Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 23
Margvísleg gögn
» Mandiant segir að hundr-
uð manna með góða ensku-
kunnáttu stundi netnjósnir fyr-
ir „APT1“ í umræddu húsi í
Sjanghæ.
» Stolið sé m.a. upp-
dráttum, viðskiptaáætlunum,
verðtillögum, kennitölum og
tölvupóstum fjölmiðla.
» Ráðamenn í Washington
álíta þessa starfsemi ógna
bæði öryggi og efnahagslegum
hagsmunum þjóðarinnar.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Kínverska varnarmálaráðuneytið
vísar því eindregið á bug að tölvu-
hakkarar í tilteknu, vandlega vörðu,
12 hæða húsi á vegum hersins í
Sjanghæ geri árásir á bandarísk
fyrirtæki og hafi komist yfir geysi-
legt magn gagna. Ásakanir þess efn-
is koma fram í nýrri skýrslu öryggis-
fyrirtækisins Mandiant vestra en
það varði tveim árum í að rekja upp-
runa tölvuárása. Mandiant fullyrðir
að flestir skæðustu hakkararnir búi í
Kína og stjórnvöld í Peking viti vel af
tilvist þeirra.
Kínverjar hafa á síðustu árum
verið grunaðir um að njósna um
stórfyrirtæki og mikilvægar stofn-
anir í Bandaríkjunum og fleiri lönd-
um. Einnig óttast menn að þeir
skipuleggi netárásir til að geta lam-
að mikilvægar stofnanir komi til
átaka við Bandaríkin.
Í yfirlýsingu ráðuneytismanna í
Peking segir að Mandiant, sem hefur
rakið svonefndar IP-tölur (heimilis-
föng) í rannsóknum sínum og rakið
hundruð árása, setji ekki fram
„tæknilegar sannanir“. Oft væru
netárásir gerðar með því að nota IP-
tölur sem hakkarar hefðu stolið. Erf-
itt væri að rekja þessi mál vegna
þess að þau spönnuðu svo mörg ríki
og þar að auki væri ofur venjuleg
upplýsingasöfnun á netinu stundum
ranglega kölluð njósnir.
Kínverjar segjast ekki
stunda netnjósnir
Bandarísk skýrsla staðsetur aðalhreiðrið í Sjanghæ
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Stjórnmálaleiðtogar í Rússlandi
fara nú hörðum orðum um Banda-
ríkjamenn vegna andláts rússnesks
drengs í lok janúar en hann hafði
verið ættleiddur til Texas. Enginn
hefur verið handtekinn vegna máls-
ins sem er í rannsókn en það hefur
fengið mikla umfjöllun í rúss-
neskum fjölmiðlum sem flestir eru
undir beinni eða óbeinni stjórn yfir-
valda. Barnaverndarmenn í Texas
segja að borist hafi kærur vegna
meintrar illrar meðferðar á
barninu.
Umboðsmaður barna í Rússlandi,
Pavel Astakhnov, beið ekki eftir að
heyra niðurstöður réttarlæknisins,
að sögn norska Aftenposten. „Móðir
ættleidds barns hefur drepið
þriggja ára gamalt, rússneskt barn
í Texas,“ sagði hann á Twitter-
vefnum. Bandaríkjamenn hafa ætt-
leitt um 60 þúsund börn frá Rúss-
landi eftir hrun Sovétríkjanna 1991
og um 20 þeirra hafa dáið vegna
illrar meðferðar, ofbeldis eða van-
rækslu, að sögn Rússa. Rússneska
þingið samþykkti um áramótin að
banna ættleiðingar barna til Banda-
ríkjanna og hefur
Vladímír Pútín
forseti staðfest
lögin.
Samskipti
Bandaríkjanna
og Rússlands
hafa ekki verið
jafn kuldaleg í
mörg ár. En
BBC segir að
kannanir í Rússlandi sýni samt að
álit almennings á Bandaríkjamönn-
um hafi batnað á síðari árum, þrátt
fyrir heift Kremlverja. Fréttaskýr-
endur segja að bannið við ættleið-
ingum sé í reynd hefnd vegna laga
sem samþykkt voru vestra í fyrra.
Þau meina rússneskum embættis-
mönnum sem grunaðir eru um gróf
mannréttindabrot um vegabréfs-
áritun til Bandaríkjanna. Lögin eru
kennd við Sergei Magnítskí, rúss-
neskan lögfræðing sem barðist
gegn spillingu en var handtekinn.
Hann lést í fangelsi. Athygli vakti
að mannréttindaráð Moskvu-
stjórnarinnar sagði að orsökin hefði
verið ill meðferð. kjon@mbl.is
Samskipti minna
á kalda stríðið
Rússar fordæma Bandaríkjamenn
vegna dauða ættleidds drengs í Texas
Vladímír Pútín
Liðsmaður bandarísku landgönguliðasveitanna sýnir
hreysti sína með því að drekka blóð úr kóbraslöngu á
árlegri æfingu í flotastöðinni Sattahip í Taílandi í gær.
Æfingin, sem nefnist Cobra Gold, er fjölþjóðleg og eru
hermennirnir þar þjálfaðir í að komast af við erfiðar
aðstæður í frumskógi. Einnig er markmiðið að efla
samskiptin milli herja nokkurra ríkja beggja vegna
Kyrrahafsins sem eiga samstarf í varnarmálum.
Smakkar gómsætt eiturslöngublóð
AFP
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex