Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.02.2013, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Í svari Stefáns Konráðssonar, bæjarfulltrúa og formanns skipu- lagsnefndar Garðabæjar, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 16. feb. sl, virðist það koma honum á óvart að formaður GKG vilji fá útrás fyrir óþreyju sína varðandi deili- skipulagsbreytingu á golfvall- arsvæði GKG. Það sem honum finnst greinilega verst af öllu er að slíkt sé sett fram á vettvangi fjöl- miðla. Það kann vel að vera að Stef- áni finnist hafa verið góður gangur í þessari vinnu, en hann á ekkert með að fullyrða neitt um hvað okkur fé- lögum í GKG finnst um einurðina í þessu máli. Ég get sagt það sem mína skoðun, að mér finnst hafa ver- ið hraði snigilsins á öllu þessu máli. Gott samstarf – góð samvinna? Það er vissulega rétt hjá bæj- arfulltrúanum að fundir hafa verið haldnir um málið og hefur aldrei staðið á fulltrúum GKG að mæta á þá fundi. Þegar meirihluti bæjarráðs Garðabæjar ákvað hvar golfskálinn yrði staðsettur, hlýtur hann að hafa gert sér grein fyrir því, að Garðabær hafði ekki yfirráðarétt yfir því landi, þar sem hann vildi að skálinn yrði staðsettur. Mér finnst það ekki bera vott um þá góðu samvinnu við landeigendur sem bæjarfulltrúinn talar um. Ég get upplýst formann skipulagsnefndar Garðabæjar um að hinn 13. febrúar sl. barst fram- kvæmdastjóra GKG tölvupóstur frá Landspítalanum, þar sem segir að þeir geti samþykkt fyrir hönd Land- spítala að deiliskipulaginu sé breytt eins og óskað hafi verið eftir. Hins vegar þarf að koma til sérstök heim- ild Landspítala eða samningar áður en bygging golfskálans er hafin. Í óformlegum viðræðum við stjórn- endur Landspítala eru gerðir fyrirvarar á því að þarna verði byggður skáli úr varanlegu efni. Hvað það þýðir er ekki gott að segja, en ef það þýðir að ekki megi t.d. steypa hús á lóðinni, þá sé ég ekki tilganginn í að breyta deiliskipulag- inu. Forgangsröðun GKG Bæjarfulltrúinn talar um að þegar deiliskipulagið liggur fyrir þurfi GKG að forgangsraða óskum sínum um heildaruppbyggingu á svæðinu og kanna hug bæjarstjórna Garða- bæjar og Kópavogs þar að lútandi. Stjórn GKG hefur marglýst þeirri skoðun sinni að fyrst af öllu verði að byggja upp félagsaðstöðu og síðar komi æfingasvæði og nýtt áhalda- hús. Þessar óskir liggja allar fyrir og hafa hugmyndir GKG verið sendar til bæjaryfirvalda beggja sveitarfé- laganna. Í viljayfirlýsingu sem skrif- að var undir fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar 2006, lýstu bæjarstjórar beggja sveitarfélag- anna því yfir að þau myndu hér eftir sem hingað til standa þétt saman um uppbyggingu á félagssvæði GKG. Er þessi viljayfirlýsing ekki ennþá í fullu gildi? Er formanninum treystandi? Þau orð mín, að þetta mál sé alfar- ið í höndum bæjaryfirvalda í Garða- bæ, gefa Stefáni Konráðssyni ástæðu til að velta því fyrir sér hvort mér sé treystandi til að eiga eðlileg samskipti við bæjaryfirvöld. Hann verður auðvitað að meta það sjálfur, en ef það er skoðun bæjaryfirvalda í Garðabæ að formaður GKG hverju sinni megi ekki setja fram sínar skoðanir um hagsmunamál klúbbs- ins, nema spyrja bæjaryfirvöld fyrst hvort þær skoðanir séu þeim þókn- anlegar, þá er illa fyrir GKG komið. Að skjóta sendiboða hefur aldrei þótt stórmannlegt. Ég var kosinn formaður GKG á síðasta aðalfundi í 8. sinn, en ef það verður til þess að mál GKG fái skjótari framgang en verið hefur, þá skal ekki standa á mér að víkja úr formannsstólnum. Fyrir mér eru málefni GKG miklu meira virði en hvort ég verði deg- inum lengur sem formaður. Ég ætla rétt að vona að formennska í GKG ráðist aldrei af duttlungum ein- stakra bæjarfulltrúa í Garðabæ. Eftir Guðmund Oddsson »Alger samstaða innan GKG um heildarupp- byggingu á golfvallar- svæðinu. Félagsaðstað- an er þar í fyrsta sæti. Guðmundur Oddsson Höf. er formaður GKG. Að skjóta sendiboða hefur aldrei þótt stórmannlegt „Þegar ég settist fyrst á þing, hélt ég í bjartsýni minni, að ég gæti gert eitthvert gagn með því að vera á móti því, sem vitlaust var. En eftir að hafa gegnt þingmennsku í sextán ár, var mér orðið ljóst, að ekki er hægt að ráða við vit- leysuna, það hefur enginn getað og mun enginn geta.“ Svo sagði Björn Pálsson bóndi á Löngumýri. Við Íslendingar, 320 þúsund manns, hvorki kunnum, viljum né getum for- gangsraðað þegar fjármunir eru ann- ars vegar. Með öðrum orðum: Við kunnum ekkert með peninga að fara. Það sýnir sig glöggt og sárlega þessa dagana þegar við erum að glopra úr höndum okkar besta heilbrigðiskerfi í heimi. Unga myndarlega húsfreyjan, sem passar landsins kassa, sagði í fréttum fyrir nokkrum dögum að það væru engir peningar í kassanum til að bjarga málum á Landspítalanum. Ef það ætti að gerast yrði að taka lán. Þetta er laukrétt hjá fjármála- ráðherranum. Það eru ekki meiri pen- ingar til hjá henni í bili því Alþingi og ríkisstjórn hafa ráðstafað þeim í ann- að, þar á meðal í alls konar vitleysu. En í rauninni eru alla jafna til nógir peningar í umræddri fjárhirslu, en ef menn kunna ekki að forgangsraða er ekki von á góðu. Þá tekur vitleysan völdin. Dæmi af handahófi úr fjárlögum 2013: Fyrsta vitleysa: Áætlað er að rekst- ur utanríkisráðuneytisins á þessu ári kosti 11,3 milljarða króna. Þar af er al- mennur rekstur sendiráða 2,8 millj- arðar kr. Önnur vitleysa: Rekstur Þjóðmenn- ingarhúss í Reykjavík er áætlaður 89,5 milljónir kr. Þriðja vitleysa: Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús í Rvk. Almennur rekst- ur 564 milljónir kr. Fjórða vitleysa: Ríkisútvarpið, al- mennur rekstur 3,2 milljarðar kr. Fimmta vitleysa: Þjóðleikhúsið, al- mennur rekstur 725 milljónir kr. Sjötta vitleysa: Sinfóníuhljómsveit, almennur rekstur 900 milljónir kr. Nú má vel fallast á að sumt af þessu séu þörf og góð mál ef út í það væri farið. En það er þessi eilífa spurning um forgangsröðunina. Má ekki fækka utanlandsferðum, kokkteilpartíum og slíku þótt það sé gaman? Má ekki fækka sinfóníutón- leikum þótt þeir séu skemmtilegir? Má ekki virkja einstaklingsframtakið til að reka Hörpu og Þjóðmenning- arhús? Þarf Ríkisútvarpið að reka myndbandaleigu með heimsending- arþjónustu? Og má ekki sýna aðeins færri leikrit þegar þrengir að? Þeir sem þannig spyrja eru nátt- úrlega ekki réttum megin við strikið. Við því er víst lítið að gera. En skyldi afdalabóndinn Björn Pálsson hafa haft rétt fyrir sér? Getum við Íslend- ingar aldrei lært að forgangsraða? Þegar vitleysan tekur völdin Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson »Má ekki fækka utan- landsferðum og kokkteilpartíum þótt það sé gaman? Má ekki fækka sinfóníutónleikum þótt þeir séu skemmtilegir? Svona spyr maður ekki. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði og Bjarni er fyrrverandi útgerðarstjóri og núver- andi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Mjög léttir, hljóðlátir, litríkir og kröftugir hárblásarar. Aðeins 350 gr. og 14 cm. Ársábyrgð. HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR REDKEN ONLY SALON SALONVEH HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI s. 568 7305 • salonveh.is ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR VELECTA HÁRBLÁSARAR NOTAÐIR AF FAGMÖNNUM Losaðu þig við byrðina - aðeins 350 grömm 2000W hárblásarar komnir Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.