreiningar.
Þeim sem vilja minnast
pabba er bent á að styrkja
rannsóknir á sjúkdómnum
Lewy Body Dementia sem hægt
er að gera á netinu,www.lbda-
.org eða á heimilisfangið Lewy
Body Dementia Association, 912
Killian Hill Road, S.W., Liburn,
GA 30047, USA.
Þín dóttir,
Steinunn Freyja.
Elsku bróðir minn, það er
margs að minnast á langri ævi
og vil ég þakka þér samfylgd
þína.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín systir
Árdís Jóna (Jonna).
Látinn er í Santa Barbara
kær vinur minn Bragi Frey-
móðsson. Ég kynntist Braga
þegar hann kvæntist bestu vin-
konu Ásdísar konu minnar fyrir
tæpum 60 árum, en kona
Braga, Sigríður Bílddal, fór til
Chicago til framhaldsnáms í
hjúkrunarfræðum árið 1950.
Sigríður lést 3. mars árið 2002.
Þegar Sigríður kom til Chicago
starfaði Bragi þar sem raf-
magnsverkfræðingur hjá fyrir-
tæki Árna Helgasonar þar í
borg en Bragi fór eftir stúd-
entspróf frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1940 til náms í
Chicago. Bragi starfaði um tíma
hjá Véladeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í
Reykjavík en hvarf frá því
starfi aftur til Chicago. Hann
hóf störf hjá fyrirtækinu
Magnavox Government and
Industrial Electronics Company
sem annar Íslendingur hafði
tekið þátt í að stofna en sá var
Ragnar Thorarensen frá Siglu-
firði. Fyrirtækið Magnavox var
í Los Angeles.
Bragi starfaði einnig hjá fyr-
irtækinu í Fort Wayne Indiana
í nokkur ár. Í Los Angeles
bjuggu Bragi og Sigga í fallegu
húsi í Palos Verdes-hverfinu og
þangað komum við Ásdís til
þeirra hjóna. Bragi var strax
settur í ábyrgðarstöðu hjá fyr-
irtækinu og var alla tíð einn af
æðstu mönnum þess, fyrrver-
andi varaforseti, enda með alla
hæfileika til þeirra starfa. Eftir
1993 settust Sigga og Bragi að í
Santa Barbara í Kaliforníu þar
sem dóttir þeirra Steinunn býr
ásamt fjölskyldu sinni. Bragi
var alla tíð verðugur fulltrúi Ís-
lands í Bandaríkjunum, greiddi
götu fjölmargra Íslendinga sem
sóttu þangað nám. Sigga tók
þátt í félagsstarfi Íslendinga og
til þeirra Siggu og Braga var
leitað í mörgum málum, sem
þau leystu úr af miklum dugn-
aði og ánægju. Ég minnist
ferðalaga með Braga og Siggu
um Bandaríkin, meðal annars í
Flórída, Las Vegas, Indiana og
Kaliforníu. Bragi var eins og
margir muna ekki ólíkur John
F. Kennedy í útliti og man ég
að stundum þegar við komum á
dvalarstaði var tekið á móti
honum sem þjóðhöfðingja.
Heimili Braga og Siggu stóð
ætíð opið fyrir landann og var
stundum eins og hálfgert sendi-
ráð. Ég færi Steinunni og fjöl-
skyldu hennar og Jonnu systur
hans mínar alúðarfyllstu sam-
úðarkveðjur og þakka fyrir ein-
staka vináttu.
Birgir Jóh.
Jóhannsson.
Nú er gamli góði vinurinn
minn, Bragi Freymóðsson, stig-
inn niður af leik- og starfssviði
hins jarðneska lífs. Hann er þar
með sá næstsíðasti til þess af
þeim stúdentum sem braut-
skráðust frá MA 1940.
Ef mig brestur ekki minni, þá
hófust fyrstu kynni okkar, þeg-
ar við stráklingarnir vorum að
breiða saltfisk fyrir neðan Berl-
ín, æskuheimili Braga. Vináttu-
böndin styrktust enn meir
seinna, einkum eftir að við fór-
um að æfa saman í fimleika-
flokki Hermanns Stefánssonar,
íþróttakennara í MA.
Til þess að sýna á hversu
góðum og traustum merg vin-
átta okkar stóð á unglingsárun-
um langar mig til að segja frá
því hvernig við höguðum okkur
oftast eftir kvöldmat. Bragi kom
flautandi innan úr bæ til að til-
kynna komu sína í miðbæinn,
beint fyrir framan París þar
sem ég bjó og í sömu andrá
kom annar félagi okkar jafn
glaðlega flautandi úr gagn-
stæðri átt. Þar var mættur Jón-
as Einarsson, síðar flugvallar-
stjóri á Akureyri. Það var
álitamál hvor þeirra flautaði
betur. Ég var líka liðtækur á
þessum tónlistarvettvangi.
Eftir stuttan labbitúr um
„bótina“ lá leiðin beint á póst-
húsið. Þegar inn var komið tók-
um við okkur jafnan stöðu fyrir
framan póstkassana. Pósthúsið
var okkar samkomustaður.
Þessar kvöldstundir inni á póst-
húsinu gamla voru ómetanleg
og ógleymanleg tilbreyting á
æskuárunum í okkar yndislega
bæ, Akureyri.
Þar sem Bragi hafði lokið
stúdentsprófinu með ágætisein-
kunn fékk hann svokallaðan
menntamálaráðsstyrk og fór ut-
an til náms, fyrst til Kanada og
síðan til Bandaríkjanna. Hann
sneri heim 1948 og vann hjá SÍS
sem forstjóri rafmagnsdeildar-
innar til ársins 1952. Annálaður
fyrir heiðarleika og samvisku-
semi.
Á þessu fjögurra ára tímabili
bjuggum við saman, fyrst í Tún-
unum og síðan á Flókagötu
gegnt Kjarvalsstöðum. Sambúð
okkar var einkar farsæl. Hvað
afþreyingar okkar varðaði þá
voru þær vitanlega langtum
fjölbreytilegri, fjölskrúðugri og
ekki síst miklu djarfari en á
gamla pósthúsinu á Akureyri.
Þegar ég varð sjötugur, 1991,
ákváðum við hjónin að halda
upp á afmælið og heimsækja
Braga og fjölskyldu til Banda-
ríkjanna. Við komu þangað lét
vinurinn okkar væni sig ekki
muna um það að aka alla leið
frá Fort Wayne í Indíana til
Pompano Beach í Flórída til að
sækja okkur. Í hans augum var
þetta aðeins smágreiði. Á baka-
leiðinni tók hann að sér hlut-
verk leiðsögumanns og leysti
það af hendi með mestu prýði.
Fimm árum síðar, 1996,
heimsóttum við þau öðru sinni,
en þá voru þau flutt til Santa
Barbara í Kaliforníu. Bragi lét
ekki deigan síga í leiðsögu-
mannshlutverki sínu og ók með
okkur út um allar trissur, meira
að segja alla leið til Mexíkó.
Brátt kom í ljós að konan
hans gekk ekki heil til skógar.
Umhyggja Braga fyrir líðan
konu sinnar var engum tak-
mörkum sett. Annarri eins nær-
gætni, kærleika og ást höfum
við Andrea aldrei fyrr orðið
vitni að.
Undir lokin vil ég aðeins
segja eitt: Ég get aldrei verið
örlögum nógsamlega þakklátur
fyrir það mikla lán mitt að hafa
átt jafn góðan og hjartahlýjan
vin sem Braga Freymóðsson.
Veri vinur minn ljósinu fal-
inn.
Halldór Þorsteinsson.
Þegar ég flutti til Santa Bar-
bara í Kaliforníu haustið 2005
vissi ég að framundan væru
spennandi en algjörlega ófyr-
Bragi
Freymóðsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KARÓLÍNU FRIÐRIKU
HALLGRÍMSDÓTTUR,
Laugarvegi 33,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Fjalla-
byggðar fyrir einstaka alúð og elskusemi.
Guð blessi ykkur öll.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir, Ásgeir Sigurðsson,
Helga Haraldsdóttir, Erlingur Björnsson,
Ragnheiður Haraldsdóttir,
Árni Haraldsson, Ragnheiður Árnadóttir,
Eyþór Haraldsson,
Árni Þór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar,
UNNAR GUÐBJARGAR
ÞORKELSDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Álftanesi.
Þorkell Snorri Gylfason,
Freyja Gylfadóttir,
Unnur Kristbjörg Gylfadóttir,
Kristín Edda Gylfadóttir,
Margrét Þóra Gylfadóttir.
✝
Elskuleg systir mín,
ANNA JÓNSDÓTTIR KRASON,
Lóa,
til heimilis í Virginíu,
Bandaríkjunum,
er látin.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragna Jónsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORSTEINN ELÍSSON,
Laxárdal,
síðast til heimilis í Glósölum 7,
Kópavogi,
lést á Landakotsspítala 14. febrúar.
Guðný Sigríður Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Einarsson,
Karólína Dóra Þorsteinsdóttir, Böðvar Stefánsson,
Elínborg Þorsteinsdóttir, Bergvin Sævar Guðmundsson,
Ólöf Þorsteinsdóttir, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
STEINÞÓR INGEBRIGT NYGAARD,
sem lést fimmtudaginn 14. febrúar, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 20. febrúar kl. 15.00.
Ásta H. Haraldsdóttir,
Erlendur Steinþórsson, Shou-Ping Wendy Chen,
Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug Helga Konráðsdóttir,
Ása Andrésdóttir,
Auður Ásta Andrésdóttir, Benjamin Beier,
Margrét Erlendsdóttir.
✝
Okkar elskulegi
ÓTTAR EINARSSON
kennari,
Klausturhvammi 13,
Hafnarfirði,
sem lést fimmtudaginn 7. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánu-
daginn 18. febrúar kl. 11.00.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, Brynjar Ágústsson,
Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, Haraldur Eiríksson,
Þuríður Óttarsdóttir, Hannes Steinar Guðmundsson
og barnabörn,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir.