Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 43

Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 43
irsjáanlegir tímar. Ekki vissi ég að eitt af því væri að ég myndi kynnast systkinunum Jonnu og Braga og að við yrðum góðir vinir. Ég man ekki nákvæmlega á hvaða Íslendingasamkomu við hittumst en við náðum frá upp- hafi afar vel saman. Fljótt kom- umst við að því að Jonna og Bragi höfðu búið í sama húsi og amma mín þegar þau voru öll litlir krakkar. Stundum er ótrú- legt hvað heimurinn getur verið lítill. Fljótlega fórum við öll þrjú að hittast oftar en á Íslendinga- samkomunum og buðu Bragi og Jonna mér margoft út að borða eða heim til sín í kaffi. Mér var alltaf mjög vel fagnað með alls kyns kræsingum og sama átti við þegar fjölskylda mín heim- sótti mig. Við höfðum alltaf nóg um að tala og sátum oft klukku- stundum saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Fyrsta spurningin þegar ég hitti Braga var yfirleitt: Og hvað er að frétta að heiman? Ég reyndi að svara því eftir bestu getu, þrátt fyrir að oft væri langt síðan ég hafði farið heim síðast. Þá kom yfirleitt í ljós að Bragi hafði fylgst svo vel með fréttum að hann vissi alltaf mun meira um ástandið heima en ég. Hann mundi nöfn á öllum þekktum athafnamönnum, þekkti alltaf fléttur í smáatrið- um og hafði góða innsýn í næstu skref. Sama átti við um stjórn- málin í Bandaríkjunum enda fylgdist hann oft með C-span. Bragi var rafmagnsverkfræð- ingur og því mjög vel að sér í öllum tækni- og vísindamálum og augljóst að hann lagði mikið upp úr því að fylgjast með öllum nýjungum á markaði. Það var í raun alveg sama hvert umræð- urnar leiddu, Bragi þekkti alltaf efnið afar vel og vildi ólmur vita meira. Það var hvergi að sjá að Bragi væri yfir nírætt svo skýr var hann. Í seinni tíð þegar sjóninni fór að hraka og Bragi fór að glíma við Charles-Bon- net-tálsýnir var hann ekki feim- inn við að tala um þær. Hann sagði yfirleitt að það væri bara alltaf partí hjá sér, enda litu tál- sýnirnar út eins og fólk. Svona tókst honum að sjá björtu hlið- arnar í lífinu. Bragi lagði alltaf mikið upp úr því að rækta tengslin við Ís- land þótt hann hefði flutt til Bandaríkjanna ungur að árum. Hann stofnaði því ásamt Stein- unni dóttur sinni Freymóðsson- Danley-styrkinn sem er ætlaður íslenskum nemendum sem stunda nám við University of California Santa Barbara (UCSB). Þessi styrkur hefur ef- laust haft mikið að segja um það hversu margir Íslendingar stunda nám við UCSB. Það var mér mikill heiður árið 2008 þeg- ar ég fékk styrkinn ásamt Brynjari Grétarssyni. Það var ákaflega erfitt að kveðja Braga og Jonnu þegar ég flutti aftur til Íslands í vor og enn erfiðara er að kveðja hann nú þegar ég veit að þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Braga. Ég vil senda Steinunni, Jonnu, Howard, Stephen, James, Sarah og öðrum ætt- ingjum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bragi var sannarlega merkur maður og er hans sárlega saknað. Ásdís Helgadóttir. Það var stór hópur af íslensk- um námsmönnum sem hélt til Bandaríkjanna og Kanada í stríðsbyrjun 1940. Þar á meðal var Bragi Freymóðsson sem hélt til Winnipeg, Manitoba, til þess að læra rafmagnsverk- fræði. Bragi flutti sig síðan til University of California, Berke- ley, þar sem hann lauk BS-prófi 1944. Bragi var óvenjulega fjöl- hæfur maður, hann hafði stund- að fimleika með Knattspyrnu- félagi Akureyrar í æsku og hápunktur sýninga félagsins var heljarstökk Braga. Hann hafði óvenjulega hæfileika til að læra tungumál og þegar breska setu- liðið kom til Akureyrar og þurfti á túlki að halda varð Bragi fyrir valinu. Hann náði því takmarki fyrstur Akureyringa að leggja Siglufjörð undir sig, enda var breski sjóherinn með í för. Á sokkabandsárum sínum í Reykjavík gat Bragi sér orð fyr- ir að vera afburðadansmaður og í Golfklúbbi Reykjavíkur varð hann með þeim fyrstu til að slá holu í höggi í golfi. Árin sem Bragi starfaði í Chicago lagði hann mikið ástfóstur við djass og djassáhuginn entist honum ævilangt. Hans uppáhaldsdjass- isti var klarinettleikarinn og hljómsveitarstjórinn Artie Shaw. Hann var líka mikill áhugamaður um skák og hafði afburðagott skákminni. Lesend- ur skákþátta Morgunblaðsins nutu oft góðs af athugasemdum Braga og upprifjun á glæsileg- um skákfléttum. Hvernig stóð svo á því að þessi ungi maður sem ólst upp við lítil efni í húsinu Berlín á Akureyri endaði sem einn af forstjórum eins stærsta og framsæknasta rafeindafyrirtæk- is í heiminum og leiddi þróunina á GPS-tækninni sem nú stjórn- ar lífi og ferðum okkar allra? Hæfileikar Braga réðu þar miklu um, en menntunin sem ís- lensku námsmennirnir fengu og aðgangur að störfum réðu líka miklu. Einnig voru árin eftir stríð uppgangstímar og kaldastríðskapphlaupið var fyrst og fremst tæknivæðingar- keppni sem Bandaríkjamenn unnu að lokum. Auk þessa naut Bragi góðs af samstarfinu við skólabróður sinn frá Akureyri, Ragnar Thorarinsen, sem varð honum samferða vestur um haf og réð hann til Magnavox í Kali- forníu. Bragi var alltaf mikill áhuga- maður um menntamál Íslands og vildi leggja sitt lóð á vog- arskálarnar svo að íslenskir námsmenn fengju sama tæki- færi og hann. Árið 2003 stofnaði Bragi sjóð til minningar um konu sína og son undir heitinu Freymóðsson-Danley sjóðurinn. Hlutverk sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur við Háskóla Íslands til að taka hluta af námi sínu við University of California í Santa Barbara. Var fyrst út- hlutað úr Freymóðsson-Danley sjóðnum árið 2004 og hafa um tíu nemendur Háskóla Íslands hlotið styrk úr honum til þessa. Það var alltaf ævintýri líkast að heimsækja Braga og systur hans Árdísi, en þau bjuggu sam- an síðustu árin. Þau fylgdust með öllu því sem var að gerast á Íslandi og höfðu áhuga og skoð- anir á flestum málum. Á Íslend- ingasamkomum voru þau hrók- ar alls fagnaðar og þá mátti ekki á milli sjá hver var yngri í anda Bragi eða stúdentarnir. Við Inga Dóra þökkum fyrir ár- in sem við nutum þess að geta rætt um heima og geima við systkinin síungu frá Akureyri. Björn Birnir. Látinn er á 93. aldursári í Santa Barbara í Kaliforníu fjöl- skylduvinur og frændi, Bragi Freymóðsson. Bragi var giftur Sigríði Bílddal, vinkonu móður minnar, en hún lést árið 2002. Hann var rafmagnsverkfræð- ingur að mennt og komst til hárra metorða hjá bandaríska stórfyrirtækinu Magnavox. Það er ekki hægt nema með mikilli stafsorku, vinnusemi, greind og dugnaði. Sigga og Bragi, en oft- ar en ekki voru þau nefnd í sama orðinu, hafa verið samofin lífi mínu síðan ég man eftir mér. Þau bjuggu alla tíð í Bandaríkj- unum, en þar hittust þau og giftu sig. Þau áttu tvö börn, Steinunni og Baldur. Árið 1978 fór ég mína fyrstu ferð til Bandaríkjanna. Ég fékk að koma við hjá Siggu og Braga í Los Angeles og dvelja þar í um viku tíma. Þvílíkt ævintýri sem ég upplifði. Þau bjuggu á fallegum stað, í fallegu húsi og sundlaug var í garðinum. Sigga var ávallt að sýna mér allt mögulegt og fara með mig í ýmsar verslanir. Einnig fór ég með Baldri í Universal Studios, Disney World og Sea World. Bragi sýndi mér meðal annars vinnustaðinn sinn og fannst mér merkileg öll sú öryggisgæsla sem þar var viðhöfð. Það var ekki undarlegt því á þessum tíma var hann yfirmaður hönn- unar stýriflauga fyrir banda- ríska herinn. Í lok heimsókn- arinnar fóru þau með mig í ógleymanlega ferð yfir til Mexíkó til landamæraborgar- innar Tijuana. Árin sem við Dóra og krakk- arnir bjuggum í Bandaríkjunum vorum við oft í sambandi við Siggu og Braga. Við fórum í heimsóknir bæði þegar þau bjuggu í Fort Wayne og svo síð- ar í Santa Barbara. Alltaf nut- um við mikillar gestrisni, þau óþreytandi við að sýna okkur allt mögulegt, svo það var ákaf- lega skemmtilegt og fróðlegt að heimsækja þau. Börnin okkar nutu þessara heimsókna einnig, því þau fengu mikla athygli hjá þeim, enda þau mjög barngóð. Bragi var mjög greindur og fjölfróður. Alltaf var hann hreinn og beinn. Stóð á sama hvað það var og aldrei komið að tómum kofunum hjá honum. Hann þreyttist aldrei á því að fræða um amerísk þjóð-, stjórn- og fjármál. Hafði sínar ákveðnu skoðanir og var gaman að sjá hvernig hann greindi kjarnann frá hisminu. Sama var að segja um alþjóðamál, alls staðar var hann vel að sér. Hann var mikill Íslendingur í sér þrátt fyrir að hafa búið erlendis meirihluta ævinnar. Fylgdist vel með því sem var að gerast heima alla tíð. Það varð auðveldara með árunum með til komu netsins. Bragi hafði mikla og skemmti- lega kímnigáfu og var stutt í hláturinn. Sá oft skoplegu hlið- arnar á hlutunum. Einnig var allt hans trygglyndi við frænd- garðinn og vandalausa í gegn um öll árin aðdáunarvert. Að leiðarlokum viljum við Dóra og börnin okkar þakka Braga áratuga vinsemd og vin- áttu. Þökkum fyrir öll samtölin og samverustundirnar. Minning- in um Siggu og Braga mun ylja okkur um ókomin ár. Einnig vil ég fyrir hönd móður minnar þakka Braga fyrir alla hans vin- áttu og tryggð í gegn um tíðina. Steinunni og fjölskyldu svo og Jonnu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að blessa minningu Siggu og Braga. Bjarni Valtýsson. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Hannes Þ. Arn-grímsson garð- yrkjumaður fæddist í Bolungarvík 18. janúar 1921. Hann lést 23. janúar 2013 á Hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guðríður Jónsdóttir frá Stóra-Langadal á Skógarströnd og Arngrímur Bjarnason frá Hafra- felli í Skutulsfirði. Átti hann sjö alsystkini. Þau eru: Jón, Lína Kristjana, Axel, Inga Lára og Bjarni, öll látin. Móðir hans lést þegar hann var á fyrsta ári. Þá giftist faðir hans Ástu Fjelsted, áttu þau saman ellefu börn. Guð- mund, Jón, Helgu, Hrefnu, Krist- ján, Pálma, Sigurð, Jósafat, Ástr- íði, Ernu og Arngrím. Á lífi eru skólanum. Þau giftu sig 31. desember 1946. Þau reistu hús og garðyrkjustöð á lóð sinni og varð það síðan Gróðrarstöðin Garður. Hannes var einn af brautryðendum ylræktar á Ís- landi. Fósturbörn þeirra eru: 1. Jóhanna Óskarsdótti, maki Stein- dór Sigfússon, börn: Ragna Kol- brún. Hannes og Sigfús. 2. Hrafn V. K. Ásgeirsson, maki Helga Bjarnadóttir. Börn hans: Hjördís Karen, Rakel Lind og Birkir Freyr. 3. Björn Óskar Jónsson, maki. Doris Jónsson. Börn hans: Guðmundur og Erla Björg. Árið 1981 flutti Hannes til Reykjavíkur, seldi allt í Hvera- gerði og fór að vinna sem verk- stjóri hjá garðyrkjudeild Reykja- víkuborgar. Árið 1982 skildu þau Hannes og Ragna. Haustið 1982 kynntist Hannes Sigríði Ein- arsdóttur frá Tjörnum og eign- uðust þau dótturina Elvu Hrund árið 1838. Hannes og Sigríður giftust 15 mars 1996 en Sigríður lést hinn 3. október 1999. Útför Hannesar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 4. febrúar 2013. Kristján, Pálmi, Hrefna, Erna og Arngrímur. Hannes fór ungur, árið1937, til Ingimars Sig- urðssonar í Fagra- hvammi í Hvera- gerði, sem átti gróðrarstöð. Fór svo í garðyrkjuskól- ann árið 1939 og var þar í fyrsta ár- gangi skólans en hann var stofnaður um haustið. Útskrifaðist þaðan árið 1941. Að námi loknu lá leið hans í Mosfellssveit og vann hann þar í fimm ár við garðyrkju. Árið 1946 lá leið hans aftur til Hveragerðis. Þar keypti Hannes lóð sem síðan var Breiðamörk 8 en skömmu síðar kynntist hann Rögnu Her- mannsdóttur listakonu sem einn- ig hafði lokið námi í Garðyrkju- Góður dagur að kveldi komin. Nú hefur fósturfaðir minn, Hann- es Þórður Arngrímsson, verið borinn til grafar en hann var 92 ára þegar hann lést 23 janúar síð- astliðinn. Ég minnist hans með hlýhug því hann var um margt merkilegur maður, með eindæm- um vinnusamur og ljúfur við alla og þá sérstaklega þá sem minna máttu sín. Það sem hann gaf mér var gott uppeldi og góð ráð þegar ég fór 16 ára að heiman. Pabbi vildi ekkert tilstand og þess vegna var hann jarðaður í kyrrþey frá kapellunni í Fossvog- inum og fylgdu honum nánustu ættingjar og vinir. Athöfnin var látlaus og góð og að henni lokinni var erfisdrykkja á veitingastaðn- um Horninu og var gaman að hitta og spjalla við alla ætt- ingjana sem þangað komu. Vinir og ættingjar sáu um að baka fyrir erfisdrykkjuna og kann ég þeim mínar bestu þakkir fyrir hugul- semina en hitann og þungann af þessu öllu bar hún Elva Hrund systir. En það að margir lögðu okkur lið rifjaði upp minningu um það þegar pabbi var að byggja síðasta gróðurhúsið við gróðrarstöðina sína Garð, þá var hringt út og boð látin ganga um að Hannes á horn- inu væri að fara að reisa gróð- urhús og þá mættu bara allri garðyrkjumennirnir í Hvera- gerði og unnu að þessu með hon- um og man ég að þetta gekk eins og í sögu því búið var að glerja megnið þegar kvölda tók. Engin vinnulaun voru greidd því ég held að flest gróðurhús í Hveragerði hafi verið reist með þessum hætti og menn unnu bara hver fyrir annan. Hvíl í friði, pabbi minn, og takk fyrir allt og allt. Kveðja. Hrafn. Við Hannes áttum í samstarfi á ýmsan hátt á samleið okkar í líf- inu. Um tíma, þegar ég var bú- settur í Bandaríkjunum, veitti ég honum nokkra aðstoð með því að senda honum upplýsingar og efnivið (chrysanthemum-græð- lingar) frá BNA. Eftir heimkomu mína hóf ég viðskipti við garðyrkjubændur og innflutning á rekstrarvörum fyrir þá, og hófust þá löng og farsæl viðskipti okkar Hannesar. Meðal annars stunduðum við sölu á afurðum hans og annarra garðyrkjubænda. Við bundumst sterkum við- skipta- og vináttuböndum og síð- ar á ævinni eignuðumst við sum- arbústaði hlið við hlið á fögrum stað í landi Grímsstaða í Borgar- byggð. Þar ræktuðum við tré og jurtir og áttum góðar stundir. Einhverju sinni vorum við staddir í bústöðum okkar og við ætluðum okkur heim um kvöldið. Þá byrjaði að snjóa og ákváðum við að bíða til morguns. Ekki vildi þó betur til en svo að snjókoman jókst og færðin þyngdist. Við ákváðum þó að halda heimleiðis um morguninn. Við lentum í þó- nokkrum erfiðleikum því að snjórinn var orðinn það djúpur að við urðum að moka frá á nokk- urra metra færi. Hannes var orð- inn úrvinda af þreytu, enda sjúk- ur af Parkinsonsveiki á byrjunarstigi. Okkur miðaði þó áfram, en að lokum varð bíllinn bensínlaus. Áfram komumst við þó fótgangandi að næsta bæ, Há- hóli. Þar tóku Margrét og Hálf- dán okkur tveim höndum og vor- um við þeim ævinlega þakklátir, þótt ekki gætum við endurgoldið veittan beina og aðstoð sem skyldi. Öðru sinni er við vorum við á heimleið frá bústöðum okk- ar lentum við í árekstri. Bringu- bein á Hannesi brákaðist og handarbein brotnaði, en allt greri og við héldum áfram ferðum okk- ar í sumarbústaðina. Á síðari árum var ég tíður gestur á heimili Hannesar á Hverfisgötu 102 bæði meðan seinni kona hans, Sísí, var á lífi og líka í mörg ár eftir lát hennar. Á elliárunum varð Hannes að yfirgefa heimili sitt vegna aldurs og Parkinsonsveiki og á síðustu árum ævi sinnar dvaldi hann á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þangað lá leið mín oft. Kona mín, Leonora, hafði þetta að segja um Hannes þegar hún sá mig rita þessar línur: „Stórt hjarta, mjög góður.“ Ég sendi dóttur hans, Elfu, og fósturbörnum hans, Jóhönnu, Hrafni og Birni, og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Sverrir Vilhjálmsson. Hannes Þ. Arngrímsson ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar og ömmu, frú SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Hrefnugötu 10, Reykjavík. Hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur, og vinarþel metum við mikils. Ólafur Walter Stefánsson, Björn S. Stefánsson, Jón Ragnar Stefánsson, Gunnar Björnsson. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vinsemd vegna andláts og útfarar okkar ástkæru SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á krabba- meinslækningadeild Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Guðmundur Guðmundsson, Kristján Gylfi Guðmundsson, Eyrún Guðmundsdóttir, Unnar Bragi Bragason, Brynhildur Guðmundsdóttir, Jón Valgeirsson, Borghildur Guðmundsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Kristrún, Lúkas, Tryggvi, Felix, Emil Bragi, Eva Karen, Guðmundur, Hildur, Sólveig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.