Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 31

Morgunblaðið - 21.02.2013, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 ✝ Ólafur BjarkiRagnarsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 10. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Jósefsdóttir, f. 21. október 1910, d. 25. febrúar 1993, og Ragnar Sigfús Ólafsson, f. 16. mars 1908, d. 22. desember 1985. Systir Ólafs Bjarka var Guðrún Rósa, f. 24. september 1931, d. 9. febrúar 2011, maki hennar Gunnar Björnsson, f. 14. maí 1934. Hinn 17. júlí 1955 kvæntist Ólafur Bjarki Agnesi Guðnýju Haraldsdóttur, f. 19. nóvember 1936, d. 22. maí 2007, foreldar hennar voru Sigríður Pálína Jónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 20. janúar 1993, og Haraldur Sigurgeirsson, f. 6. október 1915, d. 15. apríl 2000. Börn þeirra Bjarka og Agnesar eru: 1) Sigríður, f. 17. mars 1955, maki Pétur Már Pétursson, f. 14. júní 1955, börn þeirra eru: a) Pétur Bjarki, f. 23. júní 1979, unnusta Kolbrún Gísladóttir, f. 3. desember 1985, b) Agnes Ólöf, f. 31. október 1987, unnusti Magnus Cavallini, f, 24. mars 1993, c) Sigríður Pálína, f. 10. ágúst 1997. Ólafur Bjarki lauk barna- skólaprófi og kvöldskóla KFUM. Fór síðan í Verzlunarskólann og lauk þaðan prófi vorið 1956. Hann hóf starfsferil sinn hjá Ol- íuverzlun Íslands 1947 sem sendill, síðan lá leið hans yfir í Eimskip. Eftir útskrift réðst hann sem skrifstofustjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Árið 1961 fluttist fjölskyldan suður og hann tók við skrif- stofustjórastöðu hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Árið 1968 var hann ráðinn sem skrif- stofustjóri Skeljungs. Árið 1989 var hann skrifstofustjóri hjá Sanitas og Sana. Að lokum hóf hann aftur störf hjá Olíuverzlun Íslands sem fjármálastjóri og endaði störf sín í júlí 2004 sem fulltrúi stjórnar og innri endur- skoðandi, lauk þar með starfs- ferlinum þar sem hann hóf hann 57 árum áður. Helsta áhugamál og ástríða Ólafs Bjarka var golfið. Sigrar hans urðu fjölmargir, meðal annars varð hann klúbbmeistari GR fjórum sinnum, var í lands- liði Íslands á heimsmeistaramóti í Mexíkó 1966. Hann var for- maður Golfklúbbs Reykjavíkur 1967-1969. Hann var sæmdur gullmerki Golfklúbbs Reykja- víkur og GSÍ fyrir vel unnin störf í þágu golfíþróttarinnar. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 21. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Arnar Kári Hall- grímsson, f. 8. des- ember 1986. 2) Ragnar, f. 1. sept- ember 1956, maki Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir, f. 8. nóvember 1960, börn þeirra eru: a) Björg Kristín, f. 31. mars 1979, maki Sigurgeir Árni Æg- isson, f. 1. sept- ember 1979, börn þeirra og langafabörn Ólafs Bjarka eru: aa) Ægir Frímann, f. 23. ágúst 2002, ab) Ómar Darri, f. 21. jan- úar 2008. b) Ólafur Bjarki, f. 12. júlí 1988, c) Ólöf Kolbrún, f. 12 júlí 1988. 3) Kristinn Ólafur, f. 30. júlí 1959, maki Helga Þór- isdóttir, f. 21. nóvember 1960, börn þeirra eru: a) Davíð Már, f. 9. maí 1987, b) Sigríður Kol- brún, f. 31. ágúst 1990. 4) Har- aldur, f. 7. apríl 1962, stjúpdótt- ir hans a) Dagbjört Svana, f. 18. janúar 1985, dóttir Jóhönnu Þóreyjar Jónsdóttur, f. 14. jan- úar 1960. 5) Helgi, f. 18. janúar 1965, maki Wanpen Srima, f. 5. september 1965, börn þeirra eru: a) Guðný, f. 24. september 1991, unnusti Bjarni Pálsson, f. 27. nóvember 1980, b) Agnes, f. 24. ágúst 1995, unnusti Svein Baráttan var stutt, svolítið ósanngjörn en hetjuleg. Þegar upp var staðið var það lungna- krabbi sem náði yfirhöndinni, eitthvað sem enginn sá fyrir. Einhvern tíma hafðir þú á orði að það að verða langlegusjúk- lingur væri eitthvað sem þú ótt- aðist og gætir ekki hugsað þér í ellinni. Vegir Guðs eru oft grýtt- ir og ósanngjarnir en hann virð- ist hafa bænheyrt þig og fært þér greiða og beina leið til mömmu. Í síðustu nautaveislu okkar í lok desember varstu þeg- ar byrjaður að plana næstu golf- ferð á Vestfirði, vildir hafa góðan tíma og plana þetta eins og þér einum var lagið. Nákvæmnin var eitthvað sem þér var í blóð borið og minnist ég ferðar okkar á Austfirði þegar nákvæm lýsing byrjaði hvern dag á tímasetn- ingu um sólarupprás. Hver við- burður rak annan, morgunmat- ur, golf, hádegismatur, golf og kvöldmatur, allt á fyrirfram ákveðnum tíma í sex daga ferða- lagi. Réttsýnn varstu og sem ungur drengur man ég eftir golf- keppni og þar fékk ég dæmt á mig vítishögg. Bar ég þetta und- ir þig og fórum við yfir þetta með reglubókinni og kom í ljós að vít- ið var ranglega dæmt. Þú klapp- aðir mér á kollinn og réttir mér reglubókina og sagðir mér að læra hana, því það að kunna reglur sparar högg. En sagðir mér jafnframt að hafa hana í golfpokanum því enginn er svo fróður að kunna allar reglur golf- sins utan að. Góðar minningar á ég um hvernig þið mamma fylgd- uð okkur systkinunum í gegnum HK, Handknattleiksfélag Kópa- vogs, bæði sem leikmenn og síð- ar í stjórn félagsins. Og nú síð- ustu árin með barnabörnunum Ólafi Bjarka og Ólöfu Kolbrúnu á flesta leiki svo ekki sé minnst á Evrópuleik HK í Kaupmanna- höfn sem við fórum á. Ekki minkaði áhuginn þegar Ólafur Bjarki fór í atvinnumennsku og þú mættur með forritið og vissir nákvæmlega möguleika á sigri í öllum leikjum og ótrúlega sann- spár. Við systkinin höfðum áhyggjur af þér eftir að mamma dó þar sem hún hafði séð um heimilið og þú eins og við köll- uðum það að vera síðasti hús- bóndinn. En stoltur var ég af þér hvernig þú brást við einn og hélst áfram fallegt heimili. Ófáar veislur voru þegar þú bauðst fjölskyldunni í mat þar sem dúk- ur var á borðum og tauservíettur á fallega uppdekkuðu margrétta borðinu. En einfaldleikinn var líka til þegar þú bauðst í hádeg- ismat á laugardegi í saltfisk og hamsa. Til marks um snyrti- mennsku og glæsileika sem geislaði af þér og fór ekki fram hjá neinum var þegar langafast- rákarnir komu báðir, Ægir Frí- mann og Ómar Darri, til mín með bindi sem ég hafði skilið eft- ir á stólbaki í stofunni og spurðu hvar langafi væri. Þeirra mæli- kvarði var bindið en þeir voru vissir um að þú ættir það þar sem þú mættir alltaf uppáklædd- ur með bindi. Góðar minningar munu lifa og eflaust munum við gera grín að mörgu í þínu fari þegar fram líða stundir því þú varst ótrúlega fyndinn þó að þú hefðir ekki hugmynd um það. Þegar við kvöddum þig var hvísl- að að mamma væri komin að sækja þig en það væri fullt af öðru fólki með henni þannig að ég er fullviss um að leið þín er greið í góðum hópi með mömmu aftur þér við hlið. Ragnar Ólafsson. Í dag kveð ég föður minn og góðan vin, Ólaf Bjarka, sem lést eftir stutta sjúkralegu. Hann háði baráttu við sjúkdóm sem ekki var vitað hvað var fyrr en eftir andlát hans. Faðir minn var ákveðinn uppalandi og má segja að hann og mamma hafi kannski verið pínu jing og jang í uppeld- inu, mamma alltaf ljúf og ynd- isleg á móti ákveðni hans. Hann vann mjög mikið á uppvaxtarár- um okkar krakkanna og var lítið heima. En við fylgdum honum oft upp á golfvöll, ég man þegar ég fór með honum og dró fyrir hann golfkerruna einhverjar hol- ur en svo settist maður á pokann og hann þurfti að draga mig og golfsettið líka. Við fengum golf- bakteríuna fljótt og vorum skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur mjög snemma, held að ég hafi verið átta ára. Eftir að við kom- umst á fullorðinsárin gaf hann meira af sér og fylgdi okkur vel eftir bæði í handboltanum og golfinu. Margar matarveislurnar hélt hann eftir að mamma kvaddi og hann eldaði oft fyrir hátt í tuttugu manns eins og ekkert væri. Það eru ljúfar minningar frá því þegar hann bauð í saltfisk á laugardögum og svo á karla- kvöldum í nautakjöt. Við fórum seinni árin á haustin í golfferðir innanlands í viku í senn og varð Austurlandið oftast fyrir valinu. Við fórum síðast tveir seinnipart ágústmánaðar 2012 norður á Ak- ureyri og gistum í sumarhúsi í Kjarnaskógi. Við áttum þá ljúft kvöld með systkinum mömmu og mökum, grilluðum og fengum okkur rauðvín með. Er ég mjög feginn að við skulum hafa fengið þau til okkar þetta kvöld. Það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð pabba, hann var mín fyr- irmynd og hef ég alla tíð litið upp til hans og mun gera þar til ég kveð þetta líf. Kristinn Ólafur Ólafsson. Við tókumst á við sjálfan Landsbankann. Tveir ungir lög- menn og Óli Kr. í Olís með Ólaf Bjarka Ragnarsson okkur við hlið. Rólegur og yfirvegaður lagði Bjarki okkur gott til og gætti að því að áræðnin bæri ekki skynsemina ofurliði. Undir föðurlegri leiðsögn lærðist að halda öllum dyrum opnum, brjóta ekki brýr að baki sér; í því fælust lausnirnar. Í miðjum há- vaðanum fórum við Óli og púst- uðum um stund í Andakílsá. Þangað mætti Bjarki í einkenn- isbúningi sínum, bleiserjakka- num, blárri skyrtu og með bindi. Lagði fyrir okkur pappíra og gögn. Laus við okkur hafði hann farið í bankann, leitað úrræða, bryddað upp á nýjum hugmynd- um, lagt drög að sáttum. Þannig voru vinnubrögðin ævinlega, hyggin, uppbyggileg og farsæl. Því fór allt vel að lokum. Nú þegar komið er að öðrum lokum minnist ég Ólafs Bjarka Ragnarsson með þökk og virð- ingu. Samvinna og vinátta við einstaklega vandaðan mann hef- ur reynst mér lærdómsrík og mikils virði allt lífið. Í Guðs friði. Óskar Magnússon. Til Flórída barst mér sú sorg- arfregn að skólabróðir minn og vinur Ólafur Bjarki Ragnarsson væri látinn. Hugurinn reikar til baka til skólaáranna okkar í Verslunarskólanum þar sem við vorum bekkjarbræður í nokkur ár. Ólafur var að vísu 3-4 árum eldri en flestir bekkjarbræður og systur okkar voru, og á þeim ár- um var hann auðvitað miklu miklu eldri en við hin sem vorum í bekknum. Hann var meira að segja í sambúð og því auðvitað á allt allt öðru plani en við hin. Ég man vel þann dag þegar Bjarki fór með mig upp á gamla golfvöll Golfklúbbs Reykjavíkur sem var við Bústaðaveginn og lá í nágrenni þar sem nú er Kringl- an og Háaleitishverfið. Vildi hann sýna mér dásemdir golf- íþróttarinnar, en á þeim tíma var ég því miður ekki móttækilegur fyrir töfrum þessarar góðu íþróttar. Mörgum árum seinna var Bjarki formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og á þeim tíma var góð tekjulind golfklúbba að halda svokallaðar firmakeppnir þar sem fyrirtæki greiddu smá- upphæð til að taka þátt í þessum keppnum. Var svo fulltrúum fyr- irtækjanna boðið í móttöku við lok keppninnar og þar afhent verðlaun og boðið upp á hress- ingu. Það var einmitt í einni slíkri móttöku sem Bjarki for- maður bauð þeim sem ekkert höfðu kynnst þessari íþrótt að fá þrjá ókeypis tíma hjá golfkenn- ara klúbbsins – svona til að fá smá tilfinningu fyrir íþróttinni. Skrifaði ég mig á tíma hjá Þor- valdi Ásgeirssyni kennara og það var byrjunin á því að ég fór að iðka þessa skemmtilegu íþrótt. Í byrjun hitti ég auðvitað aldr- ei þessa litlu hvítu kúlu og skildi ekkert í því hversu erfitt það virtist að hitta hana, hvað þá að láta hana fara í þá átt sem maður ætlaði henni að fara. Ég hef ávallt verið þakklátur Bjarka vini mínum fyrir þetta uppátæki að bjóða okkur að kynnast golf- inu á þennan hátt. Það var dálítið erfitt að fá Bjarka til að mæta á endurfundi árgangsins okkar úr Versló, en fyrir um þremur árum tókst það loksins og lét hann sig ekki vanta eftir að hafa hitt gömlu skóla- félagana aftur eftir langan að- skilnað. Ég var svo heppinn að Bjarki bauð mér nokkrum sinn- um með sér í golf – og öfugt – og voru það hreinar unaðsstundir – að sjá þennan gamla golfkappa sveifla kylfunni sinni og enn með þessa mjúku og fallegu sveiflu sem einkenndi golfið hans alla tíð. Ég þakka Bjarka fyrir allan hans vinskap og sérstaklega fyr- ir þolinmæðina að koma mér í golfið – vona svo sannarlega að hans bíði fallegir og grænir golf- vellir hinum megin og góðir end- urfundir við látna eiginkonu. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína – minningin um góðan og heiðarlegan dreng mun lengi lifa Kristmann Magnússon. Ólafur Bjarki Ragnarsson Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför SVANHILDAR JÓNSDÓTTUR, Kristnibraut 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Bjarni Þórarinsson, Jón Rúnar Bjarnason, Jóhanna Björnsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Birgir Kristmannsson, Þórarinn Bjarnason, Marý Björk Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ELÍSSON, Laxárdal, síðast til heimilis í Glósölum 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju í Hrútafirði laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Guðný S. Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Einarsson, Karólína D. Þorsteinsdóttir, Böðvar Stefánsson, Elínborg Þorsteinsdóttir, Bergvin Sævar Guðmundsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, VIGDÍS SVERRISDÓTTIR frá Hvammi, Norðurárdal, lést fimmtudaginn 14. febrúar á dvalar- heimilinu Grund við Hringbraut. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Anna Vigdís Jónsdóttir, Jörundur Svavar Guðmundsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Hallgrímur Þorsteinn Magnússon, Sverrir Jónsson, Danfríður Kristjónsdóttir, Sigbjörn Jónsson, Valgerður Hildibrandsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir mín, KRISTÍN STEINUNN LÁRUSDÓTTIR, áður til heimilis í Gnoðarvogi 36, Reykjavík, andaðist í Skógarbæ sunnudaginn 10. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kjartan Jónsson. ✝ Elsku hjartans maðurinn minn, yndislegi faðir okkar, bróðir, tengdasonur, sonur og mágur, STEINAR ÖRN INGIMUNDARSON, Fannafold 227, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeildinni í Kópavogi aðfaranótt sunnudagsins 17. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 11.00. Jóna Margrét Sigurðardóttir, Þór Steinarsson, Þyri Þorvaldsdóttir, Hrund Steinarsdóttir, Björk Steinarsdóttir, Óskar Ingimundarson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Jón Þór Ingimundarson, Helena Ingvadóttir, Ingi Pétur Ingimundarson, Sigrún Pálsdóttir, Unnar Smári Ingimundarson,Elín Berglind Viktorsdóttir, Margrét Ingimundardóttir, Ingimundur Óskarsson, Sigurður Atli Elísson, Guðrún Auður Böðvarsdóttir. ✝ Móðir mín og frænka, JÓNÍNA ÓFEIGSDÓTTIR, Næfurholti, verður jarðsungin frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 23. febrúar kl. 13:00. Ófeigur Ófeigsson, Elín Káradóttir og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, PÁLL SIGURÐSSON, fyrrverandi mjólkurbússtjóri á Ísafirði, sem lést föstudaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Dætur hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.