Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.02.2013, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Karen Ragn-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 2. maí 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 6. febr- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Benediktsson Bjarnarson, f. 23. maí 1899, d. 18. febrúar 1941, og kona hans Guðrún Arnbjörg Hjaltadóttir, f. 25. júní 1903, d. 27. janúar 1995. Karen var yngst sjö systkina. Elstur er: Hjalti, f. 12.1. 1925 d. 11.12. 2007, Jóhann Pétur, f. 5.7. 1926, Ragna Guðrún, f. 19.8. 1928, Guðni Jóhannes, f. 29.9. 1929, Þórunn Maggý, f. 19.9. 1933, og Stefán Ævar, f. 20.1. 1936. 5. nóvember 1956 giftist Kar- en Kristni Haraldssyni frá Ágústs og Guðrúnar sem reynd- ust henni vel. Hún tók miklu ást- fóstri við Dýrafjörð og kynntist þar Kristni, eiginmanni sínum. Hún var heimavinnandi meðan börnin voru lítil en fór aftur út á vinnumarkaðinn þegar börnin stálpuðust. Vann þá í rækjunni en lengst af var hún við verslunarstörf. Hún vann mikið að félagsmálum og hefur verið í Kvenfélaginu Hlíf til fjölda ára, einnig í bútasaumsklúbbnum Pjötlunum, ásamt því að vera í Slysavarnadeild kvenna á Ísa- firði. Þess utan var hún í Sunnu- kórnum og síðustu ár líka í kirkjukórnum. Karen og Kristinn byggðu sér heimili í Laufási í Skutulsfirði þar sem þau bjuggu lengst af, eða til ársins 1993 að þau flytja út á Ísafjörð. Einnig byggðu þau sér sumarhús í landi Leitis í Dýrafirði sem var látið heita Laufás. Árið 2004 kynntist Karen eft- irlifandi sambýlismanni sínum, Páli Sigurðssyni frá Sauðhaga á Völlum, f. 22. júlí 1926. Útför Karenar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 16. febr- úar 2013, kl. 14. Haukabergi í Dýra- firði, f.14.1. 1931, d. 13.6. 1997. For- eldrar hans voru Haraldur Krist- insson, f. 1902, d. 1990, og Helga Benónýsdóttir, f. 1895, d. 1985. Börn þeirra eru þrjú: 1) Ragnar Ágúst, f. 21.4. 1956, kvæntur Sigríði Þóru Halls- dóttur og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 2) Helga, f. 23.11. 1957, gift Sigvalda K. Jónssyni, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 3) Haraldur, f. 24.6. 1963, kvæntur Sveinfríði Unni Halldórsdóttur, og eiga þau fimm börn og fjögur barna- börn. Karen missti föður sinn að- eins fjögurra ára gömul og var þá send í sveit að Hrygg í Dýra- firði til þeirra heiðurshjóna Látin er á Ísafirði tengdamóðir mín, Karen Ragnarsdóttir. Hug- ur minn reikar aftur til ársins 1976 þegar ég, aðkomudrengur þar í bæ, fór að stíga í vænginn við Helgu dóttur hennar og Krist- ins Haraldssonar heitins. Ljóst var strax við fyrstu kynni að í kringum Karenu var aldrei logn- molla. Hvar sem hún fór gustaði af henni og heyrðust hlátrasköll og gáskafullar upphrópanir henn- ar langt að. Söngfugl var hún góð- ur og var bæði í kirkjukórnum og Sunnukórnum um árabil. Karen og Kristinn byggðu Laufás í Skutulsfirði 1963 og bjuggu þar þegar ég slapp inn í fjölskylduna. Þar var oft glatt á hjalla og minnist ég sérstaklega margra áramóta, þar sem lífs- gleðin var í fyrirrúmi. Jafnframt byggðu þau sér sumarbústað milli Núps og Alviðru í Dýrafirði og þangað var gaman að koma. Venjan var sú að halda þar páska saman og Karen faldi þá páska- egg allt í kringum bústaðinn og börn og barnabörn slógust um að finna þau. Já, margs er að minnast á löngum tíma. Kristinn varð bráð- kvaddur á heimili þeirra hjóna 13. júní 1997. Allt var á huldu um hvernig Karen, sem hafði lifað svolítið vernduðu lífi í hjónabandi þeirra, myndi spjara sig í fram- haldinu. Það reyndist alveg vand- ræðalaust hjá henni. Hún stund- aði sem aldrei fyrr saumaklúbba, bútasaumsnámskeið, kórana og lagði rækt við alla vinina. Jafn- framt ferðaðist hún mikið um landið og einnig fór hún að stunda utanlandsreisur sem nánast ekk- ert hafði verið gert af áður. Já, líf- ið gekk vel hjá henni, en víst er að Raggi, sonur hennar, stóð sem klettur við bakið á henni. Við sem fjarri vorum gerðum lítið annað en að hugsa hlýlega til hennar og hafa áhyggjur af henni þegar hún var að þeytast ein um landið. Síðan gerðust undur og stór- merki. Í eldrimannaferð á Hótel Örk í Hveragerði kynnist hún Palla. Kynnti hún hann á sinn gamansama hátt sem „koddavin“ í fjölskyldunni nokkru síðar. Palla tókum við fegins hendi þar sem hann tók við eftirlitinu á henni allt þar til hún lést. Þau fóru víða en best líkaði þeim að dvelja í bú- staðnum í Dýrafirði og jafnframt að koma til Halla og Sveinfríðar á Grund. Núna í ágúst þegar Karen var hér hjá okkur Helgu hafði ég orð á því við Helgu að mér fyndist mamma hennar ekki söm og áður. Fannst mér hún ekki vera eins snögg í hreyfingum og áður og jafnframt leit hún ekki vel út að mínu mati. Þetta ágerðist svo og eftir rannsóknir kom í ljós ill- kynja sjúkdómur sem ekki væri hægt að sigrast á. Karen tók þessu af æðruleysi, en víst er að ekki hefur það hentað henni vel að geta ekki tjáð sig með máli síð- ustu fjóra mánuðina. Palli studdi hana með ráðum og dáð í stríðinu og systkinin voru alltaf til taks. Jafnvel ég lagði mig fram og gerði það sem ég gat síðustu mán- uðina, en allt kom fyrir ekki. Hún lést í faðmi ástvina miðvikudag- inn 6. febrúar og er hennar sárt saknað. Ég kveð kæra tengdamóður mína með orðum skáldsins frá Stóra Núpi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þinn eini tengdasonur, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson. Elsku amma. Að sitja hérna, í Noregi, og skrifa mína hinstu kveðju til þín er skrítið. Minningarnar streyma fram, og fyrir mér sé ég þig hlæj- andi og talandi manna hæst eins og alltaf þegar þú varst upp á þitt besta. Minningar um brennt rist- að brauð í Laufásinum og ferðir í sumarbústaðinn eru meðal fyrstu minninganna sem ég á um þig. Í gegnum barnæskuna var ég mik- ið hjá þér, og fengum við, hópur frændsystkinanna sem var hverju sinni, að skottast með í ferðir og leika okkur út um allt. Þegar árin liðu og ég byrjaði að verða fullorðin þá voru pönnu- kökur með miklum sykri og frétt- ir frá allri stórfjölskyldunni fast- ur liður í heimsóknunum til þín. Sumarbústaðurinn var þinn sælureitur, þar sem þú gast notið þín heilu og hálfu vikurnar í einu. Það var reyndar mikið að gera þar, klippa tré, reyta arfa og setja niður kartöflur, ásamt svo miklu meira. Alltaf varstu á fullu, elsku amma – alltaf upptekin. Það átti svo sem við á öllum sviðum. Þú áttir vini og vinkonur út um allt, og gast hvergi komið án þess að kíkja í heimsókn til einhvers. Vegna þess hversu hress og upp- tekin þú hefur alltaf verið var það kannski meira áfall fyrir þig og okkur öll, þegar þú byrjaðir að veikjast í haust. Á stuttum tíma var þín geta til að hreyfa þig og tala orðin skert og síðustu mán- uðir hafa þess vegna verið sér- staklega erfiðir fyrir þig. Það var ofsalega gott að koma í heimsókn til þín í desember með Rúnari bróður. Við vorum ansi stressuð yfir að sjá þig svona veika, en þú komst okkur heldur betur á óvart þegar við hittum þig á ganginum á sjúkrahúsinu á „fleygiferð“, með Palla í eftirdragi. Það var gott að eyða þessum tveim dögum með þér og Palla, og fá meðvitað að kveðja þig fyrir stóru ferðina þína. Elsku amma. Ég vil af öllu hjarta þakka þér fyrir það sem þú hefur verið mér og gefið mér. Ég kem til með að reyna að taka þig til fyrirmyndar þegar kemur að lífsgleði, því af henni hefur þú átt nóg af. Ég trúi að núna hafir þú það gott, og sért komin til afa aft- ur. Ég held að hann hafi tekið vel á móti þér, blessaður. Hvíl í friði, elsku amma. Við sjáumst seinna. Þín Karen. Þegar ég hugsa til baka um all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, elsku amma, er ég fyrst og fremst þakklát fyrir svo margt, fyrir það sem þú kenndir mér og gafst mér ásamt öllum þeim góðu stundum sem við átt- um saman. Það eru svo margar góðar minningar sem streyma fram, eins og ferðirnar í bústað- inn þar sem mér leið svo vel að brasa ýmislegt með þér og afa. Tíminn þegar við bjuggum í sama stigagangi á Hlíðarveginum er ómetanlegur, þá gat ég alltaf kíkt við hjá þér og Palla í spjall og pönnsur og þú tókst alltaf vel á móti mér. Mér þykir gott að hafa fengið að vera í kringum þig þeg- ar þú varst hér í Reykjavík vegna veikinda þinna, en þrátt fyrir að þú værir orðin slöpp gastu alltaf brosað og hlegið með mér. Þegar getan til að tala var farin að minnka gastu samt alltaf blótað smá og það var nú ekki annað hægt en að hlæja með þér yfir því. Minningin um heimsóknina um jólin, þegar við pabbi skoðuðum með þér myndirnar, á eftir að lifa lengi með mér. Það var yndislegt að sjá þig hlæja og hrista hausinn yfir öllum þeim skemmtilegu stundum sem við áttum saman. Þessar minningar, ásamt svo mörgum öðrum, fá mig til að brosa yfir því hversu lífleg og hress þú varst alltaf. Það er minn- ingin sem ég mun eiga um þig elsku amma mín. Nú sé ég þig fyrir mér með afa, hlæjandi og brosandi og þú bók- staflega kjaftar hann í kaf. Knús- ið hvort annað frá mér og ég sé ykkur seinna. Halla Björg Ragnarsdóttir. Lækur tifar létt um máða steina. Lítil fjóla grær við skriðu fót. Bláskel liggur brotin milli hleina. Í bænum hvílir íturvaxin snót. Ef ég væri orðin lítil fluga, ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. Og þó ég ei til annars mætti duga, ég eflaust gæti kitlað nefið þitt. (Sigfús Halldórsson) „Þó ég eflaust gæti kitlað nebbann þinn“ var amma vön að syngja og þannig söng ég síðustu línuna líka fyrir mín börn. Lagið kemur til með að minna mig á ömmu mína, hve hún hafði gaman af söng og hversu skemmtileg og töff amma hún var. Einhvern tím- ann vorum við góðvinur minn að tala um ömmur okkar, hvað þær væru flottar og skemmtilegar en þegar hann hitti ömmu mína þá trúði hann mér loksins hvað hún var skemmtileg. Ömmu þótti gaman að horfa á bíómyndir og vildi helst horfa á spennumyndir þó svo hún væri oft öskrandi og felandi sig á bak við púða eða það sem var hendi næst, svo oft var meira bíó að fylgjast með henni en að horfa á myndina sjálfa. Amma var dugleg að hreyfa sig og fór daglega í gönguferðir og þegar ég kom vestur í heimsókn til hennar var hennar fyrsta verk á morgnana að ganga út í Gamla bakarí að kaupa handa mér kringlur og kókómjólk því það var uppáhaldið mitt. Í minni síðustu ferð til Ísafjarðar keypti ég kringlur og kókómjólk og gaf níu mánaða dóttur minni að smakka í fyrsta sinn, sem er skrítið að hafa ekki ömmu með í. Svo þegar amma gekk ekki fór hún á göngu- skíði, synti eða ferðaðist um allar trissur á jeppanum sínum, suður í læknisferðir, norður í sveitina til yngri sonar síns og austur á heimaslóðir Palla, sem var á sín- um tíma kynntur sem koddafélagi hennar og hafa þau hangið saman í þó nokkur ár. Þetta gerði hún þar til hún fór að missa heilsu síð- asta haust. Amma mín dó eftir stutt veik- indi og þegar ljóst var að hún var orðin alvarlega veik ákváðum við þrjú frændsystkini sem búum er- lendis að taka flugið saman til Ís- lands og hitta hana. Þau héldu beint áfram vestur en ég ákvað að hinkra við eftir systrum mínum svo við gætum verið samferða og heimsótt ömmu saman. Þótt amma væri merkt veikindum sín- um var hún hress og vildi láta taka myndir af sér með okkur systrum og yngri dóttur minni áður en við færum heim og er ég fegin að hún skyldi biðja um það því myndirnar minna mig á hana. Ég mun sakna ömmu minnar jafnmikið og ég hef saknað afa, sem dó snögglega fyrir 15 árum. Eftir jarðarför hans sagði ömmu- systir mín mér að nú væri langamma að skamma afa fyrir að skilja ömmu eftir þannig að núna ímynda ég mér að þau séu saman aftur og hafi örugglega margt að tala um og hlæja að. Það verður skrítið að fara næst til Ísafjarðar og heimsækja ömmu og afa sam- an í kirkjugarðinn, í staðinn fyrir að hitta hana í litlu íbúðinni sinni og fá kringlur og kókómjólk. Hvíldu í friði amma mín. Selma Kaldalóns Sigvaldadóttir. Karen Ragnarsdóttir Elsku frænka mín hefur kvatt. Loftfrúin eins og afi kallaði hana, bjó fyrir ofan ömmu og afa og þó að hún hafi ekki átt börn sjálf átti hún sann- arlega mörg barnabörn. Það mátti meðal annars sjá af öllum myndunum sem hún stillti upp og sýndi mér af börnum sem hún elskaði og sem elskuðu hana. Að heimsækja Ósk þýddi oft að kúra á sófanum, lesa Andrésblöð, hlusta á sögur og þegar að Ósk byrjaði að flauta inni í geymslu vissum við að nú kæmi hún með eitthvað gott fyrir okkur. Ég man þegar ég beið eftir því að strætó skilaði henni heim úr vinnunni, þegar ég heimsótti ömmu og afa. Ósk var alltaf svo kát og gott að vera í kringum hana. Hún kunni vel á börn og var annt um þau. Ég elskaði hana mikið og er þakklát fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og börnin mín. Elsku Ósk, hvíl þú í friði Drott- ins. Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir. Í dag kveð ég hana Ósk Jóns- dóttur. Ósk var ekki bara frænka heldur uppáhaldsfrænkan mín. Ég var svo heppin að hún giftist inn í fjölskylduna mína þegar hún giftist honum Helga föðurbróður. Ósk var gædd einstökum kostum Ósk Jónsdóttir ✝ Ósk Jónsdóttirfæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 26. febrúar 1920. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 6. febrúar síðastlið- inn. Útför Óskar fór fram 15. febrúar 2013. sem gerðu hana af einni þeirri frábær- ustu manneskju sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Erfitt er að lýsa Ósk hér í stuttu máli en ef ég ætti að lýsa manngerð hennar í fáum orð- um þá finnst mér henni best lýst sem skemmtilegri, vand- ræðalausri, gjaf- mildri og barngóðri manneskju. Ósk var orðheppin með eindæm- um og sá hún flesta hluti á húm- orískan máta sem hún svo aftur setti í búning sem gerði það að verkum að mikil gleði og skemmtilegheit fylgdu henni alla tíð. Ósk og Helga varð ekki barna auðið en aftur á móti áttu þau stóran hlut í mörgum börnum, þar á meðal í okkur systkinunum á Álfhólsvegi 98. Það var mikill samgangur milli fjölskyldnanna á Álfhólsvegi 105 og 98 og varð engin breyting á því þegar Helgi féll frá langt fyrir aldur fram. Ósk var alltaf með okkur í dag- legu lífi sem og á tyllidögum. Börn sóttu í að vera nálægt Ósk enda ekki að undra þar sem hún veitti manni óskipta athygli með hlýrri nærveru á sinn skemmti- lega máta. Minningarnar eru margar og mér dýrmætar. Ferðalögin voru ófá sem fjöl- skyldurnar og nánir vinir fóru saman í. Í minningunni var tóm gleði og hamingja, mikið sungið, hlegið og grínast út í eitt þannig að maður veltist um með maga- verki af hlátri. Hún Ósk mín var þar fremst í flokki með munn- hörpuna og húmorinn að vopni. Þannig minnist ég þín, Ósk mín, þú varst og er uppáhalds Óskin mín. Þín frænka og vinur, Margrét. Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru JÓHÖNNU KRISTINSDÓTTUR, Miðtúni 2, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og gjörgæsludeildar Landspítala. Jakob Árnason, Ísleifur Árni Jakobsson, Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir, Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Gunnar I. Baldvinsson, Kristinn Þór Jakobsson, Ólöf K. Sveinsdóttir, Ásdís Ýr Jakobsdóttir, Valur B. Kristinsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Maggi okkar. Margar góðar minningar fara um hugann þegar kemur að kveðjustund. Brosið þitt og hláturinn, enda- laust hress og kátur. Allar stundirnar sem við áttum saman í vinnunni hjá Nóatúni. Ógleymanlegur dagur þegar ég átti afmæli og vinkonur mínar sendu litla pakka með vísu á klukkustundarfresti inn í búðina og þú hjálpaðir þeim að koma þeim til skila. Skemmtilegur leik- ur einn dag og ég fattaði ekkert. Tónlist var í miklu uppáhaldi Magnús Welding Jónsson ✝ Magnús Weld-ing Jónsson fæddist í Reykjavík 28. janúar 1950. Hann lést á Land- spítalanum 31. jan- úar 2013. Útför Magnúsar fór fram frá Graf- arvogskirkju 11. febrúar 2013. hjá þér og voru Bítl- arnir þar fremstir í flokki. Þú hafðir yndi af því að syngja og raulaðir oft við vinnuna. Golfferðin til Am- eríku og allar ferð- irnar sem farnar voru á hina ýmsu golfvelli, var þó fal- legi völlurinn okkar uppi í Mosfellsdal alltaf vinsælastur. Svo voru ekki fáar heimsóknirnar heim til okk- ar að horfa á golf og fótbolta í sjónvarpinu. Frá því að ég byrjaði að vinna hafa leiðir okkar í vinnu oft legið saman, má þar nefna Kjörval, Mosfellssveit, Carlsberg-umboð- ið og svo Nóatún. Við þökkum þér samveruna, kæri bróðir og mágur, og biðjum guð að blessa fjölskylduna. Kveðja, Snorri bróðir og Anna mágkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.