Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 20
Berglind Gréta Kristjánsdóttir
Fjörtíu ár eru liðin frá þeimatburði þegar föðursystirmín Gréta Þórarinsdóttirlést aðeins 27 ára gömul
ásamt eiginmanni sínum Engilberti
Kolbeinssyni og átta öðrum þegar
Sjöstjarnan KE-8 fórst á leið sinni frá
Færeyjum til Íslands. Með því að
rifja upp atburði þessa hörmulega
slyss vil ég minnast þeirra tíu sem
létu þar lífið langt fyrir aldur fram.
Ferðin til Færeyja
Það var þann 5. janúar 1973 sem
skipstjórinn Engilbert Kolbeinsson
hélt af stað til Færeyja á bátnum Sjö-
stjörnunni KE-8 ásamt stýrimann-
inum Þór Kjartanssyni og vélstjór-
anum Guðmundi J. Magnússyni.
Sjöstjarnan KE-8 var 100 tonna eik-
arbátur frá Keflavík en eldur hafði
komið upp í lúkar bátsins þegar það
lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og
ástæða ferðarinnar sú að koma hon-
um í viðgerð. Heim var svo haldið að
viðgerð lokinni þann 9. febrúar.
Áhöfninni hafði þá fjölgað úr þremur
í tíu manns. Bæst höfðu við fimm
Færeyingar sem ráðnir höfðu verið á
Sjöstjörnuna á vertíð um veturinn.
Einnig bættust við tveir Íslendingar,
Alexsander Gjörveraa sem var að
snúa heim til Íslands eftir tveggja ára
dvöl í Færeyjum og eiginkona skip-
stjórans, Gréta Þórarinsdóttir, sem
hafði flogið til Færeyja til þess að
fylgja eiginmanni sínum yfir hafið. Sú
ferð átti eftir að verða örlagarík og
hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Mikill leki kom að bátnum
Þegar leið á ferðina fór veðrið
versnandi og sunnudaginn 11. febr-
úar var komið hið versta veður á þeim
slóðum sem Sjöstjarnan var á sigl-
ingu, eða 8 – 10 vindstig af vestri og
þungur sjór. Um hádegi þennan dag
hafði báturinn látið tilkynningar-
skyldu íslenskra fiskiskipa vita af sér
og var þá allt eðlilegt um borð. Um
klukkan 14:40 barst neyðarkall til
Hornarfjarðarradíó frá skipstjóra
Sjöstjörnunnar um að mikill leki væri
kominn að bátnum og að lúkarinn
væri orðinn hálffullur af sjó. Boð-
unum var strax komið til skila til
Slysavarnarfélags Íslands og send út
sú tilkynning til skipa að veita Sjö-
stjörnunni alla þá aðstoð sem mögu-
leg var. Hófst þá ein umfangsmesta
leit sem farið hefur fram hérlendis á
sjó.
Ástandið orðið mjög alvarlegt
Þegar neyðarkallið barst var bát-
urinn staddur um 100 sjómílur aust-
suðaustur af Dyrhólaey. Þau skip
sem næst voru slysstaðnum voru
Dettifoss, Írafoss og rannsóknar-
skipið Bjarni Sæmundsson, héldu
þau strax á stað í áttina að Sjöstjörn-
unni ásamt varðskipinu Ægi. Stað-
arákvörðun Sjöstjörnunnar var mjög
ónákvæm og staðsetningartækin sem
voru um borð af lakara taginu. Það
fyrsta sem skipin gerðu var því að
reyna að staðsetja bátinn eins ná-
Ein umfangsmesta leit
Íslandssögunnar á sjó
Eikarbáturinn Sjöstjarnan KE-8 fórst í febrúar 1973 suðaustur af Íslandi á leið frá Færeyjum til Íslands. Tíu voru um borð í bátnum og
létu allir lífið. Mikil leit var gerð í kjölfarið bæði á sjó og úr lofti og fannst lík eins úr áhöfninni bundið við björgunarbát.
Fórst við Ísland Sjöstjarnan KE-8 var 100 tonna eikarbátur frá Keflavík. Verið var að sigla bátnum til Íslands frá Færeyjum þar sem gert hafði verið við hann.
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Sjöstjörnuslysið 11. febrúar 1973
Tri ehf.
Suðurlandsbraut 32
104 Reykjavík www.tri.is
25-50%
afsláttur fæst nú af KENDA
og Hutchinson dekkjum sem
bætast í hóp útsöluvara
25%
afsláttur af öllum
2012 hjólum á meðan
birgðir endast
2013
árgerðin af CUBE hjólum
er væntanleg í verslun
okkar í byrjun mars
Verslunin er opin:
Alla virka daga kl. 09:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
Útsalan framlengd til laugardags!
35-50% afsláttur af öllum hlaupaskóm, hlaupa- og hjólafatnaði í verslun
fram til laugardagsins 23. febrúar. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á TRI.IS