Morgunblaðið - 21.02.2013, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Uppvakningurinn R. ráfarum í leit að fæðu á dag-inn. Á kvöldin styttirhans sér stundir í yfir-
gefinni farþegaflugvél þar sem hann
hefur búið sér hreiður og hans
helsta dægradvöl fyrir utan mannát
er að hlusta á vínylplötur og safna
smáhlutum. Dag einn kemst hann í
kynni við Julie, lifandi stúlku sem
vekur eitthvað innra með honum og
upp frá því fara hlutir í heimi hinna
dauðu að breytast í fyrsta skipti síð-
an faraldurinn hófst.
Allt frá því að George A. Romero
sendi frá sér Night of the Living
Dead árið 1968 hefur uppvaknings-
kvikmyndin verið einn af máttar-
stólpum hrollvekjunnar. Þegar ný
mynd eða sjónvarpsþáttaröð kemur
út er stór hluti skemmtunarinnar að
sjá hvernig höfundarnir ætla að
spila út þeim reglum sem samdar
hafa verið í fyrri myndum. Hvað
þarf til að drepa uppvakningana,
hversu smitandi er faraldurinn, hver
eru hlutföll dauðra á móti lifandi og
svo framvegis. Hin breska Shaun of
the Dead (2004) markaði stór spor
þegar húmor var kynntur til leiks í
verulegu magni (og gæðum) í upp-
vakningamynd og hefur sennilega
haft töluverð áhrif á Warm Bodies
sem fer þá óvenjulegu leið að sjálf
aðalpersónan er uppvakningur og
jafnframt sögumaður. Við kynnumst
veikinni hans sem fötlun, hann á erf-
itt með að tjá sig með orðum en
hugsanir hans eru skýrar, snöggar
og hnyttnar. Þetta gefur myndinni
öflugt start og mörg bestu augna-
blik hennar fjalla um viðleitni hinna
dauðu til að reyna að tengja aftur
við leifarnar af sínu gamla mannlega
lífi.
Myndin er nokkuð fyndin og
merkilega ófeimin þegar kemur að
bjartsýnum og hlýlegum tón hennar
en flestar uppvakningamyndir eru
hálfgerðar dystópíur og allt að því
bölsýnar þegar kemur að mannlegu
eðli. Það má segja að veðmálið gangi
upp að hálfu leyti; ágætlega tekst til
við að fá mann til að brosa út í annað
og kenna í brjósti um hina ódauðu
en sjálf aðalsagan sem hefur verið
lýst sem Rómeu og Júlíu í uppvakn-
ingaformi er frekar átakalaus. John
Malkovich leikur strangan föður Ju-
lie sem fer fyrir vopnaðri herdeild
og hefur það markmið að útrýma
hinum ódauðu. Alla myndina er gef-
ið í skyn að núningurinn milli hans
og nýja tengdasonarins verði um-
talsverður en þegar á hólminn er
komið ganga hlutirnir bara nokkuð
smurt fyrir sig. Hún líður að vissu
leyti fyrir hvað „andstæðingar“
hennar eru máttlausir. Hvorki fað-
irinn né „beinarnir“ (óviðbjargandi
uppvakningar á lokastigi) valda
manni tilfinnanlegu hugarangri og
blóðbaðið er í lágmarki. Tónlistar-
valið er í stíl við Grey’s Anatomy-
þættina: listi af indí-smellum sein-
ustu ára sem hefði getað verið val-
inn af Genius í iTunes en tónlistin
talar ekki mikið við mann í gegnum
söguna og situr ekkert sérstaklega í
manni. Aðalleikararnir gera sitt
mjög vel og ná að ljá persónum sem
maður veit frekar lítið um merkilega
mikinn þokka. Rob Corddry stelur
svo senunni sem besti vinur upp-
vakningsins R. og nær að gera sitt
hlutverk merkilega fyndið.
Niðurstaða: Warm Bodies er ný
nálgun á ákveðna undirgrein hryll-
ingsmyndarinnar þar sem milliveg-
urinn er fetaður í væmni, húmor, of-
beldi og spennu. Fyrir mína parta
hefði hún alveg mátt vera blóðugari
en hún er engu að síður ágætasta
skemmtun og kærkomin viðbót í
uppvakningasafnið.
Ástarsaga Uppvakningurinn R og stúlkan sem hann elskar í Warm Bodies.
Hlýlegur uppvakningur
Sambíóin
Warm Bodies bbbnn
Leikstjóri: Jonathan Levine. Leikarar:
Nicholas Hoult, Teresa Palmer, Analeigh
Tipton, John Malkovich, Rob Corddry,
Dave Franco. Bandaríkin, 2013. 98 mín.
ARI ELDJÁRN
KVIKMYNDIR
Plata er væntanleg með íslensku
hljómsveitinni Morgan Kane og
hefur eitt laga hennar verið gefið
út, lagið „Nine“, í gegnum ís-
lensku vefútgáfuna Synthadelia
Records. Lagið hefur verið valið
af tónlistarvefnum Rjóminn, rjo-
minn.is, sem framlag Íslands á
lista Music Alliance Pack sem er
samstarfsverkefni tónlist-
arbloggsíðna víða um heim og er
listinn birtur á vef breska dag-
blaðsins The Guardian. Áhuga-
samir geta hlaðið niður öllum lög-
unum á þeim lista með því að fara
á vefsíðu Rjómans.
Listamenn Hljómsveitin Morgan Kane sendir frá sér plötu á næstu dögum.
„Nine“ á lagalista Music Alliance Pack
Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð
er greinilega ekki sáttur við nýj-
ustu kvikmynd leikarans Bruce
Willis, A Good Day to Die Hard.
Óttar birtir opið bréf til Willis á Fa-
cebook svohljóðandi:
„Kæri Bruce Willis
Ég var að koma heim af nýjustu
kvikmynd þinni, Die Hard 5: A Go-
od Day to Die Hard. Ég las einhvers
staðar að þú hefðir í hyggju að gera
Die Hard 6. Ég hvet þig hér með
eindregið til að hætta við þá mynd
sem fyrst og sömuleiðis að eyða öll-
um eintökum af Die Hard 5. Ég
held raunar að það sé best ef við
látum bara eins og Die Hard 5 hafi
aldrei verið gerð og að Die Hard-
serían samanstandi einungis af
fjórum kvikmyndum.
Virðingarfyllst,
Óttar M. Norðfjörð“.
Bréf Óttar er lítt hrifinn af Die Hard 5. Ætli Bruce Willis viti af því?
Opið bréf Óttars til Bruce Willis
Heimsins öflugasta Hersluvél
1057Nm 20Volt
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
W7150 ½ Rafhlöður
2* 3,0 Ah Li-Ion
Létt og þægileg
aðeins 3,1 kg
EMPIRE
EINFRUMLEGASTA
GAMANMYND
SEM GERÐ
HEFUR VERIÐ
FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA
-NY OBSERVER
-VARIETY
-HOLLYWOOD REPORTER
STATHAM Í SINNI
BESTU HASARMYND TIL ÞESSA
-ZOO
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ
JEREMY RENNER Í AÐALHLUTVERKI
NAOMI WATTS TILNEFND
TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
700.KR
NÝTTÚTLITÁKLASSÍSKUÆVINTÝRI
Í VILLTA VESTRINU
ÖSKUBUSKA
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:20
WARM BODIES VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 6
HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 (10:10 3DÓTEXTUÐ)
BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:20
PARKER KL. 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50
KRINGLUNNI
WARM BODIES KL 5:50 - 8 - 10:20
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6
HANSEL AND GRETEL KL. 10:40
BULLET TO THE HEAD KL. 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
AGOODDAYTODIEHARD KL. 5:50 - 8 - 10:10
WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 5:50 - 10:30
PARKER KL. 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
WARM BODIES KL. 8
A GOOD DAY TO DIE HARD KL. 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8 AKUREYRI
WARMBODIES KL.8
HANSEL AND GRETEL KL. 10
BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:10
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á