Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedfebruar 2013næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 35

Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 ✝ Lára Eðvarðs-dóttir var fædd í Reykjavík 25. nóvember 1929, hún lést að hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 9. febrúar 2013. Hún var dóttir hjónanna Jens Vil- hjálms Eðvarðs Jónssonar frá Lambhól, þá á Sel- tjarnarnesi, f. 13.5. 1902, d. 10.4. 1933 og konu hans Dag- bjartar Láru Einarsdóttur, f. 22.6. 1909 í Reykjavík, d. 17.6. 1986. Systkin Láru eru: Ebba Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, al- systir f. 1932, d. 1997, Ragnar Eðvarð Tryggvason, f. 1941 sammæðra og Þórunn Sigríður Kristinsdóttir f. 1948 og Ingi- björg Kristinsdóttir f. 1953, einnig sammæðra. Lára var þrígift; fyrst Her- manni Gunnarssyni rennismið f. 1927, d. 1961 þau skildu, þeirra synir; Tryggvi f. 1947 og Eðvarð f. 1948. Þá Bjarni Emil Páls- son skipstjóri f. 1923, d. 1983 þeirra synir Emil Þór f. 1957 og Kristinn Már f. 1965. Sonur Emils og fóstursonur Láru Hávarður Emilsson. Eftirlif- andi maður Láru er Halldór Óskar Sörlason f. 1926. Lára gekk í Miðbæjarbarnaskólann við Lækjargötu og síðan í Ingi- marsskólann og útskrifaðist þar sem gagnfræðingur. Hún vann ýmsa algenga vinnu uns hún gifti sig, en var eftir það að mestu heimavinnandi hús- móðir í þágu sona og fjöl- skyldu. Útför Láru fer fram frá Grensáskirkju í dag, 21. febr- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er hún endanlega horfin inn í hina eilífu þögn, sem hefur í raun umlukt hana í langan tíma. Við vinir hennar yljum okkur við falleg minningabrot um hana frá glöðum æsku- og unglings- árum og síðar fullorðinsárum, með barnauppeldi og öllu því umstangi, sem fylgir forsjá heimilishalds, en það er samt ekki það, sem ég ætla að skrifa um, né rekja ættir hennar eða uppruna, heldur vináttan við hana og hvað hún var okkur vin- konum sínum mikils virði. Lára var frá náttúrunnar hendi dugleg, skarpgreind og einörð. Hún var skapmikil og lá ekki á meiningu sinni, ef því var að skipta, og var það auðvitað misjafnlega þolað. Hún var góð í sér og mátti ekkert aumt sjá og taldi þá heldur ekki eftir sér erf- iði og fyrirhöfn að rétta hjálp- arhönd ef hún gat. Lára var glaðsinna og áttum við Malla vinkona með henni margar góðar stundir. Við vorum eins og þríeyki, væru tvær á ein- um stað var hin þriðja venjulega ekki langt undan og þær voru ófáar „kóræfingarnar“, „leiksýn- ingarnar“ og „Hjálpræðishers- skemmtanirnar“ sem við héld- um; aðgangur greiddur með tölum. Síðan voru fjöruferðir og alls konar leikir, einnig með fleiri krökkum á túnum og óbyggðum melum, sem þá fundust allt um kring í Vesturbænum. Þannig leið æskan, Lára varð gagnfræðingur frá Ingimars- skólanum, sem svo var nefndur, þar fékk hún innsýn í ýmislegt það, sem hún síðar naut á æv- inni, svo sem lestur góða bóka. Hún hafði afar gaman af óperu- söng og sá ég hana tárast yfir fallegri aríu. Þar sem hún komst ekki út að vinna frá drengjunum sínum fjórum og uppeldissyninum tók hún að sér sauma ýmiss konar og viðgerðir til þess að hjálpa heim- ilisrekstrinum. Hún var mynd- arleg í öllum sínum verkum og mér er óhætt að segja að þess nutu margir. Kæra vinkona, megir þú ganga á guðs vegum og víst veit ég að þeir sem þér voru kærir á lífsgöngunni og farnir eru á und- an þér yfir móðuna miklu taka vel á móti þér. Aðstandendum þínum öllum óskum við guðs blessunar. Þínar vinkonur Jóhanna og Margrét (Malla). Lára Eðvarðsdóttir ✝ Herborg Lauf-ey fæddist á Þverá í Núpsdal 10. janúar 1919, hún lést 12. febrúar 2013. Foreldrar: Jó- hanna Margrét Halldórsdóttir, f. 1882, d. 1921, og Ólafur Hall- dórsson, f. 1882, d. 1970. Seinni kona Ólafs var Fanný Karlsdóttir, f. 1888, d. 1973. Fósturforeldrar: Ásgerður Bjarnadóttir, f. 1865, d. 1942, og Björn Jónsson, f. 1866, d. 1938, bóndi í Núpsdals- tungu. Systkini: Gunnar, f. 1911, d. 2003, Halldóra, f. 1912, d. 2010, Aðalheiður, f. 1915, d. 2009, Hrafnhildur, f. 1917, d. 2013, og Björgvin, f. 1921, d. 2012. Maki: Nils Haugen, f. 1914, d. 1995. Barn: Anni Guðný Haugen, f. 1950. Hennar maki er Margrét Arn- ljótsdóttir, f. 1954. Dóttir þeirra er Halla Sigríður, f. 1980, sambýlis- maður hennar er Jón Hjörtur Þrastarson, f. 1977. Þeirra börn eru Þröstur Þór, f. 2009, og óskírð telpa, f. 2013. Herborg vann lengst af sem saumakona. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju í dag, 21. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Herborg fæddist á Þverá árið 1919, dóttir hjónanna Ólafs Hall- dórssonar og Jóhönnu Mar- grétar Halldórsdóttur. Þegar Herborg var eins árs gömul fór hún í fóstur í Núpsdalstungu, til hjónanna Björns Jónssonar og Ásgerðar Bjarnadóttur þar sem hún ólst upp við ástúð og um- hyggju. Árið eftir eignaðist Jó- hanna móðir hennar Björgvin, yngsta barn þeirra hjóna, en lést mánuði síðar. Ólafi var þá nauð- ugur einn kostur, að bregða búi og koma börnunum í fóstur til ættingja og vandalausra. Herborg var alin upp við eft- irlæti, fósturforeldrar hennar tóku henni eins og eigin barni, studdu hana til mennta í Héraðs- skólanum í Reykholti og í Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir að hafa unnið á prjónastofu í Reykjavík fór hún eftir síðari heimsstyrjöldina til Noregs til að vinna fyrir sér, þar bjó hún til ársins 1955 og líkaði vistin vel. Hún kynntist fljótlega væntan- legum eiginmanni sínum, Nils, og þau eignuðust eina dóttur Anni Guðnýju sem er lífsföru- nautur minn. Herborg lifði öll sín systkini, sem þó komust öll á tíræðisald- ur. Þessi sex systkini þjöppuðust saman með árunum, urðu dýr- mæt hvert fyrir annað og miklir vinir. Þau ferðuðust saman um landið þegar þau voru sjálf kom- in langt yfir áttrætt, flugu meðal annars til Vestmannaeyja og ef- laust er nokkuð í að metið í með- alaldri í rellunni verði slegið. Það var sárt fyrir Herborgu að sjá á bak systkinum sínum, að vera orðin ein eftir. Þó að þau hefðu alist upp hvert á sínum stað þá líktust þau bæði í útliti og inn- ræti, voru vel á sig komin, urðu fallega hvíthærð með árunum, hógvær og farsæl. Ég kynntist Herborgu þegar við Anni fluttum saman árið 1997 og hún orðin ekkja. Það fór ekki mikið fyrir tengdamóður minni, hún var stillt, prúð og hélt sig til hlés. Ég heyrði hana aldrei hall- mæla nokkrum manni. Hún gerði litlar kröfur fyrir sjálfa sig, bjó í lítilli íbúð, vildi hafa fáa hluti í kringum sig og gekk svo vel um að aldrei sá á nokkrum hlut. „Ég hef allt sem ég þarf,“ var viðkvæðið. Hins vegar var henni í mun að við Anni hefðum það gott og að okkur auðnaðist að njóta lífsins „ég skil ekki að þið þurfið að vinna svona mikið“ og „veitið ykkur nú einhvern lúx- us“ svo vitnaði hún í Nils mann- inn sinn með setningunni „pen- ingar eru til þess að eyða þeim“. Þessu til staðfestingar safnaði hún klinki allt árið og bauð ár- lega til veislu á Hótel Holti skömmu fyrir jól og þá var ekk- ert til sparað. Síðasta ferðin á Holtið var fyr- ir tæpum þremur mánuðum, síð- asta sundferðin fyrir um ári, síð- asta myndin var tekin af Herborgu með óskírt langa- ömmubarn sitt nýfætt í fanginu í janúar síðastliðnum. Hún lést á Borgarspítalanum eftir stutta legu 94 ára að aldri. Eftir sitjum við og söknum ná- vistar hennar, skipti þá minnstu hvað við vorum að gera, mæli- stika Herborgar var hve notaleg tengslin voru. Eins og hún sagði svo oft þegar góðar og nánar samverustundir tóku enda: „Þetta hefði ekki getað verið betra.“ Margrét Arnljótsdóttir. Árið var 1921. Áð Núpsdals- tungu í Miðfirði bjuggu föður- amma mín Ásgerður Bjarnadótt- ir og föðurafi Björn Jónsson rausnarbúi. Heimilið var fjöl- mennt – börnin átta – sum þeirra komin með fjölskyldu og eigin börn sem dvöldu langdvölum í ömmu og afa ranni, eldri vinkon- ur áttu þar líka sitt örugga skjól í ellinni. Tunga var sannkallaður miðpunktur sveitarinnar – með póstinn, sveitarstjórnarfundir haldnir á bænum undir stjórn afa Björns, gestir margir og kærkomnir. Á öðrum bæ í Mið- firði deyr ung kona úr barnsför- um frá ungum börnum. Sam- kenndin einlæg og virk. Amma mín Ásgerður kröftug og glöð, tók hest sinn og hnakk og bauð lítilli tveggja ára stúlku, Her- borgu Ólafsdóttur sem hér er kvödd, móðurfaðminn og móður- ástina sem hún var svo rík af, eins og afi Björn orðaði það svo fallega í bréfi til föður míns Björns sem þá var við nám í Reykjavík. Faðir minn eignaðist kæra fóstursystur. Herborg litla ljúfa stúlkan, eignaðist stóra fjölskyldu sem umvafði hana og elskaði. Einstaklega ástríkt samband var með fóstursystrunum Guð- nýju og Herborgu. Kærleiks- bönd Tungusystkinanna voru einstök og sterk. Ásgerður Birna systir mín á margar skemmtileg- ar minningar frá því hún var lítil, um góðar stundir hjá Hebbu frænku. Eins heimsótti Birna Hebbu og fjölskyldu í Osló með foreldrum okkar. Þær frænkur urðu svo frægar að sjá sjálfan Hákon Noregskonung og njóta skautasýningar frægu skauta- drottningarinnar Sonju Heine! Mörgum áratugum seinna er blásið til ættarmóts afkomenda Núpsdalstunguhjónanna. Þá var gaman að heyra hjá frænku minni Herborgu gleðina, er hún rifjaði upp æskudagana í Mið- firði. Hún hreinlega ljómaði í símanum. Herborg var alltaf létt á sér og létt í lund, hún fékk að eldast fallega og vel. Hún bjó í sinni íbúð, gekk til daglegra verka, sótti Laugardalslaugina, nánast til síðasta dags með dyggri hjálp og elsku einkadótt- urinnar. Hebba var þakklát líf- inu fyrir Anni, dótturina ást- kæru, fyrir konuna hennar og son. Fjölskyldan var fjársjóður- inn. Anni Guðný sagði að Ormar Þór, kær frændi og vinur, hefði komið með gamlar myndir að sjúkrabeði móður hennar skömmu fyrir andlátið. Lítil við- brögð sýndi Hebba þar til henni var sýnd mynd af ömmu Ásgerði, þá sagði þessi elskulega frænka: „Mamma í Tungu.“ Guð blessi minningu Núpsdalstungufólks- ins. Guð geymi Herborgu í ljóss- ins landi. Guð umvefji einkadótt- urina og hennar góðu fjölskyldu. Helga Mattína Björns- dóttir, Dalvík. Herborg Laufey Haugen Elskulegi Símon. Þetta ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum er eins og samið um þig. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Símon Kristjánsson ✝ Símon G. Krist-jánsson fæddist á Grund í Vatns- leysustrand- arhreppi 18. sept- ember 1916. Hann lést á dvalarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík 17. des- ember 2012. Útför Símonar fór fram frá Kálfa- tjarnarkirkju 2. janúar 2013. Þér kær var þessi bændabyggð, þú bast við hana ævi- tryggð. Til árs og friðar – ekki stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipn- um í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Allt sem prýða má einn mann prýddi þig, vinmargur, söngvinn, skemmtilegur, glaðvær, glaður og hress. Á góðum stundum var gjarnan tekinn tappi úr flösku og lagið tekið, „Hvað er svo glatt“ er jú allra lag. Þú tókst börnum mínum og ömmubörnum afar vel, þú reynd- ist sannur vinur Pálma bróður míns á hans löngu þrautargöngu. Náðuð þið vel saman báðum til mikillar ánægju. Það kom sér vel að þú varst sterklegur og stór, þú stóðst um þína vörð. Í þinni tíð þótti sjálfsagt að taka þátt í öllu sem byggðarlagið þarfnaðist hverju sinni. Oftar en ekki varst þú þar fremstur í flokki, ætíð sveitinni þinni til gagns og gleði. 24 ár er ekki langur tími þegar henn er liðinn en það eru árin sem við fengum saman, og erfitt að vita hvar byrja ætti söguna. Andvakan er óræð, árroðinn þig geymi. Kveðja frá mér og mínum til allra þinna. Lilja Guðjónsdóttir. ✝ Hafliði Bald-vin Hákonar- son fæddist í Reykjavík 9. maí 1950. Hann lést á Landspítalanum hinn 13. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Hákon Haf- liðason vörubíl- stjóri, f. 13.3. 1918, d. 6.5. 1981, og Guðfinna Jóna Torfadóttir, f. 22.9. 1919, d. 23.12. 1985. Systkini Hafliða eru Auður, f. 6.8. 1938, Hómlfríður, f. 5.9. 1942, d. 5.7. 1980, Helga, f. 21.10. 1951, d. 20.12. 2012, Guðbjörg, f. 29.5. 1954, Ásta, f. 19.6.1961. Hafliði var kvæntur Kristínu Rós Stein- dórsdóttur, f. 2.10. 1952. þau slitu samvistum 1987. For- eldrar hennar voru Steindór Sighvatsson, f. 27.4. 1925, d. 6.3. 1998, og Dagbjört Erla Viggósdóttir, f. 18.9. 1931, d. 26.12. 1999. Synir Hafliða og Kristínar Rósar eru Hákon Hafliðason, f. 29.8. 1970, og Baldvin Hafliðason, f. 5.5. 1978. Maki Hákonar er Guð- rún Sigurrós Hreiðarsdóttir, f. vinnu við ýmis störf, t.d. hjá bænum við malbikun síðar tók hann þungavinnuvéla- og meirapróf. Hófst þá hans langi ferill sem atvinnubílstjóri og þungavinnuvélamaður. Þar með talið hjá tengdaföður sín- um Steindóri og hjá ýmsum öðrum verktökum, svo kom að því að hann eignaðist sína eig- in hjólagröfu og hóf sjálf- stæðan rekstur sem varði í nokkur ár. Svo hóf hann rekstur á sendibíll og komst fljótt í fasta vinnu hjá Máli og menningu, sem voru lager- og sendlastörf, svo lá leið hans til Svíþjóðar og Danmerkur og vann hann þar við ýmis störf. Því næst sneri hann heim aft- ur til Íslands og byrjaði að vinna hjá Borgartaki og vann þar í nokkur ár, svo kom að því að hann hóf að starfa fyrir verktakafyrirtækið Kamb og myndaðist góður vinskapur á milli hans og Braga, og átti hann mörg góð ár hjá Kambi, því næst hóf hann störf hjá Vörubílastöðinni Þrótti sem lagerstjóri/húsvörður og vann þar þar til hann veikist og lést af veikindum sínum. Hann var mjög vel liðinn og virtur af samstarfsfólki sínu, hann var samviskusamur verkamaður og skilaði sínu verkum 100%. Jarðarför Hafliða Baldvins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. febrúar 2013, kl. 13. 19.8. 1971. Dóttir þeirra er Eva Lind Hákonardóttir, f. 23.11. 2004. Maki Baldvins er Olga Betty Antonsdótt- ir, f. 21.9. 1987. Dóttir þeirra er Aníta Rut Bald- vinsdóttir, f. 22.10. 2008. Eft- irlifandi sambýlis- kona er Jenjira Malooleem, f. 1.11. 1959, og sonur þeirra er Gunnsteinn Pantong Hafliðason, f. 17.12. 2000. Hafliði og Jenjira kynntust árið 1999 og hófu þau búskap fljótlega upp úr því. Þau eign- uðust Gunnstein árið 2000, eftir að Gunnsteinn hafði ald- ur til að ferðast fóru þau að fara til Taílands og áttu þau margar góðar stundir þar. Þau ferðuðust mikið um land- ið til að skoða og njóta, en eins og vanalega hvar sem Halli kom eignaðist hann góða vini í Taílandi og hafði áhuga á þeirra menningu og lífi. Haf- liði gekk í Miðbæjarskólann og kláraði grunnskólagöngu sína þar. Mjög ungur hóf hann Elsku Halli og pabbi. Horfin ertu nú á braut. Þakka þér samfylgdina forðum og fyrir drengina okkar tvo. Ég bið ljóssins engla að brosa blítt til þín og bera þér kveðjuna hlýja. Hvíl í friði. Halli eins og hann var oftast kallaður var glaðvær, gestrisinn. Góður húmoristi með sterkar skoðanir og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur og vildi hafa allt á hreinu frá fyrstu hendi. Hann var mikill tónlistaunn- andi spilaði á gítar og harm- oniku, við öll tækifæri jafnt í gleðskap eða einn með sjálfum sér. Halli spilaði á gítarinn eins oft og hann gat sér og öðrum til ánægju. Á seinni árum jókst áhugi á að ferðast, skoða og kynna sér land og þjóð. Svo kom líka á efri árum mik- ill áhugi á tölvum og tækni sem hann komst yfir. Hann átti gott með mannleg samskipti, var ætíð hreinskilinn og heiðarlegur. Alltaf var hann hjálpsamur og hugsaði vel um sitt og sína. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú skilur eftir auðlegð þá sem engin tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólinn brjótast inn Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Hafðu þökk fyrr allt og allt elsku pabbi okkar. Guð blessi þig. Kveðjur. Þínir synir, Hákon og Baldvin, fjölskyldur og Rós. Hafliði Baldvin Hákonarson

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55740
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

43. tölublað (21.02.2013)

Handlinger: